Jæja, ég var að koma heim. Ætla að horfa á þáttinn á RÚV+ og tjái mig um hann á eftir.
Á meðan getiði tjáð ykkur um þetta við þessa færslu. Ég mun svo uppfæra þetta seinna í kvöld.
—
Jæja, ég er búinn að horfa á þetta. Ætli sé ekki best að koma bara með nokkra punkta.
* Ég er auðvitað mjög ánægður með að hafa fengið að koma okkar málstað á framfæri. Fyrir það þakka ég Helga Seljan og Kastljósfólki.
* Ég var ákveðinn í því fyrir þáttinn að taka því rólega, koma fram þeim punktum sem ég vildi koma fram, vera kurteis og málefnalegur. Ég tel mig hafa staðið við það.
* Ég vissi hreinlega ekki hvað ég átti að segja við þessari flugmiðapælingu. Ég trúði því varla að maðurinn væri að bera saman kaup á flugmiðum (sem eru takmörkuð gæði þar sem það eru takmörkuð sæti í flugvél) og sjónvarpsáskriftir (þar sem breytilegur kostnaður er gríðarlega lítill). Þetta var svo mikil þvæla að ég fraus aðeins þegar að koma að andsvari. Einnig kom Helgi með aðra spurningu áður en ég gat svarað. (uppfært: Kristinn svarar þessu [snilldarlega](http://www.kop.is/gamalt/2007/08/08/20.16.41/#comment-18404))
* Pétur hélt því fram fyrir og eftir viðtalið (sem og í viðtalinu) að ég tilheyrði einhvers konar minnihlutahópi. Miðað við skrif á þessari síðu þá geri ég ráð fyrir að sá hópur sé annaðhvort: 1 Fólk sem les og skrifar um fótbolta á netinu, 2 Mjög heitir aðdáendur enskra liða eða 3 Ungur fótboltaaðdáandi. Í viðtalinu sagði hann að hinn hefðbundni kaupandi hefði ekki áhuga á “tæknilegum atriðum”. Ég átta mig ekki enn á þessum pælingum. Einnig ég get ekki séð hvaða rök hann getur haft fyrir því að lesendur þessarar síðu séu ekki akkúrat þverskurður af þeim hópi sem er líklegur til að kaupa áskrift að enskum fótbolta. Allavegana gaf hann í skyn að flestir væru bara mjög sáttir við allt í kringum Sýn 2.
* Ég borgaði 2.341 fyrir Skjá Sport eftir að vsk-urinn lækkaði. Það var ómaklegt hjá Pétri að gefa það í skyn að ég væri að skálda þær tölur. Verðið var áður 2.495 en lækkaði eftir vsk lækkunina. (Uppfært: Nokkrir hafa í kommentum við þessa færslu staðfest það að þeir hafi líka borgað 2.341 fyrir mánuðinn)) Eini sanngjarni samanburðurinn er að bera saman eitt tímabil af enska boltanum á Skjá Sport og eitt tímabil af enska boltanum á Sýn 2. Verðmunurinn á því er 114%. Ég stend 100% við allar tölur, sem ég kom með í þættinum og ég tel samanburð minn hafa verið mjög sanngjarnan.
* 11 mínútur eru lygilega fljótar að líða í sjónvarpi. Ég var vissulega með alla þá punkta, sem menn bentu á fyrir viðtalið, en ég bara kom þeim ekki að. Því var ekkert talað um landsbyggðina, HD útsendingar og fleira sem menn minntust á. Ég hefði svo sem getað rætt um þetta miklu lengur. Einnig gat ég ekki komið að könnuninni okkar varðandi hvaða verð menn væru að borga.
* Miðað við sum komment Péturs þá virðast þeir hjá 365 hafa takmarkað álit á þeim sem skrifa og pæla í fótbolta á netinu. Oftar en einu sinni í umræðum okkar fyrir og eftir viðtalið var vitnað í “spjallborðsumræður” og fannst mér gefið í skyn að þær féllu allar undir sama hatt.
Já, það er fullt af vitleysingum sem eru að tjá sig á “spjallborðum” á netinu, en á þessu Liverpool bloggi eru það að mestu fullorðnir einstaklingar, margir hverjir vel menntaðir og í góðum störfum, sem tjá sig af þekkingu og ástríðu um fótbolta. Ég held að sumir hjá 365 geri sér ekki grein fyrir því og afskrifi því sjálfkrafa flest skrif á spjallborðum og bloggsíðum sem skrif einhverja atvinnulausa vitleysinga, sem að geri ekkert nema að nöldra á netinu allan daginn.
* Við Pétur héldum áfram að ræða þessi mál alveg útá bílastæði.
* Pétur hélt því fram eftir viðtalið að verðskrá-auglýsingin flókna (þessi með Ronaldo) yrði tekin úr umferð (skv. honum er það m.a. vegna kvartanna okkar). Ég sagði honum að ég hefði nálgast skrána á syn.is fyrr í dag, en hann sagði að það væru mistök að hún væri þar enn.
* En eftir allt er ég stoltur af þessu. Ég er búinn að horfa á þetta og mér fannst ég koma ágætlega út. Er strax búinn að fá sms þar sem ég fékk að vita að allavegana einn maður sá mig sem kjör tengdason eftir viðtalið þannig að eitthvað hlýt ég að hafa gert rétt. 🙂
Við hérna á Liverpool blogginu munum auðvitað halda áfram að fylgja þessu máli eftir.
Ég þakka svo hlý orð í minn garð í kommentum og tölvupóstum.
p.s. ef það einhver hefur tök á að koma þessu viðtali yfir á eitthvað gott tölvutækt geymsluform (þar sem að ég held að þessu verði eytt á endanum útaf ruv.is), þá væri ég mjög þakklátur. Sérstaklega ef þetta yrði í sæmilegum gæðum. Ég átti aldrei afrit af [síðasta sjónvarpsviðtali mínu](http://www.eoe.is/gamalt/2005/07/11/19.18.41/) og hefði því viljað eiga þetta.
Sæll,
Þú stóðst þig vel og eins og vanalega komu sömu rökin frá þeim 365 mönnum og alltaf. Benda á jaðarhópana og tönglast endalaust á jaðarhópum.
