Sýn2.is

Einhver snillingur hefur tekið frá lénið [syn2.is](HTTP://www.syn2.is) einsog bent er á í [grein í Fréttablaðinu í dag](http://vefblod.visir.is/index.php?s=1166&p=33273) (sjá efst vinstra megin). Þar eru birtir tenglar í umræðu um verðhækkun Sýnar.

Í Fréttablaðinu er viðtal við eiganda lénsins, Daníel Snorra Jónsson þar sem hann segir:

>”Ég sá að lénið var á lausu og stökk á það. Það kostaði tíu þúsund krónur auk virðisaukaskatts, svipað og þriggja mánaða áskrift að Sýn 2″

og mesta snilldin:

>Spurður um hvort lénið sé til sölu segir Daníel það velta á ýmsu. “Ég er með verðskrá sem einhverjum gæti þótt svolítið flókin en er í raun sáraeinföld. Það eru um 20 útgáfur af verði og fer eftir því hvort viðkomandi á í öðrum viðskiptum við mig.”

Einnig þá er hérna grein í Mogganum þar sem fjallað er um Kastljósþáttinn.

29 Comments

  1. Þessi snilli bjargaði deginum hjá mér. 🙂

    Aðra eins gargandi snilld hef ég ekki séð lengi góðir hálsar.

  2. Þetta finnst mér vera vel við hæfi… Þessi maður ætti að vera sæmdur næstu Fálkaorðu… !:)
    YNWA

  3. Þetta er auðvitað tær snilld. En hvað geta 365 gert? Geta þeir gert tilkall til lénsins? Eða verða þeir að kaupa það af kappanum? Hvað segja lögfróðir lesendur bloggsins um það?

  4. Þetta er auðvita ekkert nema snilld!
    Fá hann til að þvinga þá til að lækka verðið á áskrift í ásættanlegt verð (því maður getur farið á pöbbinn á alla liverpool leiki og fengið sér 3-4 öl með hverjum einasta leik og maður kemur út í plús, miðað við fá sér áskrift), og þeir fá lénið. Þar með er hann orðinn vinsælasti íþrótta aðdáandi landsins.
    Ekki slæm hugmynd…….

  5. Ég held “en ég er ekki lögfræðingur og veit kannski ekki mikið um þetta” að ef Sýn2 væri skráð vörumerki sem mér skilst að það sé ekki þá gætu 365 gert tilkall til lénsins á grundvelli vörumerkjalagana. Annars er þetta víst voðalega grátt og flókið og bara til þess gert að stórfyrirtæki með lögfræðinga geti nýðst á venjulegu fólk sem er að reyna að klekkja á þeim 😛

  6. Þessi gæji er hryllilega fyndinn. Væntanlega þurfa þeir að kaupa þetta af honum. Gætu farið í lögfræðiæfingar sem gætu orðið kostnaðarsamari og óvinsælli heldur en að gera honum bara tilboð.
    Sýn og Sýn 2 frítt í þrjú ár ætti að vera sanngjarnt verð ef þú ert að lesa þetta Daníel.

  7. Ég fíla svona menn! Mér finnst að hann eigi að halda þessu til streitu, að rukka þá um fullt verð nema þeir séu í “öðrum viðskiptum” við hann. Hann gæti t.d. krafið þá um að koma heim til sín og bóna bílinn sinn í skiptum fyrir “sanngjarnt verð”. 🙂

  8. Selur lénið bara á 114% hækkun og þá verða þeir líka að kaupa þetta og hitt frá honum 😀

  9. Þetta er snillingur dagsins.
    Ekki spurning að hann á skilið 3ja ára fríáskrift að Sýn2 og kippu af Carlsberg pr. leik frá rányrkjurum á 365. Nema Skjárinn eða Rúv bjóði betur, þetta er frábær síða til dagskrárkynningar á íþróttaefni !
    Og enn og aftur klúður hjá 365 að hafa ekki tryggt sér þetta í tíma…

  10. Ég einmitt furðaði mig á því fyrir nokkrum vikum þegar ég ætlaði að kynna mér sýn2 og hélt að það hlyti nú að vera til syn2.is og þar var ekki neitt en aldrei datt mér í hug að kaupa lénið, þvílík snilld 🙂

  11. Ég heyrði í vini mínum núna um helgina. Hann hafði ætlað sér að horfa á Arsenal leikinn og hafa það náðugt eftir að hafa greitt fyrir Sýn2. Þeir hafa nú verið að berja sér á brjóst og lofað betri þjónustu en þekkst hefur og ætla sér að rukka hærra verð en áður fyrir tímamóta-þjónustuna.

