Xabi framlengir um fimm ár!

Föstudagurinn byrjar vel. Það sem við sögðum frá í gær virðist vera að rætast; fyrst framlengdi Pepe Reina samning sinn og nú hefur XABI ALONSO bæst í hópinn! Spænski leikstjórnandinn, sem mér þykir á einhvern ótrúlegan hátt enn vera vanmetinn meðal stuðningsmanna Liverpool, hefur oft verið kallaður fulltrúi Benítez inni á vellinum og það uppnefni eitt og sér ætti að gefa það sterklega til kynna hversu mikilvægur hann er í þessu liði. Hann framlengdi sinn samning um fimm ár eins og Pepe og er því samningsbundinn Liverpool til ársins 2012.

Xabi hafði þetta um málið að segja:

“I knew there was interest from other clubs but it was always my idea to stay here,” said Alonso. “I have been here for three seasons now and have such special feelings for the club and the supporters. I understand what Liverpool FC means to so many people. It is such a special club and I just didn’t want to leave.

 
We agreed that the talks would take place after the Champions League final and, to be honest, in the end it was a simple decision for me because I could see right away that the attitude of the club towards me was spot on. I greatly appreciate all the hard work that Rick Parry has put in on this contract and the faith that Rafa Benitez has shown in me. We all wanted to reach an agreement and we’re all happy with the outcome.”

Hann hefur verið hjá okkur í þrjú ár og verður væntanlega í allavega önnur þrjú til viðbótar. Nú spyr ég – er ekki kominn tími til að menn leggi höfuðið í bleyti og búi til lag fyrir Xabi sem við getum sungið á vellinum? Luis García hefur haft sitt eigið lag í heil þrjú ár, mér finnst bara sanngjarnt að “Rafa’s lieutenant” fái sitt eigið lag. 🙂

11 Comments

  1. Er hann eitthvað vanmetinn? Ég hélt hann væri bara almennt mjög vel metinn. Allavega frábærar fréttir!

  2. Frábært að besti leikmaður liðsins skrifi undir samning og verði áfram. Núna þarf að einbeita sér að því að styrkja þetta lið svo tímabilið verði ekki búið eftir 2-3 mánuði. Það vantar marga toppmenn til þess að við Liverpool menn getum farið að berjast um enska titilinn sem er jú okkar “bread and butter” líkt og meistarinn sagði. Vonum að þessi kaup fari að klárast og ekki verði “sætt sig við” e-a menn til að greiða ekki of mikið. En það mikilvægasta er frá, besti leikmaður liðsins verður áfram.

  3. Hið besta mál. Benitez greinilega búinn að tryggja helstu pósta liðsins til næstu þriggja ára. Kominn sterkur grunnur til að byggja á. Þurfum nauðsynlega að fá senter og vinstri kant (jafnvel hægri líka) á svipuðum styrkleika og þeir sem hafa verið að skrifa undir á undanförnum dögum, þá fer þetta að líta ansi vel á út.

  4. Það er búið að segja í ummælum hérna á síðunni að Xabi sé ekki góður!
    KJAFTÆÐI.Þetta er líklega besti leikstjórnandi í Ensku deildinn!
    En mjög gott mál, búið að skrá lykilmenn, nú getur Benitez farið út á leikmannamarkaðinn!

  5. Algjört lykilatriði að láta Finnan skrifa undir. Þar erum við með leikmann sem á miklu meira hrós skilið en hann fær.

  6. Frábærar fréttir.

    Líkt og ég hef áður sagt þá er mikilvægast að byrja á þeim leikmönnum sem við erum með og tryggja þá. Síðan snúa sér að leikmannamarkaðnum. Þar er Liverpool að gera núna.

    Gerrard, Carragher, Reina og Alonso allir búnir að ganga frá löngum samningum. Núna þurfa bara þeir Sissoko, Finnan, Agger, Kuyt og Crouch að ganga frá sínum málum.

    Eitthvað segir mér að Kewell muni fá tækifæri til áramóta til að sýna að hann geti verið heill og ef það gengur eftir fái hann framlengingu til 2-3 ára hjá okkur.

  7. Agger og Kuyt eru reyndar báðir með langtíma samninga, þannig að ég hef nú ekki miklar áhyggjur af þeim. Sama má segja um Crouch, sem að mig minnir gerði 5 ára samning á sínum tíma. Það er aftur á móti verið að vinna á fullu í samningum Momo og Steve Finnan og væntanlega verða þeir staðfestir í dag eða strax eftir helgi. Good times really.

    Svo er það bara að fara að draga inn ný andlit.

  8. Það eru samt alveg aragrúi af “chants” um hann Xabi og það er líka sungið um hann í annað hverju Rafa Benitez lagi…

  9. Hann er nú kannski ekki besti leikmaður Liverpool þó góður sé, en þetta kemur mér mjög á óvart því Mascharano var búinn að spila það vel með Liverpool að ég var farinn að hafa áhyggjur af Xabi.

    En hann þarf að bæta sig á næsta tímabil.

  10. Maður heyrir nú reglulega sungið um hann á vellinum, samt aðalega bara “Xabi Alonso!!” við sömu stemmu og við syngjum “Áfram Ísland!”
    Frábærar fréttir btw og eins gott því ég er að fá Alonso #14 treyjuna mína til landsins eftir helgi 😀

Eitthvað að gerast?

Stóra áfallið