Hvernig var það annars lofuðu þeir ekki betri gæðum og að vera með útsendingar í HD?? Hefur eitthvað verið minnst á það í þessari umræðu þegar þeir tala um að þeir ætli að gera þetta miklu betur en Skjásport gerði??
kv
Sigurgeir
Pétur sagði rétt að neytendur eru ekki fífl, en mikið rosalega kemur það í ljós í þessu viðtali og öllu öðru sem 365 hefur komið fram með varðandi Sýn2 að þau koma fram við neytendur eins og þau séu fífl. Mun ekki kaupa áskrift á neinu hjá þeim. Fyrr í sumar keypti ég netið hjá Og1 til þess að fá viðbótarafslátt, þegar ég svo í ágúst var að fara að kanna afsláttinn þá var mér tjáð að hann væri ekki i gildi lengur ( eina ástæðan fyrir að ég fór í Og1 ) ég er að spá í að flytja migýfir í símann.
jæja þú talaðir vel fyrir stórum hópi óánægrðra fótboltaáhugamanna…
þessi sköllótti gaur var bara að skíta á sig með einhverju bulli um verðlækkanir… arg hvað maður getur orðið pirraður út í svona menn….
góð framkoma…
ég var við það að fara að versla mér Sýn2… en eftir þessa framkomu Péturs get ég ekki hugsað mér það…
hann var eins og leiðinlegur stjórnmálamaður að verja vonlausann málstað…
Einar þú stóðst þig FRÁBÆRLEGA og ég tek undir með Árna að eftir þetta viðtal hef ég ákveðið að kaupa mér ekki áskrift að Sýn2. Pétur tönglaðist á sömu tuggunni um jaðarhópa. Hann er vanur fjölmiðlamaður og tókst því miður að tefja tímann of mikið með dæmisögu um Icelandair o.fl..
p.s. rosalega er tónninn í Pétri vælinn og leiðinlegur.
Það er eitt sem þú hefðir mátt koma með (þú ert ábyggilega sammála eftir að hafa horft á þetta). Það er að spyrja um hluti eins og færri hliðarrásir á landsbyggðinni, kostnað við að fá HD etc. sem hann hefði hikstað á.
Þetta var flott hjá þér Einar, eftir að horfa á þetta er ég harðákveðinn að sleppa enska boltanum í ár. Konunnar til mikillar ánægju 🙁
Sjáumst á Players!!!!
Vil bara hrósa þér Einar fyrir að reyna að rökræða við Pétur…
Hef séð hann á öðrum vettvangi að slá fram sömu frösum og hann gerði í kvöld, og eru þeir langt frá því að vera gera sig.
Það er með eindæmum fráleitt að halda því fram að coca cola deildin sé jafn vinsæl og toppleikirnir í Ítalska boltanum.
Þeir koma illa fyrir frá sýn og maður verður bara pirraður að þurfa að hlusta á málflutning þeirra um afsláttarleiðir og hvað maður miklu betri þjónustu hjá þeim. Alveg á hreinu að maður vill ekki eiga viðskipti við svona pappírspésa.
http://dagskra.ruv.is/streaming/news/?file=4301878
Ég trúi ekki að Pétur trúi bullinu í sjálfum sér. Hann hlýtur að fara heim til sín á kvöldin og skammast sín!
….”neytendur eru ekki fífl” sagði Pétur. Það er rétt. Eftir svona bjánaskap hjá honum þá er ég hættur við að kaupa Sýn 2. Ætlaði að kaupa þetta í kvöld en er hættur við. Takk Pétur fyrir að hjálpa mér að gera upp hug minn. Einar þú stóðst þig mjög vel og átt svo sannarlega hrós skilið
Hahahahah þegar hann er að bera fyrstu deildina við ítalska boltann, þvílíkur fáviti.
Er búinn að borga ágúst en ætla að leggja leið mína með afruglarann til 365 og skila takk. Eru fleiri með?? Það þýðir ekkert annað en að sýna þetta í verki og láta þá blæða fyrir, ekki okkur!!
Var að klára að horfa á þetta á netinu. Stóðst þig vel Einar og okkur til sóma.
Þetta er til háborinnar skammar hvernig 365 menn ætla að koma sér undan að svara fyrir þessar verðhækkanir og það er alveg klárt mál að það mun ekkert breytast fyrr en við, neytendur, segjum NEI. Stöndum saman og förum á pubbinn. Síðan má nota upphæðina sem sparast til að skella sér á Anfield.
p.s annars erum við bara einfaldar neytendahórur
takk og bless
Er málið ekki bara að safnast saman til að skila afruglurum (gera þetta áhrifameira), ég myndi m.a.s. koma og taka þátt í þeim gjörningi þótt ég hafi engu að skila eða segja upp. Hvenær???
Ég horfði á þetta … og það er langt síðan ég hef steytt hnefa í átt að sjónvarpinu, en það gerðist í kvöld. Upphaflega hafði Helgi Seljan samband við mig og bað mig um að koma í Kastljós, þar sem ég skrifaði pistilinn sem við birtum í gær, en ég komst ekki þar sem ég er staddur úti á landi og benti því eðlilega á enn hæfari mann til starfsins.
Þegar menn eru í viðtali er viðgengin venja að leyfa andmælandanum að ljúka máli sínu áður en maður svarar. Þegar þú brýtur þá reglu ertu “fair game”, ef svo má segja. Þegar Pétur var nýbúinn að tala í tvær mínútur og greip svo frammí fyrir Einari þegar hann ætlaði að svara varð ég frekar vondur. Einar var það kurteis að hann lét manninn frekjast áfram, það hefði ég ekki gert. Ég er hins vegar ekki viss hvort það er betra eða verra að Einar skuli hafa verið þarna í minn stað. Ég hefði kannski látið manninn fá það meira óþvegið en Einar gerði en ég hefði sennilega líka gengið of langt. Kurteisi og einbeittur fókus á tölfræðina sem lýgur aldrei er það besta sem menn geta gert í svona viðtölum, og þar stóð Einar sig með prýði.
Við vildum fá að mæta þessum mönnum, það gerðist í kvöld. Við þökkum Helga Seljan og Kastljósi fyrir okkur og vonum að Einar Örn hafi náð að vekja fólk til umhugsunar um að það er verið að okra allsvakalega á því.
Besta setning kvöldsins var þegar Pétur reyndi að reikna það út í beinni að Sýn2 væri í raun 10% ódýrari en SkjárSport og Einar svaraði um hæl: “Já en til að fá þann afslátt þarf maður að borga tólf þúsund kall!” Ekki alveg orðrétt hjá mér, en það var snilldarpunktur og skaut Pétur alveg í kaf.
Staðreyndirnar tala sínu máli. Einar, þú stóðst þig vel.
Alveg sammála Kristjáni Atla hér. Það er erftitt að halda aftur af sér þegar sá sem maður ræðir við er endalaust að snúa útúr og grípa frammí. Þá er mjög auðvelt að detta niður á sama plan. Einar gerði mjög vel, hann var rólegur og yfirvegaður í þessu viðtali og okkur fótbolta-unnendum til sóma.
