Rafa sagði þetta þegar ljóst var að við myndum mæta Toulouse FC:
“I am happy with the draw for two reasons. Firstly, the travelling will not be a problem, and secondly, the second leg will be at Anfield in front of our supporters…”
Á morgun mætum við le Téfécé eða Toulouse FC í Frakklandi á Stadium Municipal og áður en við spáum í okkar menn skulum við líta nánar á andstæðinga okkar, Toulouse FC.
Liðið kemur frá borginni Toulouse sem liggur ekki langt frá landamærum Spánar, mitt á milli Miðjarðarhafsins og Atlantshafsins, og búa þar um 1,1 milljón manns. Borgin er sú 5 stærsta í Frakklandi og hefur vaxið mikið undanfarin misseri. Liðið varð í 3ja sæti í fyrra sem er besti árangur liðsins frá upphafi en ekki er langt síðan að liðið varð gjaldþrota og þurfti að hefja keppni í 3.deild. Liðið hefur ávallt verið “jó-jó” lið í deildinni og flakkað mikið milli 1. og 2. deildar og aldrei náð að festa sig í sessi í efstu deild. Frægasti sigur liðsins kom fyrir ca. 20 árum þegar liðið sló út Napoli í UEFA Cup en þá var Napoli með Diego Maradona innanborðs og vonast stuðningsmenn félagsins eftir eins kraftaverki núna gegn Liverpool.
Þjálfari liðsins er Elie Baup og hefur verið það síðan 2006. Hann er fyrrum leikmaður unglingaliðs Toulouse en var aldrei leikmaður í hæsta gæðaflokki. Hann hefur áður þjálfað St. Etienne og Bordeaux. Heimavöllurinn, Stadium Municipal, tekur rúmlega 35.000 manns og var m.a. notaður á HM 1998.
TFC spilaði 6 æfingaleiki fyrir tímabilið og er nú þegar búið að spila tvo leiki í deildinni, gegn Valenciennes og Lyon. Gegn Valenciennes tapaði liðið illa 1-3 á útivelli en kom síðan gríðarlega á óvart með góðum sigri á Lyon á heimavelli 1-0. Í æfingaleikjunum vann liðið 3, gerði 1 jafntefli og tapaði 2 leikjum. Markatalan: 6-4.
Sagt er að Baup þjálfari breyti liðsuppstillingunni ávallt eftir því hverjum hann mætir og er talið að hann muni mæta til leiks gegn Liverpool með varnarsinnað lið. Á heimavelli notast hann gjarnan við 4-4-2 en á útivöllum 4-5-1. Ætli það sé því ekki líklegt að hann láti liðið sitt spila 4-5-1 með áhersluna á skyndisóknir. Í liðinu eru margir frambærilegir leikmenn en stærsta stjarnan þeirra er án efa hinn sænski Johan Elmander. Hann er í dag 26 ára gamall sem er núna fyrst að slá virkilega í gegn eftir að hafa þótt gríðarlega efnilegur. Nýverið neitaði hann nýjum samning við félagið sem hefði fjórfaldað launin hans og gefur það til kynna að Svíinn vilji ná lengra og spila fyrir stærra félag. Man City og Newcastle hafa verið orðuð við hann en Toulouse hefur sett 20 milljóna punda verðmiða á kappann sem ætti að fæla áhugasama kaupendur frá í bili.
Liðið hefur átt í vandræðum með varnarleik sinn og eru báðir miðverðir liðsins meiddir, Daniel Congré og fyrirliðinn Dominique Arribagé. Gegn Valenciennes voru þeir Jönsson og Fofana í miðverðinum og áttu báðir afar dapran dag. Varnarmaðurinn Hérita Ilunga er í leikbanni gegn okkur.
Byrjunarlið TFC gegn Lyon um síðustu helgi var svona:
Ebondo – Cetto – Ilunga – Mathieu
Sissoko – Emana – Dieuze
Gignac – Elmander – Bergougnoux
Hvort stillt er uppí 4-3-3 eða 4-5-1 veit ég ekki en þetta voru leikmennirnir sem spiluðu leikinn. Gignac er gríðarlega efnilegur framherji og hefur verið orðaður við franska landsliðið. Hann og Elmander geta reynst þeim Carragher og Agger erfiður ljár í þúfu en Elmander skorar ekki einungis mörk því í fyrra átti hann jafnmargar stoðsendingar og mörk eða 11 talsins.
