Kristján Atli kom fram í útvarpsþætti fyrir nokkru þar sem hann var spurður í gríni hvort að Liverpool bloggið væri vinsælla en bloggið hjá Ellý Ármanns. Ég held að hann hafi giskað á að svo væri án þess að hugsa eitthvað nánar útí það. Ég ákvað í framhaldinu að reyna að komast að því hvort það væri einhver bloggsíða á Íslandi vinsælli en Liverpool bloggið.
Aðeins er hægt að fá upplýsingar um vinsælustu bloggin á vísi.is og á mbl.is. Á Vísi.is eru [vinsælustu bloggin](http://blogg.visir.is/vinsaelir-bloggarar) þessi (og fjöldi innlita á einni viku fyrir aftan).
1. Henry Birgir – 9.296
2. Höskuldur Kári – 7.887
3. Steingrímur Sævarr – 6.735
Á Blog.is hjá MBL eru [vinsælustu bloggin](http://www.mbl.is/mm/blog/top.html) svona – ásamt fjölda innlita í síðustu viku:
1. Ellý Ármanns – 12.531
2. Áslaug Ósk – 12.050
3. Stefán Friðrik – 11.898
Samkvæmt Blogg Gáttinni er vinsælasta bloggið hjá Stefáni Friðrik – en hann er þó aðeins í þriðja sæti á mbl.is, sem þýðir væntanlega að fleiri aðilar stimpla beint inn Ellý og Áslaugu eða fara þangað af forsíðu mbl.is. Það gefur þó líka einhverja smá vísbendingu að það sé ekki líklegt að mörg blogg utan Moggabloggsins komist nálægt þeim stærstu þar í vinsældum.
Liverpool bloggið nýtur hins vegar ekki kosta ókeypis auglýsingar á forsíðu og í fréttum mbl.is einsog Mogga bloggin gera. Ef svo væri, mætti væntanlega búast við því að síðan væri enn vinsælli.
Hins vegar líta hlutirnir svona út á Liverpool blogginu varðandi heimsóknir. Í vikunni sem endaði 1.júlí (sem er síðasta vika sem við eigum upplýsingar um), þá var fjöldi innlita á Liverpool blogginu **13.905**, sem er 11% fleiri innlit en hjá næstvinsælusta blogginu, sem er bloggið hennar Ellý Ármanns (sjá skjámynd frá teljari.is [hérna](http://www.flickr.com/photos/einarorn/740513580/)).
Nú skal það tekið fram að ég hef ekki upplýsingar um önnur blogg utan Vísis og MBL, sem hugsanlega geta verið vinsæl, þar sem þær upplýsingar eru ekki opinberar. Hugsanlegt er að blogg einsog hjá Ármanni Jakobss og Pétri Gunnars komist nálægt þessum MBL/Vísis bloggum að vinsældum, en ég er þó ekki viss.
Semsagt, ef við tökum þetta allt saman miðað við opinberar tölur, þá líta vinsælustu blogg landsins svona út.
1. **LIVERPOOL BLOGGIÐ: 13.905**
2. Ellý Ármanns: 12.531
3. Áslaug Ósk 12.050
4. Stefán Friðrik 11.898
5. Jenný Anna 9.759
6. Henry Birgir 9.296
Semsagt, við erum langflottastir. 🙂
Ástæðan fyrir þessari samantekt er líka auðvitað sú að við höfum íhugað það að setja inn einhverjar auglýsingar til að standa undir rekstri síðunnar, sem ég og Kristján höfum að mestu greitt fyrir hingað til – og einnig vegna þess að við erum að íhuga að færa hana inná nýtt lén, þannig að hún losni undan eoe.is léninu. Við erum búnir að finna eina hugmynd að léni, en allar tillögur eru vel þegnar.
Áfram Liverpool!
Snilld enda er þetta glæsileg síða hjá ykkur.
http://www.liverpoolfc.is ?
Hver er annars ykkar hugmynd?
Sælir. Flott hjá ykkur og snilldar síða. Ég verð þó að minnast á það að Áslaug Ósk á Moggablogginu hefur verið í fríi að undanförnu og ekki bloggað mikið og því ekki fengið eins margar heimsóknir núna þessa viku eins og áður. Ég minnist þess að hafa séð tölur allt að 20.000 hjá henni.
Ég held að þetta verði að heita http://www.liverpoolbloggid.is eða .com eða .net. Þetta er bara “Liverpool bloggið” og því finnst mér að það eigi að vera uppistaðan í léninu.
Já, Þröstur – ég hef séð hærri tölur. En það má líka benda á að það er væntananlega verið að tala um vikuna, sem endar 1.júlí – og hún er að blogga stærstan hluta þeirrar viku.
Annars er ekki lykilatriði hvað er númer 1 og hvað númer 2, heldur vildi ég bara koma á framfæri vinsældum þessarar síðu, þar sem það er sjaldan minnst á hana þegar rætt er um vinsælustu bloggin á Íslandi 🙂
Annars finnst mér liverpoolfc vera of líkt liverpool.is og liverpoolbloggid er of langt.
sammála LIVERPOOLBLOGGID.IS
en hvað með lfcbloggid.is eða net eða hvað sem er 🙂
Nafnið sem við höfðum í huga er betra en þessar tillögur 🙂
Er nafnið sem þið höfðuð í huga eitthvað leyndó?
