Aston Villa 1 – Liverpool 2

Annar desember 2006.

ANNAR DESEMBER! Vitiði hvað gerðist annan desember í fyrra? Jú, Liverpool vann þá [sinn fyrsta deildarleik á útivelli tímabilið 2006-2007](http://www.kop.is/gamalt/2006/12/02/16.46.34/). Liðið var þá búið að leika 6 leiki á útivelli án þess að ná að vinna.

Í dag, 11.ágúst náðu okkar menn hins vegar að vinna sinn fyrsta útisigur á tímabilinu í fyrsta leik. ÞAð veit svo sannarlega á gott fyrir leiktíðina.

Rafa byrjaði svona:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Arbeloa

Pennant – Gerrard – Alonso – Riise

Torres – Kuyt

Á bekknum: Charles Itandje, Sami Hyypia, Andriy Voronin, Ryan Babel, Momo Sissoko

**Mörk**: Liverpool: Laurssen (sjálfsmark), Gerrard. Aston Villa: Barry

Liverpool var betra liðið í fyrri hálfleik, en náði þó aldrei að sýna nein stórkostleg tilþrif. Gerrard var lengi að ná sér í takt við leikinn og á tíðum var vörnin mjög óstyrk. John Carew virtist vera erfiður biti fyrir varnarmenn Liverpool, enda er hann gríðarlega sterkur skallamaður.

Liverpool náðu þó að skora fyrsta markið í leiknum. Torres, sem hafði verið ógnandi í upphafi leiks fékk góðan bolta innfyrir og í dauðafæri lét hann Taylor verja frá sér. Kuyt náði frákastinu og gaf fyrir þar sem að Martin Laurssen setti boltann í eigið mark. 0-1 fyrir Liverpool.

Eftir þetta voru Liverpool ögn sterkari aðilinn, en náðu þó ekki að bæta við marki.

Í seinni hálfleik var Liverpool áfram sterkara og sóknin þyngdist smám saman. Kuyt og Torres voru að vinna vel saman frammi og Gerrard kom æ meira inní leikinn. Ryan Babel kom svo inná fyrir Pennant (sem var ekki nógu góður og var auk þess nálægt því að fá rautt spjald) og var Babel mjög góður á þeim stutta tíma sem hann var inná. Babel átti tvö góð færi og auk þess varði Taylor vel frá Gerrard.

Liverpool átti í raun að bæta við öðru marki, en það gekk ekki. Og það virtist ætla að reynast dýrkeypt því fimm mínútum fyrir leikslok fengu Aston Villa menn vítaspyrnu þegar að boltinn fór í höndina á Jamie Carragher. Gareth Barry setti boltann örugglega í netið, enda fór Pepe Reina í vitlaust horn.

1-1 og það virtist vera sem svo að Liverpool myndu tapa á því að hafa ekki nýtt færin sín.

En örstuttu seinna fékk Steven Gerrard aukaspyrnu eftir að hann hafði verið hindraður. Hann tók sjálfur aukaspyrnuna og skaut algjörlega ótrúlega skoti uppí markskeytin. Algjörlega stórkostlegt mark hjá fyrirliðanum og Liverpool vann því sinn fyrsta útileik 1-2. Gríðarlega mikilvægt mark og sigur.

**Maður leiksins**: Pepe Reina hafði ekki mikið að gera þrátt fyrir að vörnin hafi virkað óstyrk. Carra lék vel í vörninni, en vörnin yfirhöfuð virkaði of óörugg. Riise og Pennant voru slappir á köntunum, en Kuyt og Torres voru að mínu mati mjög góðir í framlínunni. Svo átti Ryan Babel mjög góða innkomu á hægri kantinn og hefði vel getað skorað.

En það eru miðjumennirnir sem eiga mest hrós skilið. Xabi Alonso var góður, en ég get ekki annað en valið **STEVEN GERRARRD** sem mann leiksins. Hann var lítið áberandi í fyrri hálfleik, en lagði þó að vissu leyti upp fyrra markið. Í seinni hálfleik var hann hins vegar mun meira ógnandi og svo var sigurmarkið hans náttúrulega algjörlega frábært.

En allavegana, 3 stig komin í hús strax í fyrsta leik. Frábær byrjun á þessu tímabili og gefur manni ástæðu til bjartsýni fyrir tímabilið. Baráttusigur á útivelli gegn sterku Aston Villa liði er frábær byrjun.

55 Comments

  1. djöfull var babel hress og suddaleg aukaspyrna!! ekki nógu góður leikur en fyrstaleiks-draugurinn er yfirstiginn

  2. Jæja, það er nú allavega gott að sigur var innbyrtur í fyrsta leik tímabilsins. Það hefur ekkert gerst í nokkur ár og svo sannarlega kominn tími til að breyta því.