Ég skýt því á að þetta verði byrjunarliðið hjá Toulouse FC (4-4-1-1:
Ebondo – Jönsson – Cetto – Mathieu
Sissoko – Emana – Dieuze – Sirieix
Elmander
Gignac
En nóg um Toulouse og snúum okkar að okkar mönnum. Hvernig stillir Rafa upp liðinu á morgun? Munum við sjá leikmenn sem voru ekki í hóp gegn Villa eins og Macherano, Crouch og Benayoun spila? Ég held það og sérstaklega eftir að hann hefur sjálfur sagt að hann muni breyta liðinu regulega (líkt og áður):
“In modern football you have to change players. It’s not easy to keep the same team. I know a lot of people would like to see the same XI every week but it’s impossible. If players are performing well and we are winning games in a row then we will try to keep them in the team. But how many teams in the Premier League can keep the same XI every week? You look at it and it is usually the teams that are outside the top eight…”
Það er ljós að Pennant er ekki í hóp sem og Kewell sem á við nára meiðsli að stríða. Benayoun, Crouch og Macherano koma allir inní hópinn. Ég veit ekki nákvæmlega hvernig hópurinn er á morgun en ég skýt á þetta byrjunarlið:
Finnan – Carragher – Agger – Riise
Benayoun – Macherano – Alonso – Babel
Crouch – Voronin
Á bekknum: Itandje, Hyypia, Torres, Gerrard, Sissoko, Arbeloa, Kuyt.
Vel má vera að Riise haldi áfram á kantinum og Arbeloa í vinstir bakverðinum líkt og gegn Villa. En ég skýt á þetta.
Það er klárt mál að þetta verður erfiður leikur og möguleikar Toulouse liggja í hagstæðum úrslitum á heimavelli. Liðið er gott á heimavelli og Lyon tapar ekki gegn slökum liðum. Ég er hins vegar fullviss um að við munum komast áfram í meistaradeildinni og við eigum að vinna þetta lið, bæði úti og heima. Við erum með jafnara lið en nokkru sinni fyrr og með 20 manna hóp af landsliðsmönnum sem myndu vera byrjunarliðsmenn í næstum öllum liðum í heiminum. Aðalatriðið er að liðið nái saman sem fyrst og er klárt mál að sigurinn geng Aston Villa hlýtur að hafa gefið mönnum byr undir báða vængi.
Ég spái 0-1 sigri okkar manna í jöfnum og spennandi leik þar sem Crouch skorar rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Maður leiksins verður Reina.
Leikurinn hefst kl:14:30 og er m.a. sýndur beint á Sýn og EuroSport.
Ég bara vona að hann fari ekki að rótera of mikið.
Treysti mér ekki til að spá fyrir um hvort þetta verði liður eður ei..
En ef við horfum á þessa uppstillingu Liverpool þá má sjá að Benayoun, Babel og Voronin geta allir skipt um stöður. Mætti horfa á liðið svona (4-5-1):
…………….Reina
Finnan Carra Agger Riise
……..Alonso Masch
Yossi .. Voronin .. Babel
………..Crouch
Spennan magnast, en þrátt fyrir að Rafa sé til alls líklegur þá finnst mér ólíklegt að hann hvíli, KÓNGINN, Stevie G í fyrri leiknum! Ef við mundum ekki ná hagstæðum úrslitum þá yrði það rifjað upp í allan vetur af sparkspekingum sem væru að tala Rafa niður!! En vissulega er Chelsea á sun og það er ekki leiðinlegt að eiga mann eins og Gerrard á bekknum ef við lendum í vandræðum með Frakkana.
Er þetta rétt kvót hjá Rafa? Með róteringarnar hjá öðrum liðum.
Manutd og Chelsea rótera helst aldrei en þau eru svo sannarlega í “top 8”. (reyndar eru júnited þessa stundina ekki þar…)
http://www.liverpoolfc.tv/news/archivedirs/news/2007/aug/8/NG156624070808-1304.htm
Hérna er slóð á grein eftir Paul Tomkins þar sem hann talar um róteringar Benitez og hinna toppstjóranna meðal annars. Kemur í ljós að Benitez róterar nánast engu meira en Alex Fergusons og Mourinho í deildinni.
