BBC segja Yossi á leiðinni

BBC segja á heimasíðu sinni að Yossi Benayoun sé á leiðinni til Liverpool fyrir 4 milljónir punda.

Ef rétt er verða þetta sennilega ein umdeildustu kaup Liverpool síðan að Peter Crouch var keyptur fyrir tveimur árum. Ég er ánægður, en einhverjir eiga eflaust eftir að fríka út. Í raun má segja að við séum að skipta á sléttu á Yossi og Luis Garcia, en þó má ekki gleyma því að Yossi er tveimur árum yngri en Luis Garcia.

42 Comments

  1. Plús það að, Garcia vildi fara aftur til Spánar.

    Yossi á trúlega eftir að gegna svipaðri stöðu og Garcia gerði. Þ.e. leysa vængina í hallæri og koma inná til að brjóta upp leiki. Hann er mjög “creative” leikmaður líkt og Garcia og það er alltaf kostur að hafa svona “wild card” sem getur galdrað fram mark á ögurstundu. Ef verðið er einungis 4 milljónir mætti segja að við höfum dottið í lukkupottinn.

    Fyrst þegar við vorum linkaðir við Yossi, leist mér ekkert alltof vel á, einugis vegna þess að við höfðum Garcia. Nú horfir málið allt öðruvísi við og ég fagna því mjög ef af þessu verður.

  2. Í byrjun sumars vonaðist ég að liverpool mundi bara kaupa menn sem væri það góðir að þeir gætu “gengið” beint í byrjunarliðið. Eða þá að þeir væru ungir og þeim mun efnilegri… ég sé Hr. Benayoun aðeins sem squat player… ekki nógu sáttur, bara mín skoðun.

  3. Jói, við erum þegar komnir með einn mann sem gengur beint inní liðið í Torres og hugsanlega Babel líka. Ég sé ekki hvaða aðrar stöður í liðinu bjóði uppá það að við kaupum mann sem “gengur beint inní liðið”.

  4. stressaður… en vona það samt svo iiiiiinnilega að hann eigi eftir að reynast okkur vel!

  5. Þetta eru ágætis kaup og squad player verður líklega hlutskipti Yossi.

    Ég vil þó enn sjá kaup á afburða góðum kantmönnum og tel þessi kaup á Yossi vera annars eðlis þrátt fyrir að hann muni eflaust spila mikið á köntunum.

  6. Yossi mun styrkja hópinn og gera okkur almennt sterkari. Eftir að Garcia er farinn þá vantar svona týpu af leikmanni í hópinn. 25 ára drengur með miklar reynslu og hefur sýnt það að hann getur vel staðið sig vel í ensku úrvalsdeildinni. Þetta eru góð kaup.

  7. Er efins um þessi kaup. Get ekki alveg séð hann styrkja liðið. Að mínu mati á miðlungsleikmaður frá West Ham lítið erindi til Liverpool.

  8. okey ég ætla að vera slakur yfir þessu, ég var brjálaður þegar crouch kom og þurfti að éta mörg orð ofan í mig í sambandi við það…. ég býð Yossi velkominn ef hann kemur en græt ekki ef það klikkar…

    En Einar örn það eru stöður á vellinum sem við getur keypti leikmenn sem myndi fara beint inní liðið svo sem vinstri-bak, og hægri-kanntur. Riise er ágætur er ekkert meira en það, hann skýtur ef hann sér makið í staðinn fyrir að senda hann og ekkert er hann frábær varnalega… Pennant er fínn squad player, en hann getur ekki litið upp þegar hann rekur boltann og áður en hann sendir inní teig og þess vegna er happa og glappa ef sendingin virkar, ekki er hann duglegur leikmaður (þ.e sem hleypur til baka ef hann missir boltann) ekki er hann neinn svakalegur skotmaður jú hann skoraði eitt flott á móti che en það geta allir hitt boltann einu sinn vel á tímabili, hann er ágætur í því að sóla en enginn heimskalssa í því.. en hann getur lagast í mörgu og þá sjáum við til…

    En Rafa verður að kaupa miðvörð hugsið ykkur ef carra eða agger meiðast, shit man paletta eða hyypia já nei takk!!!! ég segi einn miðvörð og einn góðan hægri-kannt. þá getum við farið að blanda okkur í titil baráttu

  9. Pennant, Crouch, Finnan og Mascherano hafa allir komið frá miðlungsliðum á Englandi. Eigum við að henda þeim öllum í burtu ? Hefur engin þeirra sannað gagn sitt í liði LFC ?

