Kæri Man Utd,
mig langar til að senda þér þessa stuttu orðsendingu til að óska þér hjartanlega til hamingju. Þar sem frændur okkar í suðri, Arsenal og Chelsea, skildu jafnir í dag er það nú staðfest að þú ert bestur á Englandi veturinn 2006/07. Til hamingju með þennan stórkostlega áfanga! Ég held að það sé óhætt að segja að það áttu fáir von á að þú gætir staðist hinu tröllvaxna, forljóta Chelsea- skrímsli snúning en þér hefur tekist hið ómögulega og berð því með réttu titilinn Englandsmeistari næstu tólf mánuðina.
Enn og aftur, til hamingju með þetta!
Kveðja,
Bestur í Evrópu – Liverpool frændi.
E.s.
Að sjálfsögðu ætlast ég til að þú endurgjaldir hamingjuóskirnar eftir tæpar þrjár vikur. Annað væri ekki við hæfi meðal frænda. 🙂
Þar sem manjú unnu deildinna þá einfaldlega verðum við að vinna cl, annars verða þessir manju aðdáendur leiðinlegri en vanalega næstu 12 mánuðina
Ekki átti ég vona á því að ég myndi einhverntímann verða ánægður með að Man utd myndi vinna deildina en svei mér þá að ég sé ekki bara ánægður með þetta, kominn með nóg af þessu Chelsea liði og vonast eftir að Roman fari að missa áhugann.
Ég fagnaði þegar þetta var ljóst, ég elska að hata Chelsea.
Til hamingju Man U stuðningsmenn og Þórir Snær.
Ok. Það er eitt að óska MU til hamingju með titilinn en annað að fagna því að þeir hafi unnið, skil ekki hvernig Poolarar geta fagnað því að ManUtd vinni titla
Sammála..óþarfi að fagna en það ber að óska Man U til hamingju. Þeir áttu titilinn skilið.
Ég minnist umræðu í kommentakerfinu hér á þessu bloggi fyrir uþb. ári síðan þar sem menn héldu því fram að það yrði ómögulegt að stöðva Chelsea í fleiri fleiri ár. Ég hef aldrei skilið svoleiðis vitleysu…boltinn er upp og niður …spyrjið bara Real Madrid sem hafa ekkert unnið í mörg ár, Juventus sem eru í Seria B og okkur sem höfum ekki fagnað Englandstitli í 17 ár.
Manchester átti að vera óstöðvandi fyrir nokkrum árum, svo kom Arsenal og var ósigrað 2004 og menn sáu ofsjónum eina ferðina enn. Þetta er fyrsti titill United af hinum tveimur stóru í fjögur ár og ég vona að þeir láti drambið eiga sig því eitt sinn unnu þeir ekki neitt í 26 ár.
En sjaldan hef ég glaðst jafnmikið yfir óförum nokkurns manns í knattspyrnunni og falli Jose Mourinho af sínum háa stalli undanfarna viku. Megi hann fara og vera með sinn Carling bikar. Mér finnst Sir Alex hafa sýnt öðrum liðum og þá t.d. Liverpool viðeigandi virðingu í vikunni sem og í gegnum tíðina. Benitez hafði alveg rétt fyrir sér með það að Mourinho ber bara virðingu fyrir þeim sem tapa fyrir sér.
Þó að Rauðu Djöflarnir séu fjandmaðurinn þá er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir knattspyrnumönnum eins og Ferguson, Scholes, Giggs, Ronaldo, Rooney og félögum. Nema kannski Gary og Rio. Til hamingju United.
Þó að ég þoli ekki Man utd, þá hata ég Chelsea. United á þennan titil skilið í ár, og að sjálfsögðu óskum við þeim til hamingju. Það hefði verið ósigur fyrir fótboltann hefði Chelsea unnið deildina með sömu leikaðferð og Wimbledon um árið, markmaðurinn playmaker og sterkur target center!
Ég ætla svo sannarlega að vona fyrir þínar sakir, KA, að LFC vinni dolluna í lok mánaðarins því annars mun þessi pistill koma í bakið á þér margfalt.
Annars er ekki hægt annað en að óska Scums til hamingu með titilinn og í leiðinni biðjast afsökunnar á því að hafa ekki veitt þeim neina keppni í vetur. Mér þykir það afskaplega leitt.
“Mér finnst Sir Alex hafa sýnt öðrum liðum og þá t.d. Liverpool viðeigandi virðingu í vikunni sem og í gegnum tíðina.”
Svona eins og þegar hann talar um að “knock Liverpool from their fucking perch”?
Þetta knock comment getur misskilist allhrapallega í þýðingu.
Alex hefur alltaf verið drifinn áfram af árangri gamla Liverpool liðsins. Hann var mikill aðdáandi þess sem Shankly, Paisley, Fagan og Dalglish höfðu byggt upp og viðhaldið og hefur alltaf sagt að þeir væru viðmiðið.
Það er nú varla til meira hrós en það.
Tókuði eftir þegar Alex sagði að hann hefði verið “obsessed” í að vinna champ league fyrir nokkrum árum en nú orðið einblýndi hann frekar á PL. Svona skítaredding.