Menn bíða spenntir þessa dagana og bíða fregna af nýjum leikmönnum til liðsins. Á meðan biðin langa heldur áfram, þá koma engu að síður jákvæðir punktar. Eins og sjá má í færslunni hér að neðan og annarri örlítið neðar en hún, þá hafa þeir Stevie G, Carra og Pepe skrifað undir langtíma samninga við liðið. Fastlega er búist við því að þeir Xabi og Momo muni gera slíkt hið sama á næstu dögum. Þá má einnig búast við nýjum samningi hjá Steve Finnan. En þetta eru allt lykilmenn sem við þekkjum og þó þetta séu afar gleðileg tíðindi, þá eru menn þó lang spenntastir yfir því að komast að því hverjir koma til liðsins.
Lyon hafa víst samþykkt tilboð Liverpool í Flourent Malouda og standa yfir samningaviðræður við kappann. Ljóst er að landi hans Ribery er ekki á leið til okkar, enda hefur hann skrifað undir við Bayern Munchen. Enn tala menn því um þá Simao Sabrosa, Dani Alves og Morten Gamst Pedersen. Einn enn hefur nú bæst í hattinn. Mancini hjá Roma er ákaflega hæfileikaríkur hægri kantmaður, sem jafnframt getur spilað sem hægri bakvörður og vinstri kantmaður. Það er eiginlega ómögulegt að ráða í þetta dæmi allt. Persónulega er ég ekki spenntur fyrir Morten Gamst, en yrði ákaflega ánægður með einhvern hinna kostanna.
En hvað um framherjamál? Stóra spurningin er hvort Bellamy hverfi á braut. Ég væri alveg til í að gefa honum annað tímabil, en samt sem áður vil ég fá nýjan framherja í hópinn. Mikið hefur verið rætt og ritað um Thierry Henry undanfarið, en ég tek þann möguleika ekki einu sinni inn í dæmið. Arsenal mun aldrei selja hann til okkar. Svo hefur Eto verið nefndur til sögunnar, en ég er einnig á því að hann sé ekki raunhæfur kostur. Barca vilja einfaldlega ekki selja sinn langbesta framherja og ég efast um að Barcelona neyðist til að selja einn eða neinn ef þeir vilja það á annað borð ekki. Hvað er þá eftir? Ég hef ákveðnar grunsemdir.
Ég vil byrja á því að taka það fram að þetta er ekkert endilega mínar óskir, en ég er hrikalega viss um að Fernando Torres verði orðinn leikmaður Liverpool fyrir næsta tímabil. Hvað hef ég fyrir mér í því? Í rauninni ekkert. Þetta er bara svona dæmi þar sem maður leggur saman tvo og tvo eftir sínum forsendum, og slambar á að fá fjóra í útkomu. Það er bara eitthvað sem segir mér að þetta muni gerast. Persónulega er ég miklu spenntari fyrir manni eins og David Villa. Finnst hann vera sú týpa sem hentar okkur betur. Það verður reyndar erfitt að fá Valencia til að selja, en þeir eru samt ekki í jafn sterkri stöðu og Barca þegar kemur að því að geta staðist háar fjárhæðir. Þeir hafa sýnt það í gegnum tíðina. Þriðji maðurinn sem ég tel að gæti verið inni í myndinni er hollenskur og heitir Klaas Jan Huntelaar. Sá er ungur að árum og markheppinn mjög. Kannski einnig sá sem þyrfti hve minnstan aðlögunartíma. Ég myndi því telja hann næst líklegastan af þessum þremur og hann myndi kosta minnst af þeim öllum.
En auðvitað eru þetta allt saman getgátur því þetta veit enginn almennilega í dag. Ég verð að segja fyrir mitt leiti að ef við myndum versla 3 af þessum mönnum (Malouda, Mancini/Alves/Simao og svo Torres/Huntelaar/Villa) þá myndi ég vera alveg ákaflega ánægður og það myndi gefa algjörlega til kynna að við ætlum okkur stóra hluti á næsta tímabili. Það er allavega ljóst að það er kominn mikill spenningur í mann, en maður þarf alveg örugglega að bíða eitthvað áfram, enda eru ennþá tveir leikir eftir af spænsku deildinni.
Bíddu, nú er ég að missa af. Hvaða heimildir hefurðu fyrir því að Lyon hafi tekið tilboði Liverpool í Malouda? Missti ég af fundi eða?
Já, nákvæmlega!
Já, nákvæmlega!
Hey, bannað að herma!
Þetta eru nú bara same old, same old. Fæ endrum og eins smá svona auka upplýsingar, sem oftast nær eru alveg hárréttar. Hef engar ástæður til að ætla annað en þessar séu það einnig. Veit að það er alltaf dodgy þegar menn þykjast vita eitthvað meira en fram kemur í fjölmiðlum, en þetta er nú einu sinni blogg og þar sem ég trúi þeim fregnum sem ég fékk, þá ákvað ég bara að slá til og setja þetta fram. 🙂
Hvort menn trúa þessu eða ekki, er mönnum auðvitað í sjálfsvald sett.
Ok, vonandi að þú þínir menn hafi rétt fyrir sér 🙂
Já, svo sannarlega. Auðvitað getur maður aldrei verið 100% viss með svona, en ég er samt mjög trúaður á að þetta sé staðreynd.
slambar?
Steini er utanaf landi. Þetta hlýtur að vera orð sem þeir nota þar 🙂
Ef þetta eru eitthvað af þeim mönnum sem við erum að fá, þá skal ég vera fyrstur til að hrósa RAFA og félögum fyrir að halda, loksins, rétt á spilunum og koma með gæða leikmenn inn í liðið….
YNWA
p.s. ef við erum hins vegar að fá Snoggy doggy, Tom Hicks jr. osfrv. þá verð ég aftur á móti hundfúll 😉
Ég bara skil ekki þetta með Torres, ég sé hreinlega ekki tilganginn í því að kaupa hann þann. Hann er ekki þessu 20 marka plús maður sem við þurfum.
Ekki ég heldur, okkur vantar mann við getum alveg reitt okkur á að hann SKORI í leikjum.Svo getur líka verið að Torres floppi einfaldlega á Englandi.
Eða toppi
Ég hef mikla trú á að Torres myndi floppa á Engladi. Það þarf að vera einhvað kjöt á þessu framherjum í enskudeildinni. En hvernig er það eru menn alveg hættir að tala um Teves?