    Þetta var nú ekkert sérstakur leikur. Nýju mennirnir, Torres og Babel, áttu ágætis spretti og lofa góðu. Bestu menn vallarins voru aftur á móti Kuyt og Gerrard sem skar liðið niður úr snörunni á lokamínútunum.

    Bring on “Nothing” Toulouse 🙂

  3. Hvað er i gangi Rijse er alltaf inná, hvar var kewell. Það á að selja rijse
    strax, hann getur ekki neitt, enda tala þeir á sky um að liverpool verði að fá sér vinstri bak, en hvað þá rijse verður látinn spila á kantinum.

  4. sammála hvað var Riise að gera inná allan tíman. Hann var baggi á liðinu í fyrri hálfleik og ekki mikið skári í seinni.

    En góður sigur samt og brjáluð aukaspyrna hjá kónginum

  5. Sko, ég hafði ekki alveg markaskorarana rétta, en ég veðjaði á Gerrard, og 1:2 sigur 🙂

    Frábært að innbyrða þessum þremur stigum og er gott fyrir sjálfstraustið og framhaldið. Byggja á þessu strákar, halda áfram!!

    Persónulega fannst mér Carra vera lengi sterkasti maðurinn, en spurning hvort hendin hafi eitthvað með það að segja að hann fái ekki maður leiksins titilinn. Ánægður með sprettina hjá Kuyt (frábær barátta oft) og Torres. Fyrirliðinn lengi í gang en frábær í seinni hálfleik. Markið strax orðið eitt af mörkum tímabilsins, og eins og sagt var í 4-4-2, þá hef ég trú á því að þetta verði tímabilið hans Gerrard.

    Frábært. Áfram Liverpool!

  6. Gerrard maður leiksins, Alonso, Torres, Carragher og Kuyt allir mjög góðir líka. Gaman að sjá Babel koma ferskan inn, mér virtist hann ekkert frábær í þeim æfingaleikjum sem ég sá, en hér ógnaði hann vel, átti góð skot og í raun óheppinn að ná ekki að skora.

    Laursen (sjálfsmark):
    http://www.dailymotion.com/video/x2qk2o_laursen-og-01-vs-aston-villa_sport

    Barry (víti):
    http://www.dailymotion.com/video/x2qkng_barry-11-vs-liverpool_sport

    Gerrard:
    http://www.dailymotion.com/video/x2qkqy_gerrard-12-vs-aston-villa_sport

  7. Snilld, sá ekki leikinn nema síðustu tíu mín og það var nóg 😀
    Það hefði verið slæmt að ná ekki að vinna fyrsta leik og vera bara liggur við á botninum þar sem hin liðin leika öll í miðri viku.

  8. Frábær sigur… Babel leit mjög vel út þennan tíma sem hann var inná..

    Svo verð ég bara að commenta á eitt í kjölfar umræðna undanfarið –
    þessi 4-4-2 þáttur lýtur mjög vel út.. að fá 90 mínútna þátt strax að loknum síðasta leik með svona miklu innihaldi er frábært…

  9. Gott að vinna en frammistaðan var ekki mikið betri en í fyrra. Áhyggjuefni hvað Gerrard er orðinn mikill dýfari sbr. Sheff Utd í fyrra og aukaspyrnan núna. Hann virðist vera á góðri leið með að verða hinn nýi Alan Shearer.

  10. Sherer…..? Hann var nú ekki að láta sig mikið detta nema þegar það skipti máli fyrir úrslit leikja….rétt eins og Gerrard. Hvað gerði Gerrard á móti AC Milan þegar hann fiskaði vítið – gerði okkur að CL meisturum….hvað gerði hann núna í dag – vann leikinn á 50/50 aukaspyrnu. Auðvitað hefði dómarinn getað sleppt þessu en Gerrard nýtti sér þetta og sannfærði dómarann bara með því að horfa á hann!!!!
    Að mínu mati er þetta stór kostur við Gerrard hann gerir allt til að vinna!!

    En mín skoðun er sú að Pennant á bara að fara í varaliðið….þetta er algjör bjáni og á ekki heima í liði eins og Liverpool. Menn verða að vera með lágmarks gáfur til að spila með liði sem ætlar að berjast um titilinn.

    Nýju mennirnir, Torres og Babel lofa mjög góðu. Það sást þegar Torres fór út af hvað sóknin varð bitlausari (hægari). Þó að Kuyt hafi verið einn besti maður Liverpool þá verður hann að hafa mann eins og Torres með sér. Einhver sem getur hlaupið í auð svæði og tekið menn á.