Svo bíður maður bara eftir nýjustu fargjaldatilboðunum frá flugfélögunum í haust:
“Flug til Osló á 80.000 en ef þú kaupir flug til Halifax og Helsinki líka þá færðu Oslóar flugið á 50.000.”
Já en mig vantar bara að komast til Osló ?? Sorry, við gerðum könnun og komumst að því að þeir sem fljúga til Osló vilja líka fara til Helsinki og neytendur eru sko enginn fífl kallinn minn þannig að borga borga !!
já mikið endemis bull var þetta hjá Pétri.Heldur maðurinn að allir séu heimskir og geti ekki lesið úr tolum.Nei ekki láta þessa kalla vaða yfir sig.Kaupa ekki áskrift hjá 365 miðlum. Einar þú stóðst þig vel.
vel gert hjá þér einar, það er ekki hægt að kaupa áskrift af svona óþokkum, sjáumst á players!…
það er bara bull að Sýn2 getur verið 10% ódýrara en Skjársport, ódýrasta verðið á Sýn2 er 3073 krónur á mánuði (M12+Stöð2+Sýn+fjölvarp+Sýn2=12.950 kr)!!!
vek athygli á því að vegna EM klárast deildin 11. maí, sem þýðir 3 mánuðir af engum beinum útsendingum frá Premier League næsta sumar….. og reikniði nú hvað menn borga fyrir OldBoys fótboltann yfir sumartímann:)
Ég er enn að hlæja að því þegar hann fór að tala um flugmiðana. Nei, í alvöru, þetta var alveg sprenghlægilegt. Fyndnast var samt þegar hann hélt því fram að fólk vildi frekar sjá Dean Windass í stað leikmanna eins og Kaka og Totti.
áfram Pétur Pétursson.
Var að setja inn pælingarnar mínar. Varðandi þetta komment:
Nonni, deildin kláraðist 12.maí í ár þannig að þetta 3 mánaða frí hefur ekkert með EM að gera. Deildin er alltaf 9 mánuðir.
Og Maggi, ég ætlaði að koma með samanburð á einhverjum leikmönnum en mér bara datt ekki í hug neinn leikmaður í ensku fyrstu deildinni. Dean Windass hefði verið gott nafn. Ég bar líka saman liðin í deildunum, en veit ekki hvort það heyrðist. Nefndi Milan og Juve gegn Hull og Norwich (að mig minnir).
365 eða hvað sem þeir heita eru rugludallar enda allir morijar
Það er mjög auðvelt að vera vitur eftirá og benda á margt sem betur hefði mátt fara. T.d. hefði verið flott að grípa “viðskiptavinir eru ekki fífl” á lofti og benda á að fjölmargir, alls enginn jaðarhópur, upplifði sig þannig að 365 áliti þá fífl. Svör frá starfsfólki 365 hafa hingað til verið misvísandi og þjónustan almennt slæm. Í beinu framhaldi skora á 365 að sýna það í verki að þessi hópur er ekki fífl og koma til móts við þennan hóp.
“365 er að selja ýmsar vörur og góðir sölumenn vita að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Komið til móts við okkur!”
Mér sýnist aðal lærdómurinn af þessum rökræðum að vera búinn að ákveða lokaorðin fyrirfram. Hafa skrifaða hjá sér flotta og grípandi setningu. Fólk man oft best eftir svoleiðis lokaorðum.
Mér fannst þú standa þig vel. Það er mjög erfitt að taka þátt í svona stuttum og snaggaralegum rökræðum þar sem þú ert nýliðinn á móti reynsluboltanum. Í því ljósi varstu frábær!!!
Kv
Gummi
Já, ég náði ekki að fylgja eftir kommentinu um að módel 365 væri úrelt. Það sem ég á við er að það er að mínu mati úreld hugsun að reyna að pakka saman alls konar sjónvarpsefni í einn risapakka.
Ég skrifaði um þetta fyrir rúmu ári og er enn á sömu skoðun. Ástæðan fyrir því að ég kaupi ekki Stöð 2 er að ég hef bara áhuga á einum eða tveim þáttum á þeirri stöð og er ekki tilbúinn að kaupa einhvern risapakka utan um þá þætti.
Sama má segja um Sýn. Margir sem kaupa hana hafa bara áhuga á Meistaradeildinni og því fáránlegt að þeir þurfi að borga líka fyrir NBA, NFL, fitness, póker og fleira.
eftir þetta viðtal sannfærðist ég um að taka ekki sýn 2, sjáumst á pöbbnum
Þú stóðst þig alveg rosalega vel Einar, varst kurteis og málefnalegur en samt harður. Þú komst milljón sinnum betur út en Pétur.
P.S. Þú tekur þig líka svakalega vel út í sjónvarpinu! Mamma tönglaðist t.d. endalaust á því hvað þú ert nú “myndarlegur og vel mæltur!” á meðan pabbi þusaði “viltu leyfa mér að hlusta á hvað hann er að segja elskan …” 😉
Einar Örn. Það heyrðist þegar þú fórst að bera saman Hull og Milan og Juve. Mér fannst líka frekar skondið að þú ætlaðir að bera saman einhvern leikmann úr ensku fyrstu deildinni við Kaka en þér datt enginn leikmaður í hug! Sem segir í raun allt um muninn á þessum deildum. Önnur geymir Evrópumeistarana, hin geymir Scunthorpe United.
Einar, Þú stóðst þig mjög vel, sérstaklega fáguð framkoma og rökfastur.
Pétur stóð sig reyndar einnig vel fyrir 365, hann varði ágætlega illverjanlegan málstað.
Ég mæli með því að flestir sem geta kaupi sér gerfihnattadisk og refsi þar með 365. M12 stenst engan samanburð við ensku stöðvarnar 🙂
Þessi Pétur ætti nú að skammast sín, sí gjammandi fram í og reyna að ljúga að fólki í beinni útsendingu, það er alveg á hreinu að ég versla ekki enska boltann við 365 miðla, þó hann sé mitt aðal áhugamál þá lætur maður ekki bjóða sér slíkar okurhækkanir, að lokum 365 nei takk.
Þú stóðst þig með prýði Einar.
Miðað við að þetta voru bara 11 mínútur þá var fáránlegt hvað hann fékk að halda langa einræðu um þetta flugmiðakrapp. Hann var greinilega að éta upp sem mestann tíma til að sleppa við málefnalegar umræður.