    Alonso og Torres komu frá miðlungsliðum á Spáni.

    Er lið Utd. einungis skipað heimsklassa leikmönnum ?

    Yossi kemur inní hópinn, ekki sem einhver stjarna heldur mikilvægur maður í keðjuna líkt og Garcia var. Ég hreinlega trúi því ekki að menn sjái ekkert notagildi fyrir hann.

  10. það er nefninlega þannig að sumir eru hrifnari af nöfnum aftan á treyjunni heldur en því sem leikmenn hafa uppá að bjóða, menn yrði ánægðari ef einhver stífgelaður leikmaður sem er ótrúlega góður í FM (football manager) yrði keyptur heldur en leikmenn sem greinilega hafa sýnt sig í ensku úrvalsdeildinni… ótrúlega mikið um þetta finnst mér

  11. Sammála síðasta ræðumanni. Það er ekki eins og þessi maður sé að fara að byrja 50 leiki í vetur, kannski þriðjung eða fjórðung af því. Hann mun taka við hlutverki Garcia og gera það vel. Ég held að hann eigi eftir að reynast vel sem squad player. Mun geta leyst 2-4 stöður ef að það verður mannekla og svo kostar hann nú ekki mikið.

    Ég, eins og margir aðrir væntanlega, erum minnugir bikar-úrslitaleiksins á móti West Ham fyrir alls ekki svo löngu. Þar var Youssi hreint út sagt frábær, margir segja að hann hafi ekki verið góður í vetur en skítt og laggott með það, eins og ég segi alltaf: “Form is temporary, class is permanent”.
    Með þessu kvóti er ég ekki að segja að hann sé einn af betri fótboltamönnum í heiminum, en, ef þú hefur sýnt frábæra hluti á hæsta standard (eins og hann hefur vissulega gert), síðan dalað og lent kannski í meiðslum, afhverju ættirðu ekki að geta gert það aftur, þ.e.a.s sýnt frábæra takta og jafnvel bætt þig mikið frá því þegar þú varst í þínu besta formi og spila þinn besta bolta?

    Tala nú ekki um ef að þér býðst tækifæri til þess að fara í MUN sterkara lið og með MUN færari þjálfara og allt í kringum í þig betra og fagmannlegra.

    Gott dæmi, Pennant. Kom úr skítaliði en með því að æfa með miklu betri leikmönnum á hverjum degi og njóta leiðsagnar eins færasta þjálfara heims á hverjum degi tók hann frábærum framförum sem ég vil meina að sjái jafnvel ekki endann fyrir.

    Ég skora á þá sem eru einna svartsýnastir að gefa blessuðum manninum séns.

    YNWA

  12. En eru menn bjartsýnir á það að hann styrki liðið? Telja menn að með komu hans aukist líkurnar á að við náum að landa þeim stóra? Telja menn hann vera betri kost en Luis Garcia? Ef menn telja hann vera verri kost en Luis Garcia, eru þá kaupin á honum og salan á Garcia til þess fallin að auka líkurnar á því að Liverpool landi þeim stóra? Er það skv. þeirri stefnu sem við viljum sjá hjá Liverpool að verri leikmenn séu fengnir í stað leikmanna sem fara? Er það líklegt að Rafael Benitez hafi sett Yossi sem fyrsta kost?

    Persónulega myndi ég svara öllum þessum spurningum neitandi og sé af þeim sökum litla ástæðu til þess að gleðjast yfir þessum kaupum að svo stöddu.

  13. Ég leyfi mér að spá því að Yossi geri meira gagn fyrir okkur á næsta tímabili heldur en Luis Garcia gerði fyrir okkur á því síðasta.

  14. Eins og ég hafði mikið álit á Garcia og þakka honum mikið fyrir velgengni okkar í Cl þá verður það að viðurkennast að hann náði sér nánast aldrei á strik í ensku deildinni. Hann var góður í Cl en það vantaði alltaf eitthvað uppá í EPL.

    Þannig að: Já. Ég tel LFC vera að styrkja sig með því að taka Yossi inn fyrir Garcia. Við erum jú að tala um mann sem hefur sannað sig sem góður leikmaður í EPL og býr yfir sömu kostum og Garcia.