    Skemmst er frá því að segja að vinur minn, búsettur útá landi, varð af leiknum vegna þess að hliðarrásir frá sýn2 voru ekki komnar inn, fyrir hans svæði. Samt sem áður höfðu þjónustufulltrúar 365 sagt að ef hann hefði Myndlykil frá símanum þá ættu hliðarrásirnar að komast til hans. Þetta varð til þess að hann misti af leik með Arsenal og hann fullyrðir að þetta sé í fyrsta sinn í um 2 ár sem það hefur gerst.

    Vinur minn varð að sætta sig við að horfa á Chelsea. Þetta minnir dálítið á tímann þegar RÚV var með boltann og maður gat ekki gengið að því sem vísu að horfa á sitt lið. Nema hvað að nú hefur verðið hækkað dálítið og menn fyrirtækisins keppast hver um annan að lofa þessa tímamóta-þjónustu.

    Ég veit ekki hvernig ég hefði brugðist við í hans sporum, þ.e. ef ég hefði orðið af Liverpool leik vegna þessa.

    Þjónustan hefur svo sannarlega stóraukist eða hvað ?

  12. er ekki hægt að komast í samband við Daníel og spyrjast fyrir um hvað hann fékk fyrir?

  13. Ef lög um lén fylgja þeim lögum, sem skapast hafa í Evrópu, þá mun þetta virka svona. Ef Sýn2 fer í hart þá geta þeir bannað honum að halda út léninu (halda úti efni osfrv), en munu aldrei geta náð réttinum af léninu af honum. Þetta gildir um lén sem ekki hafa verið tekinn af fyrirtækjum/vörumerkjum um leið og fyrirtækjanöfn/vörumerki hafa verið skráð.
    Ef fyrirtæki/vörumerki vilja síðan eignast lén þá er annaðhvort að bíða eftir því að eigandi hætti að borga gjöld eða að semja um verð. Þegar til mikilla ágreininga hefur komið þá eru aðilar skipaðir til þess að leita sér aðstoðar gerðardóms.
    Um þetta er mikið deilt, en svona eru reglurnar þegar skráningaraðilar léna selja öllum hvaða lén sem er. Ég er ekki löglærður en hef fylgst með nokkrum málum í Evrópu og USA þegar aðeins stærri vörumerki en Sýn2 eru til umræðu.
    Það var t.d. maður einn sem átti lénið microsoft.is og var hann (að ég held) skikkaður til þess selja það. Það þótti víst ekki boðlegt að hafa stóra auglýsingu um Linux stýrikerfi á þeirri síðu.
    En í þessari umræðu má reyndar tala um hversu óskaplega amatörlega þessir menn hegða sér. Af hverju í ósköpunum voru þeir ekki búnir að skrá þetta lén til sín?
    Annað inn í alla þessa Sýn2 umræðu. Ég er núna staðsettur hjá tengdaforeldrum í sumarfríinu mínu. Þau eru búinn að vera áskrifendur Stöð2 og Sýn frá því að þessar tvær stöðvar byrjuðu. Þau eru með 2 sjónvörp og fengu tvö lykla en aukalykillinn lokar á allar stöðvar sem borga þarf fyrir á kvöldin. Þegar hringt var til 365 þá var þetta rosalega einfalt. Þér er ekki treyst til þess að fara ekki með aukalykilinn í annað hús. Þvílík og önnur þjónusta!!! Auðvitað í svona tilfellum (hver er ekki með meira en 1 sjónvarp heima hjá sér) eiga sjónvarpsfyrirtækin að geta innsiglað lyklana sína á staðsetningu á einvern hátt þannig að rask yrði ólöglegt og samstundis kært. Eða treysta fólki sem búið er að vera kúnnar stanslaust í yfir 20 ár. Þetta er bara enn ein ömurleg sorgarsagan af þessu fyrirtæki, sem kemst upp með viðbjóðslegan yfirgang og dónaskap og lítið virðist vera um að þeir vilji þjónusta kúnnana sína, þar sem það tók rúman klukkutíma í símanum að fá þetta svar frá þeim. Biðtónlistin var þó reyndar mjög góð og ég ætla að grennslast fyrir um hvort þeir borgi stefgjöld. Þeir hljóta að fá magnaðan afslátt frá STEF, þar sem þeir kaupa svo mikið af þeim. Þetta ætti þannig séð ekki að kosta þá neitt. Ef þeir borga t.d. 30 miljónir fyrir Bylgjuna þá ætti STEF að bjóða þeim að borga einungis 22 miljónir fyrir biðtónlistina með 15% afslætti og lækka reikninginn fyrir Bylgjuna niður í 28 mills. Fyrst að afslættir eru það sem drífir verkið þá ættu þeir að vera rosalega ánægðir með þennan díl.

