Juve búnir að bjóða í Momo?

Ath. það var einhver villa í þessari færslu þegar Einar Örn setti hana inn áðan og því kemur hún hér inn aftur. (KAR)

Samkvæmt Sky Sports þá hafa Juventus boðið Liverpool á milli 10-13,5 milljónir punda í Momo Sissoko. Enn hefur ekkert verið staðfest um þetta, en Momo hefur lengi verið orðaður við Juventus.

Uppfært (EÖE): Hérna er forsíðan á Corriere dello Sport, þar sem þeir halda því víst fram að þetta sé allt klárt.

11 Comments

  1. Skal viðurkenna það að ég hef verið einn af þeim sem hef ekki verið jafn hrifin af Momo og margir aðrir. Skal játa að vinnusemi hans er mögnuð en því miður vantar honum eiginleika sem eru mikilvægir öllum miðjumönnum.
    Hann á slakar sendingar, gefur ekki margar stoðsendingar og slakur sóknarmaður. Í nútíma knattspyrnu í toppliðum verða miðjumenn að geta skilað góðu varnar- og sóknarhlutverki.
    Það er bara staðreynd að hann er orðinn fjórði miðjumaður og ef menn vilja bera hann saman við Hamann á þá verður að segja að þeir kostir sem Hamann hafði fram yfir Sissoko voru mun fleiri, sérstaklega hvað varðar sendingar og leikskilning. Vissulega er Sissoko ungur en því miður hefur hann ekki bætt sig mikið frá því hann kom fyrst til Liverpool.

  2. Ég hef hinsvegar verið afar hrifinn af hinum unga Sissoko og þeim eiginleikum sem færir liverpool liðinu. Í þeim leikjum sem hann nýtist vel, þegar á að leggja megin áherslu á að verjast, hefur hann oft á tíðum verið stórkostlegur. Hans galli er hinsvegar eins og bent hefur verið á að hann er ekki í sama gæðaflokki sóknarlega séð. Ef Mascherano verður áfram hjá liðunu næsta vetur er hinsvegar ljóst að þar er komin leikmaður sem hefur flesta þá eiginleika sem prýða Momo og gott betur. Þannig að líklegt er að hann fái færri tækifæri næsta vetur. En það munu pottþétt koma leikir þar sem liverpool mun sakna hans og ekki síst ef menn fara að detta í meiðsli. Helst vildi maður hafa hann áfram svona just in case en hann vill sjálfur eflaust fá að spila meira.

  3. FRÁBÆRT!!!
    Þetta er frábær íþróttamaður en alls enginn fótboltamaður
    Að fá þetta mikinn pening fyrir hann er hreint magnað
    Hann hefur aldrei heillað mig og sama hvað hver segir vann hann ekki Barcelona upp á eigin spýtur í útileiknum.
    Örugglega fínn strákur en maður kýs frekar menn sem geta haldið ró sinni og boltanum innan liðsins
    Vegni honum vel hjá Juve

  4. Ég veit að þetta á ekkert við þessa færslu en af hverju er Lucas ekki í Brasilíska hópnum sem er að spila á móti Englendingum ? það eru margir óþekktir á bekknum og hann var valinn besti leikmaðurinn í Brasilísku deildinni svo ég hélt að hann væri pottþétt í hóp ? ég er ekki sáttur..

  5. Tvær ástæður Jói:

    1. Hann hefur verið meiddur undanfarið en er nýorðinn heill heilsu.
    2. Gremio eru að spila í 8-liða úrslitum Copa Libertadores í S-Ameríku. Þeir unnu fyrri leikinn sinn 2-0 í gær og spila þann næsta eftir 2 vikur. Lucas var ekki með í gær vegna meiðslanna en búist er við því að hann verði klár í slaginn eftir tvær vikur.

    Það ber að hafa í huga að ef Gremio fer í undanúrslitin eða jafnvel lengra í Copa mun Lucas væntanlega koma til okkar án þess að hafa fengið neitt frí. Hann verður því í betra formi en aðrir leikmenn Liverpool og einnig í leikformi, þannig að það gæti farið svo að hann verði meira notaður framan af móti og fái svo að slaka sig aðeins niður þegar líður á veturinn, enda er hann vanur að spila frá ca. febrúar til desember eins og venjan er í Brasilíu.

  6. Ég er eitthvað voðalega skeptískur á að selja Sissoko, ólíkt mörgum. Auðvitað er hann aftar í goggunaröðinni heldur en Xabi, Stevie og Mascherano og væntanlega líka fyrir aftan þennan Lucas, og auðvitað er hann afar takmarkaður sóknarmaður með mjög slaka sendingar og spyrnugetu.

    En hversu gott er að vita af manni eins og honum, þegar þess er algjör þörf í leikjum, manni sem getur hlaupið á við 2-3 leikmenn, unnið skallabolta, tæklingar eins og að drekka vatn, og tætt sig algjörlega út? Í FKN 90 mínútur.
    Það er aldrei slæmt að vita af svoleiðis manni í sínu liði, einhvern sem er aðeins öðruvísi en aðrir miðjumenn liðsins, og gefur einhvern nýjan vinkil á liðsmyndina.

    Ég vona að Sissoko verði ekki seldur, myndi þó samþykkja hans för að lokum ef við fengjum 10-12 milljónir.
    Samt spurning hvort að Rafa neiti þessu hreinlega ekki bara, þar sem að peningar skipta ekki eins miklu máli og þeir gerðu áður en Gillett og Hicks tóku við.

    Sjáum hvað setur!

  7. Ég er mikill Sissoko aðdáandi..

