Stórkostlegt ólæti í Reyjavík!!!

Af Mbl.is: Tóku tapi uppáhaldsliðsins illa. Í þessari frétt á mbl.is eru þrír punktar:

– Einhverjir Liverpool aðdáendur hérna heima brutu glös á bar í höfuðborginni. Nota bene, það er ekki einsog þeir hefðu brotið glas á hausnum á einhverjum öðrum, heldur brutu þeir bara glös, punktur.

– Á öðru veitingahúsi þá voru Milan aðdáendur að fagna fullmikið og komu upp ryskingar á milli þeirra og Liverpool aðdáenda. Engan sakaði!

– Í miðbænum var Liverpool aðdáandi inní bílnum sínum fúll yfir tapi og treysti sér ekki til að keyra áfram.

Spyr ég nú: Af hverju í ósköpunum er þetta frétt? Þjónar þetta einhverjum tilgangi öðrum en þeim að reyna að gera lítið úr okkur Liverpool aðdáendum?

11 Comments

  1. Hugsanlega til að sýna hversu geðsturlaðir sumir menn geta verið í stuðningi á liði í öðru landi.

    Eitt er að vera svona fúll þegar Liverpool tapar sem er hverfisliðið manns, annað þegar það er lið í öðru landi.

    Svo er þetta líka ekki bara skemmtiefni fyrir fólk, eflaust margir sem hafa gaman af því að lesa þetta. Efast ekki um að margir lesendur þessarar síðu hefðu gaman að lesa svipuð ummæli um stuðningsmenn Man Utd.

  2. Mig grunar að þetta efsta hafi verið á Players í gærkvöldi. Það voru ákveðnir einstaklingar þar sem höguðu sér eins og fífl.

  3. Já, nota bene – ég er ALLS ekki að afsaka þetta. Þetta eru auðvitað fáránleg viðbrögð við tapi.

    En hvernig þetta verðskuldar frétt á mbl.is skil ég alls ekki.

  4. Ég var á Players í gær og þar voru nokkrir sem fóru gjörsamlega yfir strikið í dólgslátum sínum. Menn eiga auðvitað ekki að haga sér eins og fífl, brjótandi glös og hótandi barsmíðum!

    Varðandi fréttina á mbl þá er hún ósköp ómerkileg, en margir munu lesa hana og hlæja að óförum Púllara.

  5. Einar, ég hélt nú að þú værir búinn að átta þig á því að á mbl.is telst ALLT vera fréttnæmt sama hversu lítilfjörleg okkur hinum finnst “fréttin” vera. Annars birtast fréttir sem þessar nú yfirleitt undir einhverju sem þeir hafa kallað “dagbók lögreglunnar” undanfarin ár.

  6. Þetta gerðist í hinum salnum Benni, þú auðvitað fórst svo snemma að þú sást ekki neitt 😉

  7. Varð sjálfur ekki var við skammarlega hegðun í miklum mæli á Players…hva í ósköpunum gerðist þarna eiginlega?

  8. Verð að segja það eins og það er. Er stundum ekki viss um hvort að menn skilgreini sig sem tjalla eða Íslendinga, svo blindir eru þeir í þessu Premiership-ofstæki sínu. Þá er ég að tala um áhangendur liða í Premiership yfirleitt. Það er bara eins og það sé ekki spilaður fótbolti í öðrum löndum, þó að það sé einstaka sinnum minnst á spænska boltann af því að Eiður Smári spilar þar.

  9. Síðasti punkturinn er alveg frábær… Hef ekki heyrt þetta í langan tíma og já maður myndi nú telja svona hlut fréttnæmt miðað við umfang þessa leiks…
    Sé nú bara ekki hvernig hægt er að taka svona frétt sem einhverja niðurlægingu (eða gera lítið úr okkur aðdáendunum)… er ekki bara málið að jafna sig á þessum leik hið fyrsta (t.d. með því að láta svona fréttir ekki angra sig) og halda áfram að anda

    YNWA

  10. Menn geta oft farið yfir strikið og alveg skammarlegt hvernig sumir haga sér á Players, Ölver og öðrum stöðum. Okkar stuðningsmenn sem aðrir.
    Manni getur þótt vænt um uppáhaldsliðið sitt en ef menn eru farnir að fara að slást útaf því, henda glösum og sofna með magaverki þá þurfa þeir hinir sömu að taka stöðu sína í lífinu til endurskoðunar.
    Sumir sem halda að þeir eigi Players og geti gert það sem þeim sýnist útaf því að þeir eru “alvöru stuðningsmenn og enginn annar” eru bara sorglegir.
    Allt í lagi með þessa frétt…hún er bara fyndin eins og margar sem copy/paste blaðamenn Moggans hreinrita úr dagbók lögreglunnar.

Xabi ekki á leið burtu!

Rafa: Við getum keypt tvo leikmenn á 26 milljónir núna!