Jæja, nú hefur technical director hjá Ajax staðfest það að Liverpool hafa hækkað tilboð sitt í Ryan Babel. Martin van Geel hjá Ajax segir:
>”Liverpool are very serious about signing Babel and have made an offer a lot higher than before.
>”Because they want him so much, I think we will lose him.”
Semsagt, það virðist vera nokkuð ljóst að liðin eru nálægt því að komast að samkomulagi um kaup á Babel. Menn eru afskaplega ósammála um hvað þetta verð sé, en Independent sögðu að verðið væri 6,75 milljónir punda en BBC tala um allt að 13,5 milljónir. Það er þó eflaust þannig að hluti af verðinu verði borgað strax og svo að einhver stór hluti verði árangurstengdur þar sem um ungan leikmann er að ræða.
Já, og West Ham hafa tilkynnt að þeir séu búnir að [ganga frá kaupum á Craig Bellamy](http://www.whufc.com/articles/article.php?page_id=9271) fyrir 7,5 milljónir punda.
WHUFC.COM
“Craig Bellamy admits that he was persuaded to leave behind Champions League football at Liverpool after seeing the drive and ambition on display at West Ham United.”
Einmitt karlinn minn. Good luck and goodbye.
Loksins erum við ekki að tapa á leikmanni sem við seljum og viljum ekki. Það er jákvæð þróun.
Ef þetta er rétt með Babel þá er ljóst að Rafa vill fá hann og ég treysti Rafa fullkomlega fyrir leikmannakaupum Liverpool.
Dagur, mér finnst Bellamy bara segja fullkomlega eðlilega hluti. Ég skil hann 100% og er alveg sáttur við þessi komment hans:
Semsagt, hann vill frekar vera stór fiskur í lítilli tjörn. Ég skil það afskaplega vel. Hann er orðinn 28 ára gamall og er kannski ekkert voðalega spenntur fyrir því að vera í besta falli striker númer 4 hjá Liverpool.
Chris Bascombe hjá Liverpool Echo segir að Liverpool sé nálægt því að landa BÆÐI Babel og Benayoun.
Ef þessi tvö kaup ganga í gegn í þessari viku verð ég hæstánægður. Þá er Rafa meira og minna búinn með þau kaup sem voru á dagskrá, og júlímánuður er ekki hálfnaður! Hvenær gerðist það síðast?
Ég segi nú bara djöfulsins, enn og aftur erum við að sætta okkur við meðalmenn og sleppa mönnum sem eru betri og aðeins dýrari.
Ég segi það að við værum betur settir með bara Simao heldur en bæði Babel og Benayoun, svo lítið er álit mitt á þessum mönnum.
Ég tek nú kannski eins djúpt í árina eins og Sindri en er að mörgu
leiti samála, ef þetta verða síðustu nöfninn sem koma í sumar þá
er maður nokkuð svekktur..
Bjóst við meiri krafti á leikmannamarkaðinum.
En svo má vel vera að þessi Babel sé málið..
Ekkert voða heitur fyrir honum Benayoun…
áfram Liverpool
vantar ekki í fyrstu setningnu
Það sem má bara ekki segja officialt í þessari umræðu er það að Bellamy var sparkað frá Liverpool. En bara til þess að eyðileggja ekki ferilinn meira fyrir þessum blessaða manni er þetta gert svona still og roligt.
Hann reynir náttúrulega að spinna þessu þannig að hann hafi tekið einhverja ákvörðun um að fara til þess að ná fleiri leikjum en það var náttúrulega morgunljóst fyrir allnokkru síðan að honum yrði dömpað.
Ég held að maðurinn geti alveg brillerað hjá WestHam sérstaklega þegar litið er til þess að Curbs er stjóri. Hann þarf bara að átta sig á því að hann er ekki besti striker í heimi þótt að hann sé nú fyrirliði velska landsliðsins.
Mér líst alveg geðveikislega á því að landa Babel. Liverpool hefur hinsvegar verið á seinustu dögum verið orðaðir við Quaresma og ég veit ekki alveg hvernig mér finnst um hann. Gríðarlega góður leikmaður en með höfuðið upp í rassgatinu á sjálfum sér endalaust.
En hinsvegar með Babel. Af hverju er Wengerinn ekki búinn að ná honum fyrst hann er svona mikill “óslípaður demantur”. Kannski er Benitez bara byrjaður að skáka öllum núna. Hann gerði það allvega þegar hann náði í Lucas Leiva, sem ég hef trú á að verði bestu kaup ársins og það á ári þegar Torres var keyptur.
