Jæja, næstsíðasta æfingaleik sumarsins er lokið og sá síðasti fer fram á sunnudaginn. Þar sem nú er Verslunarmannahelgi er ekki víst að við Bloggararnir náum að uppfæra mikið yfir helgina og svo gæti farið að við náum ekkert að fylgjast með leiknum á sunnudag heldur. Þannig að ég lýsi hér með svona óopinberlega yfir helgarfríi á Liverpool Blogginu. Þið sem eruð við tölvu yfir helgina getið séð um uppfærslur í ummælunum fyrir okkur. Eftir helgi er svo von á miklu hér á blogginu, enda fer þá í hönd niðurtalningin niður í fyrstu leiki tímabilsins. Þá höfum við ekki sagt okkar síðasta í umræðunni um verðlagningu 365 miðla á Sýn 2 og enska boltanum. Þannig að það er margs að vænta … eftir helgina.
Góða helgi! 😉
hafi þið verulga góða helgi!!! tökum heppnina úr umferð.hvað meina þeir hjá umferðaráði og vís .Á að setja óheppnina í staðin
hey! klukkan hvað er leikurinn við feyernoord??
Sma umraeda vardandi thessi treyjumal!!!
Eg er nu staddur ut i Bulgariu i sumarfrii og thar er haegt ad fa LIVERPOOL treyjur siderma og stutterma merktar Torres og omerktar, rauda litinn og svarta!!!!!
ad visu eru thaer falsadar! en tharf madur ad kaupa ser svoleidis til ad fa treyju????
(ps. eg mun samt aldrei detta that i hug ad kaupa mer falsada treyju med LIVERPOOL)
Roberto – um hvað ertu að tala?
Þetta kannski á ekki við hér en er einhver með sportpakkann á fjölvarpinu? Ég var bara að pæla í hvort þessi rás sem Liverpool og Arsenal deila sé ekki með neinni dagskrá, það er alltaf bara svartur skjár hjá mér en það er alltaf eitthvað í gangi á ChelseaTV og MUTV, skrýtið mál en varðandi treyjurnar þá eiga sannir púllarar auðvitað að styðja við klúbbinn og kaupa ekta treyjur, ekki eitthvað feik drasl.
Ég var nú Búlgaríu fyrir ári síðan og komst yfur ekta ómerkta Liverpooltreyju á götumarkaði…
Annars…
Hafiði það gott um helgina Liverpool menn!
Hægt að panta síðerma treyju frá JJB Sports.
Annars er alltaf hægt að panta frá Official.
off topic: Það er talið að John Terry verði frá í 4 vikur og verði þ.a.l. ekki með gegn Liverpool 19. ágúst á Anfield
Veit einhver hvort þessi leikur sé sýndur einhversstaðar
Hann er sýndur á Sky Sports 1. Það eru 35 mín búnar, leikurinn hefur verið frekar daufur, en þó átti Kuyt gott sláarskot (sem fór inn sennilega).
Annars bíður maður bara eftir að sjá Torres koma inná, og vonandi spila saman með Kátaranum.
p.s ég er að drekka Pimms.
Ég er líka að drekka Pimms.
Maður fær það ekki á Players
Já það er mikið rétt hjá þér. Pimms er drykkur sem maður fær nánast bara á vel völdum stöðum, mikill sumardrykkur og frábær í sólinni.
Skál fyrir því Óli. Þú ert greinilega mjög fínn náungi.
Skál sömuleiðis Guðmundur. Þú ert klárlega líka fínn náungi.
Pimms er eins ómissandi í svona sól og stelpan í lestinni sem gleymdi að fara í brjóstahaldarann (and vice versa)
P.S. Feyenoord voru að setjann … það var eini gaurinn í liðinu þeirra sem kann ekki að borða með hnífapörum sem skoraði
Voðalega eru Liverpool-menn slappir. Lítið í gangi í spilinum. Eins er færslan á liðinu fram og til baka á liðinu ekki nógu góð, skapar alltof mikið pláss fyrir Hollendingana til að spila á. Þessi miðja með Gerrard og Alonso er ekki að virka fyrir mig, vantar einhver ruslakarl þarna, e.g. Masherano eða Sissoko.
P.s. Hver er þessi Pimms drykkur?
