15 landsliðmenn á ferð og flugi.

Það eru hvorki fleiri né færri en 15 leikmenn Liverpool sem eru að spila landsleiki um helgina og í næstu viku. Þessir 15 landsliðsmenn koma frá 10 mismunandi löndum, 3 frá Spáni og Englandi og 2 frá Hollandi. Hinir 7 koma frá Írlandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi, Ísrael, Argentínu og Úkraníu. Það eru fleiri landsliðmenn í Liverpool en nýverið hætti Carragher að gefa kost á sér í það enska, það er ekki leikur hjá Malí (Sissoko) fyrr en í október, Harrry Kewell er meiddur og er því ekki með ástralska liðinu gegn Argentínu núna, Lucas var ekki valinn fyrir æfingaleiki brasilíska liðsins gegn USA og Mexikó og einhverra hluta vegna er Pennant ekki í því enska. Ég tel hins vegar ljóst að ef Pennant og Arbeloa halda áfram að spila eins vel og þeir hafa gert í upphafi tímabilsins þá verðir þeir báðir komnir með landsleiki fyrir lok þessa tímabils.

Pepe Reina er væntanlega á bekknum gegn bæði Íslandi og Lettlandi.
Scott Carson (láni út tímabilið hjá Aston Villa), er væntanlega á bekknum gegn bæði Ísrael og Rússlandi.
Reyndar segir Carson að það séu meiri líkur á að Ray Clemence (markvarðarþjálfari landsliðsins) byrji heldur en hann.
Sami Hyypia er í byrjunarliði Finnlands gegn Serbíu úti og Póllandi heima.
Daniel Agger er í byrjunarliði Danmerkur gegn Svíþjóð úti og Liecthenstein heima.
Steve Finnan er tæpur fyrir leikinn gegn Slóvakíu (úti) með hnémeiðsli eftir leikinn gegn Derby en ætti að vera klár fyrir leikinn gegn Tékklandi (úti) á miðvikudaginn eftir viku.
John Arne Riise er í byrjunarliði Noregs þegar þeir mæta Moldavíu úti og Grikklandi heima.
Steven Gerrard er tæpur fyrir leikinn gegn Ísrael (heima) og mun líklega byrja á bekknum en ætti að vera klár fyrir leikinn gegn Rússlandi heima.
Xabi Alonso er væntanlega á bekknum þegar Spánn mætir Íslandi á laugardaginn og einnig þegar þeir mæta Lettlandi á heimavelli á miðvikudaginn eftir viku.
Javier Mascherano er væntanlega í byrjunarliði Argentínu sem mætir Ástralíu úti í vináttuleik á þriðjudaginn kemur.
Yossi Benayoun er væntanlega í byrjunarliði Ísrael gegn Englandi.
Ryan Babel er hugsanlega í byrjunarliði Hollands gegn bæði Búlgaríu (heima) og Albaníu úti.
Fernando Torres er í byrjunarliði Spánar gegn bæði Íslandi og Lettlandi.
Andriy Voronin er í byrjunarliði Úkraníu gegn bæði Georgíu (úti) og Italíu (heima).
Peter Crouch er í banni gegn Ísrael en mun væntanlega spila gegn Rússlandi.
Dirk Kuyt er hugsanlega í byrjunarliði Hollands gegn bæði Búlgaríu (heima) og Albaníu úti.

17 Comments

  1. Já, það verður athyglisvert að sjá hvort að Arbeloa komist ekki í spænska hópinn.

    Annars fín samantekt, Aggi – mjög þægilegt að sjá þetta svona á einum stað.

  2. Já, Arbeloa getur varla verið langt frá því að fara að banka á dyrnar hjá Spáni.

    Mikið skelfing væri ég samt til í að sjá varaliðsleikinn hjá okkar mönnum í kvöld gegn Boro. Fimm leikmenn í byrjunarliðinu sem komu til okkar í sumar: Charles Itandje, Mikel San Jose, Ryan Crowther, Lucas Leiva og Sebastian Leto.

    Annars er liðið svona: Charles Itandje, Stephen Darby, Emiliano Insua, Mikel San Jose, Jack Hobbs, Jay Spearing, Ryan Crowther, Lucas Leiva, Craig Lindfield, Jordy Brouwer og Sebastian Leto

    Varamenn: Ryan Flynn, David Martin, Damien Plessis, Ray Putterill og Robbie Threlfall

  3. Ok þetta er nokkuð öflugt lið. Já ég væri alveg til í að sjá þennan leik, veit einhver hvort það sé hægt?

    Væri gaman að sjá Craig Lindfield betur en ég spái því að hann verði orðinn fastamaður hjá Liverpool innan 3ja ára. Já þið heyrðuð þetta fyrst hérna, nýr Owen.

  4. Hann gæti einnig orðið nýr Mellor 🙂

    Frábær með varaliðinu og unglingaliðunum, en nær aldrei því sem þarf til að komast á meðal þeirra bestu

  5. Vita menn það hvernig er með þessa nýju Liverpool-sjónvarpsstöð sem á að opna núna í september, kemur hún inn í pakkann hjá 365? Og kemur hún til með að sýna svona varaliðsleiki?

