Þar með er það ljóst. Farið hefur fé betra segi ég. Á einum vetri hefur honum tekist að skora innan við tíu mörk, slást við Johnny Riise og koma óorði á klúbbinn, og svo að skamma Rafa fyrir að koma ekki fram við sig eins og súperstjörnu. Og ég er nokkuð viss um að Rafa verður enn brjálaðri útí hann þegar hann fréttir hvað Craig sagði við fréttamenn í dag.
Uppfært (KAR): Ókei, Bellamy hefur tjáð sig við opinberu Liverpool-síðuna um þessi mál og segir frétt BBC Wales vera uppspuna. Hann heldur því fram að Rafa hafi kennt honum meira en nokkur annar framkvæmdastjóri og að hann vilji herma eftir honum, fari hann einhvern tímann sjálfur í þjálfun.
Það sem ég tók eftir að vantaði í ummæli hans eru hins vegar þau orð að hann sé ekki á förum frá Liverpool. Fréttamaður BBC Wales hélt tvennu fram, að Bellamy hefði sagt honum að hann ætlaði að yfirgefa Liverpool í sumar og að hann hefði gagnrýnt Rafa fyrir að tala ekkert við sig. Bellamy kemur fram í kjölfarið og neitar að hafa gagnrýnt Rafa … en segir ekkert um það hvort hann er á leiðinni í burtu eða ekki.
Slík orð … eða öllu heldur skorturinn á slíkum orðum, segja meira en margt. Þótt maður geti aldrei verið viss held ég persónulega að Bellamy hafi hlaupið á sig í samtali við velskan blaðamann sem hann ætlaði ekki að yrði fréttaefni, og sé nú að reyna að bæta fyrir skaðann. En hann hefur samt ekki neitað því að hann sé á förum, sem segir mér að hann er samt sem áður á leiðinni í burtu.
Sjáum til. Það er stutt í sumarið.
Hvernig væri bara að hliða liðinu þannig að færa Bellamy á miðjuna og nota hann sem varnar sinnaðan miðjumann til að búa til flæði fyrrir Gerrard og penannt.
Önnur lið ættu ekki breik í okkur
Þetta er nú meiri vitleysingurinn að segja svona rétt fyrir leikinn gegn Chelsea.
Tel ljóst að hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og muni ekki einu sinni vera á bekknum gegn Chelsea.
Mín skoðun er sú að menn eiga alls ekki tjá sig um sín eigin málefni fyrr en tímabilið er búið. Hvað þá núna þegar nokkrir dagar eru í að stærsti leikur tímabilsins fyrir Liverpool verður háður. Hef samt alltaf haft gaman af baráttu Bellamy á leikvellinum.
Já mjög furðuleg tímasetning á þessari opinberun hans. Eiginlega of fáránleg til að geta passað segi ég.
Þetta er bara publicity stöff hjá þeim segi ég. Öfug sálfræði. Seinast var því dreift í blöðin að Bellamy hefði lamið Riise með golfkylfu..núna segist hann verað fara.
Bíðið við drengir mínir. Bellamy munu starta á þriðjudaginn og setjann! 😉
Eitt sem kom fram í þessu viðtali var tal fréttamannsins um að þeir sem spiluðu í dag gegn Portsmouth hafa litla sem enga von um að fá að spila gegn Chelsea og það hafi sést á leik liðsins í fyrri hálfleik. :confused:
Bellamy og Benitez talast auk þess ekki við og Bellamy velur akkúrat þessa stund til að lýsa því yfir að hann verði seldur í sumar.
Hvað ætli sé eiginlega að gerast hjá Liverpool á bakvið tjöldin?
Eru leikmenn orðnir pirraðir á skiptikerfinu hjá Rafa og því að vera stundum spilað útúr stöðu? Ætli sé stöðug valdabarátta í gangi án þess að við vitum af?
Bellamy var við það að ná sér vel á strik um miðbik tímabilsins og spilaði líka mjög vel á Nou Camp sem er ekki á allra færi.
Hinsvegar þegar hallar á hann þá er hann greinilega ekki nógu sterkur persónuleiki og dettur í sjálfsvorkunn og væl. Hann hugsar greinilega meira um eigin hag en liðsins og verður því að fara.
Ég kem ekki til með að sakna hans mikið. Það er ekki nóg að hafa hæfileika til að spila fyrir Liverpool, þú þarft að hafa heila til þess líka. Það að koma með svona bombu 3 dögum fyrir undanúrslit CL sannar að Bellamy er ekkert alltof sterkur á svellinu blessaður.
