Ef ég ætti að fá að velja einn framherja í heimi, sem ég vildi sjá spila fyrir Liverpool þá væri það pottþétt Samuel Eto’o. Einhvern veginn finnst manni hann vera **of** stórt nafn fyrir Liverpool miðað við leikmannakaup liðsins síðustu 10 ár. En maður getur alltaf látið sig dreyma.
Allavegana, Eto’o tjáir sig um Liverpool orðróminn og þetta hljómar vissulega jákvætt.
>The great thing about Liverpool is their team spirit. It is very strong. But, for me, it is their fans who win matches for Liverpool because they have so much power. They are fantastic. Any player would love to have those types of fans behind him. I have played at Anfield in the Champions League quarter-final so I know all about their fantastic supporters.
>”It would be wonderful to have that kind of support as a Liverpool player but I really don’t know what will happen in the next two years. Every time I turn around so many things have happened and changed. So I can’t think about it yet. But you never know.
Hann bætis svo reyndar við:
>”I’m only thinking about next season and I will be here next season. But every year that passes things become a bit more difficult.
En það er svo sem aukaatriði. 🙂
Allavegana, þá telja ansi margir á Spáni að annaðhvort fari Ronaldinho eða Eto’o á næsta tímabili og flestir telja að Eto’o sé líklegri. Það mun þó auðvitað ekkert gerast fyrr en að spænska deildin klárast eftir tvær vikur. En ef við myndum kaupa Eto’o, Alves og Malouda þá veit ég ekki hvað ég myndi gera. Í draumaheimi þar sem sumarið myndi ganga fullkomlega upp þá gætum við stillt upp svona liði:
Finnan – Carra – Agger – Riise
Alves – Mascherano – Gerrard – Alonso – Malouda
Eto’o.
Er eitthvað lið að fara að vinna þetta lið?
Auðvitað eru þetta bara draumórar, en sumarið í fótboltanum er jú skemmtilegt af því að maður getur látið sig dreyma um stór leikmannakaup
Okkur vantar vinstri bak líka 😉
er verið að tala um malouda???
Andri, við erum með Aurelio, Riise og Insúa. Ég sé ekki hvaða vinstri bakvörður sem væri laus myndi bæta miklu við þetta lið.
Og já, það er verið að tala um Malouda.
Hugmyndin um að Eto komi til Liverpool er ekkert svo fáranleg. Alonso hefur ekkert verið að sýna það besta fyrir Liverpool í vetur og ekkert hægt að spá í hvað því veldur. Það þýðir náttúrulega ekkert að lesa í einhver official við töl, því að þau eru bara Halelúja. Þegar viðskiptin eru að fara af stað þá vilja menn halda öllu inn að beini og ég fékk strax tilfinningu fyrir þessu þegar Benitez eyddi heilum degi af lífi sínu í það að berja niður fréttir af því að Alonso væri á förum.
Auðvitað væri geðveikt að fá Eto en Alonso er mikill fengur fyrir Liverpool, þegar hann spilar á því leveli sem hann getur sýnt. Það hefur hann bara ekki verið að gera upp á síðkastið.
Ef Benitez lætur Alonso frá sér þá er það víst að hann þarf að kaupa meira inn á miðjuna. Manninum líkar vel við að hafa 8 tibúna menn inn á miðjuna. Sissoko er á förum burt, eftir að miklu betri spilari (Masch) er kominn í stöðuna hans. Ætli Benitez gefi honum ekki ár í viðbót og sjái hvort hann geti ekki lært að senda frá sér boltann.
Eto. Maður trúir þessu varla. Allt það sem hann sagði um enska boltann og Liverpool fær mig til að halda að þeir séu komnir langt í samningaviðræðum. Hann leggur sig örugglega til svefns í kvöld dreymandi um að skora fyrir framan Kop í rauðri skyrtu. Karlinn minn. Ég held að þú getir ekki undirbúið þig.