Mæli með að þú lesir þennan pistil frá Paul Tomkins: http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/NG156624070808-1304.htm.
Þar segir m.a.:
“Manchester United won last season’s league title with Alex Ferguson having made a total of 118 changes to his Premiership line-ups throughout the campaign, at an average of 3.11 changes per game. The season before that, Chelsea won the league with Mourinho also having made 118 changes to his Premiership line-ups throughout the campaign, again (obviously) at an average of 3.11 changes per game.
So how many changes did Benitez make in 2006/07?
You guessed it, 118 changes to his Premiership line-ups throughout the campaign, at what the eagle-eyed among you will know recognise as an average of 3.11 changes per game.”
Ég er ansi hræddur um að þessi alræmda ofur-rotation hjá Rafa sé svolítið ofur-hæpuð af misvitrum spekingum, um leið og það er eins og enginn taki eftir reglulegum breytingum hjá öðrum stjórum…
Elli og Kiddi: Þetta er “Must reed” pistill hjá Tomkins og kemur þar svart á hvítu hver munurinn í raun er á Liverpool vs. Chelsea/Man Utd. Það er einfaldlega að gæðin í hópnum hefur undanfarin ár verið meiri en hjá Liverpool.
Ég er ótrúlega öruggur um sigur á morgun því liðið er einfaldlega gott hjá okkur í ár.
Hehe – Elli var örlítið fljótari en ég… Þar að auki virkar ekki minn tengill – nema menn taki út punktinn á eftir “htm” þarna í lokin… 🙂
Það verður gaman að já okkar menn taka Youlose 🙂
Það er tvennt sem mig langar að bæta við þessa góðu umfjöllun hjá þér, Aggi:
Alonso byrjar þennan leik ekki. Ekki séns, ekki með bæði Sissoko og Mascherano til í slaginn eftir að hafa verið utan liðs á laugardag. Ég verð hissa ef þeir spila ekki báðir frá byrjun á morgun, en ef annar hvor þeirra verður á bekknum verður það fyrirliðinn Gerrard sem byrjar á miðjunni. Alonso er einfaldlega ekki sami náttúrulegi íþróttamaðurinn og t.d. Gerrard og Riise, hann hefur alltaf þurft að hvíla af og til og ég er handviss um að Rafa vill hafa hann 100% kláran á sunnudag gegn Chelsea, þannig að hann byrjar ekki á morgun. Ég þori að veðja nánast hverju sem er.
Síðasti Evrópuleikur okkar fór frekar illa, svo illa að Rafa er enn að tjá sig um vonbrigðin. Þannig að það er ljóst að okkar menn verða mjööög grimmir í þessum leik. Rafa myndi sennilega stilla upp sínu sterkasta liði til að taka enga séns á morgun, ef hann ætti ekki leik við Chelsea um næstu helgi. Í ljósi þess tel ég að hann stefni á baráttuglatt og sterkt lið sem gefur Toulouse engan séns á að skora mörk, en hefur jafnframt möguleika á að skora gegn þeim. Þess vegna sé ég ekkert því til fyrirstöðu að Mascherano og Sissoko byrji þennan leik saman á miðjunni, jafnvel með Benayoun og Riise (Arbeloa þá áfram í bakverði), með Crouch og Voronin fyrir framan. Það er ekki sókndjarfasta lið sem hann gæti teflt fram, en það er lið sem ætti að geta gert út um alla sóknartilburði Toulouse án vandræða.
Jafntefli á morgun og svo söltum við þetta lið á Anfield eftir hálfan mánuð, segi ég. Það er þess virði að fórna sóknartöktunum á morgun til að vernda menn eins og Alonso, Gerrard, Torres og Babel og eiga þá heila og ferska á sunnudaginn.
Ég spái okkar mönnum 1-0 sigri á morgun og það verður Voronin sem skorar markið eftir laglegan samleik Crouch og Benayoun. Þið heyrðuð það hér fyrst. 🙂
KAR: Ég kaupi þessi rök með Alonso og minnist þess núna að Rafa hafi áður talað um að Alonso væri oft lengur í gang en aðrir leikmenn eftir undirbúningstímabilið. Þá er líklegt að Sissoko og Macherano verði á miðjunni = sóknarknattspyrnu… hhmm nei. Rafa mun koma til að halda markinu hreinu og setja´ann úr skyndisókn. Þar kemur Voronin sterkur inn.
