Rafa: Torres og Babel þurfa að bæta sig

Liverpool-liðið flaug heim frá Hong Kong í gær og Rafa tjáði sig í kjölfarið við fréttamenn heima í Liverpool. Þar talaði hann meðal annars um Fernando Torres og Ryan Babel:

“I think that they are a little bit behind the others but not too much. [..] Torres can improve, we have two more weeks. The understanding with his team-mates was okay but I’m sure he will improve.

It’s clear that Babel’s played for longer than anyone else, with the European Under-21 Championships. He will need time also, he’s a young player, 20 years old, he’ll need time to settle down.”

Þótt sigur eða tap í æfingaleikjum sé á endanum hálf tilgangslaus niðurstaða er margt sem hægt er að græða á slíkum leikjum. Og eitt sem Rafa hefur “grætt” á Hong Kong mótinu er að sjá greinilega að Babel, sérstaklega, er ekki í sama leikformi og hinir leikmennirnir. Eins og hann segir á þetta sínar ástæður, þetta er jú tvítugur leikmaður frá öðru landi nýkominn til Englands, en hann spilaði líka á U21-mótinu í júní og fékk því minna frí en aðrir.

Torres, hins vegar, upplifði hálfgerða míní-martröð í Asíu. Fyrir utan langt og erfitt ferðalag og steikjandi hita fékk hann ekkert að spila í fyrri leiknum vegna þess að leikheimild var ekki komin. Svo þurfti hann að bíða fram á síðustu stundu með að fá heimild fyrir úrslitaleikinn, og jafnvel þá kom hún of seint og það var undir Harry Redknapp komið að leyfa honum að spila. Redknapp leyfði það og hann hóf leik á bekknum. Þegar hann svo klúðraði vítaspyrnunni sinni í lokin sá maður það á honum að honum var ekki skemmt. Svipurinn á andliti hans var svona þessi klassíski, “af hverju fór ég framúr rúminu í dag?”-svipur.

Rafa á eftir að æfa með liðið í fjóra daga á Melwood í þessari viku áður en þeir fljúga yfir til Hollands (taaaaalsvert styttra flug en til Hong Kong) á fimmtudag og spila í æfingamóti um helgina. Það verður athyglisvert að sjá hvort það verða einhver batamerki á ferskleika og formi Torres og Babel í þeim leikjum. Fyrir Hong Kong-ferðina hefði ég talið Torres vera nánast öruggan með sæti í byrjunarliðinu gegn Aston Villa þann 11. ágúst næstkomandi, en ef hann virkar jafn þreyttur/kraftlaus um næstu helgi og hann gerði á föstudag held ég að hann gæti lent í því að byrja á bekknum í fyrsta leik.

3 Comments

  1. Ég verð nú bara að leyfa mér að vera ósammála með Torres.

    Þegar boltinn hrökk til hans í jaðri teigsins á móti P´mouth og hann fór fram hjá Distin svo auðveldlega að annað eins hefur ekki sést en skaut því miður yfir. Ef maðurinn er ekki í formi og getur samt sýnt þessa snerpu og kraft, hvernig er hann þá í formi?

    Á móti Bremen kom hann sér í 2-3 færi, á móti P´mouth 2-3 færi. Hann er bara búinn að vera óheppinn.

    Ég verð mjög ósáttur ef hann er ekki í liðinu í fyrsta leik þar sem þetta er leikmaður sem getur allt í einu búið til galdra ekki síður en að leggja upp fyrir samherja.

  2. Mér finnst hann eigi að byrja sama hvað. Hann ÞARF að vera framherji númer 1 sem alltaf byrjar, ef hann byrjar á bekknum og liðið vinnur verður hann kannski bara áfram á bekknum…. sem er ágætt þann daginn en til langíma gengur það ekki. Hann á að vera framherji númer 1 sem byrjar alla leiki og skorar mörk (sem hann mun gera með þessari áætlun)

  3. Hann (Torres) á klárlega að byrja inná í fyrsta leik, það á að láta hann vita að hann sé framherji númer eitt og mér fannst hann sýna meira í síðasta leik heldur en Kuyt sem á þó að vera í betra formi.

Hver er besti stjórinn?

Sorensen ekki með gegn L’pool + Parry talar