    Mér lýst mjög vel á framhaldið og er að reyna að lækka niður í væntingunum sem ég er búinn að byggja upp.

  11. Þetta var flottur sigur. Ég spáði því í gær að liðið myndi vinna 1-0 baráttusigur og ég var réttum sjö mínútum frá að sjá þá spá rætast. En eftir glappaskot Carra í teignum (sem var að mínu mati blanda af óheppni og klaufaskap) var ljóst að það þyrfti eitthvað spes til að bjarga okkur frá enn einni frústererandi fyrstu umferðinni: Enter Captain Marvellous!

    Liðið á heildina fannst mér gott. Menn virkuðu stöðugir og klárir í slaginn og Villa-liðið fékk ekki að komast upp með mikið, þrátt fyrir að vera á heimavelli. Pennant og Finnan fannst mér slakastir í kvöld, auk þess sem Riise byrjaði illa en óx ásmegin þegar á leið. Aðrir voru góðir og stöðugir en mér fannst þó Carragher, Gerrard og Kuyt standa upp úr. Gerrard er að sjálfsögðu maður leiksins eftir þetta sigurmark, en eins og einhver sagði einhvers staðar þá klikkaði hann á góðum færum áður en hann skoraði ómögulegt sigurmark. Hann elskar að gera hlutina á erfiða mátann, þessi drengur. 😉

    Ég er bara feginn því að við skyldum sleppa í gegnum þennan leik með 3 stig. Nú er bara að nýta sér meðbyrinn og ná jafntefli eða sigri í Frakklandi á miðvikudag og hlaða svo upp í almáttuga árás á Chelsea eftir átta daga. Sigur í fyrsta leik er meira en við eigum að venjast frá Liverpool, en þessi þrjú stig í dag eru gagnslaus ef menn fylgja því ekki eftir með því að sigra höfuðandstæðinga í titilbaráttunni strax í næsta leik á eftir.

    Svo vonum við bara að Fulham, Reading og Birmingham séu í stuði til að gera okkur greiða á morgun. 🙂

  12. Fínn sigur í dag og það hefði verið svekkjandi að tapa 2 stigum ef Gerrard hefði ekki bjargað okkur en Kristján minntist á leikinn í Frakklandi á miðvikudag, getur verið að eg hafi séð hann auglýstann kl. 14.30 ? Svolítið skrýtinn tímasetning ef það reynist rétt en ég verð í sumarfríi svo ég kvarta ekki 🙂

  13. Ryan Babel leit mjög vel út þessar 15 mínutur sem hann var inná, hann hefði geta sett hann tvívegis. En annars frábært að fá öll 3 stigin þótt spilamennskan hafi ekki verið góð.

  14. Halló, hvar var Kewell? Riise er ekki einu sinni nægilega góður bakvörður til að vera í þessu liði, hvað þá á kantinum.

  15. Kjartan koma núna út úr skápnum, gay pride í dag 😉

    Legg til að þú flettir upp í orðabók orðinu “dýfa”. Horfðu aftur á Sheff.Utd dæmið og svo aukaspyrnuna í dag. Í fyrrnefnda dæminu þá reyndi hann svo sannarlega að halda áfram. Í dag fór hann ekki einu sinni í jörðina og því varla dýfa. Hann hefur gert slíkt nokkrum sinnum en að taka þessi tvö dæmi er hreinlega fáránlegt. Talaðu frekar um dæmi þar sem um dýfur hefur verið að ræða. Þegar þetta var fyrst sýnt þá fannst mér þessi aukaspyrna í dag vera frekar cheap, en í endursýningum þá fór sá vafi. Klár hindrun þá á ferðinni.

  16. Jæja góður sigur… og alt það.. veit að þetta komment á svo sem ekki að vera inn í þessari færslu, en þó við unnum þá eitt sem stendur uppúr í dag… Sýn2 drullaði upp á bak í dag… og það var blautt skot… jú.. hver man ekki eftir að þetta ætti bara að vera besta þjónustan… nú er það komið og þjónustu verið staðfesti það í dag… Eskifjörður fær bara eina rás… engar hliðarrásir… en borga samt sama verð… hvað er málið.. hvernig ætli pétur vinur okkar útskyri þetta…. kanskið að það sé bara aðstaða til að lenda einnasæta rellu á fótbolta vellinum hér… nei rókstuðnignur þjónustuversins var víst að það væri ekki nógu góður sendir til að senda út allar rásinar….. hverjir eru bestir… svýn2.. og svo eru þeir farnir að senda þulina sína út að lýsa eins og westham leiknum í dag… einn úti og annar heima í stúdiói til að tala í hálfleik… hvað getur maður orðið pirraður…