Já sammála, mer langar eiginlega ekkert að sjá Benayoun í liverpool treyju. Ánægður samt með Babel, hann virðist geta orðið heimsklassamaður. En ég er ansi hræddur um að Man Utd verði OF öflugir næsta tímabili ef þeir fá Tevez ! Ég hefði viljað sjá Benitez eyða summu í hann og hafa hann frammi með Torres. Þó það væri bara til þess að hann færi ekki til Man Utd.
Er það ég eða getur Benayoun verið svoldið líkur Gary NBÍÍÍÍP: http://www.westham.no/images/upl/benayoun008.jpg
Strákar, þið verðið að halda umræðunni aðeins á jörðinni hérna. Lítum aðeins yfir málið:
Í fyrsta lagi, þá eru Liverpool í fyrsta skipti farnir að geta barist um bestu erlendu unglingana á því verði sem t.d. United, Arsenal og Chelsea hafa getað eytt í þá. Hvað kostaði Robben Chelsea – og vissi einhver eitthvað af viti um hann þegar hann kom yfir? Hvað kostaði Robin van Persie Arsenal? Hvað kostaði Theo Walcott? Hvað borguðu þeir fyrir Denilson, Reyes, og fleiri unga stráka? Hvað borguðu United aftur mikið fyrir Wayne Rooney?
Í ár hafa Liverpool haft betur í baráttu við mörg af stórliðum Evrópu um Lucas Leiva frá Brasilíu, en hann kostaði líka sitt. Munurinn er sá að Liverpool hefur í ár efni á að setja 6-8m punda í ungan strák eins og Leiva, og SAMT er nægur peningur eftir til að kaupa stórstjörnu á borð við Torres.
Og nú kemur þetta mál með Ryan Babel. Ef við erum að borga 10m+ punda fyrir hann myndi ég kalla það stórmál fyrir klúbbinn, því með því er ekki aðeins verið að staðfesta styrkleika á leikmannamarkaðnum heldur einnig verið að segja að Liverpool ætli sér hér eftir að berjast um bestu ungu strákana við lið eins og Arsenal, sama hvað þeir kosta.
Hvað Benayoun varðar ræði ég þessa gagnrýni varla. Hann er frábær, en átti slappt tímabil í vetur hjá West Ham. Horfið á þetta myndband og reynið svo að segja mér að þetta sé meðalmaður. Bolo Zenden á ekki myndbönd með svona töktum, er það? Viðurkennið það, þessi gremja stafar bara af því að hann er ekki jafn “flottur” og Quaresma, með sitt stífgelaða hár og sína marglitu skó. Ef Benayoun væri spænskur/portúgalskur eða frá Suður-Ameríku væru menn að tapa sér yfir honum. Hvernig útskýrið þið það annars að mönnum finnst sjálfsagt mál að eyða 6-8m punda í Lucas, sem ENGINN OKKAR hefur séð spila svo mikið sem mínútu, en menn eru að brjálast yfir því að borga 4-6m punda fyrir Benayoun? Sem við horfðum ÖLL á rústa Liverpool-vörninni í fyrri hálfleik FA bikarkeppninnar í Cardiff fyrir 14 mánuðum síðan?
Liverpool hafa í sumar látið fara: Fowler, Dudek, Zenden, Gonzalez (væntanlega), Bellamy, Cissé, Pongolle.
Liverpool hafa í sumar fengið: Fernando Torres, Ryan Babel (væntanlega), Yossi Benayoun (væntanlega), Lucas Leiva, Andriy Voronin og kannski einn varnarmann til viðbótar, auk þess að fá haug af ungum og efnilegum leikmönnum í varaliðið.
Hvernig nennið þið að væla yfir þessu? Torres einn og sér gerir þetta að góðu sumri, enda hélt ég að flestir væru á þeirri skoðun í vor að það þyrfti ekki að kaupa 10 nýja menn heldur frekar 2-3 menn af hæsta klassa. Þeir geta ekki allir verið af sama hæsta klassa og Torres, en ef við horfum á þá fimm sem fara beint í aðalliðshópinn (Torres, Babel, Benayoun, Voronin, Leiva) getur það varla talist svo slæmt, er það?