    Ég get vel ímyndað mér að Yossi hafi verið fyrsti kostur Rafa í þessa stöðu, fyrst hann þurfti á annað borð að missa Garcia. Þetta er ekki nein byrjunar staða í liðinu og ég er nokkuð viss um að fyrst Rafa var að tapa Luis þá vildi hann sjá leikmann sem þekkti deildina taka hans stöðu.

    Ef það er haft í huga að Rafa vilji hafa svona leikmann í sinu liði, þ.e. leikmann sem getur leyst margar stöður á vellinum, komið inná í leikjum, boðið uppá margt og gert óútreiknanlega hluti. Ef við höfum einnig í huga að við vorum að tapa Luis þá held ég að ég svari síðustu spurningunni ekki neitandi.

    Enginn einn maður sem skrifar undir í sumar á eftir að færa okkur titilinn. En Yossi á allavegana ekki eftir að skemma möguleikana okkar.

  15. mér finnst það alveg hreint ótrúlegt að menn séu ennþá ekki ánægðir með sumarkaupin þegar búið er að landa einum heitasta striker í dag, Torres. og helling af ungum leikmönnum sem gætu bankað á aðalliðsdyrnar bráðlega. Þetta eru svona menn sem að ef maður réttir þeim litla fingur þá rífa þeir af manni hendina… ég er í skýjunum með Benitez og Kanana, og ég sé ekki hvernig menn geta ennþá verið að gagnrýna kaupin hjá Liverpool….. er einhver skýring á þessu?

  16. já það er skýring á þessu menn (allavega allir vinir mínir sem halda með liverpool) vildu sjá allavega 3 heimklassa menn í þetta liverpool lið framherja, vinstri- og hægri- kannt. En það er langt eftir af sumarinu en ég vill fl en 2 í viðót eins og ég las á fótbolti.net um daginn. Ég er bara ekki að sjá þetta liverpool lið gera mikla hluti nema að hafa heimsklassa kantmenn, við erum með heimsklassa marvörð,vörn og sókn, hugsið bara kanntmenninna hjá 3 síðustu liðum sem eru búinn að vinna deildina, þau voru líka með sterka vörn,miðju og sókn eins og liverpool núna.
    Arsenal: Pires og Ljungber
    Chelsea: Robben, duff og j.cole
    Man utd: ronaldo og giggs
    liverpool: pennant,gonzalez og kewell þeir eru bara ekki í sama klassa og hinir, kewell er vísu mjög góður þegar hann spilar.

  17. mér finnst þetta svipa til freks krakka sem vill alltaf meira og meira… þróunin er fram á við, þrátt fyrir það sé ég helmingi fleiri kvarta undan því að ekki sé verið að blæða í fleiri heimsklassa leikmenn heldur en þá sem eru að gleðjast yfir því að Liverpool eru farnir að taka rétta stefnu á leikmannamarkaðnum… Róm var ekki byggð á einni nóttu, munið það bara..!

  18. óli þetta virðis líta e-n vegin svona út m.v. fréttir dagsins… þ.e. þeir sem munu leysa af vængina hjá Liverpool
    Liverpool: Pennant, Kewell, Benayoun, Babel, [Gerrard], [Riise], [Leto], [Aurelio]

    ef Kewell helst heill á þessu tímabili, líkt og 05/06 þá er hann með bestu vængmönnum deildarinnar…. þá spilaði hann mjög vel og var heill heilsu megnið af tímabilinu, þá finnst mér við alveg vera með vængspil sem er samkeppnishæft við Chelsea [sem spilaði reyndar varla með vængmenn í fyrra] og Arsenal… en Man Utd er náttúrulega með einn allra besta vængmann í heimi og því verðum við eftirbátar United í þeim efnum

    Pennant var fínn eftir áramót á síðasta tímabili, maður veit ekkert hvernig þessi Babel á eftir að standa sig, Benayoun hefur sýnt það með West Ham að hann er ágætis leikmaður… ekkert ósvipuð týpa og Garcia

  19. Eins og sagt var áðan held ég að alltof margir hérna séu að tapa sér í Championship Manager á kvöldin.
    Maður veit aldrei hvernig menn munu standa sig þegar þeir eru keyptir. Hver hafði trú á því að Luis Garcia myndi svo til landa Meistaradeildinni fyrir okkur með sigurmörkum í 8 liða og undanúrslitum þegar hann var keyptur.
    Hver hefði trúað því að Morientes myndi bregða útaf vananum og skora ekki neitt.
    Hvern vilja menn kaupa eiginlega? Chris Armstrong? John Hartson? Þeir voru laaaangheitustu strikerarnir í CM og á leikmannamarkaðinum fyrir tíu árum og eru enn á fínum aldri. Verum jákvæðir, ég er mjög hress með Rafa og Kanana tvo eins og stendur.

