Stóra áfallið

Þar kom að því sem allir stuðningsmenn Liverpool óttuðust. Daniel Padelli er farinn aftur til Ítalíu og lánssamningurinn verður ekki gerður að langvarandi samningi. Ég veit að þetta er mikið áfall en svona eru hlutirnir bara stundum.

25 Comments

  1. Hann virkaði ekki sannfærandi á mig í þessum Charlton leik, karlanginn. Breaking and shocking news.

    En hann er allavega búinn að ryðja brautina fyrir aðra Ítala sem fyrsti ítalski leikmaður LFC. Kannski að annar komi núna í sumar, hver veit?

  2. Good riddance segi ég! Vonandi spilar enginn ítali fyrir okkur ever again! Ekki beint þessi “ítalian lover” ég síðan Heysel um árið sem og árin eftir það.

  3. Fékk sting í hjartað þegar ég frétti þetta. Það haustar snema í Liverpool þetta árið, myrk þokuslæða hefur legið yfir borginni í allan dag.

  4. Ég legg til að nafni þessarar síðu verði breytt í Padelli-lovers Anonymous. Við þurfum á stuðningshópi að halda í dag. Það er opið hús heima hjá mér í kvöld, hver sem vill getur komið. Við ætlum að haldast í hendur og horfa aftur á Charlton-jafnteflið. Snýtubréf og kvíðalyf í boði hússins.

  5. hann gæti verið góður en við erum með reina og er það ekki nó… þó ellilegur sé þá er hann ungur og við þurfum ekki annan heimsklasa markmann svona strax.. vona ég ekki .. vona að reina fara heill í gegnum næsta tímabil.

  6. Kalli ekki gleyma því að við höfum líka Scott Carson svo ef þessi Padelli er eins efnilegur og efni stóðu til þá er langbest fyrir hann að fara eitthvað því ekki hefði hann fengið að spila nema varaliðsleiki með okkur næstu árin 🙂

  7. OHHHH ERUÐI EKKI AÐ GRÍNAST????

    Eitt mesta efni milli stangana í mörg ár hjá Liverpool farinn 🙁

  8. Jesús…..er þetta eitthvað grín eða….

    Ef hann væri jafn góður og þið eruð að segja þá skil ég vel að hann vilji ekki vera varamarkmaður hjá besta markmanni í heimi!

  9. Damn, þetta eru súrrealískustu komment sem ég hef séð 🙂

    Af hverju er verið að gera grín að þessu, þetta er sorgardagur í sögu Liverpool FC 😉

  10. Þetta er ekki gott fyrir svefninn að lesa þetta …

    en fyrirsögnin á þessari frétt – vá, mér brá og mér er enn brugðið. Sofna ekki næstu mínúturnar for sure … !

  11. Þetta blogg er alla jafna mjög gott, en mér finnst fáránlegt að menn skuli vera að gera grín að því að Padelli, sem eflaust er ágætur markvörður skuli fara heim aftur, þegar menn eru oft, sbr. þennan Lucas gaur, að missa sig yfir því að einhverjir no-name gaurar séu að koma til Liverpool.

    Tala nú ekki um það þegar einhverjir menn í athugasemdum séu að tala um bjarta framtíð af því að Jack Hobbs og félagar hans séu að banka á dyrnar hjá aðalliðinu sem er enn fáránlegra.

    Að mönnum skuli vera létt þegar hann hafi farið, en að vera jafnframt ánægðir yfir því að Sami Hyypia, einn lélegasti varnarmaður úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, skuli vera áfram hjá liðinu, er skandall.

  12. Ég legg til að Halldór verði bannaður hérna á blogginu fyrir þessi ummæli um Sami Hyypia! SKANDALL!!!!

  13. Eg er staddur i Køben nuna og tetta er buid ad eydileggja ferdina mina…eg hugga mig to vid tad ad eg sa hann einu sinni spila 🙂

  14. Æj, óskaplega held ég að það sé innantómt og leiðinlegt ef menn geta ekki grínast örlítið annað slagið. Ég held að það sjái það allir sem þetta lásu að þetta átti nú ekki að vera neitt yfirdrull yfir Padelli, heldur svona að það eru allir búnir að bíða spenntir á refresh takkanum á töluvunum sínum til að sjá hvort eitthvað gerist í leikmannamálum, og því setti ég þetta nú inn bara til að aðeins létta á þessu.

    En það er greinilegt að það þýðir lítið að gera það, það fer greinilega mjög í pirrurnar á þér Halldór minn.

    Legg nú samt til að þú slakir á, hallir þér aftur og reynir að sjá smá sólarglætu í fótboltalífinu. Þú virðist vera afar nálægt fótboltaþunglyndi, samkvæmt athugasemdum þínum.

  15. Sumir eru bara einfaldlega ekki með góðan húmor. Og þá er ég ekki að tala um Halldór…

  16. Sé nú kannski ekkert rosalegt að því að koma með létt djók á Padelli. Hins vegar varð djókið þreytt á 2. commenti:)

    Vonandi að við fáum góðar fréttir á næstu dögum.

  17. Hey, ykkur Gunnurum og Halldórum er velkomið að vera hérna með gamanmál reglulega á síðunni til að kenna okkur hinum þetta 🙂

    Einmitt fínt tækifæri núna þegar EKKERT er í fréttum.

Xabi framlengir um fimm ár!

Bascombe talar (Með smá viðbót)