Öndum rólega. Afskrifum engan í júlímánuði. Sjáum hvernig nýju leikmennirnir eru að spjara sig um áramótin eða svo. Hvað keyptu United aftur marga HEIMSKLASSALEIKMENN síðasta sumar?
Líst vel á öll okkar kaup nema hvað að ég vil ekki sjá neina helvítis ísraelska hryðjuverkamenn í Liverpool!
Skjálfa af spenningi eftir að hafa horft á highlights frá Wrexham, get ekki beðið eftir að seasonið byrji.
Hlakka einna mest til að sjá nýja vinstri kantarann okkar, þennan þarna ástralska með asnalega tattooið á höndinni.
The future’s brigt, the future’s red!
Verð samt að taka það fram að ég held að þrátt fyrir þjóðernið sé Benayoun góður leikmaður sem geti nýst okkur.
Það er mjög jákvætt að LFC sé farið að blanda sér í baráttuna um leikmenn í dýrasta klassa. Kaupin á Torres staðfesta að LFC getur tryggt sér dýra og eftirsótta menn.
Það er líka jákvætt að LFC er farið að ná að selja menn fyrir alvöru pening, en ekki á útsöluverði. Bellamy fyrir 1,5 milljónir meira en við keyptum hann á er dæmi um það og við verðum að viðurkenna að 8 milljónir fyrir Cisse er líka dæmi um það þótt það sé mun minna en við borguðum fyrir hann.
Ef maður setur þessi tvö jákvæðu atriði saman er útkoman hins vegar sú að þrátt fyrir miklar yfirlýsingar um að með kaupum nýju eigendanne fengi Rafa mikla peninga í leikmannakaup hefur LFC ekki eytt mjög miklu núna miðað við fyrri ár.
Skoðum smá samantekt á því sem þegar hefur gerst og líklegt er að gerist alveg á næstunni (verðin eru oft ekki staðfest, en þetta verðmat byggir á sæmilega traustum fréttamiðlum):
Seldir: Bellamy á 7,5, Cisse á 8, Pongolle á 2,7, Garcia á 4, Gonzales á 3,5, Fowler á 0. Alls 25,7 milljónir punda.
Keyptir: Torres á 20, Lucas á 6, Babel á 10, Voronin á 0, hópur unglinga á ca. 1,5. Alls 37,5 milljónir punda.
Munurinn er 11,8 milljónir punda.
Hugsanlega er kaupverð sumstaðar vanmetið og/eða söluverð ofmetið hjá mér. Kannski á Benayoun líka eftir að bætast við fyrir ca. 5 milljónir. Heildarútgjöldin verða samt undir 20 milljónum að teknu tilli til þessarra þátta.
Rétt er að benda líka á að í ljósi þess hvað margir launaháir menn eru að fara er líklegt að útgjöld vegna launa leikmanna séu ekki að hækka að ráði milli ára.
Undanfarin ár hefur LFC haft ca. 15 milljón pund til leikmannakaupa á hverju sumri. Ef ekki verður gert meira en það sem þegar er um talað virðist sem yfirlýsingarnar um aukið fé fyrir Rafa hafa þýtt að hann fái svipað og verið hefur, en þó kannski allt að ca. 5 milljónum meira en það.
Mín niðurstaða af þessu öllu er að jafnvel þótt Benayoun verði keyptur séu í það minnsta ein stór kaup eftir (kannski 2 miðlungs-stór). Ég trúi ekki öðru en að nýju eigendurnir tryggi Rafa alla vega 10-15 milljónum meira í sumar en hann hefði fengið ef engin breyting hefði orðið á eignarhaldinu.
Palli G segir:
Það er þá eins gott að þú færð bara knattspyrnumanninn Benayoun. Hættu þessum fordómum á þessari síðu, vinsamlegast. Benayoun á það ekki skilið að vera kallaður hryðjuverkamaður.
Stebbi – ég held að menn séu að einblína um of á debet/kredit-hliðina á leikmannakaupum. Það að geta eytt 20m+ punda í leikmann og að þurfa að gera það er tvennt ólíkt. Þótt Hicks & Gillett segist eiga næga peninga til að kaupa þá leikmenn sem Rafa vill er ekki þar með sagt að þeir verði að spreða seðlunum til hægri og vinstri, eins og Abramovich gerði, til þess eins að sanna að þeir eigi þá.