  17. Kristján R – þú sérð allar hliðarrásirnar á ADSL sjónvarpinu

    Alveg sömu dreifileiðir og voru í fyrra, þeir sem náðu 5 hliðarrásum í fyrra ná þeim enn

  18. Ég var bara nokkuð sáttur við Sýn 2 í dag en ég veit auðvitað ekkert hvernig gæðin á ADSL-inu var en ég horfði á þetta í gegnum digital ruglarann og eina sem var pirrandi var að hljóðið í Arnar Björns var 2-3 sekúndum á undan myndinni, sérstaklega í fyrri hálfleik og svo voru myndgæðin á leik Bolton-Newcastle ekki uppá marga fiska en væntanlega hefur myndin bara verið svona að utan og því ekkert við því að gera og eins vantaði hljóðið á 2 hliðarrásir í byrjun en svo kom það á síðar en í heildina litið þá var þetta ágætt bara og 4-4-2 kom vel út og fínt að fá þetta endursýnt allt kvöldið, ég horfði á 4-4-2 milli kl. 10 og 11 og já þótt ég sé ekki á eitt sáttur við verðlagninguna þá allavega miðað við þennan fyrsta dag þá lítur þetta vel út og á vonandi eftir að verða ennþá betra, til hamingju Sýnarmenn en Höddi þú mátt ekki alveg springa af æsingi ef einhver kemst inn í vítateig, það er allt í lagi að lifa sig aðeins inn í þetta en óþarfi að öskra í hvert skipti sem sem boltinn er innan við 10 metra radíus frá markinu 🙂

  19. Nolberto Solano skoraði úr aukaspyrnu, sem dæmd var fyrir litlar sakir, fyrir Villa gegn okkur á Villa Park árið 2004 þannig að við áttum þetta inni hjá þeim

  20. Mér fannst Sýn2 standa sig glimrandi vel með þetta. Hljóðið byrjaði illa í West Ham leiknum en þeir voru búnir að laga það þegar fyrri hálfleikur var u.þ.b. hálfnaður en það er alveg eðlilegt að það hafi verið smá problem með það svona í fyrsta sinn þegar þeir lýsa beint að utan. Myndin hjá Bolton-Newcastle var jú frekar slöpp en ég, eins og Liverbird, geri ráð fyrir að það hafi verið þeim að utan að kenna. Ég varð ekki var við þennan hljóðmissi á hinum hliðarrásunum þar sem ég byrjaði ekki að flakka á milli stöðva fyrr en það hefur verið búið að kippa því í liðinn. 4-4-2 var flottur þáttur en mikið ósköp væri ég til í að einu sinni til tilbreytingar mundu þeir nú hafa gest sem heldur ekki með manchester united.

    Og Liverbird, jú, það er æðislegt þegar Höddi Magg missir sig alveg gjörsamlega. Mér finnst miklu meira gaman að svoleiðis lýsingu heldur en lýsingunni hans Gumma Ben sem er svona rólegri og yfirvegaðir. Höddi mætti nú kenna “nýliðanum” eitthvað smá til að poppa upp lýsinguna hans aðeins 🙂

    En að efninu þá var þetta ágætis sigur. Vissulega hefði Liverpool mátt spila aðeins skemmtilegri bolta en ég átti ekki von á neinu betra en þetta svona í fyrsta leik. Babel kom mér mjög á óvart og eftir á að hyggja hefði ég viljað fá hann mun fyrr inn. Torres stóð undir væntingum, Kuyt var líflegur þó ég hefði alveg viljað sjá hann aðeins framar á vellinum. Carragher og Agger stóðu sig vel fyrir utan hendina hjá Carra. Finnan virðist ekki alveg vera kominn í leikæfingu, Ashley Young fór illa með hann trekk í trekk og Pennant þarf númer 1,2 og 3 að hafa hausinn á sér í lagi, að rjúka svona í mann eftir að vera nýbúinn að fá gult spjald segir manni að fókusinn sé ekki alveg réttur. Riise var frakar dapur, Arbeloa og Alonso voru lítið áberandi en stóðu fyrir sínu. Vorornin og Sissoko sýndu ekki mikið þann stutta tíma sem þeir voru inni á og Reina fannst mér svolítið óöruggur en þurfti annars ekki mikið að hafa sig í frammi. Hjá Villa voru Taylor, Young og Barry bestu menn að mínu mati. Carew var erfiður fyrir varnarmennina en skapaði ekki mikla hættu.

    Annars bara fínt mál að ná í útisigur í fyrsta leik og gefur gott veganesti fyrir leikina á móti Toulouse og Chelsea. Úff, ég get ekki beðið.

