Jæja, þá er komið að því. Stærsti leikur ársins. Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu. “Greatest game ever, part 2” einsog stóð í einhverri blaðafyrirsögn.
Annað kvöld munu 11 hetjur frá Liverpool ganga útá Ólympíuleikvanginn í Aþenu í þeirri von að ná Evrópubirkarnum heim á Anfield í 6. skipti. Það myndi þýða að aðeins eitt lið í Evrópu hefði unnið bikarinn oftar, en það er Real Madrid. Einsog stendur er Liverpool í 4. sæti á eftir Real Madrid og AC Milan. Manchester United er í æsilegri baráttu við Nottingham Forest um 6-12. sætið á þeim lista.
Fyrir tveim árum var ég staddur í Istanbúl á besta úrslitaleik allra tíma. Hvort leikmönnum tekst að toppa þann úrslitaleik verður að koma í ljós, en það hefur sýnt sig aftur og aftur að úrslitaleikir Liverpool eru aldrei leiðinlegir.
Við hérna á síðunni höfum hitað rækilega upp fyrir þennan leik og því verður þessi lokaupphitun ekkert sérstaklega löng né ítarleg. Aggi fór í gegnum leikskipulag Liverpool og Hjalti yfir Milan liðið. Á morgun munum við svo halda hérna dagbók fyrir daginn.
Allavegana, það ætti að vera sæmilega auðvelt að giska á það hvaða lið Ancelotti mun stilla upp á morgun. Að öllum líkindum verður það svona:
Oddo – Nesta – Maldini – Jankulovski
Gattuso – Pirlo – Ambrosini
Seedorf – Kaká
Inzaghi
Helsta vafamálið er það hvort að Inzaghi eða Gilardino byrji inná, en af því sem má lesa af fréttum þá bendir flest til þess að Inzaghi byrji inná.
Það sem ég man ansi greinilega frá fyrri hálfleiknum í Istanbúl var það að horfa á bakið í Kaká þar sem hann tætti í sig vörn Liverpool í nokkur skipti. Þá byrjuðum við með Gerrard og Alonso á miðjunni, en í hálfleik var Didi Hamann settur inná til að stoppa Kaká. Það er alveg ljóst að á morgun verður það Javier Mascherano sem mun fylla í fótspor Didi frá fyrstu mínútu.
Ég spái því að Rafa stilli upp með 5 manna miðju og einn framherja.
Finnan – Carragher – Agger – Riise
Pennant – Alonso – Mascherano – Kewell
Gerrard
Kuyt
Vafaatriðin eru þó nokkur. Í fyrsta lagi hvort að Rafa treystir Kewell til að byrja, eða hvort að Zenden verði búinn að ná sér. Í öðru lagi þá kæmi það alveg eins til greina að fækka um einn á miðjunni, setja Gerrard á kantinn fyrir Pennant og svo Crouch fram með Kuyt.
Samt þá hallast ég að því að Rafa verði frekar varfærinn. Megum ekki heldur gleyma að með þessari uppstillingu (4-4-1-1) þá tættum við Arsenal í sundur á Anfield. Rafa hefði svo möguleika á að setja inn annan framherja ef að liðið væri komið í vandræði.
Á bekknum yrðu svo væntanlega: Dudek, Hyypiä, Arbeloa, Sissoko, Zenden, Bellamy og Crouch. Samkvæmt þessu missir Fowler af sæti á bekknum.
Það furðulega við þetta allt er að ég hef ekkert verið með í maganum útaf þessum leik. Ekkert í líkingu við Istanbúl. Ólíkt fyrir tveim árum þá hef ég talsvert meiri trú á Liverpool liðinu í dag. AC Milan hefur að mínu mati farið aftur á þessum tveim árum. Dida er ekki jafn traustur og áður auk þess sem að núna eru Dida, Maldini, Nesta, Oddo, Seedorf og Inzaghi allir komnir yfir þrítugt á meðan að í Liverpool verður sennilega eini maðurinn yfir þrítugt Steve Finnan.
Auk þess þá eru þeir Crespo og Shevchenko farnir og í stað þeirra eru það núna Gilardino og Inzaghi í sókninni. Allt segir manni að Milan liðið eigi að vera veikara, nema sú staðreynd að Kaká er enn betri en fyrir tveim árum. Sem er magnað!
En ég ætla að spá sigri á morgun. Ég held að við tökum þetta 2-1. Kuyt skorar fyrsta markið, Kaká jafnar og Crouchy kemur svo inná í síðari hálfleik og skorar sigurmarkið. Hljómar það ekki bara vel?
Áfram Liverpool!!!
2-1?
Slegið!
Þetta verður allavega magnað, svo mikið er víst. Ég vil bæta við þessa spá að Gattuso muni gera sig að fífli með ofstopafullri framkomu og enda á að verða rekinnaf velli, það myndi gleðja mig mikið.
ÚFFFF….þetta er að bresta á. Verður rosalegt og ég spái auðvitað sigri okkar manna. Skiptir mig ekki máli hvernig fer, vona bara að leikurinn verði magnaður og Gerrard lyfti dollunni í lokin:) Koma svo piltar, klárum dæmið og vinnum þennan virðingafylla titil!
Ég held að Fowler verði klárlega á bekknum. Rafa býst við öllu í leiknum og ef að í vítaspyrnukeppni er farið þá er klárt mál að Rafa vill hafa Fowler til taks. Gæti ég frekar trúað því að Bellamy myndi missa af sætinu.
Shjitt þetta er að gerast! Ég veit ekki á hvaða plánetu þú lifir Einar en ég er með svo mikinn fiðring í maganum að það er varla að ég geti sinnt daglegum erindum svona daginn fyrir leik! Þetta verður einfaldlega klikkað!
