Upphitun #2: Istanbul – Þvílík ferð

Hver getur gleymt leiknum í Istanbul í maí 2005? Allavega enginn stuðningsmaður Liverpool FC og væntanlega ekki nokkur maður sem horfði á þennan rosalegasta úrslitaleik knattspyrnusögunnar. Já, stór orð, en svona er þetta samt klárlega í mínum huga (sá ekki úrslitaleikinn árið 1921). En hver gæti trúað því að úrslitaleikurinn sjálfur var eiginlega bónus fyrir þá sem fóru til þessarar borgar. Ef leikurinn hefði tapast, þá hefði þetta engu að síður verið stórkostleg upplifun. Stemmningin í miðborginni var hreint út sagt fáránleg. Þar voru saman komnir um 50 þúsund stuðningsmenn Liverpool og sungu allan tímann. Ég fór aldrei út á torg án þess að það væri troðið af fólki. Það var varla hræða sem var innan dyra. Það fór enginn inn á bar til að fá sér öl, farandsölumenn löbbuðu á milli manna og seldu mönnum bjórkippur.

Ég fór fyrst niður á torg hálftíma eftir að við komum á hótelið, kvöldið fyrir leik. Þá var klukkan orðin 01:00 og miðbærinn troðinn af fólki. Það var ekki að sjá að neinn væri farinn heim á hótel klukkan 04:00. Ég veit um tilvik þar sem menn komu ekkert inn á herbergið sitt í ferðinni nema til þess að henda inn töskunni og ná í hana aftur á fimmtudagsmorguninn. Það var nægur tími fyrir suma að sofa bara í vélinni á leiðinni tilbaka. Ég hef margsinnis upplifað frábæra stemmningu í kringum leiki, en ég held hreinlega að þetta verði aldrei toppað, ALDREI.

SSteinn og Einar Örn í Istanbul

Það er samt erfitt að rifja þetta allt upp í einhverri lógískri röð. Þetta rennur eiginlega allt saman í eina allsherjar gleði. Skipulagsvandræði hjá Tyrkjunum eru í dag orðin eitthvað sem gerði þetta bara enn eftirminnilegra. Maður fussaði aðeins á sínum tíma, en hlær að því í dag. Í stað þess að endurrita einhvera ferðasögu sem menn geta hvort eð er lesið frá því síðast, þá ætla ég bara að setja niður nokkra punkta yfir atriði sem stinga upp kollinum þegar maður rifjar þetta allt upp:

•Langur ferðadagur, frá Leifsstöð og inn á hótel í Tyrklandi. Rúmur hálfur sólarhringur

•Ótrúlegur mannfjöldi í miðborginni sem virtist vera þar allan tímann

•Liverpool borðar hangandi utan á flestum húsum við Taksim torgið

•Sárafáir inni á börunum

•Hvernig er hægt að syngja svona hátt og rosalega án þess að vera inni á leikvangi sem magnar hljóðið?

•Pete Sampara er gamall maður 🙂 (Fór svo snemma að sofa)

•Frábært veður

•Gjaldmiðillinn :-). Þessi fleygu orð átti einn ferðafélagi minn: “Bjór…7 milljónir. Leigubíll…21 milljón. Being here…PRICELESS”

•Umferðarmenningin – overstatement að tala um umferðarmenningu

•Ægir og Hermann á sínum fyrsta og eina leik so far, lærðu “We’ve won it four times” á met tíma, en það hefur ekki heyrst síðan.

•Ef þú sendir Sverrir að ná í bjór fyrir þig, beware. Bjóst við tveimur öllurum en ekki TVEIMUR KÖSSUM rétt fyrir leik. Gangandi vegfarendur nutu góðs af því það var “on the house” fyrir flesta sem áttu leið hjá.

•McDonalds var neyðarúrræði því maður mátti ekkert vera að því að leita sér að góðum veitingastað. Kebab þó fínt.

