Þessi færsla þjónar tvennum tilgangi:
Fyrst, þá langar mig að tilkynna ykkur lesendum Liverpool Bloggsins að **Hjalti Þór Hreinsson** hefur ákveðið að draga sig í hlé frá síðunni að svo stöddu. Þetta varð reyndar ljóst fyrir nokkrum vikum og við ætluðum að vera búnir að tilkynna þetta fyrr, en það gerist hér með. Ástæðurnar fyrir brotthvarfi Hjalta af bloggsviðinu eru persónulegar og við hinir virðum þær og vonum að þið gerið það líka. Það skal þó tekið fram að það eru engin ósætti á milli Hjalta og okkar og hann skilur við síðuna í góðu. Það er ekki útilokað að hann láti sjá sig hér aftur, en þangað til það gerist óskum við sem eftir stöndum honum góðs gengis í hverju því sem hann tekur sér fyrir í lífinu. Takk fyrir okkur, Hjalti!
Þá að öllu gleðilegri tíðindum. Ofurbloggarinn, mannvitsbrekkan, dýravinurinn og allsherjar góðigæjinn **Einar Örn Einarsson** á stórafmæli í dag. Drengurinn er orðinn þrítugur og við hér á Liverpool Blogginu óskum honum að sjálfsögðu hjartanlega til hamingju með afmælið! Ég hef reyndar mjög sjálfselskar ástæður fyrir því að koma þessu á framfæri, því við brotthvarf Hjalta og stórafmæli Einars er ljóst að ég er eini eftirstandandi Liverpool Bloggarinn sem er undir þrítugu! 😉 En það er ljóst að Einar Örn ber aldurinn vel og það er vonandi að næstu tíu árin verði honum jafn góð, sem Liverpool-stuðningsmanni, og síðustu tíu hafa verið. Helst betri, jafnvel. Til hamingju með daginn, gamli!!!
Já, Hjalta verður sárt saknað og megi hann eiga þökk fyrir sitt framlag.
Ég vil líka óska Einari Erni til hamingju með daginn. Það er mikið að eitthvað af þessum kjúklingum fara að komast í fullorðinna manna tölu. Nú er bara einn bloggari eftir sem telst vera “krakki” 🙂
Der alte
Til hamingju Einar!
Til hamingju með afmælið 🙂
En leiðinlegt að missa Hjalta af blogginu hann kom með skemmtilegar pælingar á boltanum hérna inn sem var gaman að lesa
Til hamingju með daginn Einar 🙂
Til hamingju með daginn. Er afmælisbarnið búið að átta sig á því að ef hann væri sjálfur að spila fótbolta myndu þulirnir tala um “gamla brýnið” þegar hann fengi boltann…? 🙂
Til hamingju með daginn Einar 🙂
George Best var löngu kominn á eftirlaun um þrítugt
Er Hjalti orðinn United maður eða?
Takk fyrir samstarfið Hjalti.
Og tillykke með daginn EÖE, loksins hægt að taka þig alvarlega.
Til hamingju með daginn Einar, flottur dagur til að eiga afmæli (á líka afmæli í dag). Nú skil ég afhverju ég er svona oft sammála þér.
Kv
Krizzi
Já takk Hjalti fyrir pistlana þina og innlegg
og innilega til lukku með daginn Einar, it’s all down hill from here : )
Takk Kristján Atli og takk allir sem hafa kommentað. 🙂
Já, Krizzi – við og svo var víst þessi gaur fæddur sama dag og ég.
Kiddi, ég vil meina að það sé ekki alveg kominn tími á það komment. Henry er t.a.m. ekki enn orðinn “gamla brýnið”. Skoðum þetta eftir svona 2-3 ár. 🙂
Innilega til hamingju með daginn Einar!! Velkominn á sama fertugsaldur og ég (give or take few years!!) … og hafðu það frábært!!
Nohh, ég, Einar Örn, Thierry Henry og síðast en ekki síst Öyvind Leonardssen eiga afmæli á þessum góða degi. Til hamingju með afmælið.
Sammála því að það er leiðinlegt að missa Hjalta, nokkuð góður penni.
Já, og í tilefni afmælisins og kommentsins hjá Kristjáni Atla þá má alveg geta þess að ég var ekki fermdur síðast þegar að Liverpool vann deildina. Það er kominn tími á okkur! 🙂
til hamingju með daginn
Til hamingju með afmælið Einar Örn….
Bara benda líka Einari og hinum afmælisbörnunum á það, að stórleikarinn Robert De Niro er 64 ára í dag. 🙂 “You talking to me??”
Til lukku með daginn.
Annað, það er kominn einhver undra markmaður til liðsins sem heitir Pétur Gúllas.
http://www.visir.is/article/20070817/IDROTTIR0102/70817026
Til hamingju með daginn Einar. Jafnframt leitt að Hjalti þurfi frá að hverfa.
Vildi annars koma með vingjarnlega ábendingu, þ.e. að færa síðurnar um ykkur pennana yfir í WordPress formatið.
Ég óska Einari Erni til hamingju með daginn og ég vil einnig nota tækifærið til að óska góðvini mínum geisladisknum til hamingju með daginn en hann er 25 ára í dag
Til hamingju með daginn Einar og velkominn á fertugsaldurinn 🙂
Langar að benda ykkur á tvo linka.
Hérna er video af nýja vellinum:
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N156710070817-1409.htm
Gaman að sjá þetta.
Góður föstudagspistill fyrir Chelsea-leikinn:
http://www.thisisanfield.com/columnists/2007/08/the-look-of-champions/
Og að sjálfsögðu, til hamingju með daginn Einar.
til hamingju með daginn Einar og geisladiskurinn 🙂
Til hamingju með daginn Einar
Til Hamingju með daginn Einar, takk fyrir frábæra og jafnframt stórgóða framkomu í sjónvarpinu þarna um daginn, þú ert auðsjáanlega maðurinn… LIVERPOOLMAÐURINN hehehe.
Ég er núna staddur í Singapore og hér er allt morandi í Liverpool mönnum, annarhver maður með húfu kollinum, í bol eða í fullum herklæðum, hrikalega er maður stoltur af því að vera Liverpool maður frá Íslandi hérna í Singapore, ég er líka herklæðum flesta daga heheheh.
Bestu kveðjur til þín Hjalti og þakkir fyrir frábær skrif (skref) hérna á blogginu heheh.
Avanti Liverpool hér í Singapore :c)
til hamingju með daginn nafni, nú fer lífið að byrja, spennandi dagur á morgun (sunnudag)
Ég þakka kærlega fyrir góð orð í minn garð 🙂
Segi jafnframt til hamingju með afmælið Einar 😉
ég spyr ,ræður ekki garrard hvort hann spilar með landsliðinu eða ekki, hann fær ekkert fyrir að spila ég segi fyrir mitt leiti til hvers að spila landsleiki og geta kanski alldrey spilað framar og þótt ég spila fyrir landsliðið þá er ég ekkert að vinna=ef ég finn eitthvað upp sem gætið gefið mér frama og pening ætti ég að nota það bara fyrir ísland og ef ég er góður í boxi á ég þá ekki að gera það fyrir SJ’ALFAN mig
Takk kærlega, öll 🙂