Benitez refutes rotation rancour
Hversu oft ætli Rafa þurfi að segja þetta í vetur?
Er það rétt að leikurinn verði á sýn og Eurosport
er það ekki frekar Skysport ?
Ég er viss um að við tökum þennan leik svona 1-3
Verður ekki Allinn sportbar á Akureyri örugglega opnaður á morgun fyrir leik, ég er staddur fyrir norðan og má alls ekki missa af leiknum, spái annars 0-2 fyrir okkar mönnum 🙂
EuroSport
Sýn
Skv. þessum síðum er leikurinn sýndur beint á þeim. Hvort hann sé sýndur beint á SkySports veit ég ekki.
Leikurinn kl.14.30?! Hvaða grín er það nú eiginlega?
Gummi, þessi óvenjulegi tími stafar af því að það er leikin heil umferð í frönsku efstu deildinni annað kvöld og því mátti Evrópuleikur Toulouse ekki vera á sama tíma, vegna einhverra sjónvarpsréttinda í Frakklandi. Þess vegna er hann klukkan 14:30 að íslenskum tíma.
“Liverpool, much like an Italian team after a visit from a suspicious man with a suitcase full of cash, will play Toulouse” 😀
Flott upphitun Aggi.
Ég spái baráttusigri okkar manna, þó svo að fyrirfram sætti ég mig vel við jafntefli svo fremi sem það er ekki 0-0. Gjörsamlega ómögulegt að ráða í byrjunarlið hjá Rafa. Er nokkuð viss um að Maschareno, Sissoko, Benayoun, Voronin og Crouch eigi eftir að spila talsverðan hluta hans.
Annað. Finnst mönnum ekki ótrúlegir svona frasar eins og Kjartan vitnar í hér að ofan? Mér finnst þeir með hreinum ólíkindum, sér í lagi þar sem að Liverpool hefur ekkert verið að eyða mikið meira í net spending en áður. Bara vegna eigendaskiptanna þá er farið að tala um svona hluti. Það er alls staðar talað um big spenders Liverpool fyrir tímabilið. Mér hefur Rafa og co. fyrst og fremst fjárfest viturlega, en ekki með neina ofureyðslu eins og fjölmiðlar hafa viljað láta í veðri vaka. Ég fór inná official síðu Úrvalsdeilarinnar á Englandi og fór aðeins yfir tölur þar. Þetta var útkoman á net spending (í mínus) hjá félögunum (allt í milljónum punda):
Fulham 21,5
Liverpool 24,2
Man.City 27,2
Man.Utd 39,5
Portsmouth 20
Sunderland 25,5
Tottenham 34,1
Við erum sem sagt í 5 sæti yfir þau lið í EPL sem hafa eytt mestu í bein leikmannakaup, miðað við það sem hefur fengist út úr leikmannasölum. Auðvitað kemur margt inní þetta, en mér hefur fundist þetta ákaflega fyndið dæmi í fjölmiðlum. Þeir gefa það nánast í skyn að við höfum verið að eyða yfir 100 milljónum punda í leikmenn.
Steini, þegiðu bara! Þú veist ekkert. Við sólunduðum öllum auðævum Jóakims Aðalandar í leikmenn í sumar og Rafa gerir MIIIIINNNST þrjátíu breytingar á liði sínu á milli leikja. Hættu að berja höfðinu við steininn þegar það sjá allir hvað hið sanna er! 😉
Verulega góður punktur, SSteinn. Svo má ekki gleyma að Chelsea fara ábyggilega uppfyrir okkur með kaupunum á Alves (nema þeir fái þá verulega peninga fyrir Robben í staðinn).
En menn taka oft eftir fáum stórum kaupum í stað margra litla.
Eru fleiri sem eru búnir að borga fyrir sýn2 en hafa ekki aðgang að rásinni. Það var allt í fínum málum um síðustu helgi en núna er allt í tómu tjóni, ég er búinn að reyna að uppsetja þetta aftur með því að fara í sjálvirka leit og blablabla en ekkert gengur. Hafa menn verið að lenda í þessu?
En Kristján, hvar kemur þá frúin í Hamborg inn í dæmið?
Það er hætt við að Alves fari á mikinn pening, en á móti kemur að Chelsea munu fá slatta fyrir Robben. En væntanlega fara þeir samt líka yfir 20 millu net spending markið líka (sem er reyndar bara pocket klink þegar kemur að þeirra leikmannaviðskiptum).