Eitt sem mig langar til að koma að og ég hef ekki séð rætt í þessari umræðu er að þegar enski boltinn fór af RUV á sínum tíma þá keypti ég SÝN til að svala fíkn minni, og nú þegar þetta efni kemur eftur til 365 þá þarf ég að kaupa enn aðra stöðina! Ég er sem sagt enn með SÝN eins og asni þar sem ég má ekki missa af meistaradeildinni. Ég er sem sagt einn af þessu bjánum sem Pétur talaði um sem borga lægsta mögulega gjald fyrir pakkann þar sem ég er með Stöð2 líka og í M12 (shame shame).
Þessi verð á skjásporti sem þú komst með eru nákvæmlega sömu verð og ég var að borga líka þ.e. 2495 fyrir vsk breytinguna og 2341 eftir vsk breytinguna og ég veit ekki hvernig Pétur fór að því að greiða hátt í 2700 kall fyrir skjásport í fyrra.
Ánægður með þig Einar, þó að þú hafir verið allt of kurteis miðað við hrokagikkinn sem sat á móti þér. Málflutningur Péturs sannfærði mig enn frekar og nú er ég ennþá ánægðari með að hafa sagt upp SÝN og öðrum rásum 365.
Pétur hafði samt rétt fyrir sér þegar hann sagði að neytendur væru ekki fífl. Samt var hann ekki sammála neinu sem fulltrúi neytenda í þættinum sagði. Nú er komið að okkur að sýna að við erum ekki fífl.
Ég væri til í hópskil á afruglurum, en það þyrfti að vera verulega stór hópur til þessa að geta vakið athygli.
…mættir samt fara í klippingu Einar! 😉
Þetta viðtal var nú náttúrulega bara kjánalega stutt. Einar þú stóðst þig mjög vel og hefur þessi blessaði starfsmaður 365 miðla fullvissað mig um að fá mér ekki 365 miðla því hann er búinn með afsakanir og tyggur alltaf á sama hlutnum um þetta 80% áskrifendakjaftæði.
Þessi Pétur er greinilega óralangt frá því að vera starfi sínu vaxinn og allaveg í hans óþökk er ég nú staðráðinn í að fá mér ekki Sýn 2 og jafnframt ætla ég að segja upp Sýn þar sem 1990 krónu tilboðið er runnið út sem og Vodafone þar sem ég var eingöngu hjá þeim til að fá Sýn. Núna fer ég til Símanns og Sky.
Bless bless 365 og öll ykkar svikulu fyrirtæki, sbr Securitas og Vodafone og fleiri.
Stóðst þig vel Einar, varst málefnalegur og yfirvegaður. Því meira sem Pétur tjáði sig gróf hann sig dýpra í kviksyndið. Þetta flugmiðadæmi sem hann lagði upp er ég enn að reyna fá niðurstöðu í, engan vegin í samræmi við þetta dæmi. Eftir stendur að 365 keyptu þetta efni alltof dýrt og nú á að mergsjúga almenning til þess að bjarga lappa upp á laskaða skútu.
Þið Liverpool-bloggarar eigið hrós skilið að halda umræðunni gangandi og verja málstað fjölmenns hóps áhugamanna um fótbolta.
Flott mál. Stóðst þig vel að mínu mati og varst greinilega vel undirbúin og komst vel frá þessu þrátt fyrir að sitja í rökræðum við “útúrsnúningameistara” frá 365.
Langar bara að koma því á framfæri að ég er einn af þeim sem var búinn að sætta mig við það að borga 4.390 krónur á mánuði.
Framkoma Péturs í Kastljósinu í kvöld fékk mig til að skipta um skoðun. Hann er andlit fyrirtækisins í þessu máli og ég hef engan áhuga á að stunda viðskipti við svona menn.
Einar, þú stóðst þig vel og varst málefnalegur og það rauk úr hausnum á mér yfir yfirgangnum í Pétri. Því miður held ég að það séu allt of margir sem þekkja málið ekki eins vel og við sem lesum þessa síðu og hafi því gleypt við ruglinu í Pétri. Réttast væri að gefa ykkur klukkustundar kappræður og þú myndir jarða hann.
Annars bara takk fyrir frábæra síðu, málefnalegar umræður og þið eigið hrós skilið fyrir að halda þessu máli gangandi.
Sjáumst á pöbbnum.
YNWA
þessi pétur er búinn að vera með sama frasann í öllum viðtölum, hef það á tilfinningunni að hann sé programmaður sama ruglið, er ekki tími til kominn að tengja hann við afruglara.Stóðst þig vel Einar
Gleymdi einu….. það væri gaman að fá nánari lýsingar á því sem fram fór ykkar á milli eftir viðtalið
Athugið fólk. Það þýðir ekkert að hanga á netinu hér aðfaranótt fimtudags. Hvernig væri ef við létum verkin tala.
Þá er ég að tala um að sem flestir komum saman, segjum bara í hádeginu á föstudaginn hjá höfuðstöðvum 365 og segjum upp áskriftum okkar. Ég er ekki búinn að fá mér Sýn2 en ætla í stað að segja upp Sýn og fara svo seinna í Vodafone og segja upp tengingunni minni þar.
Er einhver sem er til í þetta?
Ef þetta heppnast vel, þá fyrst verður hlostað á okkur “minnihlutahópinn”
Sæll, langaði að þakka fyrir þessa umræðu sem hefur verið í gangi hér. Ein af ástæðunum að maður fylgist betur með þessari liverpool síðu en arsenal.is (er arsenal maður). Varst góður í þættinum, bara verst að Helgi stjórnaði þessu ekki nægilega vel. Svona reyndur sjónvarpsmaður á að hafa vit á því að hann þarf að aðstoða óvana menn að koma sínu á framfæri. Pétur var ekki einn með að grípa fram í fyrir þér þar sem Helgi gerði það líka og leyfði þér ekki að klára þegar þú varst að tala um þann hóp sem hefur bara áhuga á enska boltanum.
Og eins þegar Pétur svaraði þér, þegar þú varst að bera saman ítalska boltann og ensku fyrstu deildina, að obbinn af þeim sem myndu horfa á sýn2 hefðu ekki áhuga á svona tæknilegum atriðum. Þetta er varla hægt að túlka öðru vísi en svo að það sé hægt að bjóða áhorfendum sýnar2 á hvaða bolta sem er, bara að hann sé enskur, þeir hafa ekki áhuga á “tæknilegum atriðum” eins og gæðum boltans eða keppninarr.
