Þá er komið að milljónaleiknum á Anfield. Það er ansi hreint mikið í húfi og eins gott að vera á tánum. Liverpool fer inn í þennann leik með góða stöðu, en 1-0 er nú engu að síður bara 1-0. Það þarf ekkert mikið til í svona löguðu til þess að hlutirnir renni út úr höndunum á mönnum ef menn eru ekki á tánum. Ég er þess fullviss að Rafa Benítez muni gera mönnum fulla grein fyrir því hvað er í húfi og það er ekki einn leikmanna liðsins sem getur hugsað þá hugsun til enda að vera ekki með í Meistaradeildinni á tímabilinu. Ef allt er eðlilegt, þá á þetta engu að síður að vera frekar létt verk fyrir okkar menn. Lið Toulouse er hreint út sagt ekki mjög sterkt lið og á hreinlega ekki að geta komið á Anfield og sett mörg mörk. Mér skilst einnig að það sé talsvert um meiðsl hjá þeim og það veikir þá mikið, þar sem þeir búa ekki yfir mjög sterkum hóp. Þessi leikur verður ekki tekinn neinum vettlingartökum, hann verður að vinnast og það örugglega. Við höfum reyndar lent í basli síðustu tímabil með þessa heimaleiki í undankeppninni og ekki náð neinum frábærum úrslitum í þeim, þó síður sé. Á morgun þarf að verða breyting þar á.
Ég ætla mér ekki að fara neitt út í uppstillingu mótherjanna. Ástæðurnar eru aðallega tvær. Ég þekki ekki mikið til liðsins og hreinlega nenni ekki að fara djúpt ofan í leikmanna hóp þess. Hin ástæðan er sú að það á ekki að skipta okkar menn neinum máli hvernig uppstilling mótherjanna verður, við eigum að geta stillt um mun sterkara liði en þeir, þó svo að við myndum skipta öllu liðinu okkar út frá leiknum gegn Sunderland. Að vanda er hrikalega erfitt að ráða í það hvernig Rafa muni stilla liðinu upp. Hyypia er sagður klár í slaginn þrátt fyrir nefbrot. Sömu sögu er ekki hægt að segja af Carra og Stevie. Þeir verða örugglega báðir fjarri góðu gamni. Eina spurningin í mínum huga varðandi vörnina er hvort Rafa taki sénsinn með Sami og setji hann inn, eða hvort hann setji hreinlega Arbeloa inn í miðvörðinn við hlið Agger. Arbeloa er ekkert ókunnugur þeirri stöðu og treysti ég honum vel í að klára sig af leiknum. Reynsla Hyypia skal þó ekki vanmetin hér og það myndi alveg pottþétt styrkja vörnina ef hann verður úrskurðaður klár fyrir leikinn. Ég á þó ákaflega erfitt með að taka Arbeloa út úr liðinu, því ég er nánast viss um að Rafa finnur sæti fyrir hann þar.
Ég spáði rangt fyrir um miðjuna síðast (og reyndar flest annað ef því er að skipta) og KAR hafði rétt fyrir sér með Alonso. Ég ætla þó að halda því fram núna að Alonso hefji ekki leikinn. Ég held að Maschareno komi inn á miðjuna, enda lék hann ekkert um helgina og hefur bara spilað gegn Toulouse á tímabilinu. Mér að vitandi eru þeir Kewell og Aurelio ennþá fjarverandi og vona ég því að Babel fái aftur tækifærið á kantinum. Það þarf að spila þeim strák talsvert til að koma honum almennilega inn í spilið hjá liðinu. Ég tel líka nánast öruggt að Benayoun kominn inn í byrjunarliðið. Hann var ekki einu sinni á bekknum gegn Sunderland og er eflaust hungraður í að spila. Svo er stóra spurningin með Lucas. Ég vonast til að sjá hann á bekknum og að hann fái eitthvað tækifæri ef staðan verður orðin góð fyrir okkar menn. Sömu sögu má segja með Leto (kannski meira óskhyggja og væntanlega verður Pennant á bekknum í hans stað). Momo mun pottþétt byrja á miðjunni eftir frábæra frammistöðu um helgina. Frammi verða það svo Kuyt og Crouch sem leiða sóknina. Ég ætla því að spá byrjunarliðinu svona:
Finnan – Agger – Hyypiä – Riise
Benayoun – Sissoko – Maschareno – Babel
Crouch – Kuyt
Bekkurinn: Itandje, Arbeloa, Lucas, Alonso, Leto (Pennant), Torres og Voronin
Nú er bara að klára þetta dæmi. Okkar menn hafa verið á flugi og ég sé ekki neina ástæðu til þess að menn lækki eitthvað flugið á Evrópukvöldi á Anfield á morgun. Ég ætla að gerast grófur og spá öruggum sigri okkar manna, 3-0. Babel mun setja sitt fyrsta mark fyrir félagið og svo munu þeir félagar í framlínunni setja sitthvort kvikindið.
