Liverpool tapaði gegn Porstmouth eftir vítaspyrnukeppni í Asian Trophy í Hong Kong í dag. James varði frá nýju mönnunum Torres og Benayoun og Portsmouth vann því þennan stóra og fallega bikar. Tillykke Hermann og co.
Byrjunarliðið í dag:
Finnan – Hyppia (c) – Agger – Riise
Pennant – Alonso – Sissoko – Kewell
Kuyt – Babel
Bekkurinn: Carson, Martin, Gerrard, Lucas, Carragher, Benayoun, Threlfall, Arbeloa, Voronin, Crouch og Torres.
Fyrir þá sem vilja fá nánari lýsingu á leiknum þá benti ég á þessi komment en ég uppfærði leikinn töluvert oft “live”.
Til að gera langa sögu mjög stutta þá var Liverpool miklu miklu miklu betra í þessum leik en náði bara einfaldlega ekki að skora. Það sást greinilega að það er griðarlega heitt í Hong Kong og mikill raki því þegar á leið leikinn varð tempóið svipað og á HM í Mexíkó 1986 🙂 mjög rólegt og afslappað. Dómarinn stoppaði m.a. leikinn á 70 mín. til að gefa leikmönnum tækifæri á því að drekka vökva.
Heilt yfir var liðið gott. Sprækastir voru þeir Sissoko, Kewell og Finnan. Slakastur var Babel sem aldrei komst í almennilegan takt við leikinn, hvort sem það var sem framherji eða kantmaður.
Næsti leikur liðsins er eftir viku, föstudaginn 3. ágúst gegn Shanghai Shenhua.
Ég horfði á þennan leik og hef bara örfáa punkta:
Í fyrsta lagi langar mig til að óska Portsmouth-mönnum innilega til hamingju með eina titilinn sem þeir munu vinna á þessu tímabili. Ég segi þetta ekki af einhverri tapsárni, enda varla grátvert að tapa æfingaleik í vító, heldur af þeirri staðreynd að ég fékk nettan aulahroll við að horfa á eitt Úrvalsdeildarlið liggja í vörn gegn öðru Úrvalsdeildarliði í 90+ mínútur í dag. Hefði ekki verið nær að prófa að sækja aðeins, svona í þessi sjaldgæfu skipti sem menn fá æfingaleik við lið úr sömu deild?
Í öðru lagi langar mig til að minna fólk á það að dómarar þurfa líka að “spila sig í form”. Ég sagði sjálfum mér þetta aftur og aftur til að forðast óþarfa æsing þegar aðstoðardómari leiksins dæmdi kolruglaða rangstöðu á okkar menn (var það Benayoun eða Kuyt? Man það ekki) þegar svona kortér var eftir af leiknum. Þar var sigurmarkið komið, en tekið af okkur. C’est la vie. 🙂
Í þriðja lagi: HVAÐ ER AÐ ÞESSUM ANDSKOTANS AULUM ÞARNA FRAMMI?!? BÍDDU, VORU BENAYOUN OG TORRES EKKI KEYPTIR TIL AÐ GERA ÞETTA LIÐ AÐ MEISTURUM!?!? SELJA ÞÁ, AULAR SEM BLIKNA UNDIR ÁLAGI, OG REKUM RAFA!!!
Í fjórða lagi: Ef þetta var Fernando Torres eftir aðeins hálftímaleik það sem af er á undirbúningstímabilinu get ég ekki beðið eftir að sjá hann í leikformi. 🙂
Í fimmta lagi: Gefum Babel tíma. Hann er tvítugur, og á meðan við höfum úr öllum þessum framherjum að velja og Harry nokkur Kewell er jafn grimmur og ferskur og hann var í dag höfum við hreinlega efni á því að sýna stráknum smá þolinmæði.
Í síðasta lagi: Er ég sá eini sem raulaði “The Sultans of Swing” þegar Lucas kom inná? 🙂
Kann ekki að “kvóta”
En Kristján.
Það fyrra var væntanlega sagt í einhverju bræði?