    Mér finnst líka ömurlegt af aðdáanda Liverpool á Íslandi að kalla Benayoun ísraelskan hryðjuverkamann. Ótrúlegt að svona fólk eigi tölvu og hvað þá að hann Palli G sem kommentaði þetta í fyrri þráð kunni yfirhöfuð að skrifa.
    Ég vona að aðstandendur og lesendur síðunnar fordæmi svona lagað.

  20. Ég vona að aðstandendur og lesendur síðunnar fordæmi svona lagað.

    Já, auðvitað. Ég sá að Kristján Atli tók á þessu. Palli G hefur að mér sýnist sent inn hátt í 100 komment á þessa síðu og því var ég ekki að æsa mig mjög mikið yfir þessu í þetta skiptið. En svona verður ekki liðið og hefði Kristján ekki verið búinn að svara athugasemdinni þá hefði ég eytt henni út.

  21. Ég veit að þetta verður kannski þreytt eeeeen ég ætla að láta vaða samt..

    ÚLLI, hvernig ætli að konan hans Benayoun lítur út?

  22. Konan hans Yossi Possi hlýtur að vega á móti honum og vera gullfalleg !

    Annars hvað varðar það að Yossi verði okkur meiri hagur í ár heldur en Garcia var í fyrra, Einar Örn… Var Garcia ekki meiddur mest allt tímabilið í fyrra ?
    YNWA

  23. Vargurinn: Gæti það verið að Einar Örn hafi einmitt verið að meina það?

    Yossi er ekki stjörnuleikmaður en mun hafa hlutverk hjá Rafa. Það sama má segja um Voronin. Þetta eru ekki leikmenn sem eru “flashy” eða stór nöfn en það eru líka oft svona leikmenn sem gefa gæfumuninn.

    Ryan Babel er ennþá mun yngri en bæði Voronin og Yossi og á mikið eftir ólært. Hann þarf að flytja að “heiman”, búa í nýju landi, læra nýtt tungumál o.s.frv. Þannig að óvissan er meiri um það hvernig hann kemur til með að aðlagast.

  24. Daði, prófaðu að ímynda þér að þessi harðyrði hafi verið að lýsa skoðun minni á Ísrael en ekki Benaoyun. Að öðru leyti ert þú ekki svara verður.

    Aftur á móti vil ég koma því til skila að ég hef nú ávallt staðið með Einari Erni og co varðandi þá stefnu þeirra að ritskoða síðuna sína og mun gera það áfram og reyna að passa málfarið í kjölfar þessa komments af virðingu við þá.

    Lifi Liverpool og Frjáls Palestína.

  25. Ég persónulega er mjög ánægður með þá leikmenn sem við erum búnir að versla. Marga unga og efnilega og svo einn eftirsóttasta strikerinn í Torres. Það getur verið að Yossi sé ekki þessi stjörnuleikmaður sem við viljum en við verðum að gefa honum séns. Javier Mascherano var nú ekki búin að sýna mikið þegar við keyptum hann frá WH. Fyrir mitt leyti ætla ég að gefa Yossi séns ef hann kemur eins og öllum þeim leikmönnum sem vilja spila fyrir Liverpool.
    YNWA

  26. Daði, prófaðu að ímynda þér að þessi harðyrði hafi verið að lýsa skoðun minni á Ísrael

    Palli G, við höfum afskaplega lítinn áhuga á að heyra skoðun þína á Ísrael á þessari síðu – alveg einsog ég nota þessa síðu ekki til að tala um Ísrael, Samfylkinguna eða hvað annað sem viðkemur pólitík. Ekkert persónulegt.

    Við þrætum nú alveg nóg hérna inni, svo við bætum ekki pólitík við 🙂

  27. fótbolti er pólitík. það halda allir með sínum “flokki” og það hafa allir sínar skoðanir sem eru “þær einu réttu” og taka lítið mark á skoðnunum annara.

