Byrjunarliðið gegn Aston Villa

Jæja, spennan magnast! Byrjunarliðið í okkar fyrsta leik gegn Aston Villa er komið.

Fyrir ári leit byrjunarliðið á fyrsta degi svona út:

Reina

Kromkamp – Carragher – Hyypia – Riise

Gerrard – Sissoko – Zenden – Aurelio

Fowler – Bellamy

Á bekknum voru: Dudek, Agger, Gonzalez, Crouch og Pennant

Í dag lítur það svona út:

Reina

Finnan – Carragher – Agger – Arbeloa

Pennant – Gerrard – Alonso – Riise

Torres – Kuyt

Á bekknum: Charles Itandje, Sami Hyypia, Andriy Voronin, Ryan Babel, Momo Sissoko

Í raun má segja að Kristján hafi haft rétt fyrir sér nema með vinstri vænginn. Báðir mennirnir, sem við spáðum að kæmu til greina á vinstri vænginn, Benayoun og Kewell eru ekki með í hópnum! Því eru tveir bakverðir á vinstri hliðinni, Arbeloa í bakverðinum og Riise á kantinum.

Einnig vekur það athygli mína að Voronin er valinn á bekkinn í staðinn fyrir Peter Crouch. Ég hef enn ekkert lesið um það að Benayoun, Kewell eða Crouch séu meiddir.

Á bekknum eru svo tveir sókndjarfir menn, sem gætu spilað sinn fyrsta leik fyrir Liverpool: Babel og Voronin. Mascherano er greinilega ekki kominn í nægilega gott form þar sem hann er ekki heldur í hópnum.

Djöfull er ég orðinn spenntur! Áfram Liverpool!

10 Comments

  1. Já, núna er breiddin það mikil að það þurfa að vera 4 gæðaleikmenn fyrir utan hópinn á borð við Benayoun, Kewell, Mascherano, Crouch, og Aurelio (þó hann sé meiddur)

    En það er léttir að sjá að Kóngurinn er farinn á miðja miðjuna 🙂

  2. Klassa afgreiðsla frá Laursen 😀

    Þetta lýtur orðið vel út hjá okkar mönnum.

  3. Já og jæja, hálfleikur og staðan 0-1 eftir sjálfsmark frá Laursen. Ég verð að viðurkenna að það hefði verið flottara ef Torres hefði bara sett hann sjálfur, en mark er mark og við sláum ekki hendinni á móti ölmusu. 😉

    Vonandi geta okkar menn bætt við öðru í seinni hálfleik og sett smá pressu á stóru liðin sem spila á morgun. En maður er bjartsýnn. 🙂

  4. Góð innkoma hjá Babel. Fínn leikur hjá Torres, hann á pottþétt eftir að vera frábær í vetur.

  5. ‘A þessum degi tel ég rétt að lýsa því yfir að ég er ástfanginn af Gerrard : )

  6. Benitez sagði einhvern tímann að Benayoun gæti breytt leikjum, og sérstaklega á heimavelli. Einhvern mun hlýtur hann að meta að spila heima og úti, þannig að hann mun hugsanlega nota Benayoun meira á Anfield.

Upphitun: Aston Villa á morgun!

Aston Villa 1 – Liverpool 2