Þetta eru fyrst og fremst góðir viðskiptamenn. Það að þeir séu að eyða nettó mjög litlu í leikmannakaupin í sumar sannar ekki að þeir séu ekki ríkir. Það sannar bara að þeir eru góðir viðskiptamenn. Þeir vissu hvaða leikmenn Rafa vildi og þeir vissu hvaða leikmenn máttu fara og þeir gerðu sitt besta til að (a) borga sem minnst fyrir nýja leikmenn og (b) fá sem mest fyrir þá sem fara. Það hefur gengið stórvel í sumar.
Allt tal um að kaupa t.d. Tévez í þeim eina tilgangi að hindra hann í að fara til United er ekki beint raunsætt. Þótt þeir eigi peninginn til að kaupa leikmenn er ekki þar með sagt að þeir verði að gera það. Þetta snýst um Rafa og hans óskir. Þetta eru þeir sem hann vildi selja og þeir sem hann vildi kaupa og þá er það bara svoleiðis. Ég er til dæmis handviss um það að við erum að kaupa Benayoun og Babel í stað t.d. Quaresma og Mancini af því að Rafa vildi þá frekar. Ef Rafa hefði verið harður á að fá Mancini og/eða Quaresma hefðu þau kaup gengið í gegn fyrir rétt verð. En hann greinilega vill frekar Benayoun og Babel og við því geta Hicks & Gillett lítið gert annað en að styðja stjórann sinn.
Ég lít svo á að Benayoun muni koma nánast í stað Luis Garcia í hópinn. – Svipaðir leikmenn sem eiga best heima “í holunni” en geta þó leyst báða kantana í hallæri. Mér líst ljómandi vel á það sem komið er. Kýs frekar að líta jákvæðum augum á það sem er að gerast.
Setjum hlutina líka í samhengi – 1. Nýju eigendurnir ætluðu að tilkynna breytingu á New Anfield – Sú vinna er í gangi og búist er við að lokaplönin verði á þá leið að völlurinn muni rúma tæplega 80.000 manns.
Samið var við lykilleikmenn til margra ára.
Verið er að styrkja hópinn með háum fjárhæðum – ekki sér fyrir endann á því enn sem komið er.
Kristján – Ekki misskilja mig. Ég er ekki að kvarta. Ég tel að Rafa hafi gengið mjög vel það sem af er sumrinu bæði í að losna við þá sem hann vildi losna við (fyrir sæmilegt verð meira að segja) og að kaupa þá sem hann vildi í staðinn.
Það sem ég er að segja er fyrst og fremst þrennt:
1. LFC er orðinn raunverulegur þáttakandi í kapphlaupinu um bestu mennina á leikmannamarkaðnum.
2. Þótt LFC séu að kaupa menn fyrir háar upphæðir er félagið ekki (ennþá?) búið að eyða meiru en almennt hefur verið gert undanfarin sumur.
3. Ef Rafa vill bæta stórum kaupum við (t.d. Simao Sabrosa eða Mancini) þá hef ég ekki trú á öðru en að hann hafi sæmilegan pening til þess. Ég hef líka fulla trú á því að Rafa vilji og muni kaupa fleiri menn í sumar.
Ég er tryggur Utd maður þrátt fyrir að þrautlesa þessa síðu. Fannst ég verða að koma inn með smá punkta um þessi leikmannakaup öllsömul. Mér sýnist sumir Liverpool menn vera ansi hrifnir af Quaresma og skil ég það svo sem, sérstaklega ef það eina sem menn hafa séð af manninum er af youtube. Hins vegar er það víst svo að alls staðar sem Q hefur stigið niður fæti hefur hann verið til vandræða. Fyllerí og vondur mórall, allt frá Sporting til Barcelona og nú Porto ef mig misminnir ekki. Það að kaupa þennan mann er svona svipað og að lokka Joey Barton til sín. Garanteruð vandræði. Gleymið honum og með því er verið að spara tugi milljóna punda.
Svo er það annað, Skilgreiningin á því hvað leikmenn eru að kosta virðist vera ansi mikið á reiki, ekki bara hér á spjallinu heldur líka í fjölmiðlum. T.d. má benda á það að kaupverðið á Ronaldo á sínum tíma var nálægt 7 miljónum punda en ekki þessar 12,2 sem ávallt eru taldar fram. Þetta er áframreikningur á mögulegum bónusum og verði samningsins. Sama er að gerast með Torres og Téves. Menn leggja allt saman og fá út 27 milljónir með Torres og 30 með Téves, þrátt fyrir að klúbbarnir séu í upphafi að leggja mun minna fram.