He he nei, en það gæti bara einhver stolið léninu. 🙂
http://www.ynwa.is gæti gengid,
http://www.lfc.is gæti lika gengid,
http://www.ice-lfc.is …eda
http://www.lfc-ice.is …
http://www.viderumbestir.is ha ha ha
Bara sma tilløgur heheheh.
Avanti LIVERPOOL
http://www.lfcblog.is
Það er ótrúlegt að jafn leiðinlegur maður og henry birgir sé með svona vinsæla síðu.Það er örugglega skárra að lesa dánarfregnir en þetta helvíti!!
Mér er nokk sama hvað þið viljið kalla ykkur eða færa ykkur um setur… Ég mun samt halda áfram að segja mína skoðun svo framarlega sem ég tækifæri til þess. Ég tel það lífsnauðsyn að kíkja alla vega nokkrum sinnum inn hér á dag, bara til að fá update hvað sé að gerast…!
Þessi síða og ykkar framtak er hreint út sagt FRÁBÆRT og ótrúlegt að þið hafið ekki hugsað um þetta fyrr, þ.e. að fá sponsera á þetta….
Það kemur ekki oft fyrir að maður hrósi síðueiganda eða þeim síðuhöfundum sem skrifa leikskýrslur ofl. hér inni (og oft höfum við verið ósammála þeim)… en sama hvað tautar og raular… alltaf hafa þeir haldið sínu striki og vil ég þakka þeim fyrir það
YNWA(.is)
þetta kemur mér ekkert voðalega á óvart;) ég meina hörku málstaður og leifist mér að segja mjög góðir pennar!! en Bolo farinn til marseille… gangi honum vel blessuðum hollendingnum
Mætti kannski bæta inn svona flokki hér, “Eiginkonur leikmanna”.
Held það gæti verið vinsælt.
liverpoolblog.is væri fínt.
Úlli. Ég held að það sé enginn nema þú sem hafi áhuga á flokkum “eiginkonur leikmanna”, þar sem þú hefur svona mikinn áhuga á þessu þá er mín tillaga sú að þú ættir sjálfur að stofna blogg sem fjallar um þetta málefni.
Mér líkar vel við Úlla, engin spurning.
Held að Úlli sé forfallinn aðdáandi Footballers wives þáttanna, og sé að vonast eftir einhverju dirty. Hljómar eins og dálítið ósjálfbjarga ef hann getur ekki eiginlega gúglað sjálfur það sem hann er að biðja um…
Annars finnst mér ekkert skrítið að vinsældir bloggsins ykkar séu svona miklar. Þetta er einfaldlega besta bloggsíða um einhverja íþrótt hér á landi, og er auðvitað eitt af mínum uppáhaldsbloggum!
Nafnatillaga: http://www.ynwa.is (sem don roberto stakk upp á)
Til lukku með þessar tölur drengir en satt best að segja koma þær ekkert á óvart, sjálfur kem ég hingað mörgusinnum á dag alla daga ef að ég er í nálægð við nettengda tölvu……..svo nota ég líka gsm símann ef ég kemst ekki í tæri við tölvu, held að það telji samt ekki til innlita : )
Annars engin spurning með stuðningsaðila, það er engin ástæða til annars en að láta síðuna borga heim með sér ; )
lfcblog.is er besta lénið sem ég hef séð hér ennþá, stutt og einfalt.
Styð lfcblog.is. Hef verið með það sem nafn á shortcutinu sjálfur frá upphafi.
það verður bara að passa að þessi síða endi ekki einsog allarhinar síðurnar…þ.e stútfullar af auglýsingum. það þyrfti aðfábara einn góðan styrktaraðila. þaðer örugglega fullt af “stórum” fyrirtækjum sem mundu vilja fá að vera eina fyrirtækið sem auglýsti hér,, endavinsælasta blogg landsins
Í fyrsta lagi, þá er þetta BESTA BLOGGFÆRSLA ÁRSINS. Engin spurning! 🙂
Í öðru lagi, þá eruð þið sem eruð að giska ekki einu sinni nálægt lén-nafninu sem við höfum í huga. Hugsið ykkur það stysta, einfaldasta og Liverpool-tengdasta sem þið getið mögulega látið ykkur detta í hug. Skellið .is aftan á það, og þá eruð þið komin með svarið. 🙂
http://www.ar.is ?? ar=anfield
greinilega ekki fyrst annar er með það 🙂
http://www.kop.is ?
egó.is ?
Egó.is er frátekið 🙂
líst vel á að fá nýtt lén á síðuna … það er orðið tímabært.
http://www.anfield.is væri töff … og svo þegar við flytjum þá er þetta til minningar um gamla völlinn.
liverpool í meistara deildina og carraker er lang bestur