  21. Varðandi gæðin á útsendingunni þá get ég bara ekki setið á mér.
    Þröstur: bara benda á að þetta er nú ekkert í fyrsta sinn sem menn lýsa beint að utan.
    Það er árið 2007 og menn geta varla sætt sig við einhver youtube gæði í 40″ flatskjánum sínum og með hökktandi hljóð og eitthvað svoleiðis vesen.
    Hvað eru þessir fuglar (þá á ég við bæði Digital Island og Simann) að stæra sig endalaust af “BESTU MÖGULEGU MYNDGÆÐUM” og bjóða svo upp á þetta “CRAP”.
    Jú, jú alltaf hægt að fela sig bak við einhver tæknileg vandamál en ég held að þeir tími bara ekki að bera kostnaðinn við að bera öll þessi merki í fullum gæðum og því er þjöppunin svo mikil að myndgæðin tapast og við búum við þessar hörmungar og borgum fyrir dýru verði.
    Síðan eru þeir að básúna HD (háskerpu) útsendingar á næstunni, hvernig væri að fá bara þessi venjulegu gæði í lag fyrst.
    Ég efast ekki um að það verður auka gjald fyrir HD og þá bara 1 leikur í einu á aðal rásinni.

    En að leiknum, þá var leikurinn svo sem ekkert frábær hjá okkar mönnum. En sigur á Villa í fyrsta leik er bara ágætt veganesti í tímabilið. Langt síða við unnum síðast fyrsta leik.

  22. Ég var kannski ekki svo mikið að meina að þetta hafi verið dýfa eins og að Gerrard hafi pantað aukaspyrnu eins og Shearer gat svo gjarnan gert þegar hann var að spila í krafti þess að hann var high profile enskur landsliðsmaður. Fáir aðrir hefðu fengið þessa aukaspyrnu. Virðist vera nóg fyrir Gerrard að segja “Oy, Ref!” og þá fær hann auka.

  23. Fyrir ykkur sem fannst þessi leikur ekkert spes, þá verð ég að segja, þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem okkar menn mættu grimmir til leiks á fyrsta leikdegi. Undanfarin ár hafa menn verið á um 60% tempói, lallandi eftir boltanum og hálf áhugalausir, en frá fyrstu mínútu í leiknum á móti Villa fannst manni eins og þeir ætluðu sér að vinna leikinn sama hvað það kostaði. Þetta hungur hefur maður ekki séð í langan tíma!
    Ég er alveg sammála því að spilamennskan hafi á köflum verið ‘shaky’, en það mun slípast til. Því er ég bjartsýnn á tímabilið.
    Nú er bara að vinna góðan útisigur á móti Toulouse og taka Jose of félaga í kennslustund!!!:)

  24. Ég tek undir með Auðuni í athugasemd nr. 22. þ.e. betra veganesti fyrir okkar menn en þá á vegum Sýnar. Þessi blessuð bolta-undirskrift stuðningsaðilana fyrir WH-MC leikinn var hreint út sagt pínleg og er ég feginn að hafa ekki borgað krónu fyrir þá seremóníu…
    Ég vonast til að sjá ykkur sem flesta á pöbbnum…

  25. Bragi, þótt að þetta væri óbein aukaspyrna þá væri markið löglegt þar sem markmaður Villa snerti boltann

  26. Frábært að ná sigri í fyrsta leik, en eins og Kristján Atli nefnir þá telur þessi sigur lítið ef C$$$$$$ leikurinn tapast. Það er í raun 6 stiga leikur sem skiptitr öllu máli.

    Varðandi leikinn í gær þá voru margir jákvæðir puntar og líka nokkrir neikvæðir.

    Jákvæðir: Góður sigur á erfiðum útivelli í fyrsta leik. Gerrard með glæsimark úr aukasyrnu (vonandi upphafið af fleirum svona). Kuyt og Torres virðast ná vel saman. Babel átti frábæra innkomu, virkaði mjög ógnandi. Carra traustur í vörninni að vanda. Einnig fannst mér Arbeloa frábær í vörninni, hann hélt alveg niðri hættulegasta manni Villa Agbonlahor og á hrós skilið fyrir það. Að lokum tvö mörk skoruð á útivelli er vonandi það sem koma skal í vetur.

    Neikvætt: Dapur leikur Pennant og Riise á köntunum. Ótrúlega slakur leikur Finnans, man ekki eftir að hafa séð Finnan eiga svona lélegan leik í 2 -3 ár.

    Heilt yfir ágætis leikur og ekki er verra að eiga leikmenn eins og Kewell og Mascherano inni fyrir komandi átök.