Torres á eftir að brillera. Hef enga trú á öðru.
Eeeeeeh, eða í djóki.
Ég efast ekki um að þetta var kaldhæðni hjá Kristjáni 🙂
Annars skil ég ekki þessa dýrkun á Sissoko. Maður leiksins?? Hann kann að tækla en maðurinn getur ekki gefið á mann sem stendur við hliðin á honum. Lágmarkskrafa ef þú ert atvinnumaður á svimandi háum launum er að geta gefið á samherja. Bið ekki um meira.
Svo þurfum við að fara að æfa hraðaupphlaup. Erum alveg skelfilegir í þeim efnum.
Annars gæti mér bara ekki verið meira sama þótt við töpuðum í dag.
Ekki gott upp á sálfræðistigið að láta Portsmouth fagna einhverjum bikar sem augljóslega átti að vera okkar!!! Ekki sáttur…en vonandi er þetta ekki forsmekkurinn að því sem koma skal. Það er… eins og byrjunin á síðustu leiktíð var. Eigum leikina en töpum samt..!
En óþarfi að falla í einhvern fúllyndispytt…algjörlega ótímabært..BROS.
DT hvað meinarðu
“Annars skil ég ekki þessa dýrkun á Sissoko. Maður leiksins?? Hann kann að tækla en maðurinn getur ekki gefið á mann sem stendur við hliðin á honum. Lágmarkskrafa ef þú ert atvinnumaður á svimandi háum launum er að geta gefið á samherja. Bið ekki um meira.”
Þú hefur greinilega ekki horft á sama leik og ég, fyrir utan að vinna óteljandi bolta þá klikkaði varla sending hjá honum!! Klárlega maður leiksins, ekki spurning! Torres, Torres, mikið svakalega er hann góður, 30 mín, átti 3 færi, lagði upp 2 (annað þegar Benayoun var ranglega dæmdur rangstæður), vá verður gaman að sjá hann í formi spila heilan leik!
Sammála DT, ég er á því að Sissoko sé okkar veikasti hlekkur í dag af aðalliðshópnum. Hann hefur þetta allt og gæti orðið góður en eins og þá bara steindrepur maðurinn niður sóknarleik með FÁRÁNLEGUM sendingum.
Að þessu sögðu þá var náttulega alveg típískt að hann væri valinn maður leiksins!! Það breytir skoðun minni ekki fyrir því.
ATH: ég hef oft heyrt um verri veikustu hlekki 😉
Varðandi leikinn í dag þá var þetta ÆFINGALEIKUR og úrslitin skipta ekki öllu, meira horft á frammistöðuna.
Það er nokkuð ljóst fyrir mér að eiginleikar Sissoko nýtast ekki í leikjum þar sem við erum meira með boltann. Það er ekki nóg fyrir frammliggjandi miðjumann, einsog hann spilaði í dag fyrir framan Alonso, að gefa bara á næsta mann. Hann verður að geta skapað eitthvað fyrir leikmennina í kringum sig eða jafnvel tekið uppá því að skora stöku sinnum. Að því sögðu þá er Sissoko gagnslaus í þessari stöðu sem hann er að spila og var ekki góður í dag. Hyppia hefði alveg eins geta verið maður leiksins einsog Sissoko.
Torres nær alltaf að koma sér í færi í þeim leikjum sem ég hef séð. Mörkin eiga eftir að koma á færibandi í vetur frá honum.
Af hverju eru við meira með boltann? M.a. vegna þess að Sissoko vinnur miðjuna!! Þá er það hinna að gera eh af viti við boltann, og mér vitanlega áttum við helling af færum í dag. Talandi um að Sissoko geti ekki verið skapandi, átti hann ekki snilldarsendingu á Pennant sem næstum skapaði mark??
Ekki hefur Liverpoolliðinu enn tekist að skemmta manni í þeim æfingjaleikjum sem eru að baki. Sóknarleikurinn hugmyndasnauður og fyrirsjáanlegur.
