Uppgjör: Tímabilið 2006/07

Á þessum síðasta degi maímánaðar er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og gera upp tímabilið sem lauk svo illa fyrir Liverpool fyrir viku síðan í Aþenu. Eins og við höfum vanið okkur á hér á Liverpool Blogginu höfum við tekið okkur til og kosið um sum af helstu atriðum tímabilsins í vetur, um allt það besta og versta. Þetta virkar þannig að við erum fimm sem skrifum á Liverpool Bloggið, við kusum í sjö flokkum í ár og hver okkar mátti setja 1.-3. sæti í hverjum flokki. Nú, við kusum, stigin hafa verið talin og niðurstaða kviðdómsins er sem hér segir:

LEIKMAÐUR ÁRSINS:

  1. José Manuel “Pepe” Reina – 11 stig
  2. Steve Finnan – 8 stig
  3. Jamie Carragher – 6 stig

MESTU FRAMFARIR:

  1. Jermaine Pennant – 10 stig
  2. Daniel Agger – 9 stig
  3. Javier Mascherano – 6 stig

BJARTASTA VONIN:

  1. Daniel Agger – 12 stig
  2. Emiliano Insúa – 8 stig
  3. Javier Mascherano / Danny Guthrie – 3 stig

MESTU VONBRIGÐI (LEIKMAÐUR):

  1. Mark Gonzalez – 15 stig
  2. Craig Bellamy – 4 stig
  3. Boudewijn “Bolo” Zenden – 3 stig

MESTU VONBRIGÐI (Annað):

  1. 0-1 tap á Anfield gegn Man Utd – 7 stig
  2. 2-1 tap í Aþenu gegn AC Milan – 6 stig
  3. 3-0 tap á Goodison Park gegn Everton – 5 stig

LEIKUR ÁRSINS:

  1. Barcelona, 1-2 sigur á Nou Camp – 11 stig
  2. (jafnt) Arsenal, 4-1 sigur á Anfield – 8 stig
  3. (jafnt) Chelsea, 1-0 sigur á Anfield – 8 stig

MARK ÁRSINS:

  1. Peter Crouch gegn Galatasaray á Anfield – 9 stig
  2. Xabi Alonso gegn Newcastle á Anfield – 8 stig
  3. Daniel Agger gegn West Ham á Anfield – 3 stig

SJÁ EINNIG:

Einstaklingslistar eru birtir hér fyrir neðan:

LEIKMAÐUR ÁRSINS:

  • Einar Örn: 1 – Pepe Reina, 2 – Daniel Agger, 3 – Steve Finnan.
  • Aggi: 1 – Pepe Reina, 2 – Jamie Carragher, 3 – Peter Crouch.
  • Hjalti: 1 – Jamie Carragher, 2 – Steve Finnan, 3 – Steven Gerrard.
  • SSteinn: 1 – Steve Finnan, 2 – Pepe Reina, 3 – Jamie Carragher.
  • Kristján Atli: 1 – Pepe Reina, 2 – Steve Finnan, 3 – Steven Gerrard.

MESTU FRAMFARIR:

  • Einar Örn: 1 – Jermaine Pennant, 2 – Javier Mascherano.
  • Aggi: 1 – Daniel Agger, 2 – Javier Mascherano, 3 – Jermaine Pennant.
  • Hjalti: 1 – Daniel Agger, 2 – Javier Mascherano, 3 – Steve Finnan.
  • SSteinn: 1 – Jermaine Pennant, 2 – Daniel Agger, 3 – Peter Crouch.
  • Kristján Atli: 1 – Jermaine Pennant, 2 – Peter Crouch, 3 – Daniel Agger.