Þeir leikmenn sem Liverpool er bæði bendlað við þetta árið og hafa nú þegar gengið frá kaupum á, setur þá í svipaðan flokk á markaðinumog United og Chelsea og ef Rafa heldur rétt á spöðunum þá mun Liverpool verða komið með alvöru lið sem getur sett stefnuna á deildina eftir u.þ.b. eitt ár. Ég stórlega efast um að það verði núna í ár jafnvel þótt liðið muni bæta við sig stigum frá því í fyrra. Efniviðurinn í Chelsea og Man Utd er einfaldlega betri.
Gaur á spjallborði úti kom með sitt mat á Babel…
TECHNICAL ATTRIBUTES
Technically, Babel is the most gifted Dutch player of his generation and when you consider that Holland is probably the most technically astute footballing nation in Europe, then that’s some accolade. Brilliant ball control with either foot, Ryan is also capable of running with the ball as if it’s glued to his boots. It doesn’t matter if he’s receiving a high 50 yards ball or a short pass, he only takes one touch, be it with his chest, thigh or his foot, and the ball just drops as if it never was in movement.
Now, a lot of Dutch players are technically gifted but what separates Babel from players like Van Persie, Robben or Van Der Meyde is his ability to play it simple. If he can beat a man by kicking the ball and running past him then he will. If he needs to do a trick to beat him, he will do that as well. That’s undoubtedly something Rafa appreciates because he knows that he can mould him into a professional winger who always plays for the team.
People have also noticed that he doesn’t really cross the ball too often and that’s true, he doesn’t. Instead he chooses to go straight for the goal whenever he has the opportunity, shoot from distance or play through balls to the strikers, an attribute we certainly lack from our wide players. That’s one of the reasons people are comparing him to Henry.
His shooting ability is quite good as well and if we do play him on the wing I fully expect him to score 10+ goals for us because he can both shoot from distance and finish from close range. Due to his style of play, he’s also very likely to be inside the opposition box quite a few times during a game.
PHYSICAL ATTRIBUTES
At 6foot1 he’s quite a big lad and even though he’s not exactly built like Emile Heskey, he’s quite strong physically. He’s also only 20 years old so we can fully expect him to bulk up even more. Rafa is a manager who fully appreciates the physical strength in a player and the difference in Agger’s physical shape between 18 months ago and now is evident. I suspect Babel developing in the same way and gaining even more muscle mass. Babel isn’t really a player who uses his strength to beat his markers but it will enable him to receive the balls better, especially in the English game.
MENTAL ATTRIBUTES
As I’ve mentioned in another post, I saw Babel train 3 times and it seems to be a “happy” player, a lot like Ronaldinho if you will. Always smiling and joking with his team mates. He clearly seems happy when he’s playing football and for a technical players that’s quite essential. Such players rely on inspiration and when he’s fully happy he will play to his potential. From what I’ve seen he looks to be that sort of guy.
Additionally, he looks to be a hard trainer and again no doubt, Rafa knows this. Training with Rafa and Liverpool players will improve Babel a lot and he seems to be willing to learn.
As for his mental state on the pitch, I haven’t seen any indications of problems. He rarely gets yellow carded and is not really a player to answer back to refs or end up in fights with other players. He simply plays the game and is quite silent on the pitch.
POSITIONS
As a lot of people already know, Babel can play either on the wing or as a striker. I will however say that his best position is wide left where he can receive the ball and then cut inside. When being played on the right, he somewhat loses that option because he’s forced to cross the ball instead of beating his markers. On the right once he beats them he has to shoot with his left foot and he’s more dangerous shooting with his right.
He’s also played as a left-back on quite a few occasions and it has improved his positioning and defending a lot. If being played on the wing, due to his strength and good positioning, he’s capable of defending as well, which again is something Rafa appreciates.
When Ajax came to Denmark to play Brondby, my local team, he started the game as a left-back and did well. However once he moved to the wing in the 2nd half he tore Brondby apart. Now, Brondby is not the best team in the world but several big teams like Bayern, Barcelona and even Liverpool have struggled against them in the past, both Bayern and Liverpool losing to them. He absolutely tore them apart beating player after player. In the end he scored a goal as well to give Ajax a 2-2 away draw. He was just 18 at the time.