Já já, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru æfingaleikir. En það er voða gott fyrir menn (eins og margir sem tjá sig hér) að tína út ljósu punktana til að auka á bjartsýnina en nota svo afsökunina “þetta er bara æfingaleikur” fyrir ALLA dökku punktana. Ef hrósa má liðinu í æfingaleikjum þá má líka blammera liðið, ef ekki þá eru menn bara í Pollýöunnuleik.
Það sem liðið var að sýna í dag var bara nákvæmlega það sama og svo oft á síðustu leiktíð. Liðið sem spilar á móti okkur verst bara vel og á mjög auðvelt með að lesa út sóknarleik liðsins.
Af hverju segja menn að Liverpool hafi verið miklu miklu miklu betra???
Andstæðingunum tókst ætlunarverk sitt en Liverpool ekki. Ekki nema það hafi verið ætlun Rafa að dóla með boltann án þess að skora.
Það skiptir engu hversu mikið þú ert með boltann, heldur hvað þú gerir við boltann þegar þú ert með hann.
Einnig segja menn að úrslitin í æfingaleikjum skipti ekki máli, heldur frammistaðan, ég er þessu sammála. Þess vegna hef ég heldur ekki verið ánægður með liðið í undanförnum leikjum þrátt fyrir sigur. Frammistaðan er búin að vera slök hjá ansi mörgum leikmönnum og einna helst sem liðsheild.
OK OK, þetta á KANNSKI eftir að slípast saman. Ég vill bara sjá árangur í æfingaleikjum til þess að hafa ástæðu til að vera bjartsýnn.
Man.Utd. sýndi frábæra takta með góðum úrslitum á síðasta undibúningstímabili og sýndu það líka í deild að þeir voru klárir þegar slagurinn HÓFST en ekki í október. Man.Utd virðast vera á svipuðu róli þessu undirbúningstímabili og síðast. Þeir nota EKKI BARA undirbúninginn til að prófa alla leikmenn, heldur slípa sitt sterkasta lið saman til að vera klárir ÁÐUR en tímabilið byrjar.
En þið sem viljið fela ykkur á bakvið allar veraldlegar afsakanir fyrir lélegri frammistöðu á undirbúningtímabili megið hafa virkilega góða skemmtun á Pollýönnuleiknum ykkar.
Kær kveðja með von um STÓRbata á leik Liverpoolliðsins (fyrir 11.ágúst)
Ég minni á að í fyrra spiluðum við 5 æfingaleiki:
Wrexham 2-0, Crewe 1-0, Kaiserslautern 2-3, Grasshoppers 0-2 og Mainz 0-5. Það var nú ekki frábær frammistaða en í ár höfum við spilað þessa leiki:
Wrexham 3-2, Crewe 3-0, Auxerre 2-0, South China 3-1 og Portsmouth 0-0. Við eigum ennþá eftir að spila eftirfarandi leiki:
3. ágúst gegn Shanghai Shenhua og 5. ágúst gegn Feyenoord.
Þannig ef það er eitthvað að marka æfingaleiki þá er þetta nú töluvert betra hjá okkur í ár en í fyrra. Ennfremur er þetta ferðalag til Asíu ekki bara mikilvægt fyrir Liverpool sem fyrirtæki heldur einnig fyrir leikmennina að vera saman dag og nótt í svona langan tíma. Menn kynnast vel, gera allt saman og byggir það upp góða stemmingu í hópnum fyrir komandi átök.
Ég sé enga ástæðu fyrir öðru en að vera spenntur fyrir komandi tímabili. Liðið þarf að fá tækifæri til að ná betur saman inná vellinum sem og Rafa að finna út hvaða leikmenn ná best saman. Ef þjálfari er ekki tilbúinn að prufa sig áfram í æfingaleikjum þá gerir hann það aldrei.
Hvað varðar Sissoko þá finnst mér hann hafa ótrúlega sterkur til leiks og hafa bætt mikið að því sem hann hefur einna helst verið gagnrýndur þe. slakar sendingar. Vonandi heldur hann áfram að bæta sig í því.