1:1 Gerrard eftir góðan undirbúning Babel á 71. mínútu
http://www2.anyoneforpimms.com/Gateway/?Lang=en-gb&BrandId=SO&RefUrl=http%3a%2f%2fwww2.anyoneforpimms.com%2fTemplates%2fStandardContentTemplate.aspx%3fNRMODE%3dPublished%26NRNODEGUID%3d%257b8A0A0143-E18D-41BC-959D-144B50D6DBB2%257d%26NRORIGINALURL%3d%252f%26NRCACHEHINT%3dGuest
Pimms er jafn mikilvægur á góðum sumardegi og skattur.is er þessa dagana
52 mínútur búnar af leiknum í kvöld og ljóst að okkar menn valda vonbrigðum. Það sem verra er – það er ekkert sem bendir til breytinga hjá Liverpool. Við verðum í baráttunni um meistarageildarsæti en munum ekki eiga séns í meistaratitilinn. Leikurinn í kvöld var nákvæmlega eins og flestir leikir okkar á útivelli síðastas vetur. Við vorum miklu meira með boltann, áttum fleiri skottilraunir en fá eða engin dauðafæri. Sóknaraðgerðir okkar voru hægar og fyrirsjáanlegar. Varnarmistök – og við töpum!
Ég held að þetta snúist ekkert um hvaða leikmenn við fáum til liðsins. Þetta snýst fyrst og fremst um hvernig við spilum og einnig um hugarfarið. Það er engin ákefð í liðinu, leikmenn eru ALDREI teknir á, ekkert einstaklingsframtak sem brýtur upp leikinn. Auðvitað er undantekningin alltaf sú sama – Gerrard. En ef hann á ekki topp leik getum við ekkert sóknarlega. A.m.k. ekki á útivöllum. Þannig var leikurinn í kvöld
Mark Feyenord kemur með hraðri sókn, Riise heldur ekki línu heldur bakkar að kantmanni Feyenord og leikur hann réttstæðann. Hann hleypur upp og setur hann í nærstöngina, boltinn fer á fjær þar kemur Drenthe á fleygiferð og setur hann í tómt markið. Fáránleg mistök hjá Riise. Varnarlega hefur hann verið veiki hlekkurinn í vörn okkar. Markið kom í lok fyrri hálfleiks.
Í seinni hálfleik vorum við með boltann örugglega svona 70% en sköpuðum ekkert og það virtist auðvelt fyrir Feyenord að verjast. (Þetta er skrifað eftir 70 mínútur og ég veit að ég þarf ekki að breyta þessu!!!)
Ég er búinn að sjá nánast alla leikina í sumar þetta var leikurinn sem ég taldi að myndi gefa hugmynd um hvar liðið stæði. Því miður eru engar framfarir. Við erum á nákvæmlega sama stað og í úrslitaleiknum á móti AC. Erum góðir í að halda bolta og erum ‘betra’ liðið á vellinum… en við töpum nú samt.
Gerrard var að jafna!!! Hver annar? Samt stendur allt sem ég er búinn að skrifa. Miðað við leikinn í kvöld er ég ekki bjartsýnn fyrir tímabilið. Við verðum í 3ja sæti í maí ca. tuttugu stigum á eftir meisturunum.
ps. AF hverju í ósköpunum settum við ekki þesar 11,5 milljónir punda í Drenthe hjá Feyenord í sta Babel??? Það er framtíðar maður á kantinum. Babel er ekki kantmaður – a.m.k. ekki enn.
-Palli
Rafa segir þetta á official:
“Yes, normally he will play more games in the middle,” said Benitez. “He enjoys playing there and I think he will play a lot more games there this season.”
Gott mál finnst mér og vonandi að þetta kveiki í liðinu. Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann setur liðið upp. Með 4-5 miðjumenn og sennilega 1 frammi.
Ég ert svolítið sammála Palla með sóknaraðgerðir Liverpool…. en er að vona að þetta batni nú í vetur…
Drenthe hvað, það er nú ekki eins og hann sé einhver snilingur, ömurleg týpa.
52 mínútur búnar af síðasta æfingaleik, viku fyrir fyrstu umferð.
Til hamingju Palli, ég held ég hafi aldrei séð neinn jafn fljótan að afskrifa liðið sitt. Aldrei. Þetta hlýtur að vera einhvers konar met.
