Þá er spurning hvort að Gabriel Heinze slúðrið muni magnast á næstu dögum því að Rauðnefur sjálfur hefur [staðfest](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/m/man_utd/6900545.stm) að Heinze vilji fara:
>”Gaby’s agent has advised us that he wants to move on.
>”I am not too sure about that and we do not have a concrete offer but there is momentum regarding his next move, even if nothing is close right now.”
Þetta verður fróðlegt.
Rafa hefur hins vegar staðfest að hann sé [búinn að missa áhugann á því að fá Mancini til liðsins](http://www.liverpoolecho.co.uk/liverpool-fc/liverpool-fc-news/tm_headline=alessandro-mancini-interest-is-over%26method=full%26objectid=19462472%26siteid=100252-name_page.html). Hann gefur í skyn að Liverpool hafi boðið í Mancini, en verið hafnað og því hafi áhugnn dáið.
—
Já, og metnaður Jerzy Dudek virðist hafa horfið alltíeinu. Hann vildi einsog við vitum fá að reyna sig hjá liði þar sem hann yrði aðalmarkvörður til þess að hann kæmist aftur í pólska landsliðið. Hvernig hann ætlar að gera það nákvæmlega veit ég ekki því í stað þess að vera varmarkvörður fyrir varamarkmann spænska landsliðsins hjá Liverpool þá ætlar hann að vera varamarkvörður fyrir aðalmarkvörð spænska landsliðsins hjá Real Madrid.
En ég vona að honum muni ganga vel þar og við á þessari síðu óskum honum auðvitað alls hins besta.
Við munum aldrei gleyma Istanbúl, Jerzy!
Neita að trúa að Liverpool muni kaupa Heinze. Fyrir utan að vera algerlega useless varnarmaður sem notar hendur og olnboga meir en fætur og heila þá á fyrrum Utd-maður ekki að sjást í Liverpool-treyju.
Slökum nú aðeins á yfirlýsingunum.
Ég verð að viðurkenna að ég hef stórar efasemdir um að Heinze geti styrkt liðið. Ekki af því að hann sé slæmur leikmaður, sem hann er ekki, heldur einmitt vegna þess að hann verður svo óvinsæll hjá stuðningsmönnum liðsins til að byrja með. Hans fyrstu mistök í sínum fyrsta leik fyrir liðið myndu sennilega gera allt vitlaust á meðal óþolinmóðra stuðningsmanna LFC, þannig að ef hann slær ekki í gegn strax gæti þetta orðið nánast ómögulegt. Svona mikil pressa, og/eða andúð í garð leikmanns hlýtur á endanum að hafa áhrif á hann.
Það er bókað mál að Heinze er mun betri varnarmaður og leikmaður en Riise!!! Þar af leiðandi myndi hann styrkja liðið, ekki spurning.
Það er nú einn á YNWA.TV sem segir að Liverpool séu búnir að semja við Heinze og eigi nú bara eftir að semja við United.
Hann er nú frekar virtur þarna og menn virðast taka öllu sem hann segir sem heilögum sannleik, þannig að ég er nokkuð viss um að þetta sé meira en bara slúður.
Ef Heinze kemst í sitt gamla form, sem hann var í áður en hann meiddist þá er hann góð viðbót við liðið.
Finnst persónulega 6,8 milljónir punda vera full mikill peningur fyrir 29 ára mann sem hugsanlega getur náð fyrra formi
Ferguson vill ekki selja hann til Liverpool, sem gerir það ótrúlega ólíklegt að hann muni fara, nema þá að hann kaupi upp samning sinn og semji við liverpool, og þá myndi hann líklega hækka í áliti hjá Liverpool aðdáendum (ég veit að það myndi gerast hjá mér)..
Heinze er góður leikmaður sem myndi styrkja hópinn ekki nokkur spurning. Myndi örugglega passa vel inn í litla suður ameríska hópinn á anfield. Hvort hann hafi spilað fyrir manchester united eða þrótt neskaupstað (með fullri virðingu fyrir þrótti neskaupstað) skiptir mig persónulega ekki nokkru einasta máli og ég trúi ekki að stuðningsmenn lfc séu svo grunnhyggnir að láta það trufla aðlögun leikmannsins , ef hann þá kemur þ.e.a.s.
Verð bara að segja fyrir mitt leiti að ef hann vill fara frá Man U þá er það bara frábært og batnandi mönnum er best að lifa. En varðandi leikmanninn þá er ég mikið til í að fá hann til liðs við okkur og setja smá pressu á Riise þar sem mér fannst hann ekki standa sig í fyrra.
Heinze er líka leikmaður sem getur leyst bæði miðvarðastöðuna sem og vitaskuld vinstri bakvörðinn. Því er yrði sennilega sniðugt að fá hann sem viðbót við hópinn. Að mínu mati vantar eitt cover í viðbót fyrir hafsentinn og einnig leikmann í vinstri bakvörðinn. Aurelio er ekki að finna sig og Riise var alltof óstabíll á síðasta tímabili. Vantar stöðugleika í þessa stöðu og að mínu mati er þetta eins og staðan er í dag veikasti staðan í liðinu.
Sammála ræðumanni númer 7. Mér er alveg sama hvort að hann sé fyrrverandi Man UTD maður. Það væri nú annað ef hann væri innfæddur Mancs karl en maður þarf nú aðeins að slappa af þegar verið er að tala um Argentínskan landsliðsmann sem var svo óheppinn að ganga í þennan skelfilega klúbb.
Það var nú heldur betur farið illa með hann í gær af öðru skotmarki Liverpool…Daniel Alves…
Mig dreymir nú blauta drauma um þann gæja en Heinze er bara á rassinum í þeim.
“Hvort hann hafi spilað fyrir manchester united eða þrótt neskaupstað (með fullri virðingu fyrir þrótti neskaupstað) skiptir mig persónulega ekki nokkru einasta máli og ég trúi ekki að stuðningsmenn lfc séu svo grunnhyggnir að láta það trufla aðlögun leikmannsins , ef hann þá kemur þ.e.a.s.”
Hvað er eiginlega að verða um Liverpool-aðdáendur? Hvað kemur næst? Ætla menn að halda með Utd í Evrópukeppnum? Mér er sama þó ég verði kallaður íhaldsamur (eða eitthvað þaðan af verra), menn ættu aldrei að fara á milli þessara tveggja liða. Punktur.
Að vera stuðningsmaður Liverpool er í mínum huga að fylgjast með og styðja liverpool. Finnst algerlega tilgangslaust að vera að agnúast út í leikmenn annara liða eins og man utd og everton þó svo að einhver rígur sé til staðar í liverpool borg fyrir innfædda liverpool búa. Það snertir mig ekki neitt hérna í Íslandi og ef möguleiki er á að fá ágætan leikmann til klúbbsins þá sé ég eiginlega ekki neinn tilgang í að spá og pirra mig á hvaðan leikmaðurinn kemur. En ég skil svosem að þeir sem eru fæddir og uppaldir í bítlaborginni hafi á því skoðanir.
Og ég verð eiginlega líka að viðurkenna að ef liverpool er dottið út úr evrópukeppni þá held ég yfirleitt með ensku liðunum og þ.m.t. man udt. 😉