    Kv
    Krizzi

  27. Hvers lags fíflaskapur er það að vera að gagnrýna Steven Gerrard fyrir að hafa fengið aukaspyrnu? Þetta var púra aukaspyrna þar sem að leikmaðurinn hindrar Gerrard og ýtir líkamanum fyrir hann þegar Gerrard er að fara fram hjá honum. Góðir leikmenn vita líka hvenær þeir eiga að sækja aukaspyrnur ( sem er ekki það sama og að vera að dýfa sér a la Barry í leiknum sem var gjörólíkt því sem Gerrard gerði. ). Þegar stigin eru talin í lok tímabils þá er samt enginn að hugsa “en Liverpool fékk ódýra aukaspyrnu eða víti sem var ekki víti einhvern tíma fyrir langa löngu” nei Þá eru liverpool annað hvort meistarar eða ekki.
    Mér finnst stundum eins og að Liverpool menn séu alltaf rosalega stoltir af því að Liverpool sé í efsta sæti í fair play deildinni sem við höfum dominerað síðan í kringum 1990. Ég sjálfur vill frekar sjá Liverpool spila eins og karlmenn, fara í tæklingar og gera það sem þarf til að gera innan þeirra marka að verða ekki eitthvað kraftalið. Þetta er það sem meistaralið gera, þau fá eitt og eitt rautt spjald og spila fast þegar þess þarf. Enda hef ég á tilfinningunni að Benitez hafi gefið leikmönnum sínum þau fyrirmæli að fara að spila fótbolta eins og karlmenn á þessu ári.

  28. sá ekki leikinn en hvar eru kewell , crouch og yossi eru þeir tæpir (toppmenn)
    hvað má hafa marga varamenn? (hef aldrei spáð í það)en 3 stig ,gott

  29. Markið hjá Gerrard mun vera eitt það mikilvægasta á tímabilinu.

    Kannski er ég að missa mig en ég held að andlegu áhrifin á því að vinna þennan leik munu hjálpa Liverpool mikið í komandi leikjum. Strax búnir að losa útivallar pressuna og er ekkert nema gott um það að segja. Gott dómi um þetta er að sjá Gerrard fagna markinu eins og um meistaratitil væri að ræða og það með bros á vör, segir allt sem segja þarf.

    Ég ætlaði að fara tapa mér í þunglyndi þegar Villa jöfnuðu en sem betur fer reddaðist það.

    Mjög ánægður með Torres, gerði mjög vel í fyrsta markinu með að ná þessum bolta á markið, datt og var kominn upp á núll einni. Mjög svo ákveðinn að stefna beint á markið ekki frá því eins og Kuyt gerir stundum.

    Nú er bara vona að þetta smelli í ár!

  30. Algjörlega sammála Jóhanni (30), sjáið bara Tottenham dúkkurnar Keane (Ken) og Berbatov (Barbí) sem passa sig bara á að skíta ekki út fínu búningana sína og láta Sunderland taka sig í r******ið. Ég vil frekar sjá Liverpool á toppi Úrvalsdeildarinnar en fair play deildarinnar.

  31. Sammála Jóhanni (30). Það má alveg láta finna aðeins fyrir sér án þess að taka þetta eins langt og Wimbledon liðið. Ég vil sjá baráttuanda í deildarleikjunum sem er eitthvað í líkingu við baráttuna hjá liðinu í Meistaradeildar leikjunum. Án þess hugarfars mun Liverpool aldrei vinna deildina.

    Í mínum huga var þetta klárlega aukaspyrna á Petrov, hann hindrar Gerrard sem “sækir” aukaspyrnuna til dómarans eins og sönnum fyrirliða sæmir.

  32. SUDDALEGT MARK !!! vonandi setur þetta tóninn fyrir tímabilið … 3 stig í fyrsta leik og sigur þrátt fyrir að vera kannski ekki að spila super-vel, en það var oft einkenni þeirra liða sem voru fyrir ofan okkur í fyrra.

    áfram LFC

  33. mér fannst spilamennskan fín í fyrri hálfleik síðan fjaraði aðeins undan þessu þegar leið á seinni hálfleikinn…. en náttúrulega mikill karakter að komast aftur yfir eftir að Villa jafnaði svona seint í leiknum, og vel við hæfi að fyrirliðinn sjálfur hafi sett þetta magnaða mark

    mér fannst Gerrard og Kuyt vera bestir þessum leik

  34. Myndgæðin eru lélegur brandari. Nýja fína sjónvarpið tárast við að vera matað af þessu drasli.

    Ég er með Mac Mini tölvu tengda við sjónvarpið, sem ég nota til að horfa á sjónvarpsefni á tölvutæku formi, sem og hafnabolta, sem ég kaupi frá MLB deildinni. Þær útsendingar eru straumur af internetinu og eru um 700 kbs.