BJARTASTA VONIN:

  • Einar Örn: 1 – Daniel Agger, 2 – Javier Mascherano, 3 – Emiliano Insúa.
  • Aggi: 1 – Daniel Agger, 2 – Scott Carson, 3 – Emiliano Insúa.
  • Hjalti: 1 – Danny Guthrie, 2 – Emiliano Insúa, 3 – Lee Peltier.
  • SSteinn: 1 – Daniel Agger, 2 – Emiliano Insúa, 3 – Nabil El Zhar.
  • Kristján Atli: 1 – Daniel Agger, 2 – Emiliano Insúa, 3 – Javier Mascherano.

MESTU VONBRIGÐI (LEIKMAÐUR):

  • Einar Örn: 1 – Mark Gonzalez, 2 – Bolo Zenden, 3 – Harry Kewell.
  • Aggi: 1 – Mark Gonzalez.
  • Hjalti: 1 – Mark Gonzalez, 2 – Momo Sissoko, 3 – Bolo Zenden.
  • SSteinn: 1 – Mark Gonzalez, 2 – Craig Bellamy, 3 – Gabriel Paletta.
  • Kristján Atli: 1 – Mark Gonzalez, 2 – Craig Bellamy, 3 – Gabriel Paletta.

MESTU VONBRIGÐI (ANNAÐ):

  • Einar Örn: 1 – Tap gegn AC Milan, 2 – Meiðsli Harry Kewell og Luis García, 3 – Bikartöp gegn Arsenal.
  • Aggi: 1 – Tap gegn AC Milan, 2/3 – Tap gegn Man Utd á Anfield, 2/3 – Þrír síðustu deildarleikirnir, 2/3 – Bikartöp gegn Arsenal, 2/3 – Tap gegn Everton á Goodison Park.
  • Hjalti: 1 -Langt frá toppslagnum í ár, 2 – Tap gegn toppliðunum í deildinni, 3 – Tap gegn Man Utd á Anfield.
  • SSteinn: 1 – Tap gegn Everton á Goodison Park, 2 – Tvö töp gegn Man Utd í deildinni, 3 – Meiðsli Harry Kewell.
  • Kristján Atli: 1 – Bikartöp gegn Arsenal, 2 – Tap gegn Man Utd á Anfield, 3 – Tap gegn Everton á Goodison Park.

LEIKUR ÁRSINS:

  • Einar Örn: 1 – Barcelona á Nou Camp, 2 – Sigur á Arsenal í deildinni á Anfield, 3 – Sigur á Chelsea í Meistaradeildinni á Anfield.
  • Aggi: 1 – Sigur á Chelsea í Meistaradeildinni á Anfield, 2 – Barcelona á Nou Camp, 3 – Sigur á Arsenal í deildinni á Anfield.
  • Hjalti: 1 – Sigur á Chelsea í Meistaradeildinni á Anfield, 2 – Tap gegn Barcelona á Anfield, 3 – Sigur á Arsenal í deildinni á Anfield.
  • SSteinn: 1 – Barcelona á Nou Camp, 2 – Sigur á Arsenal í deildinni á Anfield, 3 – Sigur á Chelsea í deildinni á Anfield.
  • Kristján Atli: 1 – Barcelona á Nou Camp, 2 – Sigur á Arsenal í deildinni á Anfield, 3 – Sigur á Chelsea í Meistaradeildinni á Anfield.

MARK ÁRSINS:

  • Einar Örn: 1 – Crouch gegn Galatasaray, 2 – Agger gegn West Ham, 3 – Alonso gegn Newcastle.
  • Aggi: 1 – Alonso gegn Newcastle, 2 – Agger gegn Chelsea, 3 – Bellamy og Riise gegn Barcelona.
  • Hjalti: 1 – Crouch gegn Bolton, 2 – Alonso gegn Newcastle, 3 – Agger gegn West Ham.
  • SSteinn: 1 – Crouch gegn Galatasaray, 2 – Kuyt gegn West Ham, 3 – Luis García gegn Fulham.
  • Kristján Atli: 1 – Crouch gegn Galatasaray, 2 – Alonso gegn Newcastle, 3 – Luis García gegn Fulham.