    🙂

    X-LFC

  28. Hehe, Einar, ég áttaði mig nú á því um leið og ég þrýsti á “Skrá Ummæli”.

    Alla vega, tilmælin eru komin til skila. Einungis það sem skiptir máli núna:
    Liverpool FC!

  29. Tótii, Róm var ekki byggð á einni nóttu, munið það bara..!
    Erum við hjá Liverpool ekki búnir að vera byggja núna í um 19 ár.
    Er furða þótt sumir vilji fá heimsklassa leikmenn og þeir þurfa ekkert endilega að vera gelaðir og vatsngreiddir mín vegna, mega vera frá Ísrael eða svörtustu Congo mín vegna, bara að þeir séu topp class.

    áfram Liverpool.

  30. Ég er utan umræðu hérna en um daginn voru menn að nöldra yfir áskrift að enska boltanum. Fyrir þá sem eru í fullri vinnu og geta ekki horft á alla leiki í delidinni þá vill ég benda á að allir leikir Liverpool verða sendir gegnum heimasíðu Liverpool (ekki live) og kostar áskriftin 4.5 pund á mánuði. Samningurinn við Setanta var kynntur í dag.
    Ég nýti mér þetta þar sem ég get með þessu móti valið hvenær ég horfi á leikina, en líka er Liverpool að bæta alveg skuggalega mikið við E-Season pakkann sinn. 6 tímar af efni alla daga allar vikur ársins. Þegar Kanarnir komu þá var maður nú að vonast til að þeir tækju til hendina einmitt í svona málum líka og þeir virðast vera að staðfesta allt sem þeir sögðu þegar þeir tóku við klúbbnum.

  31. Það sem maður hefur séð og heyrt af Yossi þá er hann örugglega fín kaup. Ekki hægt að bera hann saman við Garcia sem var snillingur í CL en lélegur í deildinni. Söluverðið á Garcia var líka lágt og þar spilaði eflaust inn í að hann átti bara 1 ár eftir af samningi, vildi fara til Spánar og var meiddur meira og minna síðasta tímabil. Í raun er 4 mills fyrir góðan leikmann ekki mikið. Yossi mun líklega nýtast okkur í deildinni í þessum baráttuleikjum við lakari liðin sem pakka og spila meira af afli en tækni. Yossi er harður nagli sem Óli Þórðar myndi vilja hafa, svona leikmaður sem til er í að deyja fyrir liðið. má ég þá frekar biðja um slíkan leikmann en ,,gel-leikmann” sem lýtur í spegil til að laga á sér hárið áður en haldið er út á leikvöllinn…hvort maður er ófríður eður ei hefur bara ekkert með sjálfan fótboltaleikinn að gera. Ég myndi líka frekar líta á Yossi sem leikmann sem kemur í staðinn fyrir Zenden, og þá erum við að bæta liðið. En er nóg að fá Torres og Babel og Yossi til að vinna deildina? Nei ég held ekki…en ég myndi fagna því að fá þessa kappa. Þurfum einn proven kantara og klassa vinstri bakvörð í viðbót…þá erum við að rokka!

  32. Siggi segir:

    “Þurfum einn proven kantara og klassa vinstri bakvörð í viðbót…þá erum við að rokka!”

    Búið og gert. Þeir heita Fabio Aurelio og Harry Kewell. 😉

    Nei, í fullri alvöru þá sé ég bara ekki að það sé pláss fyrir fleiri kantara hjá okkur. Rafa er væntanlega að hugsa þetta sem svo að Benayoun og Pennant sjái um hægri kantinn, Kewell og Babel um þann vinstri, á meðan Aurelio og Riise geta kóverað vinstra megin, Gerrard og Finnan hægra megin og Voronin getur spilað báða kantana líka í algjöru hallæri.

    Er pláss fyrir einn vængmann í viðbót? Þetta virðist vera sá hópur sem Rafa ætlar að veðja á í vetur, svo geta menn bara rætt hvort þetta er nógu góður hópur. Hann er það að mínu mati, ef Kewell og Aurelio ná að halda sér tiltölulega heilum og ef þessi Babel reynist ekki vera kötturinn í sekknum. Þetta eru ansi stór ef, en United hefðu heldur aldrei unnið deildina í fyrra nema af því að þeir fengu Giggs, Scholes og Solskjær inn úr langvarandi meiðslavandræðum og þeir tveir fyrrnefndu léku allt tímabilið án vandræða. Ef Kewell og Aurelio gætu gert það sama fyrir okkur yrði það ómetanlegt.