    Það er varla að ég sjái muninn á þeim straumi og Sýn 2. Þetta er grátlega lélegt hjá Sýn. Grátlega! Ef þetta lagast ekki eða HD kemur fljótlega, þá nenni ég ekki að vera að borga fyrir þetta.

  35. Það er marg jákvætt í þessum leik. Reina, Carra, Agger, Arbeloa, Alonso, GERRARD, Babel, Torres og Kuyt stóðu sig mjög vel.
    Skoruðum tvö mörk í dag og síðast en ekki síst höfðum við þessa meistaraheppni með okkur í dag í bland við hæfileika Cpt Fantastico.

    Neikvæða í þessum leik er að Pennant er engan veginn búinn að þroskast nógu mikið sem leikmaður og Finnan og Riise voru nokkuð slakir að ógleymdum Momo Sissoko sem heldur þessa dagana að hann sé Lionel Messi og getur sólað alla þá sem verða á vegi hans, en hvað, hann var inná í um það bil fimm mínútur og tapaði boltanum illa í þrjú skipti í leiknum. Hann fær alveg falleinkunn fyrir leikinn í dag.

  36. Ég er sammála gagnrýni á Pennant. Hann er alltof of mistækur og áhugalaus, myndi ekki gefa honum mörg tækifæri í viðbót. Riise hef ég aldrei kunnað við en ansi oft hefur það gerst að rétt eftir að ég hefi bölvað honum kveikir hann á vinstri-fótar fallbyssunni úr 20-30 metra færi. Ég er enn á báðum áttum varðandi það að Heinze sé mögulega á leiðinni en er handviss um að hann væri besti kostur í vinstri bakvörð ef hann kæmi.

    Því miður gat ég ekki horft á leikinn í beinni því mamma mín átti afmæli sama dag og þótt það væri vissulega mjög erfitt val þá fannst mér einhvernveginn rétt að velja hana fram yfir Liverpool á þeirri stundu.

  37. Vá, Pennant á einn slakan leik eftir að hafa verið besti leikmaður undirbúningstímabilsins og besti maður okkur gegn Milan og þá vilj menn gefast upp á honum. Meira segja menn sem sáu ekki leikinn í gær.

    Já, hann náði sér ekki á strik í gær og já, hann var aðeins of bráður. En það er fáránlegt að segja að hann sé “áhugalaus” og “bjáni”.

  38. “Ég er sammála gagnrýni á Pennant. Hann er alltof of mistækur og áhugalaus, myndi ekki gefa honum mörg tækifæri í viðbót. Riise hef ég aldrei kunnað við en ansi oft hefur það gerst að rétt eftir að ég hefi bölvað honum kveikir hann á vinstri-fótar fallbyssunni úr 20-30 metra færi.”

    Riise var markahæstur aðalliðsmanna á undirbúningstímabilinu og Pennant var m.a. maður leiksins í úrslitum Meistaradeildarinnar í vor. Ef Kuyt og Zenden hefðu verið vakandi í þeim leik hefði Pennant endað með svona þrjár stoðsendingar.

    Af hverju er fólk svona fljótt að afskrifa leikmenn? Ég sagði að Pennant hefði verið slakur í gær og Riise líka, framan af leik, en þetta er bara einn leikur. Af hverju er í lagi að Gerrard eða Carragher eigi einn dapran leik en um leið og maður eins og Pennant, sem var að mínu mati okkar besti sóknarleikmaður á síðari hluta síðasta leiktímabils, á einn dapran leik vilja menn helst selja hann strax í gær.

    Ég skil ekki svona hugarfar. Ég persónulega myndi velja bæði Riise og Pennant strax í byrjunarliðið í næsta leik, því þeir hafa sýnt það með Liverpool að þeir eiga sjaldan fleiri en einn slæman leik í röð.

  39. Mér fannst Carragher vera skuldlaust maður leiksins hjá Liverpool. Hélt lurkinum Carew vel niðri, stjórnaði vörninni vel og átti sjálfur margar vel tímasettar tæklingar sem björguðu málum. Frábær leiðtogi á velli.

