N.B. Hjalti á líka í vandræðum með að komast inná bloggið þannig að ég set inn þessa færslu fyrir hann.
Andstæðingar okkar í úrslitaleiknum á miðvikudaginn er sögufrægt félag sem allir þekkja. Ég man fyrst eftir AC Milan sem yfirburðarliði, að mínu mati allavega, á Ítalíu. Ég var mjög hrifinn af liðinu sem patti en það var aðallega útaf einum manni, Marco van Basten. Ég gjörsamlega dýrkaði manninn og átti tvær nákvæmlega eins AC Milan treyjur með nafninu hans á af því ég var alltaf í þeim.
Nú er öldin orðin önnur og áhugi á Ítalska boltan um hefur farið dvínandi á Íslandi. Ég fylgist þó enn með mínum mönnum á Ítalíu eins og knattspyrnuheiminum öllum reyndar. Milan var stofnað í desember árið 1899 og á svipaða sögu og okkar ástkæra félag. Milan hefur unnið Meistaradeildina sex sinnum, við fimm sinnum og Ítalarnir hafa sautján sinnum unnið deildina.
Það er reyndar skrýtið að Milan hafi yfir höfuð fengið að spila í Meistaradeildinni á tímabilinu. 30 stig voru tekin af því fyrir sinn þátt í Ítalíuskandalnum en upphaflega átti reyndar að taka þau 45 sem hefði tekið sætið alveg af þeim. 30 stig voru það og þriðja sætið var þeirra en athyglisvert þótti að UEFA ákvað að refsa Milan ekki neitt. UEFA átti einfaldlega ekki til reglugerð fyrir því að meina félagi aðgangi að keppninni, sem hafði í raun náð tilskyldu sæti í heimlandi sínu.
Hvað um það.
Þetta er byrjunarlið AC Milan í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum:
Cafu – Paolo Maldini – Nesta – Jaap Stam
Seedorf – Gattuso – Andrea Pirlo – Kaká
Andriy Shevchenko – Hernán Crespo.
Ekki slæmt lið. Framherjarnir báðir eru nú horfnir á braut og þar sem leikkerfið hefur breyst má búast við því að þeir spili með fimm miðjumenn.
Svona tippa ég á byrjunarliðið hjá AC Milan:
M. Oddo – Nesta – Maldini – Jankulosvski
Gattuso – Andrea Pirlo – Ambrosini – Seedorf
Kaka
Alberto Gilardino
Kaka verður auðvitað í frjálsu hlutverki og það er lykilatriði að Liverpool verði þétt fyrir og passi upp á plássið á milli sóknar og miðju. Seedord og Gattuso verða væntanlega á miðri miðjunni og athyglisverð verður rimman milli þeirra og Mascherano og Alonso sem ég spái að fylli miðju Liverpool.
Það er mikið talað um reynsluna í liði AC Milan en ég held að það skipti ekki nokkru máli. Allir leikmenn okkar vita hvað þarf til og ég held að þrátt fyrir að vera með vörn sem nálgast óðfluga fimmtugsaldurinn sé það Milan ekkert endilega til hagsbóta.
Maldini og Nesta eru samt sem áður feykiöflugir og bakverirnir tveir eru góðir, sérstaklega Oddo. Miðjuna þarf svo ekkert að ræða um, hún er frábær. Pirlo er þeirra Alonso og Gattuso er band brjálaður, þvílíkur vinnuhestur sem gefst aldrei upp. Gilardino er góður sóknarmaður en ég hefði nú hræðst þá meira ef Shevchenko væri þarna enn. Ég vona að Gilardino slengi ekki blautri tusku framan í mig eftir þessi ummæli.
Baráttan verður ekki síður utan vallar sem innan. Rafa og Carlo Ancelotti eru taktískir snillingar. Ég efast um að nokkuð muni koma Rafa á óvart, þó að Ancelotti myndi jafnvel skella sex breytingum á þessu byrjunarliði eða eitthvað. ”Það er ótrúlegt hvað margt af því sem hann segist gera – gerist,” sagði einhver leikmaður Liverpool um daginn um Rafa og hvernir hann greinir andstæðinginn.
Hvað sem líður eigum við í höndum stórkostlegan úrslitaleik, jafnvel þó dramatíkin verði helmingi minni en hún var í Istanbul… Ég verð að enda þetta á sömu orðum og Ssteini:
”….it´s only on loan…. it´s only on loooooan, in ancient Greece – we´ll bring it back home.”
YNWA
Við erum augljóslega underdogs fyrir þennan leik, en það er bara betra. Ef við værum að spila gegn lakara liði en við, eins og oft í enska boltanum, þá þurfum við að stjórna leiknum. En málið er það að Liverpool er lið sem vill heldur spila þettan og öflugan varnarleik og beita góðum og vel útfærðum skyndisóknum, það hentar einfaldlega liðinu betur en hitt. Við höfum séð þetta trekk í trekk síðustu ár. Leikir gegn lökustu liðunum í enska eru oft erfiðir og hefur oft gengið brösulega með þá, en þegar komið er út í leiki gegn juventus, barcelona og ac milan þá virðumst við alltaf enda uppi sem sigurvegarar. Ég er því dauðfeginn að fá risalið eins og ac milan því við tökum þá bara eins og öll hin STÓRliðin;)
http://www.youtube.com/watch?v=BgtJwf4dK1A
Ef þetta pumpar mann ekki upp fyrir leikinn þá er eitthvað að …
Þetta myndband er snilld !
Stanzlaus gæsahúð : )
Jamm, Al Pacino gerir útslagið … nú er maður farinn að titra af spenningi!
þetta er óskarsverðlaunamyndband…. kemur blóðinu hreifingu! 😀
Hélt að mönnum gæti þótt gaman að þessu:
We are halfway to Athens 🙂
http://www.cfcnet.co.uk/content/results_detail.asp?ID=6494
guess what… 🙂
DT hafðu þakkir…ég er með gæsahúð um allann líkamann og græt eins og lítill polli…!!!!!! Þvílíkt myndband.
Áfram Liverpool….we can do it for the sixth time!!!