  6. DT: Já ég hjó eftir þessu og þetta var klárlega viljandi gert. Gott mál að dómarinn tekur þetta upp og sendir áfram. Til þess að koma í veg fyrir svona brot (sem dómarinn sér ekki í leiknum sjálfum) verður að dæma menn í bann/bönn eftir á.

    SSteinn: Já vissulega gæti hann orðið nýr Mellor, vonandi losnar hann við öll þessi meiðsli sem hafa ávallt hrjáð Mellor og þá er leiðin greið… 🙂 Ef já EF Mellor nær að spila heilt tímabil án meiðsla má vel vera að hann komi mæti á Anfield með t.d. Watford og raði inn…

    Ég hef ekki E-season ticket þannig að ég get ekki svarað þessu. Það kemur alla vega ekkert fram um að leikurinn verði sýndur á Official síðunni.

  7. Mikið djöfull getur maður verið lengi að kveikja á perunni!!! Var að velta því fyrir mér hver þessi Magnús Agnar væri??? Hvernig er annars veðrið þarna úti AGGI?:-)

  8. Hehehehehehe

    Veðrið er svona:

    Tirsdag den 4. september 2007.

    Regionaludsigter, der gælder til onsdag aften, udsendt kl. 18.00. I nat efterhånden mest klart og tørt. Temp. ned mellem 7 og 10 grader, og let til frisk nordlig vind, der aftager og bliver svag. Onsdag en del sol med temp. op til 17 grader, og ret svag vestlig vind.

    Sem sagt ekkert basic… en batnar sem líður á vikuna.

  9. Alveg óskiljanlegt að gengið skuli fram hjá Pennant eins og skriðið er á honum og svo þarf Stevie Mcl. á Heskey að halda núna segir hann. Æ ég veit það ekki. Og þetta með Fagan þá er hann akkúrat þessi týpa og voru fleiri atvik smávægilegri í leiknum. En allt á réttu skriði hjá okkar mönnum.
    viva lfc

  10. Afhverju segirðu að Xabi Alonso sé væntanlega á bekknum?
    Fáir spænskir mið-miðjumenn að spila jafn vel kannski Fabregas…

  11. Símon – Englendingar eru með fávita sem þjálfara.

    Mitt sterkasta England,
    Carson
    Richards Carragher Terry Baines

                   Hargreaves
    

    Pennant Joe Cole
    Gerrard
    Crouch Owen

    Ekki Gary Neville, ekki Ashley Cole!!
    En hann getur auðvitað ekki valið Carra, hehe ég er svo sáttur við að hann gefi skít í landsliðið!! Hvernig er hægt að segja að Rio Ferdinand sé betri!!!???

  12. Brynjar: Ég byggi það á því að Alonso hefur í undanförnum landsleikjum verið á bekknum hjá Spánverjum. Luis Aragones leggur gríðarlegar áherslur á næstu tvo leiki (gegn Íslandi og Lettlandi) og dagsskipunin er 6 stig. Líklega verður lagt upp með 4-4-2 leikkerfið þar sem kantspilið er mjög mikilvægt og margir leikmenn Valencia. Á vinstri kantinum er hinn gríðarlega efnilegi Silva sem er ótrúlega fljótur og spilar á stundu sem framherji. Á hægri kantinum er Joaquín sem er ekki eins hraður en klókur og reynslumikill leikmaður. Pernía, bakvörður. tekur gjarnan virkan þátt í sóknarleiknum. Liðið getur spila hraðar skyndisóknir en einnig yfirspilað lið með góðum knattspyrnumönnum líkt og Xavi á miðjunni. Torres þekkjum við allir, hraður og sterkur og við hans hlið Villa sem er ótrúlega sterkur í teignum sem og með frábær skot fyrir utan hann.

    Líklegt byrjunarlið hjá Spáni er (4-4-2):

    Casillas

    Ángel – Marchena – Juanito – Pernía

    Joaquín – Albelda – Xavi – Silva

    Torres – Silva

    Þess vegna tel ég að Xabi Alonso verði ekki í byrjunarliðinu þótt ég sé ekkert sammála því.

  13. Þetta er ekki svo galið, en það vantar þó klárlega Rooney (veit ekki hvort þú slepptir honum útaf meiðslunum) og A.Cole. Ég myndi hafa þetta svona:

    Carson
    Richards – Terry – Rio – A.Cole
    Pennant – Gerrard – Hargreaves – Cole
    Rooney – Crouch

    Og já, ég veit að skoðanir mínar eru litaðar, en ég tel í alvöru að þetta væri sterkara lið en það sem SMC mun stilla upp á morgun.

  14. Sleppti Rooney útaf meiðslunum og ég þoli bara ekki persónuna Ashley Cole þó hann sé mjög góður leikmaður;)

Þeir útvöldu.

Ertu þá faaaaarinn, ertu þá farinn frá mér?