11 Comments

  1. Ég er ansi hræddur um að Gerrard sé búinn að koma sér á stall sem gerir honum erfitt fyrir að vera virkilega metinn fyrir framlag sitt til liðsins nema hann virkilega eigi stórleiki.

    Hann er og verður mitt fyrsta val fyrir leikmann liðsins, ég veit ekki hvar þetta Liverpoollið væri ef Stevie frændi væri ekki í því.

  2. Við vorum ekki að velja hver er besti leikmaður liðsins. Þar er Stevie Wonder sjálfvalinn. Við vorum að velja þann sem stóð sig best í vetur og þar var Gerrard ekki efstur á blaði. Hann var þreyttur eftir HM og þurfti 3-4 mánuði til að komast í gang og svo sá maður undir lok tímabilsins að orkan hjá honum var búin og aðrir leikmenn (svo sem Reina, Crouch og Mascherano) voru að bera liðið uppi.

    Að því sögðu, þá segir það margt um hans hæfileika að ég setti hann samt í þriðja sæti. Hann var að mínu mati þriðji besti maður liðsins í vetur, þrátt fyrir að eiga slappt tímabil skv. sínum eigin staðli.

  3. Leikmaður ársins fyrir mér

    Steven Gerrard – Pepe Reina – Jamie Carragher

    steven gerrard ber alltaf uppi þetta lið finnst mér þótt hann sé ekki alltaf mjög áberandi

    Bjartasta vonin

    Craig Linfield – Paul Anderson – Emiliano Insua

    Mestu framfarir

    Daniel Agger – Jermaine Pennant – Craig Linfield

  4. Jamie Carragher í þriðja sæti og ofar á sumum einstaklingslistum? Er enn að furða mig á því af hverju Liverpool menn trúa því að hann sé einn af og jafnvel besti centerbackinn í boltanum. Maðurinn, sem á að vera klassa dekkari, er búinn að vera tekinn með einni hreyfingu í báðum úrslitaleikjum meistaradeildinnar og svo man ég eftir allavega tveim skelfilega klaufalegum mistökum í vetur, Everton og Arsenal. Alveg góður á sínum degi en virkar alltof oft sem miðlungsplayer að mínu mati. Allavega, geta Liverpool menn, sem ég veit að eru ósammála mér, sýnt fram á hvað gerir Jamie Carragher svona rosalega góðan?

  5. Það er ekki séns að ég nenni að svara þessu. Sorrí, en ferill Carragher talar sínu máli sem og frammistaða hans heilt yfir síðustu þrjú tímabil eða svo. Þetta er álíka gáfuleg spurning og ef að ég færi inná Arsenal-síðu og spyrði hvað væri svona spes við Kolo Touré, og héldi því fram að hann sé miðlungsleikmaður af því að Peter Crouch tók hann einu sinni á gabbhreyfingu hér í aprílmánuði síðastliðnum.

  6. maggi ætti líka að hlusta á t.d. lýsingar af meistaradeildarleikjum í vetur, sem og bikarkeppninni, þar sem ég man eftir því að bæði Hörður Magg og Arnar töluðu um hversu ótrúlega sterkur og öflugur varnarmaður Carragher væri. Það að muna eftir tveimur mistökum í vetur og gabbhreyfingu í báðum úrslitaleikjunum styður okkar álit á Carragher frekar en hitt. Þau eru svo fá! Ég gæti líka bent á mistök (fleirtala sko) sem bæði Henry og C.Ronaldo hafa gert … getur maggi t.d. sýnt mér fram á hvað gerir Rooney svona rosalega góðan? Eða Ashley Cole? Eða Berbatov? … etc.

    Er annars sammála Kristjáni hér að ofan.

  7. Ég hef bara eitt um Carragher að segja, það er að þar á ferðinni er einn besti miðvörður heims og myndi ég ekki skipta á honum fyrir neinn annan miðvörð.