Það eru bara ótrúleg vonbrigði að sjá liðið vera að leggja upp leik sinn með nákvæmlega sama hætti og undanfarin ár. Ég stóð í þeirri trú leikskipulag Rafa væri svona varnarsinnað og varfærið vegna þess að hann hefði ekki mannskap í annað. En nú er sú afsökun einfaldlega ekki fyrir hendi. Horfðir þú á leikinn Kristján Atli?
Ég vona svo sannarlega að þetta sé ekki ávísun á leiktímabilið, en æfingaleikirnir hafa ekki gefið mér tilefni til að ætla að Liverpool blandi sér í titilbaráttuna.
Nei Palli, ég sá ekki leikinn í dag og það getur vel verið að hann hafi verið hrútleiðinlegur af hálfu okkar manna. En þú hefur greinilega aldrei spilað knattspyrnu, því þá myndir þú vita að æfingaleikir eru ekki beint marktækir hvað svona hluti varðar. Til að mynda hefur liðið sennilega æft fyrr um daginn og svo leikið um kvöldið, auk þess sem Rafa notar tækifærið í þýðingarlausu leikjum sumarsins (eins og aðrir stjórar) til að prófa hluti. Notaði hann t.d. ekki Torres á kantinum í heilt kortér í kvöld? Ef þú bætir við þetta þeirri staðreynd að það var tekið löglegt mark af okkar mönnum, við vorum að spila á útivelli gegn góðu liði sem – miðað við það sem ég hef lesið – barðist grimmilega fyrir sigri og að í æfingaleikjum hugsa menn fyrst og fremst um að meiðast ekki, þá skil ég ekki alveg hvers vegna þú ert svona svekktur.
Ég veit ekki um neinn sem ég þekki persónulega sem horfir á æfingaleiki til að láta skemmta sér í 90 mínútur. Né síður af því að það sé spurning um líf og dauða hvort sigur náist. Ég horfi sjálfur á þá af forvitni, til að geta metið hvernig menn koma undan sumrinu og sjá hvað Rafa er að spá með ýmsum tilraunum. Auk þess sem maður er alltaf forvitinn að sjá nýja leikmenn stíga sín fyrstu skref. En ég hef aldrei og mun aldrei kvarta yfir slappri spilamennsku Liverpool í æfingaleik, þegar það eru ekki þeir leikir sem gilda heldur leikjahrinan sem hefst eftir sex daga. Það er hún sem gildir.
Andaðu rólega í sex daga. Horfðu svo á fótboltaleik. Svo skulum við tala saman.
OK þannig að þú ert að æsa þig yfir kommenti um leik sem þú sást ekki – en baðst sérstaklega um í upphafsfærslunni að lesendur síðunnar myndu skrifa um. Ekki ætla ég að fara að metast við þig um hvort ég hafi meira eða minna vit á fótbolta en þú. Ég veit nú samt hvað ég sá í kvöld. Þetta var vissulega æfingaleikur og ég tek alveg mátulega mikið mark á honum. Hins vegar voru okkar menn ekki þarna í neinum rólegheitum – ég hef reyndar ekki lengi séð þá jafn æsta og í þessum leik. Gerrard var heppinn að fá ekki rautt í lokin. Þannig að ég held að þeim hafi nú ekki verið alveg sama. Ég er alveg sammála þér um að þegar maður horfir á æfingaleiki er maður spenntur að sjá nýja leikmenn og hvað liðið er prófa sig áfram með. Það sem ég var svekktur með í kvöld er nákvæmlega það sem ég sagði í fyrstu færslunni minni; liðið var ekki að gera neitt nýtt. Það var fyrirsjánlegt í öllum sóknaraðgerðum, kantmenn komust nánast ekkert aftur fyrir bakverði, sóknarmenn fengu ekkert dauðafæri o.s.frv.
Og þess vegna er ég svekktur og sé ekki að liðið sé að taka þeim framförum sem þarf. Ég horfði einnig á ManU og Chelsea í dag og það er einfaldlega mikill munur á karakter þessara liða. Það einkennir þau lið miklu meiri ákefð.
Ég bendi líka á að Gary Mac og Trevor Francis gerðu upp leikinn á Sky Sport og voru einmitt að tala um það sem vonbrigði að Liverpool hefði verið að leika eins og á útivelli í deildinni síðustu ár og það væri það sem liðið yrði að bæta.
Ég er ekki að æsa mig. Ég er bara að svara þér. Ég má það, er það ekki?
Flott að þú ert rólegur – við erum það þá báðir.