Jerzy Dudek hefur gefið það út að hann muni ekki spila áfram á Englandi þegar samningurinn hans rennur út í sumar við Liverpool. Ma. segir Dudek:
“I feel hungry to play but it would be impossible for me to stay in England and play for someone else. It will be a step down for me. I can’t imagine walking into Anfield on match day , seeing the Kop and then hoping to see Liverpool lose.”
Þetta eru orð að sönnu sem og falleg orð frá hetjunni okkar frá Istanbul. Karlgreyið hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan Reina kom til liðsins og þegar hann loksins fær sénsinn þá er hann einfaldlega alltof mistækur. Tel samt ljóst að hann gæti vel hjálpað einhverjum liðum á meginlandi Evrópu og verður þar að teljast líklegast að hann fari aftur til Hollands.
Uppfært (EÖE): Kannski að bæta við þetta þessari fínu grein á official síðunni þar sem Dudek talar um það að kveðja Anfield. Ég verð að segja það að ég sé ekki að Pepe Reina spili síðasta leikinn, þannig að það verður annaðhvort kveðjuleikur Jerzy eða þá fyrsti leikur Padelli.
Þetta er hetja, algjör meistari.
Ég myndi láta hann spila gegn Charlton og ég held að Rafa muni gera það.
Dudek byrjar á móti Charlton og fær svo heiðursskiptingu um miðjan seinni hálfleik og sá ítalski fær þá sinn fyrsta leik.
Kallinn á það nú skilið að fá að spila síðasta leikinn, ekki af því að hann hafi verið svo góður í vetur heldur fyrir þau þrekvirki sem að hann vann í Istanbul t.d.