Það er margt að gerast þessa dagana hjá Liverpool. Við erum náttúrulega komnir í ÚRSLIT MEISTARADEILDARINNAR AFTUR sem ég er ennþá að ná að melta. Úff hvað þetta var ljúft að slá út Chelsea. En ýmsar fréttir hafa verið af liðinu sem ekki einungis snertir Meistaradeildina.
Milan ákvað að vera alveg hvítir í úrslitaleiknum þann 23. maí og þess vegna munum við vera í aðalbúningnum okkar, ALL RED. Gott mál. Gattuso er síðan að tjá sig að óþörfu og vill meina að Liverpool spili bara með löngum bolta og ekkert annað. Ég er gríðarlega ósammála honum og hvað þá að Man U sé betra lið en LFC. Anyways þetta er eitt af því sem gerir það að verkum að við VERÐUM AÐ VINNA MILAN AFTUR!
Florent Sinama-Pongolle er genginn til liðs við Recreativo Huelva og er kaupverðið á honum 2.7 milljónir punda. Hann hefur staðið sig fanta vel með liðinu í vetur og mun án efa verða þeim mikill styrkur á komandi leiktíðum. Ég skal alveg viðurkenna að ég sé eilítið eftir drengnum því mér þótti hann standa sig oftast vel. En það var/er ekki pláss fyrir hann og þess vegna verður hann að víkja. Vonandi gengur honum allt í haginn á Spáni.
Samningarviðræður við 5 leikmenn munu vera hafnar til að tryggja þá til framtíðar. Þetta eru þeir Finnan, Gerrard, Carragher, Reina og Alonso. Þetta er flottar fréttir og ættu að koma í veg fyrir slúður um að Gerrard, Alonso eða Reina séu á leið burtu í sumar.
Gattuso virðist ekki læra á reynslunni með að vera með derring fyrir leik. Ef að hann snertir bikarinn aftur á leiðinni inn á völlinn þá er sigur okkar vís. Ég er mjög ánægður með þetta attitide sem hefur verið innleitt með tilkomu Rafa að vera ekkert að tjá sig að óþörfu um andstæðinginn fyrir leiki heldur bara einbeita sér að eigin liði. Man að Milan menn hraunuðu allir yfir Liverpool fyrir leikinn 2005 og Juve líka og Chelsea og Barcelona og……..þið sjáið hvernig fór fyrir þeim.
Flott nýja lúkkið hjá ykkur.
Gott mál að FSP sé farinn og einhverjir aurar fengust fyrir hann. Það verða pottþétt 1-2 framherji keytur í sumar og fara þeir báðir fram yfir FSP í goggunarröðinni. (Voronin ekki innifalinn)
Það er fátt betra en að sigra Meistaradeildina í aðalbúning Liverpool, gerir sigurinn meira real!
Til lukku með nýja útlitið. Þetta er mun flottara þótt hitt hafi verið flott líka.
En annars er þessi sálfræðihernaður byrjaður á fullu…
http://www.tribalfootball.com/article.php?id=38189
Mjög skemmtilegt það sem Gerrard sagði um Gattuso og í raun alveg rétt. Gattuso er bara gaur harður nagli á miðjunni sem í raun er engin ógn miðað við sem Gerrard telur upp. Graeame Souness var harður nagli og hann var með fanta bolta í sér og það sama átti við um Steve McMahon. Þeir slá báðir Gattuso við að mínu mati. Verður gaman ef við þöggum niður í þessum andskotans ítölum!
Hvernig er það, var Liverpool ekki ekki dregið sem útiliðið og átti þ.a.l. að vera í útibúning en Milan ákvað bara svo að vera í sínum hvíta útibúning. Er ég öruggleg að skilja þetta rétt?
Af hverju í ósköpunum ættu Milan menn að vilja að spila í varabúningunum? Hlýtur að hafa e-ð að gera með treyjusölu eða Adidas er með puttana í þessu.
Þetta er einhvers konar hjátrú hjá Milan, þeir vilja alltaf spila í hvítu búningunum í úrslitaleikjunum. Síðustu 4 sigrar í meistaradeildinni hafa allavega komið í hvítum búningum á meðan a.m.k. tapið gegn marseille ’93 var í rauðsvörtu búningunum (finn ekki myndir frá öðrum leikjum í fljótu bragði og nenni ekki að leita). Ef ég man rétt áttu þeir líka kost á að vera í heimabúningnum í istanbul og gáfu hann þá eftir eins og núna. Ekki kvarta ég, mér líður alltaf betur að sjá Liverpool í rauða litnum.
Ég verð að viðurkenna að ég hélt alltaf svolítið uppá leikstíl Pongolle og ég sé eftir honum sko, en það er víst betra að hann sé aðalstriker hjá Recreativo heldur en að verma tréverkið endalaust hjá LFC. Hann er búinn að vera í fantaformi á Spáni í vetur og vonandi að hann nái langt í framtíðinni.
Gattuso, farðu í ra**gat.
Sælir, flott nýja útlitið.
Ég sé ekki mikið eftir Pongolle, er sáttur við söluna á honum. EN hvað verðið varðar þá er ég ekki sáttur. Hann er búinn að vera frábær í spænsku deildinni í vetur og miðað við þá frammistöðu hefði maður haldið að verðmiðinn á honum væri hærri. Ég sá fyrir mér verðmiða upp á 4 millj punda eða þar í kring.
Krizzi