Hvað sem maður getur sagt um Mourinho, þá er það allavegana bókað að hann kann að [komast í blöðin](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,2134027,00.html).
Hvað sem maður getur sagt um Mourinho, þá er það allavegana bókað að hann kann að [komast í blöðin](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,,2134027,00.html).
Ef ég horfi á þetta frá hans sjónarmiði þá sé ég nú svo sem ekkert þarna sem ég hefði ekki sagt líka sem stjóri Chel$ki. Þetta er bara mind game hjá honum fyrir tímabilið til að reyna að koma pressunni á önnur lið. Gef þessu svona viku þanngað til Fergie byrjar.
Nú er bara að taka hann á orðinu eins og 2005 þegar hann sagði að 99.9% scousers héldu að þeir væru komnir í úrslit eftir fyrri leikinn á Stamford!!!
Hver man ekki eftir skiltinu í stúkunni eftir leikinn á Anfield
“Guess 99.9% of scousers where right Jose” ; )
Það verður að segjast að ég er (aldrei þessu vant) sammála Mourinho. Enda er það fullkomlega eðlilegt, eftir fjögurra ára stjórn og eyðsluna í sumar, að menn geri þær kröfur til Benítez að hann berjist af hörku um titilinn í vetur. Ef hann vinnur hann ekki þá verður það metið hversu nálægt því hann komst. Ef hann er t.d. í 2.-3. sætinu og innan við fimm stigum frá sigurliðinu myndi ég halda að hann geti byrjað tímabilið 2008/09 bjartsýnn sem stjóri Liverpool. Ef hann er hins vegar enn og aftur 10+ stigum frá meisturunum, eftir alla eyðslu sumarsins, þá er ég ekkert handviss um að hann verði enn við stjórnvölinn eftir ár.
Ekki nema hann sigri aftur í Evrópu. Og þar kemur að þætti José Mourinho, sem hefur tvisvar unnið deildina á þremur tímabilum. Við vitum að Roman Abramovich er metnaðarfullur og það er alveg ljóst í mínum huga að ef Mourinho skilar, annað tímabilið í röð, hvorki ensku Úrvalsdeildinni eða Meistaradeild Evrópu í hús á Stamford Bridge verður hann sennilega líklegri en Rafa til að missa sitt starf næsta sumar.
Pressan er á þeim öllum, það er bara svoleiðis og svoleiðis á það að vera. Martin Jol er undir pressu að sýna árangur eftir sína eyðslu, Wenger þarf að standa undir þeirri ákvörðun að leggja allt sitt traust á ungu strákana og Ferguson þarf – eftir alla eyðsluna í sumar – að landa annað hvort deildinni eða Evrópu. Hann er reyndar sá eini sem ég myndi segja að sé öruggur með starf sitt næsta sumar, en hjá hinum fjórum tel ég ljóst að eitthvað muni þurfa að víkja því ekki komast allir á verðlaunapall í Evrópu eða á Englandi.
Mourinho sagði það best sjálfur: pressan er góð, því hún þýðir að menn eiga séns.
Það er alveg á hreinu að núna þarf Rafa að skila góðu ári í deildinni í hús. Hann hefur fengið allt það “back up” frá stjórninni sem hann hefur beðið um og þeir leikmenn sem hann vill eru komnir (jafnvel koma fleiri). Og ég er sammála KAR um að það er algjörlega óásættanlegt að vera 10+ stigum frá toppsætinu í lokinn.
Hvað varðar aðra stjóra þá tel ég að Mourinho sé undir sömu pressu og Rafa því ef hann fer í gegnum annað tímabil án þess að vinna annað hvort CL eða deildina þá fær hann fast spark frá Roman.
Alex virðist vera einráður í hjá Man U og verður þar eins lengi og honum þóknast (vonandi of lengi). En það er klárt mál að það verður mikil pressa á þeim að skila árangri eftir stórinnkaup sumarsins.
Wenger er líklega sá stjóri sem fer inní tímabilið með minnstu pressuna og ef hann nær góðum árangri í CL, verður í toppbaráttunni í deildinni sem og læðir inn einum bikartitli í hús þá verður þá talið gott afrek. Spurningin er hvort stjörnunar í liðinu sætti sig við að eiga ekki raunhæfa möguleika á titli.
Ég tel að Tottenham gæti vel tekið 4. sætið af Arsenal þetta árið enda eru þeir með gríðarlega spennandi lið. Martin Jol hefur keypt inn undanfarin ár góða leikmenn og lítur liðið mjög vel út á pappírum. Spurningin er hvort að allt smelli saman.
Síðan eru þarna lið eins og Newcastle, West Ham, Everton, Aston Villa og Portsmouth sem eru öll með fínan mannskap og gætu komið á óvart.
Ég sé fátt athugavert við þetta viðtal Mourinho’s. Hann segir að það sé aukin pressa á L’pool. Það er ekkert leyndarmál. Það er ekki eins og Willum Þór og Óli Þórðar landsins hafi ekki sagt eitthvað í svipuðum dúr. Hann hrósar svo hinum liðunum.
Varðandi sjálfa titilbaráttuna held ég að þetta verði á milli Chelsea og Man Utd. Ég veit ekki alveg hvernig Liverpool muni vegna, en ég sé þá fyrir mér enda í þriðja sætinu. Held samt að þeir muni ekki verða 8-20 stigum á eftir tveim efstu í ár, en maður þarf eiginlega að sjá hvernig liðið byrjar tímabilið.
Arsenal tekur fjórða sætið og þetta kemur frá gallhörðum Tottenham-manni. Tottenham hefur einfaldlega ekki nógu sterkt lið til að enda í topp4. Ekki nema Arsenal fari í þvílík meiðslavesen. Miðjan hjá Spurs er til dæmis frekar mikið drasl miðað við til dæmis miðjumenn Liverpool og Chelsea og í raun allra toppliðanna.
Tek algjörlega undir með kommenti Kristjáns Atla. Pressa er góð og við höfum mannskapinn. Við getum ekki sagt núna: “hey! við gátum bara ekki keypt dýrari leikmenn.” Við höfum keypt, og það vel. En hvort sem það verður næsta vor eða 2008-2009 tímabilið, þá hef ég trú á því að Rafa eigi eftir að stýra okkur til ensks meistaratitils í fyrsta skipti síðan … förum ekki nánar út í það!