    Ef Rafa kaupir fleiri eftir Yossi og Babel verður það væntanlega maður eins og Heinze sem getur kóverað bæði vinstri bakvörð og miðja vörn. Að öðrum kosti sé ég okkur ekki fyrir mér versla fleiri leikmenn í sumar, því það er einfaldlega ekki pláss fyrir þá í hópnum.

  33. En tad er e.t.v. spurning hvort Benitez se ad ihuga Babel sem framtidarframherja med Torres? Tvi se hann kannski ekki hugsadur sem fyrst og fremst kantari og Rafa muni tvi fjarfesta i einum storum fyrir timabilid….madur veit ekki. En tad er svo sem rett sem Kristjan Atli segir, vid erum ad verda fullmannadir i flestar stodur, a kontum, midju og sokn (vantar einn midvord). Tad er bara spurninginn hvort tessir leikmenn (Benayoun og Babel) seu nogu godir til dekka kantanna asamt teim (Kewell, Pennant, Aurelio) sem eru tar fyrir.

  34. Við þurfum klárlega ekki annan kantara ef Kewell verður heill, sem ég svo sannarlega vona! Enginn betri en Ástralinn á góðum degi…en spurning hvort Rafa vilji taka sénsinn…hann verður rekinn ef hann klikkar aftur á deildinni og nær ekki að berjast um deildardolluna.

  35. Egill, við höfum ekki verið samkeppnishæfir á markaðnum síðustu ár en núna þegar við erum það þá getum við ekki búist við því að við bara kaupum okkur titilinn á einu sumri er það nokkuð?? yossi er (finnst mér) ótrúlega líkur Garcia, nema þá að hann er kanski ekki sami skemmtikraftur og Þumallinn.. en ótrúlega seigur leikmaður sem á vonandi eftir að reynast okkur mjög vel

  36. “Líst vel á öll okkar kaup nema hvað að ég vil ekki sjá neina helvítis ísraelska hryðjuverkamenn í Liverpool!”
    Þetta sagði Palli G og vonandi getur hann staðið við það sem hann er að skrifa á netið. Eða er allt í lagi að segja hvað sem er á meðan maður er á bakvið tölvu?
    Er Xabi Alonso ekki hryðjuverkamaður þar sem hann er Baski? Eða er hann kominn af “góðum” hryðjuverkamönnum?
    Ætli Eiður Smári sé kallaður “hvalamorðingi” í Bretlandi?
    Ég ætla ekki að fara út í pólitískar umræður við Palla G enda eiga þær heima annars staðar. Ég hef áhyggjur af því að leikmaður Liverpool þurfi að sitja undir svona löguðu af aðdáendum liðsins og varð hugsað til þess þegar men köstuðu bönunum í John Barnes þegar hann byrjaði.
    Þetta komment Palla G var barnalegt og ljótt og stuðningsmönnum Liverpool til vansa. Ef það átti að vera fyndið þá var það ekki að ná tilætluðum árangri. Ef hann ætlar að fara að deila út einhverri heilögu réttlæti hérna og enginn segir neitt (Kristján og Einar hafa reyndar svarað mjög vel) þá erum við sem tökum þátt í umræðunni að samþykkja svona vitleysu.
    Þetta er mín skoðun og ég ætla ekki að fara að ræða hana frekar við menn sem eiga eftir að skríða niður úr trjánum. Bjóðum Yossi velkominn til Liverpool og vonum að hann slái í gegn hjá besta liði í heimi.

  37. Tótii,
    Nei það er alveg rétt að við höfum ekki verið samkeppnishæfir peningalega séð eða getulega í deildinni. En ég er alls ekki á því að kaupa bara fullt af stórstjörnum líkt og þeir bláu gerðu um árið…
    Maður kannski bara bjóst við of miklu þegar kananir keyptu.
    Er samt mjög sáttur við stefnuna, væri bara til í extra vind í seglin.

    mbk

Liverpool hækka boðið í Babel

WH búnir að samþykkja boð í Yossi (Staðfest) – Ajax gefur L’Pool leyfi til að tala við Babel (Staðfest)