•Siggi Hjaltested var í prófi heima á Íslandi, en konan hans hún Hjördís var í Istanbul 🙂 Siggi! Where were you, where were you, where were you in Istanbul, where were you in Istanbul

•Flugvöllurinn í Luton er ljótur og leiðinlegur

•Flugvöllurinn í Istanbul er ennþá ljótari og margfalt leiðinlegri

•Rölti með Vegard Heggem á leikinn

•Rauði Herinn fékk nýja merkingu, í Istanbul var hægt að tala um Rauða Hafið í miðbænum

•Rútuferðin á völlinn var ógleymanleg. Held að það hafi aldrei verið þögn í rútunni og varla hægt að tala samt um að menn hafi rætt saman. Bara sungið út í eitt

•Tyrkir voru höfðingjar heim að sækja

•Tyrkir elskuðu okkur stuðningsmenn Liverpool

•Umferðarteppa rétt áður en við komum á völlinn

•Allir löbbuðu niður að leikvanginum, þegar maður leit tilbaka þá var þetta eins og rautt fljót sem liðaðist áfram

•Leikvangurinn var úti á eyðimörk, in the middle of nowhere

•Ekkert að éta og ekkert að drekka

•ÞEIR RIFU MIÐANN MINN ÞEGAR ÉG LABBAÐI INN

•Stemmningin ógleymanleg

•Stórt áfall strax í upphafi leiks, mín gamla hetja Maldini var sko ekki hetjan mín lengur

•Annað áfall

•Þriðja áfallið

•Félagi minn sem ég plataði með mér bölvaði mér í sand og ösku í hálfleik, ég var þess valdandi að hann var núna tæpum 200 þúsund kalli ríkari

•Rúmu korteri seinna var ég kominn í guðatölu hjá honum

•Borðaði fræ í hálfleik, fattaði ekki að það átti að taka hýðið af þeim áður en þau voru étin. Oj bjakk

•Krafturinn í söngnum í hálfleik var ótrúlegur, hef aldrei heyrt og tekið þátt í öðrum eins flutningi á You’ll Never Walk Alone. Enginn leikmaður á vellinum, ekkert að gerast, 3-0 undir og flestir búnir að bóka tap. En Liverpool stuðningsmenn? Neeeeeei, nú skyldi sýnt fram á út á hvað orðið STUÐNINGUR snýst.

•Alsæla

•Milan aðdáendur þögulir sem gröfin

•Smicer er æðislegur

•Einar Örn sagði við mig að öll mistök Dudek með Liverpool væru hér með gleymd og grafin. Í okkar huga hafði hann aldrei gert mistök á ferlinum

•Sheva komst í guðatölu hjá mér

•You’ll Never Walk Alone, Ring of Fire, We are the Champions, Rocking all over the World, Simply the best

•Flugeldasýning

•Erfiðasta rútuferð ever sem tók heila eilífð á þessum eina vegi sem lá frá þessum enda vallarins

•Þreyta

•Allt sem tengdist flugi í gjörsamlegu fokki. Total caos á flugvellinum

•Beðið og sofið á flugvellinum í risastóru tjaldi

•Í fyrsta og eina skiptið á ævinni hef ég persónulega látið tæma flugvél. Fólk fór bara uppí næstu vél, skipulagið var þvílíkt. Okkar vél var orðin full af fólki sem ekki átti að fara með henni. Nokkur símtöl og vélin var tæmd. Við komumst loks um borð

•Fyrsta skipti sem ég sofna fyrir flugtak og vakna eftir lendingu. Vissi ekki af ferðinni. Þvílík þreyta, en þvílík sæla

•Bein útsending frá Liverpool á Heathrow þegar liðið kom heim. Damn hvað ég vildi taka leigubíl upp til Liverpool og taka þátt í fagnaðarlátunum

•Þreyta næstu daga, en ennþá alsæla

•Slæmu og góðu hlutirnir eru í dag bara ein allsherjar stórkostleg minning sem mun aldrei hverfa úr hausnum á manni

•Besti borðinn? Skrifað með Carlsberg letrinu: “Carragher…probably the best Scouser in the world”

•Siggi Reynis fór út þegar vítakeppnin hófst og sat í stiganum ásamt nokkrum öðrum. Sumir hafa betri taugar en aðrir 🙂

•20 ár liðin frá því Liverpool spilaði síðast til úrslita í þessari keppni, ég ætlaði ekki að missa af því, það gætu orðið önnur 20 ár þangað til við færum næst. Uhh, nei, takið núllið aftanaf ?

