Hinn efnilegi miðjumaður Danny Guthrie hefur verið lánaður út næsta tímabil til Bolton. Ég vil taka það fram að ég er alfarið á móti lánssamningum á milli liða í sömu deild. Mér finnst það einfaldlega ekki siðferðislega rétt að eitt lið geti haft áhrif á liðsuppstillingu annars liðs í sömu deild. Reglurnar segja nefninlega að lánsmennirnir megi ekki spila á móti liðunum sem eiga þá.
Hinn póllinn í þessari hæð er aftur á móti sá að Danny fær þarna væntanlega gríðarlega mikla og góða reynslu. Hann er að spila gegn sterkari andstæðingum í hverri viku (komist hann í liðið) og mun því væntanlega eflast meira sem leikmaður. Hann var hjá Southampton síðustu tvo mánuði síðasta tímabils og stóð sig feykilega vel og flestir eru sammála um að þarna fari afar efnilegur miðjumaður.
Sammy Lee er greinilega farinn að horfa talsvert til okkar varðandi leikmenn, því fyrir utan þennann samning, þá er hann talinn hafa mikinn áhuga á að krækja í Djibril Cisse. Vonandi tekst honum það, því ég vil helst ekki sjá hann lánaðann annað ár.
Persónulega finnst mér þetta “move” vera fáránlegt og hann mun spila alveg jafn “mikið” hjá Bolton og hann myndi gera hjá LFC. Varalið Bolton er verra en varalið LFC þannig að það er enginn ágóði í þessu…..NEMA Sammy Lee gefi honum séns.