Sammála þér SSteinn í næstum öllu. Þetta er líklegt byrjunarlið og tel ég 100% öruggt að Benayoun, Mascherano, Crouch og Kuyt spili þennan leik frá upphafi.
Þetta verður erfiður leikur sem ég tel að endi 0-0/1-0 fyrir okkur. Sterkur varnarleikur með rólegum sóknarleik.
Mér líst vel á þennan leik og ég er (aldrei þessu vant) meira og minna alveg sammála þér með uppstillingu liðsins. Arbeloa verður þarna ef Hyypiä er ekki heill, annars er þetta eins og þú sagðir.
Ég held að þetta verði prófessjónal 2-0 sigur. Við skorum snemma og við það deyja vonir Toulouse-manna út. Eftir það mun Liverpool stjórna leiknum og láta tímann líða án þess þó að hamast um of í sóknartilburðum, en svo á annað markið eftir að koma í seinni hálfleiknum og innsigla dæmið.
Sammála því líka að það er kominn tími á Babel að skora, en það er einnig komin pressa á þá Kuyt og Crouch að skora. Þannig að ég býst við að þeir verði grimmir á morgun og reyni að minna á sig fyrir leikina sem framundan eru.
2-0 fyrir okkur; Babel skorar snemma og Crouch í seinni hálfleik eftir undirbúning Kuyt. 🙂
Skýt á að liðið verði svona
Reina
Finnan Hyypia Agger Riise
Benayoun Mascherano Alonso Babel
Kuyt Crouch
2-0
Benayoun & Crouch
Ég held að kallinn stilli upp eins og SSteinn segir og Crouch og Babel setja sitthvort ásamt Benayoun. 3-0 sigur og málið er dautt.
við rúllun þeim upp
Ég er spenntur að sjá hvort spá SSteinn gangi eftir með byrjunarliðið. Ef hún gengur eftir þá er greinilegt að Benites ætlar að treysta breiðum hóp þessa leiktíð.
Ég held nú samt að Alonso verði á miðjunni. Sé varla fyrir mér að setja tvo “stráklinga” saman á miðjuna í svo mikilvægum leik.
Eins eru Pennant, Torres og Voronin búnir að vera sjóðheitir. Er þorandi að hvíla þá alla í svo mikilvægum leik?
YNWA
Framliggjandi miðjumaðurinn Momo Sissoko er sjóðheitur þessa dagana og tryggir okkur 2-0 sigur! 🙂
Þó svo að Torre og Voronin hafa spilað vel um seinustu helgi þá held ég að Kuyt og Crouch fái sénsinn á morgun Ég væri alveg sáttur við byrjunarlið SSteins
Mín spá 3-0 Easy game.
Ég er alltaf smeykur fyrir þessa leiki í undankeppni CL enda hafa okkar menn oftar en ekki gert hlutina erfiðari en þeir þurfa að vera. Ég spái 2-1 sigri okkar manna í frekar erfiðum leik.
Arbeloa – Hyypia – Agger – Riise
Benayoun – Sissoko – Maschareno – Babel
Voronin – Crouch
Reyna
Finnan HYYpia Agger Arbeloa
Strákar, eru þið alveg hættir að kommenta á slúðrið um Liverpool? Ég sakna þess eiginlega, sérstaklega í gúrkutíð eins og núna. Ég vil hafa einhverja aksjón í kringum liðið mitt. Skapa stemmingu, spennu. Síðan verður líka líflegri fyrir vikið. Endalaust tal um hin liðin á netinu fer í taugarnar á mér.
Eeeeh, hvaða slúður? Ég get ekki séð að það sé neitt spennandi.
Ég held nú reyndar að það sé afar lítið slúður um okkar lið á netinu í dag. Liðið nánast fullskipað, kannski það eina sem vantar er einn backup miðvörður, en það er enginn orðaður við okkur og ekkert ólíklegt að Rafa ætli sér bara að taka Jack Hobbs inn sem fjórða miðvörð.