Annars langaði mig að fá birta hér þær pælingar sem ég fór í gegnum þegar ég þurfti að hugsa um hvort ég ætlaði að fá mér enska boltann í vetur. Hef birt þetta á einhverju öðru spjalli. Það skal tekið fram að ég hef ekki verið áskrifandi af neinum 365 miðli síðan þeir misstu enska boltann.:
Í vor þegar ég frétti að Sýn hefði náð útsendingarréttnum af enska boltanum þá fagnaði ég innra með mér því ég vissi að þeir myndu gera boltanum betri skil. Svo fór maður að hugsa og komst að þeirri niðurstöðu að í staðinn yrðu þeir dýrari. Maður fór að pæla hvað manni þætti sanngjarnt verð fyrir enska boltann og sá fyrir sér að maður myndi samþykkja að borga 3 þús. kall fyrir boltann (jafnvel 3100 eða 3200 kr.) sem myndi gera ca. 20% hækkun. 365 menn eru nú frægir fyrir að rukka vel fyrir það sem þeir bjóða (ekki lækkaði verðið á Sýn þegar Enski boltinn hvarf). Ekki datt mér í hug að þeir myndu gerast svo bíræfnir (vona að þetta orð sé til) að rukka 4390 kr. fyrir boltann. Ég hef því ákveðið að stunda pöbbinn frekar í vetur og fá þá smá öl með leiknum í kaupbæti þangað til að þeir hringja í mig og bjóða mér betra verð.
Þetta er það sem manni býðst núna, fyrsti möguleikinn ákjósanlegastur.
Sýn2 í 10 mán.: 439010=43900 kr.
Sýn2 í 12 mán.: 417112_50052 kr.
(vona að enginn hafi fallið fyrir þessu trikki þeirra, borga fyrir júní og júlí á næsta ári, minni á að EM2008 er á næsta ári)
Sýn+Sýn2 í 12 mán.: 7112*12=85344 kr.
(40 þús. meira en bara fyrir enska boltann, samt er meira en helmingi minna efni sem maður myndi horfa á á Sýn, aðallega meistaradeildin, segi ekki að maður myndi ekki kíkja á annað ef maður væri með stöðina en flest það má missa sín.)
Stöð2+Sýn2 í 12 mán.: 7824*12=93888 kr.
(Myndi sennilega horfa meira á Stöð2 en Sýn en samt hef komist af stöð2 hingað til og sakna einskis, 7824 á mán. er of dýrt fyrir enska boltann)
Stöð2+Sýn+Sýn2 í 12 mán.: 10711*12=128532 kr.
(Nei, frekar fer ég tvisvar á Emirates á ári)
“Verðskráin” fyrir Sýn2 er hér:
http://syn.visir.is/?PageID=2103
þ.e.a.s. viðbótarkostnaður ef þú ert með eitthvað fyrir. Það er svo furðulegt við þetta vildarkerfi þeirra sem þeir hafa staglast á “á að veita betri kjör fyrir þá sem eru með meira” þá er sá sem er bara með stöð2 núna að borga 2704 kr. meira til að fá Sýn2 til viðbótar en sá sem er með Stöð2 og Sýn núna þarf að borga 2798 kr. meira til að fá Sýn2 til viðbótar. Gott vildarkerfi 🙂
Hægt að finna fleiri svona dæmi í verðskránni, bendi t.d. á þann sem er bara með Sýn núna og þann sem er með Sýn og Fjölvarp litla núna. Sá er með bæði þarf að borga 100 kr. meira fyrir að fá Sýn2.
Allavega, Ölver mun græða á mér þangað til 365 menn hringja í mig og bjóða mér samning sem mér finnst sanngjarn.
Eitthvað virðast margföldunarmerkin brenglast hjá mér. Fyrstu tvö verðin eiga að vera svona:
Sýn2 í 10 mán.: 439010=43900 kr.
Sýn2 í 12 mán.: 417112=50052 kr.
(vona að enginn hafi fallið fyrir þessu trikki þeirra, borga fyrir júní og júlí á næsta ári, minni á að EM2008 er á næsta ári)
Hmmm og aftur, einu sinni enn:
Sýn2 í 10 mán.: 4390 sinnum 10=43900 kr.
Sýn2 í 12 mán.: 4171 sinnum 12=50052 kr.
(vona að enginn hafi fallið fyrir þessu trikki þeirra, borga fyrir júní og júlí á næsta ári, minni á að EM2008 er á næsta ári)
Já, ég var ekki að skilja þegar þegar þessi Pétur fór að tala um verð á flugmiðum af mikilli ástríðu. Svona rétt eins og það væri pointið með þessu viðtali. Eins var ég ekki að skilja hvað hann meinti með “jaðarhóp”. Fannst það mjög móðgandi komment hjá honum. En gott hjá honum að lifa í sínum litla fullkomna heimi þar sem allir eru ánægðir með 365 og verðskrá þeirra hristi haus
Pétur var mjög ómálefnalegur og kom illa fyrir. Það sama verður ekki sagt um þig 🙂
Ég horfði á þetta núna í dagskrárlok. Ég bý útá landi, nánar tiltekið á Sauðárkróki. Hvernig er það hversu margar hliðarstöðvar fáum við? Það vantaði að koma fram fannst mér helst en annars var ég alveg hrikalega sáttur við þig Einar, þú klikkar sjaldan!
Svo að ganni mínu gerði ég könnum meðal vina minna og svona fótboltaáhugamanna sem ég þekki hérna á króknum, aldurinn var frá 17-59 ára.
Ég spurði einfaldlega. Ætlaru að fá þér Sýn 2 í vetur?
Þetta fannst mér sláandi. Ég vissi að það yrðu fáir, en vá! Nokkrir nefndu að þeir hafi sannfærst í kvöld með því að sjá viðtalið þannig að þú færð two thumbs up frá mér.
Kveðja frá Fótboltalausum Króki í vetur? 😮
Arnar M.