Þessi umræða um meint fjáraustur Liverpool í sumar fer líka alveg skuggalega í taugarnar á mér. Af hverju talar enginn í breskum fjölmiðlum um eyðsluseggina í Spurs sem hafa síðan tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum? Er það kannski af því þeir hafa verið duglegir að kaupa enska leikmenn?
Sömuleiðis getur Móri hjá Chelsea ekkert verið að drulla yfir peningaeyðslu annarra liða. Hann þarf að sleppa því að kaupa leikmenn í fimm ár til að hafa efni á að tala á þeim nótum sem hann hefur gert í sumar.
En hvernig var með Alex? fékk Chelsea hann á frjálsri sölu frá PSV?
Hef hvergi séð neitt um kaupverðið á honum, þannig að hann er ekki inni í þessum tölum. Og talandi um 5 ár sem hann þyrfti að sleppa því að kaupa leikmenn. Það mætti nú bæta vel við þá tölu, held við getum alveg tvöfaldað hana.
Ef það er rétt sem talað er um að þeir séu búnir að semja um kaupverð á Alves fyrir 25 milljónir punda, þá eru þeir með 3 hægri bakverði í sínu liði sem kostuðu þá samtals 44,2 milljónir punda (bara kaupverðið sem slíkt), sem er ekkert smáræði.
Everton stormed to the top of the Premier League after keeping Tottenham’s £40million strikeforce quiet at White Hart Lane in a 3-1 victory.
Chelsea voru búnir að kaupa Alex, en hann fékk víst ekki atvinnuleyfi á Englandi, eftir þvi sem ég minnist að hafa lesið einhversstaðar.
Rólegir á viðkvæmninni, var bara að deila mjög skemmtilegu pun-i sem ég heyrði, ekki að rakka niður Liverpool fyrir leikmannakaup. Datt ekki einu sinni í hug að það væri hægt að túlka það svona. En taki það til sín sem eiga það 😀
Rakk á ítalska knattspyrnu ef eitthvað er.
Já, Kjartan ég held að SSteinn hafi nú ekki verið neitt viðkvæmur bara notað þetta tækifæri til að koma þessum punkt að. Ég veit að þú ert ekkert að rakka þetta niður, en það er hins vegar athyglisvert hvernig að umræðan er orðin um þetta, sem færist svo útí það að menn byrja að búa til brandara um “mikla” eyðslu Liverpool.
Hvað er Sissoko að þvælast í hinu liðinu?
Hann heitir Moussa Sissoko og er líkt og nafni hans hjá Liverpool fæddur í Frakklandi en á rætur sínar að rekja til Malí. Hann er fæddur 1989 og er varnarsinnaður miðjumaður.
Nánari upplýsingar á frönsku: Moussa Sissoko
Kjartan, það er svo langt frá því að ég hafi verið viðkvæmur fyrir þessu hjá þér, þvert á móti góður punktur og fannst hann kjörinn til þess að fara aðeins yfir þetta mál. Það er ekki eins og að þetta hafi verið samið af þér. Túlkaði þetta alveg eins og þú settir þetta inn, “fréttamennska” á mjög skrítnu plani. Vildi bara nota tækifærið og koma með smá tölur er varðar þessa GRÍÐARLEGU eyðslu Liverpool. Ég talaði einmitt sérstaklega um að þú “vitnaðir” í þetta, til að reyna að fyrirbyggja allan misskilning um að ég ætlaði að eigna þér þessi orð. Allir sáttir? 🙂
Ég er skíthræddur fyrir þennan leik, eins og reyndar alltaf fyrir þessa leiki í 3. umferð undankeppni CL. Mikilvægi þessara leikja þarf auðvitað ekkert að ræða.
Það verður um 30 stiga hiti þegar leikurinn hefst sem vinnur nú varla með okkar mönnum. Vonum það besta.
Hehe, ég er nú ekkert sár yfir þessu. Ég bara fattaði ekki að það væri hægt að taka þessu sem brandara um eyðslu Liverpool heldur bara fyndinn orðaleikur. Efast um að sá sem sagði þetta hafi meint þetta sem djók um Liverpool heldur um Ítali enda var þetta umsjónarmaður ítalska boltans á Setanta sem sagði þetta.