Það er ekki fræðilegur möguleiki á að ég fari svo að taka þátt í því eina sem getur talist slúður um okkar menn, þ.e. að um leið og einhver leikmaður kemst ekki í liðið, þá á hann að vera orðinn brjálaður og á leið í burtu, eftir aðeins 4 leiki á tímabilinu. Crouch og Yossi eru ekki á leiðinni burtu fyrir lok leikmannagluggans.
Ég er reyndar bara persónulega sáttur á meðan lítið er slúðrað um okkar menn, það segir okkur að liðið sé að verða fullmótað.
5-0 ekki spurning
Annars heyrði ég að Kaká væri staddur í Liverpool og hefði verið að tala við Rafa í gær.
Já er það? Gæti hann kannski spilað í kvöld?
Ég las á http://www.gras.is að Liverpool hefði áhuga á að kaupa Julio Baptista á 20m evra.
Ég dó innra með mér við þessar fréttir.
Af hlátri.
Fréttin um Baptista er fengin af Marca:
http://www.marca.com/edicion/marca/futbol/1a_division/real_madrid/es/desarrollo/1029534.html
Teamtalk talar líka um þetta. 13.5 millj. punda fyrir Baptista!! Neita að trúa því…
ef Benitez ætlar að bæta við hópinn þá verður það varnarmaður (vinstri bakvörður eða hafsent, helst maður sem getur leyst báðar stöðurnar af hólmi), þess vegna hef ég enga trú á þessari frétt
Vá, BÆÐI gras.is OG Teamtalk. Þá er þetta alveg skothelt.
Ég greini hroka og leiðindi í svari Einars?
Fréttin er upphaflega úr Marca, sem er nú þekkt fyrir að vera hliðhollt Real Madrid, og hef ég persónulega litla sem enga trú á þessu…fyrir utan lítin sem engan áhuga á þessum leikmanni.
Ég greini smámunasemi í svari Benna Jóns?
Það náttúrulega tekur enginn heilvita maður mark á þessu Marca slúðurblaði í kringum síðustu daga leikmannagluggans. Ekkert að marka Marca…
Það vita allir að Real Madrid notar þetta blað stöðugt til að pimpa út sína leikmenn og búa til lygafréttir um að leikmenn vilji koma til Real þó enginn fótur sé fyrir því.
Maður hlær bara að þessu bulli. Öllu áhugaverðara er hvort og/eða hvaða miðvörð Rafa kaupir núna strax og hvaða týpa af miðverði það er (squad player eður ei).
Skammur tími til stefnu en ef það verður keyptur alvöru miðvörður þá er líklegt að Carragher verður pínu lengi að jafna sig og Rafa er þá að setja allt á fullt í að vinna deildina.
Annars verður leikurinn í kvöld gegn Toulouse bara létt æfing. Crouch mun pottþétt spila allan leikinn sem og Benayoon og Mascherano kannski. Síðan verður gaman að sjá hvort Leiva fái ekki jafnvel að byrja.
Þetta fer 3-1.
Ég greini hroka og leiðindi í minn garð í hverju einasta fokking kommenti þínu á þessari síðu.
Ég greini hins vegar (og ég tel að flestir aðrir myndu gera það sama) kaldhæðni í mínu svari.
Þú mátt kalla þetta smámunasemi Kristján(og afhverju svarar þú? er Einar ekki maður í að svara fyrir sig sjálfur? ) en málið er að það krælir bara allt of oft á þessu hjá honum. Ég er alls ekki einn um þessa skoðun, heldur er þetta eitthvað sem ég hef margrætt við menn, bæði í vinahópnum og á Players.
Nú er spennandi að sjá hvort Einar geri eins og 365, þræti og reyni fram í rauðan dauðann að verja hrokan sem krælir á hjá honum endrum og eins, eða hvort hann tekur þessu á jákvæðan hátt og reynir bara að laga þetta!
Benni Jón, í gvöðanna bænum hættu þessu. Nú ertu bara að reyna að búa til vandræði og það er leiðinlegt. Ég var ekkert að svara fyrir Einar, en ég má alveg svara þér líka.
Og af hverju að líkja Einari við 365? Er hann að okra á þér? Er hann með einokun á einhverju og nýtir það til að rukka þig langt umfram markaðsverð? Nei. Þú sakaðir hann um hroka og leiðindi, hann sagði að þetta hefði verið kaldhæðni, er málið þá ekki dautt?
aggi, hvar er best ad sja leikinn i koben helst a storu tjaldi?
