Vallarvörður

Ég spái því að [þessi vallarvörður](http://www.liverpoolfc.tv/match_pix/first/2007_08/607/full/villa-48-web.jpg) sé Aston Villa stuðningsmaður. Fleiri myndir frá leiknum á laugardaginn [hér](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N156670070813-1200.htm).

Annað: Bascombe gefur í skyn að bæði Kewell og Benayoun [hafi verið meiddir](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_headline=aston-villa-1-liverpool-2-echo%26method=full%26objectid=19619941%26siteid=50061-name_page.html) fyrir Villa leikinn.

>When Harry Kewell’s allergy to fixtures which don’t end with a trophy presentation struck, and news broke Yossi Benayoun had remained on Merseyside, it was impossible not to imagine Benitez would adopt a safety first, pragmatic approach in his first line-up.

Hef ekki lesið þetta áður.

18 Comments

  1. Eða bara að hann sé með svona gott pókerfeis og svona góður í að vera hlutlaus 🙂

  2. Var einmitt búinn að svekkja mig á Rafa að því að hvorki Yossi eða Kewell hafi verið á vinstri kantinum.

    Finnst í eiginlega góð tíðindi að þeir hafi verið smávægilega meiddir!

  3. Er ég fullur!!! afsaka ljótt málfar í commentinu hér að ofan… boðskapurinn ætti þó að komast til skila!

  4. Geturðu ekki látið tenglana opnast ý nýjum glugga? Kannski fullmikill smámunasemi hérna 😉

  5. Geturðu ekki látið tenglana opnast í nýjum glugga? Kannski fullmikill smámunasemi hérna 😉

  6. Þessi mynd er snilld. Sá einmitt að hann var ekkert alltof glaður þegar hann sá að Gerrard og félagar komu hlaupandi í áttina að honum

  7. Þorsteinn, ég get gert það en ég mun ekki gera það. Mér finnst það sjálfum óþolandi þegar það er gert sjálfkrafa.

  8. Það er mjög einfalt að hægri smella á linkinn og “Open in a new window” eða “In a new Tab”, ágætt að maður geti bara ráðið þessu sjálfur hérna í staðinn fyrir að vera píndur til að opna endalaust af nýjum gluggum. 😉

  9. Ekkert mál. Þið hafið þetta bara eins og þið viljið.

  10. Ég er nú samt sammála Þorsteini, þetta fer nett í taugarnar á mér að fá þetta ekki upp í nýjum glugga. Óþolandi að þurfa alltaf að fara til baka…en hey, eins og Steini segir, menn hafa misjafnar skoðanir og misjafnir hlutir fara í taugarnar á fólki…er reyndar sammála honum í þessari Kuyt umræðu.

  11. Langaði bara rétt að minnast á Obafemi Martins, sem byrjaði vel með Newcastle um helgina. Fannst alltaf skrítið að hann var aldrei nefndur til sögunnar þegar talað var um nýja leikmenn hjá Liverpool. Helv. öflugur og ég sá hann nú alveg fitta vel í framlínu Liverpool þegar sumarpælingarnar voru. Virðist ætla að halda áfram að vera í “favorites” hjá mér miðað við byrjunina.

  12. Sammála síðasta ræðumanni. Obafemi er einfaldlega frábær sóknarmaður og líka skemmtilegur á að horfa. Það hefði verið áhugaverður kostur að fjárfesta í honum. Hann byrjar leiktíðina af krafti.

    Ég er engu að síður mjög sáttur við þá framherja sem Liverpool hefur á að skipa í dag.

  13. Steini Eyþórs vert ekki með þetta vesen alltaf. Takk fyrir góða síðu til lestrar annars. YNWA

  14. Þorsteinn. Það er langbest að hafa bara mús með back og forward hnöppum á hliðinni á músinni. Þá þarf ekki einu sinni að slökkva á myndinni (í nýja glugganum, óþolandi að fá nýjan glugga með bara einni mynd og þurfa svo að færa músina nokkra sentimetra til að slökkva á þeim glugga ;0), heldur eitt smell og wolla, fyrri síðan í cache og allt eldsnöggt á sama stað.
    Þakka annars Einari og hinum bloggskrifurum fyrir góða síðu og betri og skemmtilegri vinkil á liverpool mál á íslenskunni.

  15. snilldar mynd … veit einhver hvernig maður nálgast myndir inni á liverpooltv.com ?

    ég er meðlimur en finn aldrei myndir úr leikjum !!!

    kv ..

  16. Flott mynd
    En segið mér hver er þetta sem stendur á milli Gerrard og “Káts” !

  17. Vargur. Hversu erfitt er að skilja þetta, maðurinn heitir Jóhann 😉

Áhrif sjónvarps á enska boltann

Sýn2.is