Vill bara byrja á að segja Einar þú stóðst þig mjög vel. Við, nokkrir félagar, vorum búnir að ákv að borga áskrifina saman og horfa á boltann heima hjá mér en eftir þetta viðtal veit ég ekki einusinni hvort ég sé til í það. Ég bara get ekki hugsað mér að stunda nein viðskipti við þennan mann
Heyrði ég rétt? Sagði Pétur í restina í viðtalinu, þegar þið voruð að tala um verðið sem Einar (og ég) þurfti að borga fyrir skársport (2341 kr.) , Þú LAUGST og fór síðan að tala um eitthvað og hvað hann sjálfur þurfti að borga. Eða sagi hann laukst? Eg væri ekki sáttur við að einhver kallaði mig lygara og við skulum bara vona að hann sagði laukst
til hamingju með vaska framgöngu í Kastljósinu Einar Örn, þetta var e-ð annað en Kaffistofuhjalið sem fram fór í Ísland í dag um daginn þegar Pétur og Hilmar Bjöss mættu þangað…. (en er þetta ekki allt of dýrt? Nei flestir eru í raun að græða á þessu, þetta er bara hávær minnihluti…. ok, if you say so)
maður sá alveg að Pétur var órólegur enda tók hann uppá að líkja þessu saman við flugmiðasölu sem er engan veginn sambærilegt, fannst samt steininn taka úr þegar hann sakaði þig um lygar… eina sem vantaði var að benda á að landsbyggðin situr ekki við sama borð og höfuðborgarsvæðið þrátt fyrir að greiða sömu upphæð, en að sjálfsögðu skiljanlegt að e-ð gleymist/kemst ekki að á svona stuttum tíma… síðan hjálpuðu þessir útúrsnúningar Pésa líklega ekki til
Segjum Nei við okri 365. Stöndum saman og sjáum hvað gerist hjá stórfyrirtæki sem stendur ekki undir væntingum.
Segjum upp öllu efni okkar hjá 365 (incl. Securitas, Vodafone og fleiri fyrirtækjum)
Minni einnig á að EM2008 er á Rúv á næsta ári svo ekki leggja rauða borðann að sparigatinu fyrir 365.
Látum þá ekki komast upp með að kalla okkur minnihlutahóp, jaðarhóp, óánægða viðskiptavini o.s.frv.
Látum þá ekki komast upp með að níðast á utanbæjarfólki, minni á það að það er ekkert tæknilegt vandamál að skila fimm hliðarrásum á landsbyggðina, Skjár Sport gerði það.
Látum þá ekk komast upp með að svindla á netendum með ólöglegri verðskrá
Látum þá ekki komast upp með það að hækka verðið um 88-114%
Látum þá ekki komast upp með að senda ekki út í HD án þess að taka gjald fyrir það.
Látum þá ekki komast upp með að neyða áskrifendur að binda sig í 12 mánuði þegar sjónvarpsefnið er aðeins í 9 mánuði.
Látum þá ekki komast upp með það að dreifa sjónvarpsefninu á tvær sjónvarpsstöðvar til að neyða mann til að hafa tvær dýrar stöðvar til að sjá deildar-, bikar- og evrópuleiki með liðinu sínu.
Látum þá ekki komast upp með selja okkur ávaxtakörfu þegar við viljum bara eitt helvítis epli.
Segjum upp öllum áskriftum að 365, þ.m.t Stöð 2, Sýn, Vodafone, Securitas og allt þetta. Stöndum saman og þá munu þeir lækka verðið.
var að fletta uppí bókhaldinu… ég greiddi 2341 kr. fyrir síðasta mánuðinn hjá Skjásporti…. þannig að ef einhver lýgur þá er það Pétur P
þið sem eruð best að ykkur í þessu… kemur til greina (eða stendur til) að splæsa í blaðagrein og senda á Blaðið, Moggann og Fréttablaðið til að halda umræðunni gangandi og vekja enn frekari athygli á þessu???
Góð frammistaða í kvöld Einar. Ég læt ekki bjóða mér þetta.
Skilaði inn afruglaranum mínum í síðustu viku þar sem þessir nurlarar voru farnir að rukka mig um e.h. hundraðkalla fyrir að hafa afruglarann án þess að vera með neina áskrift.
Allir a pöbbinn.
Ég hef alltaf soldið gaman að því að koma með aðra vinkla á málefnii enda er þessi umræða búin að endurtaka sig núna í 1000 færslum (ég á nokkrar af þeim). En ekki vill svo til að menn eigi texta af þessari síðu(sem var mun minni þá) um boltann þegar hann fór yfir á Skjáinn og menn þurftu að fá sér ADSL sjónvarp til þess að ná enska boltanum?
Þessu laust allt í einu í kollinn á mér að ég væri að upplifa einhvers konar deja vu frá því fyrir tveimur árum þegar Skjárinn læsti enska boltanum. Þá voru menn búnir að njóta enska boltans frítt í eitt ár sem var einstakt á nokkru byggðu bóli held ég og urðu síðan brjálaðir þegar farið var að rukka fyrir hann. Getur verið að menn hafi gaman af því að horfa á sjónvarp en hafi ekki gaman af því að borga fyrir að horfa á sjónvarp?
Með þessu er ég ekki að réttlæta gjörðir 365 bara að velta þessu upp.
Hvað varðar að segja upp áskriftum hjá Vodafone og Securitas sem tengjast snillingunum á 365 og þessari verðlagningu ekki neitt, nema í gegnum sameiginlega eigendur, er þá ekki bara spurning um að taka þetta lengra og hætta að versla við Bónus, Hagkaup,illum og hvað þær heita allar þessar verslanir og fyrirtæki baugsfeðga sem eru jú einu sinni eigendur allra þessara fyrirtækja. Þess fyrir utan held ég að búið sé að selja Securitas frá Teymi en það gæti verið rangt hjá mér.
Það sem við erum að upplifa er í rauninni það sama og við upplifum í öllum geirum fákepnnismarkaðsins á Íslandi. Það er það sem Pétur hjá 365 er í raun að segja í fyrsta skipti opinberlega fyrir hönd allra þessara fyrirtækja eigenda að við vitum alveg að neytendur eru kannski ekki fífl en að lokum þá sætta menn sig við það sem ýtum að þeim.
Kristján og Einar og co hafa staðið sig ótrúlega vel í neytendavernd eins langt og hún nær og í raun komið þessu máli ótrúlega vel á kortið en ég held að í stað þess að við tyggjum áfram sömu tugguna þá ættu þeir sem vilja að taka sig saman og skila myndlyklum til 365 eða/og skrifa undir eitthvað skjal(petition) þess efnis að þeir hafi í gegnum tíðina verið áskrifendur að rásum 365 en sætti sig ekki við þessa framkomu lengur og því séu þeir það ekki lengur (þ.e. þeir sem hafa skilað inn lyklum). Með þessu mætti ná fram fjölmiðlamómenti. Yrðu þó að vera fleiri en meðlimir sólar í straumi sem skiluðu inn 19 Bó Hall diskum þegar stækkun álversins í straumsvík var í hámæli.