Kaldhæðni getur verið hrokafull, eins og hún er oft hjá Einari.
Mér finnst Einar mjög hrokafullur á köflum, veit um fullt af öðru fólki sem finnst það, en það þíðir lítið að benda honum á það.
Er Einar að okra á mér? Nei, nú ert þú bara að snúa útúr Kristján Atli. Ég benti Einari á hrokan og hann þrætir. Alveg eins og margir bentu 365 á verðið, og þeir þrættu. Ekkert flóknari líking en þetta. Ég veit að þú skildir þetta er varst viljandi að reyna snúa útúr.
Hver sem meiningin er Einar, þá veit ég að margir taka þessu sem hroka. Þú ræður sjálfur auðvitað hvernig þú spilar úr því. Ég benti bara á þetta, ekki með neinum leiðindum.
Tek undir með Inga Birni hér að ofan – ég man eftir pósti ekki alls fyrir löngu þar sem voru taldir upp að mig minnir tveir pöbbar við strikið (eða nálægt því) þar sem hægt er að sjá enska boltann….
Ég get ómögulega fundið þetta – getur einhver komið með eins og einn eða tvo staði þar sem hægt er að horfa á fótbolta í köben á tjaldi helst.
kv/
Heyrðu ég fann þetta – LFC pöbbar í DK… http://www.liverpool-fc.dk/html/pubguide.php
Mér fannst nú kaldhæðniskommentið já Einari fyndnasta komment þráðarins.
Ég elska kaldhæni:)
Mér fannst nú kaldhæðniskommentið já Einari fyndnasta komment þráðarins.
Ég elska kaldhæðni:)
Arnar
Það var alltaf góð stemmning á Shamrock á Jernbanegade aftan við Scala (á móti Vísindakirkjunni).
O’Learys á Hovedbanegården er stærsti staðurinn, full stór fyrir minn smekk.
Síðan fór maður oft á The Globe á Nörregade við Nörreport. Ávallt þétt setið og góð stemmning en leiðinlegir breskir eigendur.
Hilsen
Þetta líkar mér. Komið fjör í leikinn hér á síðunni. Svona vil ég hafa þetta, alltaf eitthvað um að vera og um að gera að vera ekki sammála. Annars er ég frekar hræddur við leik eins og þennan í kvöld. Allir halda að hann sé létt æfing. Auðvitað eigum við að vinna hann – en hvað ef hann tapast? Auðveldu leikirnir eru alltaf hættulegastir. Þegar menn vanmeta andstæðinginn og sjálfan sig í leiðinni er voðinn vís. Vona bara að enginn Man Utd fan segi við mig á morgun: To loose or not Tou Louse!
Meinti náttúrlega að ofmeta sjálfan sig … hér að ofan.
voðalegur biturleiki í félaganum…. mér finnst einhvernveginn að það eigi ekki að gagnrýna menn sem af einfaldri góðmennsku koma með langa og góða pistla um það helsta sem viðkemur okkar heittelskaða klúbbi. En hann einar er nú ekki sá fyrsti sem er misskilinn við ósköp saklaus kaldhæðnisleg komment, og ekki sá síðasti 😉 TÖKUM TOULOUSE!!
Varðandi að horfa á enska boltann í Köben þá skrifaði ég það inn fyrir allnokkru: http://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2007/07/25/10.07.47/
Og kemur hérna í allri sinni mynd aftur:
Kennedys Bar Þessi staður er á Gammel Kongevej, rétt hjá Vesterport. Lítill og vinalegur pub.
O´Learys Bar Þessi er á Aðallestastöðinni. Mjög stór íþróttapub og oft margir leikir eða íþróttaatburðir í gangi í einu.
The Globe Þessi staður er rétt hjá Norreport. Basic pub sem sýnir mikið af bolta.
The Shamrock Inn Fínn írskur pub sem sýnir á tjaldi flesta ensku leikina. Er rétt hjá Ráðhústorginu.
Leto í byrjunarliðinu !
Reina, Arbeloa, Hyypia, Agger, Riise, Benayoun, Leto, Sissoko, Mascherano, Crouch, Kuyt. Subs: Itandje, Finnan, Torres, Alonso, Pennant, Babel, Lucas.
Þessi Benni Jóns er hress (kaldhæðni)!!!