Þótt Alonso hafi ekki alveg verið að sýna sitt besta á þessu tímabili þá trúi því ekki að hann fari því hann er og verður einn af okkar lykilmönnum en ég er ekki eins viss um Sissoko og ef Eto er virkilega áhugasamur um að koma þá væri myndi ég ekki gráta það ef Sissoko færi upp í kaupverðið, hvernig væri að bjóða 20 milljónir plús Sissoko í Eto ?
það var verið að tala um 30 m og alonso fyrir eto’o… og ég tel alonso vera meira virði en sissoko svo ég held (ef þessar tölur séu byggðar á einhverju) að við yrðum þá að leggja fram meiri pening en 20, og já jafnvel meira en 30kall…
Ég vil ekki gera upp á milli margra hérna, en ég verð að segja það að frekar vil ég halda Alonso heldur en Sissoko … alla vega eins og staðan er í dag.
Etoo er draumaframherji … en er hann liðsheildarmaður? Ef ekki, og hann skorar samt 20-30 mörk, þá vil ég samt endilega fá hann 🙂
æji ég veit það ekki hann er drullugóður sko, einn ef ekki besti í dag….. en mér finnst hann alltof mikil prímadonna fyrir minn smekk….. það er enginn leikmaður stærri en klúbburinn sjálfur…… væri meira til í teves,villa eða jafnvel Torres en hann er að vísum samt mjög misjafn, elska hvernig hann er í sambandi við sinn klúbb! enjá það er alltaf gaman af svona pælingum…. held
Nú er kominn tími að færa sig yfir í raunveruleikann. Það mun ekki þýða að kaupa 5-10 millj. punda menn í sumar. Raunveruleikinn er bara sá að það er peningasóun fyrir L´pool. Við þurfum ALVÖRU leikmenn og þeir kosta 15-25 millj. punda. Eto´o er ALVÖRU leikmaður. Hann væri perfect fit. Losa sig við Bellamy væri ok. En alls ekki Alonso. Hann er líka ALVÖRU leikamaður. Held að málið sé einfalt. Það eru þónokkrir lykilmenn hjá klúbbnum í dag. Megum ekki losa okkur við/swapa þeim út. Verðum að losa okkur við miðlungsmennina og fá toppmenn í staðinn. Lítum á man u. Þeir hafa keypt fáa en dýra leikmenn og þeir eru að uppskera skv því. Það er staðreynd. Ronaldo, Rooney, Carrick ofl. Margar efasemdir en staðreyndin er sú að þeir unnu í ár, sanngjarnt. Hættum að safna ,,ódýrum” miðlungs-leikmönnum og fáum ALVÖRU leikmenn. Það er amk mitt mat.
jæja,,,,,,,, okkur vantar að framherjar klári dæmin Ch og Mu skora fleiri mörk en við svo eins og ég hef oft sagt á þessari síðu menn verða að fara að skjóta þegar þeir sjá markið, það er alltof mikið gefið á kantana eða aftur á miðjuna af framherjum Liv sem sagt KLÁRA DÆMIÐ SKJÓTTU SKJÓTTU
Vildi benda á að við virðumst vera búnir að kaupa tvo ungverska kjúklinga http://forums.thisisanfield.com/viewtopic.php?t=19144
” have really good news for Liverpool fans.Liverpool have signed to Hungarian players from MTK Hungaria this evening. Krisztian Nemeth(18) and Andras Simon(17) have both signed a 5 years contract. Nemeth is really talented player and he has been targeted by many big European clubs.
http://www.mtkhungaria.hu/index.php?lang=hu
“
Ég var að lesa á spænskri síðu að Barcelona væri að ná samkomulagi við Boca Juniors um að Rodrigo Palacio muni skipta yfir til Barca í sumar. Ef það er staðreyndin er það alveg klárt að Eto er á förum frá Barca og núna má Parry drífa sig af stað og klára þennan deal.
Með Malouda, Alves og Eto þá er þetta byrjað að líta ágætlega út. Þurfum samt að kaupa backup fyrir Gerrard þar sem Alonso verður örugglega skiptimynt.