Að þessu sögðu þá verð ég að viðurkenna að ég myndi ekki skila inn mínum lykli þar sem ég á konu og barn og kemst því miður ekki á pöbbinn þegar ég vil en ég næ að horfa á flesta Liverpool leikina heima hjá mér. Í þessu liggur að mínu mati hundurinn grafinn og fákeppnin á Íslandi leyfir mönnum að komast upp með svínslæti að þrátt fyrir alla óánægju þá eru alltaf það margir sem bíta í það súra og sætta sig við hlutina (sérstaklega nauðsynjavörur eins og Enska boltann og bensín).
Þetta voru tvö sent sem byrjuðu á deja vu og enduðu einhvers staðar allt annars staðar. Ég biðst velvirðingar á innsláttarvillum því ekki nennti ég að lesa allan þennan texta aftur.
Get ekki commentað við grein (ný færsla á blogginu) Daða.. Geri það því hér:
HALLELÚJA
Hrós dagsins ef ekki bara vikunnar fær Einar Örn. Framkoma til fyrirmyndar, rólegur og yfirvegaður á meðan Pétur ruglaði tóma steypu. Ég er ennþá að reyna að átta mig á þessu bulli í honum – er eiginlega kjaftstopp. Hver var að tala um flugmiða?
BTW – Ég held að það sé rétt hjá Jóhanni hér að ofan að Securitas sé ekki lengur í eigu Teymis. En hvað þessi fyrirtækjasamstæðumál varðar þá er ég í viðskiptum við Og Vodafone og þeir hafa mér ekkert gert, ég tel alveg ástæðulaust að segja upp viðskiptum við tengd félög vegna þess að stjórnendur Stöðvar 2 og Sýnar líta á okkur sem vitleysinga sem kunna ekki að reikna.
Anyways – ég fer á pöbbinn í vetur, þar er reyklaust og víða öndvegis mat að fá – hittumst þar.
Get ekki kommentað á nýju greinina hand Daða en ætlaði að hvetja þig (Daði) til að senda hana á Moggann.
Kveðja,
Gummi Kalli
PS. Á heimasíðu Knattspyrnufélags Árborgar, http://www.arborgfc.net, var spurt “Ætlar þú að fá þér Sýn2 í vetur? Já eða nei. Nei, segja 80%
Reyndar hafa bara 45 svarað en það er auðvitað af því að þetta er jaðarsíða… 🙂 En hlutfall er hlutfall…
Til hamingju Einar með frábæru frammistöðu í þættinum. Óbragðið í munninum er mikið eftir þessa framkomu hjá Pétri og í rauninni persónufærði framkoma hans í þættinum, þ.e.a.s. yfirgangur og frekja, framkomu 365-miðla við okkur neytendur. Þeir eru að hafa okkur að fíflum sérstaklega mig sem hef verið í M12 hjá þeim með Stöð2 og Sýn í þónokkur ár. Nú er bara komið að því að fá sér Sky.
Þar sem að Lolli (komment 45/53) er sífellt að velta því fyrir sér hvort að hópmótmæli séu ekki málið þá langar mig til að henda þessari spurningu fram:
Hvað er margir hér inni sem ætla ekki að fá sér áskrift að Sýn2 (og/eða öðrum stöðvum hjá 365)?
Einfalt já/nei dugar.
og já. Þú stóðst þig glæsilega Einar Örn !
Ég hefði ekki haft þessa þolinmæði og hefði sennilega hnakkrifist við hann Pétur. Þetta með flugmiðann var gjörsamlega út af kortinu og hló ég mig máttlausan yfir því og það að “obinn” af áskrifendunum vilji frekar sjá Ensku 1. deildina frekar en Úrvalsdeildina 🙂 Get ekki annað en hlegið….
Hvernig væri þá að bjóða ennbetri þjónstu og skipta þessu ennfrekar niður, stofna Sýn3 og færa ensku úrvalsdeildina yfir á hana og sjá hvaða “obi” kaupir ensku 1. deildina ?????
Svona rugl er náttúrulega ekki hæft mönnum í þessari stöðu… ég er orðinn svo illilega reiður að mig langar helst að hitta þennan einstakling og lesa yfir honum reiðipistil minn 🙁
Við hittumst hress á Players í vetur 🙂
YNWA
Ég er ekki fífl, ég er 36 ára 5 barna faðir í góðri stöðu og ætla að skila inn mínum lykli. Eins mun ég uppfræða börnin (það elsta 17 ára og nálgast það að verða neytandi) um hvað það kostar að hafa sjónvarp með afa á morgnana og hæfileikakeppni (idol etc.) á kvöldin + Liverpool fyrir pabba. Í minni fjölskyldu hafa 365 ekki bara skitið upp á bak heldur verða þeir óskeindir til frambúðar. Ég er til í að mæta á föstudag með lykilinn.
Lykillinn sem ég var með er kominn út í bíl hjá mér. Ætlaði að skila honum í dag, en væri meira til í að skila honum með öðrum. Hvaða tími er bestur?
Hæ!
Takk öll fyrir kommentin. Það var ekkert smá gaman að lesa þetta í morgun. Takk takk takk 🙂
Varðandi þetta:
Ég nenni ekki að leita aftur í tímann á þessari síðu (þú getur skoðað ágúst 2005 hér), en ég man ekki eftir einu einsta kvarti frá okkur varðandi verðlagningu Skjá Sports. Ég man að það var smá pirringur með að þurfa að vera með tvo mismunandi afruglara, en ekki eftir verðkvörtunum (nema þá til að kvarta undan því að Sýn lækkuðu sig ekkert þegar þeir misstu enska boltann).
Við höfum aðallega gagnrýnt Skjá Sport á þessari síðu vegna dagskrárgerðar.
Það er nú varla að maður leggir í hákarlana hér en mig langar samt að koma minni skoðun á framfæri..
Eins og svo oft áður þá virðast menn vera ansi fljótir að gleyma, það má til sanns vegar færa að með færslu Enska boltans frá símanum yfir til 365 hafi þessi þjónusta farið frá einu skítafyrirtæki yfir til annars skítafyrirtækis..
Þegar síminn læsti Enska boltanum á sínum tíma þá gátu þeir í eitt ár neytt alla þá sem ætluðu að sjá enska boltann til þess að greiða sér að minnsta kosti 2000 krónur aukalega fyrir ADSL áskrift… það eru auka rekstrartekjur sem þeir hafa getað reiknað sér til þess að halda verðinu á sjónvarpsáskriftinni niðri – það eru líka tekjur til lengri tíma – þannig eru símamenn enn að hafa tekjur af ADSL línum sem þeir fengu yfir á meðan þeir voru með enska boltann… þessu virðast netverjar algjörlega hafa gleymt (eins og íslendinga er siður)
Annað sem vert er að benda á er hækkun skjássports milli ára, ef ég man rétt þá kostaði mánuðirinn 1990 annað árið sem þeir höfðu hann.. undir lok þess þriðja var verðið komið í 2995 krónur
Ég læt hér fylgja með afrit af reikningi sem ég fékk uppúr síðustu áramótum
http://internet.is/wow/siminn.JPG
Hvað er það mikil hækkun í % talið ? Hagfræðingurinn Einar hlýtur að geta upplýst mig um það
Að lokum langar mig að spurja að einu hérna… hvað er það sem veldur því að þið eruð svona sannfærðir um það að verðið hefði ekkert hækkað hefði Skjársport haldið boltanum?