•We’ve won it five times, we’ve won it five times, in Istanbul we won it five times. It’s only on loan, it’s only on loan, in Ancient Greece we’ll bring it back home

Ruglingslegir punktar? Já, enda eins og ég sagði í byrjun, brenglað ferðalag bæði í orði og á borði. Hvernig sem fer í Aþenu, þá verður það aldrei tekið af okkur stuðningsmönnum við kunnum svo sannarlega að styðja við bakið á okkar mönnum, alveg sama á hverju gengur. Við lögðum undir okkur eitt stykki borg og gleðin og samheldnin bæði fyrir leik, á leiknum og eftir leik var eitthvað sem ekki er hægt að lýsa með orðum. You had to be there. Gefist þér tækifæri á að fara á svona úrslitaleik, gríptu það. Svona reynsla verður aldrei metin í krónum og aurum (eða í milljónum/milljörðum ef maður talar um Tyrkland). Athens, here we come.

YNWA

12 Comments

  1. Þvílík ruglferð maður … en það viðurkennist hér með að ég öfunda ykkur fáránlega mikið af því að hafa farið! Á þessum tíma sat maður heima, öfundsjúkur út í Einar og lofaði sjálfum sér að maður myndi fara næst þegar þetta gerðist. Nema, maður átti ekki von á því að þetta gerðist svona strax aftur þannig að ég fór frekar út á Barca-leikinn enn mögulegan úrslitaleik … þeir okkar sem heita ekki Jón Ásgeir verða að velja og hafna, peningalega séð. 😉

    Þannig að hér situr maður heima, enn og aftur, og lofar sjálfum sér upp í ermina. “Næst…”

    Allavega, frábær pistill hjá þér Steini!

  2. Þetta er FLOTTASTA partí sem ég hef farið í Istanbul 25.05.2005, enda fuglinn bikarinn, borgin og dagsetningin komið á handlegginn á mér og fylgir mér um aldur og ævi.

    Kv
    Siggi Reynis.

  3. Jesús minn, ég get skoðað þessar myndir aftur og aftur og aftur……og aftur og aftur og aftur…. Þvílík fegurð! Svo rauð og pretty! Allir þessir borðar og alles.

    Mér finnst að einhver ætti að vera yndisleg manneskja og bjóða mér á leikinn í Aþenu! 🙂

  4. Ef þú bara vissir hvað miði+flug á þennan leik kostar. Ég veit um einn sem borgaði, tja, segjum meira en 400 þús. kr. fyrir fjórar nætur í Aþenu og miða á leikinn. Ef þú svo ætlaðir að redda þér miða í dag, svona stuttu fyrir leikdag, væri það sennilega talsvert dýrara.

    Þannig að ég veit ekki hvaða manneskja ætti að vera “yndisleg” og bjóða þér. Áttu kannski von á Bill Gates í heimsókn á næstunni? 😉

  5. Maður verðleggur ekki svona dýrð eins og að sjá Liverpool (vonandi) vinna….

    En VÁ! Ég er hætt við, ég vil ekki að neinn bjóði mér eitt né neitt á þessu verði takk fyrir pent. Ég get alveg horft á þetta á….eh….hvar hópast fólk annars saman til að horfa á Liverpool leiki (annars staðar en í ræktinni)?

  6. Veit einhver hvenær maður þarf að mæta á Players til að vera öruggur með sæti??

  7. Á miðvikudaginn myndi ég halda að þrír tímar fyrir leik væru nóg fyrir sæti … en ef þú vilt fá GOTT sæti gætirðu þurft að mæta enn fyrr. Þetta sagði yfirPlayers-sitjarinn sjálfur, SSteinn, mér.

    Ég verð í happasætinu mínu heima hjá pabba. Er ekki hjátrúarfullur, veit vel að mitt sætisval hefur engin áhrif á fótboltaleik í Aþenu, en það sakar allavega ekki að hafa þetta á hreinu. 😉

  8. OK…
    Ég var að lesa póst á liverpool.is þar sem nossararnir ætla að gera góðan dag úr þessu… hefur eitthvað heyrst af svoleiðis löguðu hérna í bænum eða er bara málið að hittast snemma á Players?

  9. Ég veit ekki hvort eitthvað svona er skipulagt útíbæ en ég get lofað þér að Players verður sjóðandi á miðvikudag. Og sennilega Ölver líka. Menn bara mæta í rauðu, með trefla og svona og reiðubúnir að syngja sig hása.

Upphitun #1: Fyrir tveimur árum …

Upphitun #3: Hvernig mun Liverpool spila?