Sorensen ekki með gegn L’pool + Parry talar

Thomas Sorensen, aðalmarkvörður Aston Villa, meiddist í æfingaleik um helgina. Hann verður frá keppni í 3-4 vikur og missir því af opnunarleiknum gegn Liverpool. Sem eru góðar fréttir fyrir okkur.

Svo tjáir Rick Parry sig í dag um leikmannakaup Liverpool og segir, einfaldlega: “Við erum ekki hættir.” Ætli hann sé að vísa í Heinze?

6 Comments

  1. Líst ágætlega á þetta…..Rauða röndin er þó ekki alveg að heilla mig. Væri flottari án hennar en skil þó það viðhorf að vilja hafa rauða litinn inni, væri kannski of líkur Real Madrid búningnum án randarinnar.

  2. Merkilegt hvernig þeim dettur í hug að hafa Riise alltaf sem módel fyrir allar auglýsingar á búningum……þetta er kannski það sem Atli er að tala um, slæm markaðssetning.

  3. Þessi búningur er bara að koma helv.. vel út.
    Systir mín var svo yndæl að kaupa hann fyrir mig í Tælandi í Júní.
    Mjög þunnt efni í honum Systa ekki alveg með stærðina á hreinu 🙂
    (nú er bara að léttast um nokkur kíló svo maður líti ekki út eins og “vakúmpakkað bjúga” í honum)

Rafa: Torres og Babel þurfa að bæta sig

Nýjar áherslur í markaðsmálum Liverpool