Það er yndislegt að eiga góða vini, og það er líka yndislegt að eiga góða bloggvini. Heiðurshönnuður Liverpool bloggsins, Kristinn Geir Pálsson, hefur hannað fyrir okkur nýjan haus sem mun vera í sviðsljósinu eitthvað fram eftir vetri. Þessi er ögn öðruvísi en þeir sem við höfum verið með hingað til en breytingarnar eru fínlegar og ættu að fegra síðuna ef eitthvað er.
Við þökkum Kidda Geir enn og aftur fyrir frábært framlag til síðunnar. Hvernig líst fólki á? Er hægt að fá nóg af Fernando Torres? Neeeeei, það held ég varla! 🙂
Mjög flott. Virkilega stílhreint.
Mætti kannski bæta við fleiri hetjum inn svona þegar menn hafa tíma.
Hann er reglulega flottur þessi. Eitt sem mér fyndist þó mega bæta við, þegar er klikkað á hann finnst mér að maður eigi að flytjast á forsíðuna. Það ætti ekki að vera mikið mál að bæta því við. Þetta er svona það sem gerist venjulega þegar maður smellir á einhverjar myndir uppi í hausnum. Annars bara “good work” Kristinn Geir.
Pro pro pro
Frábær síða, eins og í þrívídd 🙂
Hausinn er flottur grafíklega séð, en sjálfur þoli ég ekki Flash og allt það sem því viðkemur og er því með það disabled í þeim vöfrum sem ég nota. Þannig að ég þarf að notast við myndina af Benitez og Torres með rauðum kross í efra horninu til vinstri… 😉
Mér finnst þetta reyndar full væminn haus fyrir síðuna!
Það er gott að Torres o.fl. eru að spila eins og englar þessa dagana en að láta þessum hvíta lit blæða svona um allan toppinn er ekki flott að mínu mati.
Flash-ið er gott en mér finnst þurfa skarpari línur með því og meiri contrast eða dökkari stafi.
Virkilega flottur og vel gerður haus, ég verð þó að viðurkenna það að ég myndi ekki gráta mig neitt í svefn þó svo að meira birtist af hinni fögru rauðu treyju fremur en þeirri hvítu. 🙂
Rosalega flott.
eitursvalur haus
Djöfull gott hjá Villa!!! En mikið andskoti er drogba leiðinlegur mannfjandi það ætti að sekta þetta kvikindi svona einu sinni!!!!
En fallegur haus engu að síður!!
“breytingar eru fínlegar”….er FÍNLEGAR orð??? nei ég bara spyr