Tvær stuttar fréttir: Fyrir það fyrsta þá er Liverpool að sögn BBC búið að kaupa markvörð búlgarska U-21 landsliðsins, sem heitir Nikolay Mihaylov frá Levski Sofia. Ég veit auðvitað nákvæmlega ekkert um þennan markvörð, en hann verður þá væntanlega markvörður númer 3 á næsta tímabili á eftir Reina og Carson.
Það er þó athyglisvert að Mihaylov, sem er aðeins átján ára gamall hefur nú þegar spilað landsleik með aðalliði Búlgaríu (en hann fékk þá á sig 5 mörk í tapi gegn Skotlandi. Hann er 1,94 metrar á hæð.
Svo hafa Liverpool og Carlsberg framlengt styrktarsamning sinn og verður Carlsberg því styrktaraðili Liverpool til 2010
Ég hef aldrei verið jafn spenntur fyrir nokkrum leikmanni, sérstaklega eftir að hafa horft á þetta myndband:
http://www.youtube.com/watch?v=zdOt8TqU4YU
😀
Enn og aftur halda þeir bókhaldinu út af fyrir sig varðandi styrktaraðlia og svoleiðis. Það er ekkert minnst á hversu mikið þeir fá þannig að hægt sé að miða þetta við samninga annara liða. Er viss um að Tottenham fái meira fyrir Mansion samninginn en við við brjóstdropafyrirtækið Danska.