  14. Best að miða þessa lögfræði við innlendar sjónvarpsstöðvar.
    Þegar fréttastofan NFS var rekin átti eitthvað nemendafélag á Snæfellsnesi(minnir mig) lénið nfs.is
    Ég man að NFS gat ekkert gert og átti ekki neina vörumerkjakröfu á þessu léni. Reyndu að bjóða nemendafélaginu peninga sem var hafnað.

    Annars spái ég að það hafi þurft GOTT boð til að hann myndi selja síðuna. Við erum að tala um hundraðþúsundkalla spái ég. Einn til tvo.

  15. Ég held nú reyndar að þjónustuver 365 borgi Stefgjöld eins og allir aðrir sem eru með tónlist birta opinberlega. Stef láta menn ekki komast upp með neitt annað. En vonandi græddi þessi gaur með Sýn2 lénið ágætlega á þessu enda bara fyndið og skemmtilegt. Vonandi lét hann það í það minnsta ekki af hendi frítt enda hefði enginn ástæða verið til þess. Hvað varðar NFS þá var það einfaldlega eldra “brand” en nýja fréttastöðin enda fjölbrautarskóli suðurlands verið til í áraraðir.

  16. Hef það samkvæmt áreiðanlegum heimildum að íslenski fáninn muni brátt birtast á Þessari síðu… Þá mun væntanlega 365 geta lagt niður sitt batterí.

    Einnig hefur lögbannskröfu smáís á skydigital.is verið vísað frá og von er að hið sama muni gerast í vikunni hjá Eico og skrifa.com.

    kv/

  17. Það er varla svo auðvelt að Canal digital geti komið hingað með allt sitt efni. Rétthafar sjónvarpsefnis selja það til mismunandi svæða og Ísland er eitt af þeim. Þó að Canal digital eigi rétt á t.d. enska boltanum í skandinavíu eiga þeir ekki sama rétt á Íslandi. Þetta er selt exclusívt. Þess vegna er “ólöglegt” fyrir Sky að senda út sína dagskrá út fyrir sitt svæði sem er Bretland. En þó að útsendingin “blæði” yfir til íslands og einhverjir geti náð útsendingum þeirra þá nenna þeir ekki að gera neitt í því. En að setja upp starfstöð hérna og selja þetta systematískt það er annað mál.

  18. Ég held að þetta sé ekki alveg rétt hjá þér Jóhann.

    Efnið er selt sem slíkt á marga vegu, þ.e. terrestrial um breiðband, örbylgju osfrv. og svo satellite sem er þá um gervihnött. Canal digital á satellite rétt á Thor sem næst auðveldlega á íslandi. Hinsvegar á 365 terrestrial réttinn á íslandi.

    Ég held s.s. að satellite signalið skilgreini svæðið en ekki að svæðið sé fyrirfram skilgreint.

    kv/

Vallarvörður

Toulouse á morgun.