DEVELOPMENT (Current level and potential)
Babel is ready for our first team right now. Once he passes his medical and puts the red shirt on, he is ready to start games. However, let’s not forget that he’s only 20 and still has a lot to learn. He’s not the finished article yet and he must learn and improve certain things but I think it’s unfair to criticise a player who’s only 20 and yet has played 14 times, scoring 4 goals, for one of the best national teams in the world.
Potentially I’d say he can become world class because he really has it all. Physical strength, technical ability and intelligence. If he develops, and I’m sure he will, we will have one of the best, as well as one of most exciting players in Europe in our team.
New Thierry Henry? Forget that. This is Ryan Babel.
Hljómar spennandi!
Fékk maðurinn scout bókina hans Rafa? En eins og maðurinn sagði, það er auðvelt að skrifa hvað sem er. Kemur ekki í ljós fyrr en hann klæðist rauða búningnum (liverpool) í nokkrum leikjum.
En eins og elli sagði þá hljómar þetta vel.
Set nú spurningamerki við að hollenska deildin sé tæknilega best í Evrópu…
Væri samt fínt að fá þennan pjakk til Liverpool.
Kjartan, hann er að tala um Holland sem upprunaland knattspyrnumanna en ekki hollensku deildina.
Og Bragi, þetta eru valid punktar hjá þér varðandi upphæðirnar og Quaresma.
Hins vegar held ég að munurinn á sumarkaupum Liverpool og hinna liðanna, gangi það eftir sem við erum að tala um hér, er að Liverpool er að styrkja sig á sviðum sem voru hræðilegur veikleiki í fyrra, semsagt vinstri kantur og framherji. Það var nánast pínlegt hvað þessar tvær stöður voru oft slappar í fyrra.
Ég get ekki séð jafn augljósa framför í neinni stöðu hjá Chelsea eða Man U. Ég er enn á því að Man U hafi verið heppið og spilað á næstum því 100% getu allt tímabilið í fyrra og það þarf ansi margt að smella hjá þeim til þess að þeir verði jafn sterkir á þessu tímabili.
Þó það sé upprunalandið!
Þetta virðist bara vera hinn fullkomni leikmaður!!!
líst helv. vel á..
Það má heldur ekki gleymast að við eigum að mínu mati nú þegar einn besta left winger í EPL, Harry Kewell. Veit að það er lítið hægt að treysta á hann en ég er ekki að sjá neinn af þeim mönnum sem bendlaðir hafa verið við Liverpool halda Kewell á bekknum ef hann er heill og í formi.
Ég er bjartsýnn maður og kanski stundum full bjartsýnn en ég held að tími Kewell sé kominn.
ég vill bara koma því að mér finnst fólk vera missa sig svolítið yfir youtube myndböndum af leikmönnum, það er hægt að gera frábært myndband með hvaða leikmanni sem er…. þó svo að hann hafi aðeins gert 6 frábæra hluti á ferlinum er ekkert mál að troða því í myndband og setja á netið. En ég verð að segja að þegar ég sá að Babel væri að koma var ég viss um að simao eða quaresma myndi koma, þetta var einhvernveginn í mínum huga að þetta væri flokkað svona: (annaðhvort Babel eða Benni – og – annaðhvort Simao eða Q) svolítið hissa en alls ekki óánægður, búinn að vera mjög ánægð lítið stúlka með kaupin í sumar. svo finnst mér afar leiðinlegt að sjá menn vera að stimpla leikmenn sem einhverjar steríótýpur einungis vegna uppruna, segjast ekki vilja fá hann því hann væri ekkert nema hryðjuverkamaður en segja hinsvegar að hann sé góður leikmaður er frekar LÁTT finnst mér. En er fólk búið að gleyma að Rafa sagði eftir kaupin á Torres væri aðeins tveir á leiðinni í viðbót?? eða var ég að misskilja hann??
Menn vilja meina að að BBC sé búið að staðfesta Benayoun fyrir 4 millur. Komi á morgun. Finn það samt hvergi þar.
Uppfært: Þetta er víst breaking news á ticker sem gengur á sjónvörpum þeirra með BBC. Ekki komið á vefsíðuna enn.
Villi, þetta er komið inná BBC síðuna og líka í nýja færslu hérna á síðunni. Þannig að við getum haldið áfram að rífast um Yossi þar 🙂