  8. Carragher er búinn að spila í tveimur af síðustu þremur úrslitaleikjum Champions League.
    Aðrir hafsentar í Englandi ekki.
    Ef Englendingar kæmu sér útúr þessari aumingjadýrkun á Rio og Frank Lampard myndi hann vera alltaf við hlið John Terry í vörn landsliðsins. Og Stevie G með Owen Hargreaves fyrir aftan sig á miðjunni. Þá kæmust þeir kannski loksins eitthvað áfram.
    Carra er winner og hefur unnið allt nema einn titil í liði með mun minni fjárráð en Chelsea og Man U. Það er fyrst og fremst honum og Steve Gerrard að þakka.

  9. Maggi……..!
    Þessi upptalning fékk mig nú aðeins að brosa út í annað…
    “//…er búinn að vera tekinn með einni hreyfingu í báðum úrslitaleikjum meistaradeildinnar og svo man ég eftir allavega tveim skelfilega klaufalegum mistökum í vetur, Everton og Arsenal.”

    Einni hreyfingu í tveimur úrslitaleikjum, og svo ALVEG TVEIMUR mistökum í vetur…. Það að komast í TVO úrslitaleiki í sterkustu deild á þessari jarðkringlu telst vera nokkuð gott (jafnvel í handboltaheiminum líka 😉 )
    Maðurinn gefur sig alltaf 100% í hvern einasta leik (og þá held ég að flestir hérna geti verið sammála því að hann hafi gefið ca. 200% í úrslitaleiknum í Istanbúl)
    og já, ekki má gleyma að hann gerði einnig tvö mistök í tveimur leikjum í vetur… hvað spilaði hann annars marga leiki…. 50+ …. og alveg heil tvö mistök… já ég sé það núna, ekkert varið í leikmanninn… gefum hann bara til Tranmere og kaupum einhvern annan…
    Maggi, þú kannski stingur upp á einhverjum góðum, sem er ekki svona misheppnaður varnarmaður einsog raunin er með Carra okkar !
    YNWA

  10. Held það væri hægt að telja upp hrúgu af smávægilegum mistökum í viðbót sem Jamie Carragher hefur gert í vetur.
    Slíkt væri hinsvegar líka hægt að gera við hvaða heimsklassa varnarmann í heimi sem er. Allir toppklassavarnarleikmenn gera mistök af og til, jafnvel mikið af þeim.

    Staðreyndin er þó sú að Carragher var einn allra allra besti varnarmaður Meistaradeildarinnar sem er nýafstaðin. Bara staðreynd.
    Átti t.d. algera stórleiki bæði gegn Barcelona og Chelsea.
    Var ekki bara að spila ótrúlega vel sjálfur heldur stýrir hann Liverpool vörninni með köllum og dregur það besta fram í meðspilurum vegna þess hversu mikill leiðtogi hann er á velli og taktískt góður og klókur.
    T.d. las ég einhvers staðar að hann hafi talað Agger í gegnum seinni leikinn gegn Chelsea eftir að Drogba fór nokkuð illa með Danann okkar í fyrri leiknum. Sagt honum hvernig ætti að staðsetja sig og stíga Drogba út í háu boltunum.

    Leikmenn sem geta þetta eru algert gullsígildi í Evrópuboltanum. Carragher hefur alls ekki mikla boltatækni en hann meira en bætir það upp með botnlausri baráttu og því hvernig hann spilar með heilanum og nær því besta fram í öðrum leikmönnum.

    Þetta er leikmaður sem elskar Liverpool og Benitez hefur sagt að hafi mesta “fótboltaheilann” af öllum varnarmönnum sem hann hafi þjálfað. Ég þakka bara Guði fyrir að hann spili fyrir Liverpool og myndi ekki skipta á honum og neinum öðrum varnarmanni.

    Hinn eini sanni fyrirliði Liverpool og frábær fyrirmynd. Halelúja.

Malouda staðfestir orðróminn.

Juve búnir að bjóða í Momo?