Hef sagt það frá upphafi að þessi maður er einn besti strikerinn í deildinni og á að geta komið með ýmsar víddir í liðið okkar. Hann er erfiður í samskiptum það vita allir og Rafa hefur ekki tekist að hemja hann. Maður eins og Ferguson hefði tekið öðruvísi á honum. Skoðið bara hvernig Bellamy var hjá Newcastle og fleiri liðum, býr mjög mikið í honum og þetta er leikmaður sem vill vinna.
Hef alltaf verið frekar ánægður með Bellamy í vetur. Var nokkuð viss um að hvorki hann né Crouch eða Kuyt myndu fara í sumar sama hver kæmi. Hefði kannski séð einhvern þeirra fara í janúar ef hann væri ósáttur og nýji/nýju framherjarnir væru að standa sig. En maður sem hugsar bara um rassgatið á sjálfum sér rétt fyrir mikilvægasta leik vetrarins, og nota bene örugglega mikilvægasta leik sem hann hefur komist í á ferlinum, hann getur farið frá klúbbnum núna strax. Þarf ekki að mæta á fleiri æfingar.
Bara áður en menn missa sig í að dæma manninn…
Forráða menn síðunar mega breyta þessu í link fyrir mig, góða nótt.
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N155762070428-2250.htm
Af hverjuer fólk ekki að svara hugmyndum minni?
Ég verð nú bara að gagnrýna þessa stórundarlega færslu þar sem Kristján virðist bara gjörsamlega að gleypa við einhverju BBC Wales kjaftæði sem engin stoð er fyrir, til þess eins að koma óorði á Craig Bellamy.
Mér finnst hann eiga betra skilið en þetta og mér myndi aldrei detta það í hug að hann myndi segja eitthvað svona rétt fyrir leik, og hvað þá út á miðjum velli.
Þessi “frétt” leit út fyrir að vera uppspuni frá upphafi til enda og ég lýsi hér með frati yfir BBC Wales.
Go Bellamy !!!
PS:Ég hef heldur ekki ennþá séð neitt sem bendir til þess að Dirk Kuyt sé betri leikmaður en Craig Bellamy.
Búinn að uppfæra þessa færslu með tenglinum á viðtalið við Bellamy á .tv. Og ég setti líka inn mínar eigin hugleiðingar um það viðtal.
Ég stend við allt sem ég segi. Bellamy hefur valdið miklum vonbrigðum í vetur, komið sér í vandræði við liðsfélaga sína og (líklega) hlaupið á sig og gagnrýnt Rafa. Við sjáum til hvað gerist í sumar, en ef hann fer mun ég varla sakna hans.
Þetta er nú BBC, eiga þeir ekki að hafa smá standard?
Var nú staddur á liverpool spjallborði þar sem allir voru að gleypa við þessu. Þetta er ekki einhver blaðagrein úr skítariti þar sem menn hafa dularfullar heimildir. Þetta er bara fréttaritari sem segist hafa talað við hann. Segir þetta bara undir fullu nafni. Og Bellamy neitar því ekki að hann sé að fara. Ef þessi fréttaritari verður rekinn á mánudag þá vitum við að þetta er lygi. Annars??
Bellamy er moron og á ekki að spila fyrir Liverpool þó að hann geti spilað einn og einn ágætan leik. Vælið í honum utan sem innan vallar sæmir ekki Liverpool leikmanni.
Pennant er líka moron. Liverpool á ekki að vera vandræðaheimili fyrir ágæta leikmenn með minnimáttarkennd. Það er fullt leikmönnum sem geta það sama í fótbolta og þessir herramenn en kunna að haga sér í hóp og hugsa ekki bara um sjálfa sig eins og þessir gaurar.
Burt með þá báða!!!!
Framherjamál liverpool halda áfram.
Mitt mat er að Benitez á sennilega von á 3 framherjum í sumar til liðsins, Cisse, Pongolle og Voronin. Fowler fer og spurning er hvað hann ætlar að gera með Bellamy. En Bellamy er góð viðbót, en fær lítið að spila og er látin spila aðra stöðu en hann vill þegar hann fær að spila. Bellamy er týpa sem að þarf að spila í sinni stöðu í hverjum leik helst, sem hann fær ekki hjá Liverpool, af því að hann er ekki nógu góður.