Einnig gaman að sjá að Kewell virðist vera 100% af öllum meiðslum og þarf bara að fá meiri leikæfingu og aukið sjálfstraust. Þá erum við með einn besta vinstri kantmann í Evrópu í liðinu.
Pennant heldur vonandi áfram sýnum þroska og hefur hann staðið sig vel í þessum æfingaleikjum. Voronin hefur komið okkur öllum á óvart með góðum leikjum og virðist smellpassa inní liðið. Sama verður að segjast um Torres en hann hefur litið vel út í þessar fáu mínútur sem hann hefur spilað. Babel þarf meiri tíma enda ósanngjarnt að líkja t.d. honum og Torres saman í dag þar sem Torres er búinn að vera lykilmaður í sínu liðið næstum síðan hann fermdist. Lucas er óskrifað blað en skv. þeim sem hafa séð til hans kann hann knattspyrnu. Benayoun stóð sig vel með West Ham og sé ég enga ástæðu til annars en að hann geri það einnig með okkur enda klókur leikmaður.
Síðan hafa leikmenn eins og Arbeloa og Mascherano núna verið með liðinu í 6 mánuði og hægt að gera meiri kröfur til þeirra í dag.
Sissoko var að spila fyrir framan Alonso í dag og þ.a.l. átti hann að vera sá sem var að skapa, hann getur það ekki eins og hann er núna. Hann getur ekki þvælt mann, ekki skotið, hefur hann skorað fyrir LFC? Hann tekur oftast kolrangar ákvarðanir með boltann, sáuði td á móti Kínaliðinu þegar hann fékk hann á teigshorninu vinstra megin með Kewell utan á sér og ákvað að hlaupa þess í stað beint á varnarmanninn og missa boltann.
Klassa fighter og defensívur miðjumaður en eins og staðan er í dag eru Alonso, Gerrard, Mascherano og svo Lucas(held ég) mun meiri total leikmenn. Ekki bara góðir í einhverju einu.
ég horfið á þennan leiðilega leik og eftir hann er ég enn á sama máli pennant er bara ekki í liverpool klassa, ég hef ekki oft sé hann líta inní teig áður en hann sendir, og svo þegar þessir nýju menn keyptu liverpool þá vildi ég sjá 3 heimklassa leikmenn en það kom nú bara einn…… ég vill ekki eyða peningum til að eyða þeim en af hverju var yossi keyptur í staðinn fyrir t.d Ribery og babel( sem getur vísu verið mjög góður í framtíðinni hver veit!!) í stað t.d simao (veit að þessir menn eru dýrari en ef rafa gat keypt sem hann vildi þá skil ég ekki hvað er málið)
Svo er það spurnigar merki með rafa þegar við mætum liðum sem eru varnarsinnuð spilaðu þá hraðann sóknarbolta. ekki bíða alltaf eftir að allir séu komnir fyrir aftan miðju.
Ég veit ekki með ykkur en ég held að það verða 8-15 leikir sem enda 0-0 því miður.
veri þið rólegir það er verið að prófa leikmenn t.d pennant var á vinstri kanti o.s.f sissoko fyrir framan alonso ,það er verið að gera ýmislegt með manskapinn ,hef engar áhyggjur, en framherjar verða að skora…..margir nýjir hjá liv og það þarf að slípa menn saman (öðruvísi með m u þeir keiptu ekki eins mikið)rafa er góður stjóri og er ekki búinn að vera lengi þettað er að smella saman, t.d vann ferguson ekkert 4 eða 5 fyrstu árinhjá m u gerrard 1/2 meiddur ,torres ekki alveg heill og fl og fl, en hætta þessum löngu sendingum fram spila boltanum meira þeir geta það alveg og það kemur meira út úr því og eins og aggi benti á þá höfum við ekki tapað leik og KOMA SVO LIVERPOOL
Mæli með þessu
lélegar spyrnur af öllum átti torres að nýta svona lagað
ótrúlegt að ná ekki að skora á móti porsmouth
torres og voronin hefði verið sterk framlína og það hefði kannski skilað eitthverju!!!
en þetta er bara mín skoðun!