Rafa Benítez er ekki stressaður þessa dagana vegna leikmannakaupa, eða allavega lætur hann það ekki uppi. Slúðrið er þessa dagana að ná algjöru hámarki og eru þeir ófáir leikmennirnir sem eru orðaðir við okkur. Það er alveg á hreinu að það er verið að vinna hörðum höndum á bakvið tjöldin við að ná í nýja leikmenn og er maður með það á tilfinningunni að þeir verði fleiri en einn þegar upp er staðið. Mín tilfinning er sú að þeir verði allavega 3 og jafnvel 4. En eins og flestir aðrir þá er erfitt um að segja. Þeir sem hafa verið mest í umræðunni eru líklega þessir: Torres, Malouda, Mancini og Benayoun. En að orðum Rafa frá því í dag:
“We have a number of targets, and I am receiving interesting phone calls all the time,”
“We are monitoring situations all the time and there is no urgency yet”.
“If we bring in players from Spain, they only finished playing a week ago so they will need a longer break, but I would like somebody in before we start pre-season training.”
Sem sagt allt á fullu og leikmenn hringjandi í hann daglega um að fá að koma 🙂 Engin ástæða til að fara á taugum ennþá, leikmannaglugginn opnast formlega eftir 7 daga.