Ummælin hjá BBC og svo hjá honum má því að mínu mati skilja sem svo:
1. Bellamy er til sölu. Hann verður seldur ef rétt tilboð berst frá réttu félagi.
2. Bellamy vill undirstrika að hann sé ekki “noghty” boy sem er ekki hægt að vinna með. M.ö.o. nógu loyal til að komast að hjá liði sem hann fær að spila sína stöðu í hverjum leik, svo fremi sem að hann sé heill heilsu.
3. Rafa mun kaupa þann stiker sem til þarf til að klára þessi 30 mörk á seasoni sem þarf í liðið. En sá striker er ekki til hjá okkur í dag og hann er búinn að tryggja sér fjármagnið í það verkefni.
Varðandi áreiðanleika skilaboðanna sem komu frá BBC sem er ekki bull fréttamiðill er að hann er til sölu fyrir rétt verð. Maður hefur hingað til geta treyst BBC og við munum geta gert það áfram.
Fleira var það ekki að sinni með þetta mál.
Skál og meðan ég man þá verðum við að vinna þetta helv. chelskey lið og skora hjá þeim 3 mörk !!!
Þetta er í fyrsta og vonandi síðasta sinn sem ég missi það yfir færslu á þessari síðu, ég hreinlega get ekki samþykkt að Craig Bellamy hafi verið lélegur á þessu tímabili, hann vissulega byrjaði hægt einsog allir leikmenn liðsins en fór svo í gang þangað til hann meiddist. Svo eru menn alltaf að væla útaf þegar hann kvartar í dómurunum. Mér finnst það bara jákvætt, hann er metnaðarfullur og vill gera betur og betur. BELLAMY ÁFRAM Á ANFIELD.. burt með CROUCH!
Júlli, hvern sjálfan fjárann hefur Pennant gert til að verðskulda það að vera merktur “Moron” hjá þér? Hefur hann hegðað sér illa hjá Liverpool? Ertu ennþá að kalla hann “moron” vegna þess að hann keyrði fullur fyrir einhverjum árum síðan? Á ég að dæma þig “moron” að eilífu útfrá þessum skrifum þínum? Nei, vegna þess að ég veit að þú gerðir mistök og munt læra af þeim. Það sama ætti að gilda um Pennant. Ef hann kemur með hegðun sem er óæskileg, þá má kannski breyta þessu. En hann hefur hegðað sér afar vel undanfarin ár og hefur greinilega sýnt að hann lærði af sínum mistökum.
Júlli, ég er ekki sammála þér með Pennant.
Pennant hefur verið frábær undanfarið og ég hef fulla trú á að hann eigi eftir að verða enn betri í þessu liverpool liði!
Hann hefur þar fyrir utan hagað sér mjög vel og verið til fyrirmyndar að því sem ég best veit.
Vil biðja menn að hætta öllum barnalegum uppnefnum eins og “moron” o.fl. bara strax. Menn geta stundað slíkt rugl á liverpool.is en ekki hér takk fyrir.
Til að svara Arnari M. þá er Bellamy víst búinn að valda miklum vonbrigðum í vetur. Hann er stöðugt að láta veiða sig í rangstæðu með illa tímasettum hlaupum og hefur alls ekki skorað nóg til að vega upp á móti vandræðaganginum í sér.
Hann hefur aðallega átt góða leiki gegn liðum eins og Wigan en horfið í stórleikjum. Var t.d. hörmulegur gegn Chelsea fyrir 4 dögum síðan.
Hann náði sér aðeins á strik uppúr áramótum og spilaði vel gegn Barcelona en samt hefur hann sýnt voða lítið yfir allt timabilið.
Staðreyndin er bara sú að Bellamy var hreint stórkostlegur síðari hluta tímabilsins með Blackburn í fyrra og útá það var hann keyptur til Liverpool. Hann hefur hinsvegar ekki verið nálægt þeim standard í vetur, að hluta til því hann er ekki að spila sína bestu stöðu.
Hann þarf á því að halda að vera stærsti leikmaðurinn í sínu liði en það yrði bara óðs manns æði að fara byggja Liverpool liðið í kringum hann eins og skapið og formið er á drengnum.
Miklir hæfileikar en bara ekki rétta týpan fyrir Liverpool. Seljann strax á meðan við fáum toppverð. Því miður Arnar.
Pennant fær hinsvegar annað tímabil til að sanna sig. Held hann sé samt líka of óstöðugur og ekki nógu líkamlega sterkur til að vera langtímalausn á hægri kanti.