Ja hérna, Rafa Benitez er í einhverju almagnaðasta viðtali sem hann hefur verið í. Það er eiginlega bara nóg að kvóta í þetta viðtal:
>”If we don’t change things right now and understand how crucial this moment is, we will waste another one or two months on two or three targets and we’ll start having to sign third-choice players,” said Benítez, who signed a new contract last summer, extending to 2010, but whose patience has clearly been wearing thin.
>”That would leave us contenders to be in the top four. Nothing else. After three years working really hard, we’ve not progressed enough. I have confidence in the Americans because they say they will back me, but I want to see things happening right now. I’m tired of talking, talking. We talk and talk but we never finish.”
Og áfram heldur hann:
>”It is the situation I’ve been watching here in the last few years. They say we are close, but we are not close. We are 21 points behind and we cannot work harder. I cannot work more than 20 hours a day.
Og það almagnaðasta er að Rafa segist vera með tvo leikmenn, sem kosti 13 milljónir punda hvor það er ef að Liverpool drífa sig í að kaupa þá NÚNA:
>”We can sign two top-class targets for €20m each right now. Maybe we didn’t have enough money in the past, but now we have new owners who can invest £400m in the club. If we don’t do the right things right now, we’ll miss the opportunity and next season we’ll be talking about third or fourth and 20 points behind again.”
Magnað! Þá er spurningin hverjir þessir leikmenn eru og hvort að eigendurnir hætti að gjamma og fari að GERA eitthvað í málunum. Næstu dagar verða svo sannarlega spennandi!
Hallelúja, silly season byrjað fyrir alvöru og hægt að láta hugann reika að öðru en leiknum sem ekki fór fram fyrir 2 dögum (ekki svo ég viti til allavega). Upphæðin passar ágætlega fyrir Simao þannig að mér sýnist nokkuð ljóst að hann sé á leiðinni, 2 árum of seint, en svo er spurning hver hinn leikmaðurinn er. Flestir framherjarnir sem hafa verið orðaðir við okkur eru 20+ milljóna menn og það er Dani Alves líka. Dettur einna helst í hug að þetta gæti verið Milito eða jafnvel Owen, þó ég hafi nú ansi takmarkaða trú á því sá síðarnefndi sé á leiðinni. Næstu dagar ættu allavega að geta orðið spennandi.
http://blogs.guardian.co.uk/sport/2007/05/25/tinkering_coach_fails_tactical.html
Góð grein með réttmætri gagnrýni á Rafa
Í draumaheimi væru þetta Alves og einhver annar (hugsanlega Milito) en einu mennirnir, sem við höfum verið orðaðir við og væri fræðilegur möguleiki á að kæmu á 13 milljónir væru væntanlega Tevez, Milito, Simao og Owen. Finnst þetta samt of mikill peningur fyrir Simao og Milito og sennilega of lítill fyrir Tevez.
Spennandi, tvær stórar signingar össs – báðar stærri en Kuyt!.. Fæst orð bera minnsta abyrgð í spádómum um hvaða leimenn þetta eru. Legg ekki í það.
Segir ekki í greininni: “We can sign two top-class targets for €20m each right now” en ekki 13 m hver.
Jú, 20 milljónir evra eru 13 milljónir punda.
Varðandi sóknina þá finnst mér í lagi að setja stóra summu á Tevez, sé ekki ástæðu til að eyða 20€+ fyrir leikmann sem svo þarf tíma til að aðlagast enska boltanum.
Ég er agalega ánægður með þessa meistara, Hicks, Gillett og Rafa. Algjörir kóngar!
Varðandi þessa 13 milljón punda menn, þá eru Sky Sports að orða Liverpool við Florent Malouda hjá Lyon. Hann á samkvæmt Sky að kosta 13,4 milljónir punda.
Nú á að kaupa fullmótaða menn sem eru á lausu núna greinilega.
Vonandi fáum við Ruud týpuna í sóknina, meiri breidd á báða kantanna og þá getum við farið að láta okkur dreyma í alvöru um titla 🙂
Þessi grein er nokkuð merkileg finnst mér.
Ég hef ekki séð Benites fara jafn mikinn áður. Kannski er farið að hitna undir Karli? Þess vegna er hann svona harðorður. Ég er ekki viss um að það geti stýrt góðri lukku að hálfvegis hóta nýjum eigendum. Spurningin er hvort ekki sé skynsamlegra að leyfa þeim að njóta vafans, svona í það minnsta í sumar..fyrsta alvörutestið á þá.
Auðvitað þurfa stóru liðin að eyða peningum. Enginn þrætir fyrir það. En ég er alltaf “skeptiskur” á það þegar menn fara að gera peningaleysi að blórabögli. Það hljómar alltaf svolítð fyrir mér eins og….árinni kennir illur ræðari!!!!!
Virkilega ánægður með Rafa. Ef við kaupum alltaf þriðja kostinn eða þriðja besta í sinni stöðu þá verðum við einfaldlega þriðja besta liðið.
Við þurfum heimsklassa leikmenn. 2-3 til að gera atlög að toppnum. Fyrir mér voru þessi orð Rafa skot á þá Pennant og Bellamy en báðir voru þeir þrifðji eða fjórði kostur í kaupum síðasta sumar.
Þá skil ég líka þessi orð Rafa sem skot á þá Moores og Parry. Kaupin á Lucas voru ágætt dæmi um það en bara það að geta verið skjótir að hugsa í viðskiptum skiptir öllu máli.
Ef Pennant kemst ekki núna í enska landsliðið eftir að hafa spilað úrslitaleikinn í Meistaradeildinni hvenær í ósköpunum þá?
Er bjartsýnn á að við gerum góð kaup í sumar og verðum gríðarlega sterkir næsta vetur.
Áfram Liverpool!
Hössi – því Pennant gerði ekkert í þessum leik. Hann hljóp alltaf með boltann fram og til baka en það kom ekkert út úr því. Hvað kom hann mörgum krossum frá endalínu inn í? Hann er meðalmaður, ekkert meira en það. Hvað er hann búinn að skora mörg mörk í vetur?