Að mínu mati verða lykilbarátturnar á vellinum þessar:
Mascherano, Carragher & Agger vs. Kaká. Ef við getum stoppað hann er hálfur sigurinn unninn og þessir þrír leikmenn verða að vera á tánum í 90+ mínútur til að það geti gerst.
Kantmenn Liverpool vs. Bakverðir Milan. Eins og við sáum gegn United eru þeir Oddo og Jankulovski (sérstaklega Oddo) stórhættulegir ef þeir fá að pressa of hátt upp völlinn. Til að þetta gerist þurfa okkar menn að stífla flæðið á miðju Milan, en þá þurfum við líka að hafa kantmenn sem ógna meira en C. Ronaldo og Giggs gerðu á San Siro. Ef Pennant og Kewell byrja þennan leik munu þeir bera þunga byrði.
Miðjan. Gerrard, Alonso & Mascherano vs. Pirlo, Gattuso & Ambrosini. Lesið þessi nöfn yfir aftur. VÁ! Þetta verður almáttugt stríð þarna inná miðsvæðinu … þvílík sex nöfn í einum leik!
Kuyt/Crouch/Bellamy vs. Maldini og Nesta. Ef við ætlum að vinna leikinn á morgun verða menn að skora mörk og það hefur einfaldlega verið akkilesarhæll okkar í þessari keppni í vetur að Bellamy og Kuyt hafa varla skorað neitt af viti. Crouch hefur skorað en ekki í öllum leikjum. Ég segi hér með að þessi leikur á morgun mun ráðast á því hvort við náum einu framherjamarki eða svo. Kuyt verður að standa við stóru orðin á morgun, enda varla til betri leikur fyrir hann að skora fyrsta Evrópumark sitt fyrir Liverpool!
Rafa vs. Ancelotti. Ég hef trú á mínum manni hérna … 😉
Mín spá: 2-0 fyrir Liverpool. Við setjum fyrstu tuttugu mínúturnar í að stífla Milan-liðið og vinnum okkur svo í góða stöðu á vellinum út frá því. Kuyt skorar þegar langt er liðið á fyrri hálfleikinn og í seinni hálfleik kemur Bellamy inná og nýtir sér sóknþunga Milan-liðsins til að stinga sér einu sinni innfyrir hina öldruðu Maldini og Nesta og setja annað markið. Þið heyrðuð það hérna fyrst! 🙂
Díses Stjáni, ÞÚ gerir mig svo stressaða að ég get varla andað! Ég las pistilinn hans Einars og róaðist tölvert niður en þegar ég kom að kommentinu þínu þá stressaðist ég enn meira upp og nú hef ég óstjórnanlega þörf til að drekka þetta bleika ógeð sem Bandaríkjamenn drekka alltaf í bíómyndum!
By the way, ég er að hugsa um að þyrma þér á morgun – ekki senda þér nein sms… Úff, mín eigin góðmennska á eftir að drepa mig á undan stressinu!
Ég myndi nú samt vara við því að halda að Kaká sé það eina sem haldi þessu Milan liði uppi. Þótt a.m.k. annar þeirra sé kominn á aldur þá geta Seedorf og Pirlo “pass you to death” eins og sagt er. Seedorf sérstaklega var magnaður gegn manchester united. Ekki það að Kaká sé ekki alger yfirburðarmaður 🙂
Ef við spilum kerfið sem Einar leggur upp með, ekki með tvo framherja, þá held ég að liðsuppstillingin verði eins og hann segir nema að Kewell spilar ekki. Zenden tekur stöðu hans ef hann er heill annars verður Riise þar og Arbeloa í vinstri bakverðinum.
Já einhvernveginn er ég líkt og Einar undarlega rólegur yfir þessum leik. Hvort það veit á gott eða vont skal ósagt látið. En einu skal ég lofa hér og nú. Sama á hverju gengur. Sama hver staðan er. Í þetta sinn mun ég ekki gefast upp í hálfleik og fara í búðarrölt. 😉
Sælir, vita menn hvort leikurinn sé í læstri eða ólæstri dagskrá á morgun?
Er ekki eitthvað í lögum um sjónvarpsrétt um að hann eigi að vera ólæstur?
Endilega kommentið…
Ég er viss um að leikurinn á að vera í opinni, en ég ætla samt að fara og horfa á leikinn þar sem stemmning verður : )
Úff ég get ekki beðið. Það verður heldur betur gengið um á morgun í LFC búningnum!
Úfff….ég sef ekki af spenningi….búinn að glápa á Liverpool klippur í allan dag á netinu.
Any given miðvikudag….þá getum við annað hvort unnið eða tapað!!!
We can either win or loose…..ræða Al Pacino er í hausnum á mér…ætla að horfa(og hlusta) eina ferðina enn á þessa klippu um vegferð Liverpool til Aþenu… Fara með gæsahúð í svefninn…:-)
Góða nótt…… við göngum ekki ein í draumum okkar í nótt!!!!!!
Er leikurinn í opinni???
Já það var talað um það í “minni skoðun” Hja Valtý Birni í dag.
Nei, hann er í harðlæstri dagskrá. Sýn er búið að vera að auglýsa áskriftarsímann stíft undanfarið.
NEI, leikurinn er í opinni dagskrá. Það eru reglur frá UEFA.
Ef það er horft í gegnum Digital lykilinn er hann læstur en opinn ef það er bara horft í gegnum loftnet, ef þið fattið hvað ég meina……..:S
Hélt dómarinn virkilega að Kewell ætlaði að drepa manninn? Af hverju ekki að leyfa honum að hjálpa hinum leikmanninum með augljósan krampa?