Varla er það almenn verðlagsþróun… og ekki er það lækkað verð á efninu í innkaupum…
Annars langar mig að hrósa þér Einar, miðað við reynsluleysi í því að koma fram opinberlega tókst þér það vel.. mér finnst þó að menn séu að skoða þetta mál frá of fáum sjónarhornum
Fín frammistaða hjá þér, ég er að fara með lykilinn minn til 365 eftir vinnu 🙂
Ætla sko ekki að styðja svona okur.
Einar Örn
Ég dreg létt til baka að þetta hafi verið rætt hérna. Ég skimaði nokkra mánuði og fann ekkert um þetta. En ég man samt að það varð mikil umræða um þetta á “spjallborðum” eins og 365 kalla þetta. Ég fann samt mjög lítið um það hérna og allavega ekki í fréttum á síðunni. Enda tók ég þessa síðu ekki fram í textanum. Enda er það ein ástæða þess að þetta er Liverpool síða númer eitt hjá mér að hérna fer fram málefnaleg umræða um liðið manns undir stjórn skeleggra stjórnenda.
Ég er samt sammála Jóni Bjarna um að það var mikil óánægja með að menn þyrftu að binda sig með ADSL og annað til að fá enska boltann á sínum tíma. Nú er aftur kominn breyting og enn og aftur er verið að svína á okkur neytendum. Er samt viss um að öll þessi pöbba umræða kom upp fyrir tveimur árum þegar ADSL ið kom inn og þegar menn þurftu að fara að borga fyrir boltann, hvort það var hérna er síðan annað mál.
En mikið verður gaman þegar við snúum okkur aftur að fótboltanum og Liverpool enda snýst þetta um það. Það er ljóst að verðið mun ekki breytast eftir þessar umræður. En ef nógu margir taka ekki Sýn2 þá er ekki ólíklegt að þeir fari í hardcore markaðssetingu með sértilboðum og fríum mánuðum eins og þeir gerðu þegar þeir misstu enska boltann.
Sælir…
Vil bara byrja á að hrósa Einari fyrir góða frammistöðu í Kastljósinu…
Kominn tími til að við Íslendingar girðum okkur í brók og látum ekki vaða endalaust yfir okkur… látum þessa pappakassa vita að við er þenkjandi menn sem neitum að taka þátt í þessu rugli.
Tók þá ákvörðun áðan að segja upp áskriftinni að öllum 365 stöðvunum og vil taka þátt í hóp skilum á afruglurum…
Endilega skipuleggið eitthvað í samvinnu við stuðningsmenn annarra klúbba
Verða menn ekki að bíða spenntir eftir því hvort einhverjir af leikjum helgarinnar verði með enskum þulum og kæra þá 365 í kjölfarið a la Þorsteinn Gunnarsson svona rétt til að strá þyrnum fyrir fætur 365.
Mér þætti mjög áhugavert ef þið mynduð rannsaka (og Aggi er væntanlega góður í það) skipulega verðlagninguna á enska boltanum á Norðurlöndunum og birta töflu. Ég held að þetta sé alls staðar talsvert ódýrara en hér. Það er nefnilega ekkert mál að vera ósammála þegar einhver segir “dýrt” en ef sagt er “dýrara en annars staðar” þá er þetta einfaldara.
Flugpunkturinn hans Péturs var mjög merkilegur. Hann bar saman það ef þú kaupir bara Sýn2 verð við Saga Class verð. Mjög athyglisverður samanburð. Sem dæmi má nefna að þeir sem kaupa Sýn2 og eru með aðrar stöðvar alveg sömu Sýn2 og þeir sem bara kaupa Sýn2. Þeir sem kaupa SagaClass fá aðra þjónustu en þeir sem kaupa pex miða. Æi þessi samlíking er bara svo ógurlega undarleg að það er ekki skrýtið að Einar hafi ekki svarað henni rækilega. Mátti ekki eiga von á þessu.
Reyndar held ég að 365 muni sinna þessu rosa vel, vera tæknilega mjög flottir (sömu tækni og þeir notuðu í kosningasjónvarpinu með virtual stúdíó) og allt slíkt.
Hverju sem því líður er verðið mjög hátt.
Þú stóðst þig með sóma Einar. Verst hvað þú fékkst lítið að tala en Pétur reyndi að fylla út í þessar 11 mínútur. Ég þekki hvorugan ykkar en málstaður Péturs er hæpinn og ég hálf vorkenni honum að þurfa að svara fyrir þetta verð sem er greinilega liður í að rétta við 365 skútuna við (gengi bréfa í 365 hefur fallið um 55% síðustu 16 mánuði). Það var rétt hjá þér að vera yfirvegaður og málefnalegur; ummæli Péturs dæma sig sjálf.
Það sáu allir í gegnum 365, sem horfðu á viðtalið. Vel af sér vikið Einar…. KLAPP KLAPP KLAPP
Þú stóðst þig frábærlega í þessu viðtali, mjög málefnalegur og yfirvegaður. Hins vegar fannst mér Pétur koma með sömu afbökuðu staðreyndirnar aftur og fannst hann mála sig út í horn með þessari samlíkingu við flugfargjöld. Fannst líka gott að þú hafir náð að koma á framfæri hvernig Sýn vann könnunina sem þeir gerðu meðal sinna áskrifenda, þ.e. að 80% þeirra væru líka með Skjásport, ekki að 80% áskrifenda Skjásports væru líka með Sýn.
Annars finnst mér þessi sjónvarpsréttur vera slæmt fyrirbrigði hvort sem það er á fótbolta eða öðru efni, bara ávísun á einokun.
Takk fyrir þetta. Orð í tímatöluð. Þú varst góður í sjónvarpinu á móti þessum hákarli. 1 dagur í mót og ég er enn ekki búinn að kaupa áskrift. Ákveð mig í dag. Það er samt á hreinu að ég kaupi aldrei meira en Sýn2. þessir menn mega skammast sín.