    Aston Villa voru að spila með tígullaga miðju í fyrri hálfleik og skiptu síðan yfir í kantspil í þeim seinni með betri árangri. Finnan getur einstaka sinnum skort pínu hraða gegn teknískum og liprum kantmönnum eins og Ashley Young og Arbeloa var stundum ekki rétt staðsettur í vinstri bakverðinum sem er ekki hans eiginlega staða.
    Xabi Alonso byrjar síðan yfirleitt ekki að spila fótbolta fyrr en í október og var vel undir pari í gær.
    Torres og Kuyt komu vel út og virðast ná mjög vel saman og vega hvorn annan upp. Þegar Torres var að draga sig út til hliðana eða pressa var Kuyt strax kominn af stað að fylla uppí svæðið og Gerrard oft með. Þetta er ávísun á nokkur ódýr mörk í vetur fyrir Liverpool.
    Ryan Babel átti stórfína innkomu, tók menn á, hraður í skyndisóknum, fljótur að hugsa og er með alveg svakalegan hægri skotfót. Sá á
    skora eitthvað í vetur þegar hann er kominn betur inní enska boltann.

    Menn mega síðan ekki gleyma að þú spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir. Aston Villa eru með hreint ágætis lið og verða góðir í vetur spái ég og hafa fínan þjálfara. Gareth Barry var fínn á miðjunni og þeir hafa einnig Carew, Agbonlahor, Young, Petrov sem allir geta búið til eitthvað uppúr engu.

    Maður sá annars hungur og baráttu í þessu Liverpool liði í gær og það er mjög góðs viti. Það er eitthvað við taktinn í liðinu sem er pínu öðruvísi í ár. Menn komnir betur inná hugmyndir Rafa og komið meiri ákefð og öryggi í menn. Hið besta mál í alla staði.

  40. ég er alveg ótrúlega sammála Einari. Pennant á einn daprann leik og menn er strax búnir að mála skrattann á veginn. Maðurinn sem var okkar besti maður framm á við eftir áramót í fyrra. Einar segir allt sem segja þarf held ég.

    og einungis forvitni í mér, um hvað var kommentið sem var eytt út? :S

  41. Einar, keyptir þú svo sýn eftir allt saman??
    Hvar er barátttu andinn? Ég læt þá undan og fæ mér líka sýn.
    🙂

  42. Já, þótt ég mótmæli háu matvælaverði kröftuglega þá fer ég ekki í hungurverkfall. Auðvitað tekur hver og einn ákvörðun með það hvort hann kaupir áskrift út frá sínum persónulegu ástæðum. Ég hef aldrei sagt að ég ætlaði að standa í einhverjum aðgerðum einsog að sleppa því að kaupa þetta eða skila myndlyklum eða öðru.

    Ef að það hefði verið möguleiki fyrir mig að sleppa því bara að kaupa áskriftina, þá hefði ég gert það í stað þess að mótmæla þessu á opinberum vettvangi. Eftir allt, þá skrifa ég ekki greinar um það hversu mikið Saga Class flugmiðar kosta, heldur sleppi því bara að fljúga á Saga Class. Enski boltinn er annað mál því það er þjónusta sem mér þykir afskaplega vænt um og færir mér mikla gleði. Ég er gríðarlega ósáttur við þá þjónustu og verðið sem boðið er uppá, en þar sem ég hef ekki aðra möguleika í stöðunni þá verð ég að sætta mig við einokunina. Ef blokkin mín byði uppá að það væri settur upp gervihnattadiskur, þá myndi ég svo sannarlega gera það.

    Annars miðað við þau myndgæði, sem boðið er uppá, þá efast ég um að ég borgi meira en einn mánuð til Sýnar 2. Ég er að spá í að skrifa pistil um það á næstunni.

  43. Aðeins um annað. Svakalega var pirrandi að horfa á þennan Man Utd leik með Loga Ólafs sem lýsanda. Hreint út sagt óþolandi að hlusta á hann andvarpa þegar að Man Utd voru að komast í færi eða klúðruðu einhverju. Þetta var eins og að horfa á lýsingu á íslenska landsliðinu…….

  44. var að spá með þessa flugmiðasamlíkingu Pésa… þar sem hann tók SagaClass, almennt verð (30-40þús) og hoppfargjöld… og var þá að vísa til þess að sagaclass verðið væri svipað og þeirra sem greiddu eingöngu fyrir Sýn2… m.v. þessa samlíkingu hans þá þyrfti farþegi að kaupa 1-3 flugferðir aukalega (líkt og 365-rásirnar sem neytendur þurfa að kaupa til að fá lægra verð á Sýn2) til þess að fá þetta “almenna verð” eða meðalverð sem hann var að tala um, hann minntist ekkert á það í þessu líkingarmáli sínu

  45. þið eruð frábærir fótboltapælarar, en getið þið svarað því sem ég spurði á ummæli 33. M Uvar meira með boltan en ? frábært

  46. Varamenn á skýrslu mega vera 5 talsins í Úrvalsdeildinni (7 í CL) og þar af máttu nota 3 skiptingar.

Byrjunarliðið gegn Aston Villa

21 stigs munurinn farinn