    .. en ef við fáum 13,5 m. punda þá er ekki hægt annað en að vera sáttur við það.

    Hann er nú þegar 4. í goggunarröðunni og við fáum 13,5.

    halló vantar okkur kantmann? vantar okkur heimsklassaframherja og þessir peningar eiga eftir að koma að góðum notum.

  8. Ég er mjög hrifinn af Momo Sissoko og hef reynt að verja hann í gegnum þessa erfiðu mánuði þar sem spilamennska hans hefur dalað til muna. Hann er ekki eini rétt rúmlega tvítugi leikmaðurinn sem hefur upplifað lægð í spilamennsku, nota bene.

    Hins vegar ætla ég ekki að þykjast vita þetta betur en Rafa. Sissoko er vissulega frábær kostur í leikjum eins og t.d. úti gegn Barcelona eða Milan sem reyna að sækja á okkur, en eins og einhver sagði hér að ofan lendir liðið varla í nema örfáum slíkum leikjum yfir tímabil. Þannig að spurningin er, eigum við að hafa mann sem er fjórði eða fimmti kostur á miðjuna í langflestum leikjum tímabilsins á bekknum til vonar og vara eða eigum við að treysta hinum heimsklassamiðjumönnunum sem eru til staðar hjá liðinu og þiggja heilar 10+m punda fyrir kauða?

    Ég fíla Momo og mun að vissu leyti sakna hans ef hann fer, en Rafa veit best og hann hlýtur að hafa sínar ástæður fyrir því að leyfa honum að fara. EF þetta er satt, nota bene, því við bíðum ennþá eftir áreiðanlegri heimildum en ítölskum slúðurritum.

  9. Ef við fáum 10 milljónir+ fyrir Sissoko eigum við auðvitað að taka því, hann er of takmarkaður leikmaður til að vera lykilmaður í liði sem vill vinna ensku deildina. Mér finnst hins vegar ekki að við eigum að láta staðar numið þar, ég vil líka að liðið selji Xabi Alonso (og þá helst til Barcelona og setji hann upp í Eto´o). Ég veit að flestum hér finnst það vera hálfgerð drottinsvik að dást ekki að Alonso, og ég viðurkenni að það eru fáir miðjumenn í Evrópu sem dreifa spili jafn vel og Alonso og skilja leikinn jafn vel og hann. Þessir kostir hans nýtast vel í Evrópuleikjum en ekki jafn vel í ensku deildinni. Þegar Liverpool spilar 4-4-2 og Alonso er inni á miðjunni með Mascherano (og Gerrard þá á kantinum) þá er hann (sem sóknarmiðjumaðurinn) einfaldlega ekki nógu góður sóknarlega, það eru afar litlar líkur á að hann skori, hann er ekki fljótur og tekur menn sárasjaldan á. Ef við viljum vinna Fulham, Portsmouth og öll hin miðlungsliðin sem leggjast í vörn gegn okkur þá virkar Alonso alls ekki sem sóknarmiðjumaður.
    Ef aðalmiðjan okkar á að vera Alonso og Gerrard koma önnur vandamál upp. Gerrard er óagaður snillingur sem verður að fá að hafa frjálsa stöðu á miðjunni til að hann nýtist sem best. Þá þarf Alonso að sjá um að liggja aftur og dekka svæði og sinna þeirri nauðsynlegu varnarvinnu sem fer fram á miðjunni. Í þessu er Alonso OK en ekkert sérstaklega góður, Mascherano er hins vegar fæddur til að sinna þessu hlutverki (líklega sá besti í heiminum í dag!) og á alltaf að vera tekinn fram yfir Alonso.
    Alonso er hins vegar það hæfileikaríkur fótboltamaður að hann á að vera í byrjunarliði hjá því liði sem hann spilar. Hjá Liverpool þýðir það að við þurfum að spila 4-5-1 með Gerrard, Alonso og Mascherano saman á miðjunni og bara 1 framherja. Það er fínt í þeim ca. 6-8 leikjum á tímabilinu þar sem við erum minna liðið en ég held það sé alveg ljóst að við vinnum ekki úrvalsdeildina með bara einn framherja.
    Ég vil því að við seljum Alonso á kannski 20 milljónir og fáum okkur 2 súperframherja og plöntum Gerrard og Mascherano sem miðjudúettinum okkar. Varamenn á miðjunni væru þá Lucas og einhver enskur hundur eins og Scott Parker eða Joey Barton. Svoleiðir varamaður þyrfti að vera “athletic” og geta hlaupið og barist gegn minni liðunum.

  10. Ágúst vann ekki chelsea deildina 2 ár í röð með leikaðferðinni 4-5-1? Í mínum huga er það allveg ljóst að liverpool er verra lið án Alonso. Gerrard og Mascherano eru góðir miðjumenn en þeirr deila saman þeim veikleika að vera slæmir leikstjórnendur. Fyrir liverpool að selja Alonso er eins og acmilan að selja Pirlo af því hann er ekki nógu góður að taka menn á. Ef liverpool ætlar að vera virkilegt stórlið þýðir það að góðir leikmenn sitji á bekknum eða komist ekki í lið.
    Varðandi Sissoko þá myndi ég vilja sjá hann allaveg eitt tímabil í viðbót að berjast við Mascherano um þessa stöðu í liðinu því sú samkeppni gerir ekkert nema bæta báða leikmennina. Ef liverpool þarf að selja unga efnilega leikmenn til að kaupa aðra þá er þetta lið ekki á leiðinni að verða stórlið

Uppgjör: Tímabilið 2006/07

Ferðin til Aþenu