Þröstur bendir á þessa frétt í ummælum við síðustu færslu. [Þetta er alveg hreint magnað](http://www.skysports.com/story/0,19528,11095_2709143,00.html). Graham Poll segir að dómurum hafi fyrir síðustu HM keppni sérstaklega verið bent á að dæma á það hvernig Peter Crouch fer uppí skallabolta:
>”At the World Cup last year, we were shown videos of England games. The head of refereeing at Fifa said, ‘Look at this big fella Crouch. He’s a real pain and getting away with too much. We need to mark him as a player we need to look out for’.
Þetta skýrir það allavegana af hverju það var dæmd aukaspyrna á Crouch í hvert einasta helvítis skipti sem hann fór upp í bolta. Ég veit að hann er of klaufskur í brotum, en þetta hljóp uppí algerar öfgar á HM.
Mér hefur nú oft fundist hann vera klaufi þegar hann fer upp í skallabolti. Veifandi vængjunum sínum út um allt. Hinsvegar hef ég, og líklegast allir, séð hann fara upp í bolta þar sem hann passar sig að vera með hendurna á réttum stað (við líkamann) en samt sem áður er dæmt á hann. Þetta var náttúrulega orðið hræðilegt á HM og að lesa þetta frá Poll er alger hörmung.
Mér finnst einhvernveginn að FIFA megi aldrei singla út leikmenn, heldur einungis hegðun leikmanna. Ef þeir vildu láta fylgjast með því hvernig menn fara upp í skallabolta, þá hefði mátt nota Crouch og m.a. Drogba sem dæmi, en að singla út einn mann er bara hreinn skandall.
En þar sem þetta er FIFA þá mun þessi umræða ekki vekja neitt og deyja út mjög fljótt. Við getum vænst því að einhver skandala frétt um Poll komi út á næstu dögum. Þannig vinna þessir karlar.
Sælir félagar.
Þetta er auðvitað forkastanlegt við uppbyggingu dómgæslu að tiltaka einhvern einn leikmann sem dæmi um brot. Auðvitað á að dæma samkvæmt brotum en ekki leikmönnum og ber dómurum að taka fleiri dæmi en eitt um brot sem dómarar verða að veita athygli. Að persónugera brotaflokk í einum leikmanni er er dómarastéttinni til vansa.
Þetta mun þó ekki vera einstakt og veit ég til þess að Stefán Þórðarson hjá ÍA var á sínum tíma tekinn fyrir af íslenkum dómurum á svipaðan hátt. Dómarar verða auðvitað að sýna hlutlægni í dómum en ekki persónugera þá.
Alveg sammála mér finnst alltaf vera dæmt á hann þegar hann fer uppí skallabolta ! skildi það aldrei.
Það er síðan ansi oft með Crouch kallinn að þegar hann hoppar upp í bolta, þá er hann með “venjulega” stöðu, en hann er svo stór blessaður að varnarmaðurinn hoppar oft upp í hendurnar á honum. Það er alveg fáránlega oft dæmt brot á hann, í tilvikum þar sem ekki væri dæmt á “venjulegan” leikmann. En auðvitað er hann oft klaufskur í þessu líka.
Þetta lýsir þessu FIFA dæmi bara assgoti vel verð ég að segja.
Niall Quinn og Duncan Ferguson fengu sömu meðferð og Crouch. Alveg hreint óþolandi. Jújú, þeir brutu oft á sér en oftar en ekki var verið að refsa þeim fyrir að vera sterkir í loftinu. Svo í hornspyrnum þá var þeim haldið í hvert einasta skipti og ekki kom píp frá dómurum.
man eftir fyrsta leik Englendinga í keppninni, á móti Paraguay ef ég man rétt, mexíkóski dómarinn dæmdi ALLTAF á Crouch þegar boltinn var nálægt honum… maður hefur sjaldan séð leikmann tekinn jafn mikið fyrir af dómara og í þeim leik
Bíðið hægir, eina sem ég man eftir úr keppninni var markið móti T&T þar sem hefði átt að dæma á hann?
Alveg rólegir hérna…
Við rólegir? Erum alveg rólegir, spurning um hvort menn eigi að vera almennt að kommenta á þetta ef það eina sem menn muna frá HM sé markið á móti T&T 🙂 Hefðir þú horft á meira af HM þá hefðir þú pottþétt séð þetta.
Vildi einmitt benda á þetta mark hanns á móti T&T,þar sem hann togaði svona snyrtilega fallega í drellana á leikmanninum sem var að dekka hann(örugglega eina brotið hanns í keppninni)…Síðan að öðru sem ég rakst á og veit ekki hvort það hafi komið fram hérna á síðunni og þar sem ég er að pósta í fyrsta skipti hér þá veit ég að þið fyrirgefið mér…http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=51883..
Skemmtileg ummæli um Liverpool.Flottast þykir mér þegar hann vill frekar sjóða saman sókn united og vörn chelsea og þá sé komið skemmtilegt lið…En miða við stöðuna núna þá fæ ég út Liverpool ef við sjóðum þessi 2 lið saman í þeirri merkingu sem Shuster er að tala um
[link]http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=51883[/link]
Nei didi, ef við setjum saman þessi tvö lið færðu lið sem að væri búið að skora 3 mörk í deildinni, jafnmikið og Torres einsamall, og fá á sig 6 mörk, 3 sinnum fleiri mörk en Liverpool.
Þetta er hneyskli, maður missir smá áhuga á fótbolta þegar maður fréttir af rotnum dómurum á Ítalíu og víðar.
Ofboðslega kaldhæðnislegt í ljósi þess að Schuster var þekktur fyrir það hjá Levante að spila afburðaleiðinlegan fótbolta. 🙂
Hann er greinilega skíthræddur…
Horfði reyndar á nær alla leiki utan þá sex daga sem ég var í USA og þá náði ég nokkrum. Þetta er bara það eina sem situr eftir (um Crouch þ.e.a.s.), enda minnislaus með afbrigðum!
Er allt að verða sjóðrjúkandi vitlaust í þessum dómarabransa í dag? Það er allsstaðar þar sem bolti er spilaður komin mikil kergja í alla sem koma að máli varðandi fótboltann (nema dómarana) og löngu kominn tími til að grípa inní. Ég vil hjálp tækninnar og það strax þar sem þessir menn eru ekki að höndla sitt verk!
Sammála síðasta ræðumanni NÚNA OG ÞAÐ STAX!!!!
Avanti Liverpool
En Bernd Schuster hræðist greinilega Liverpool og það er nú ekki slæmt……Sagði það á sínum tíma fyrir leikinn CL 2005 að nú væri komið að okkur að hrifsa titilinn af AC sem Kings of Euro þar sem þeir nokkurnveginn tóku við honum af okkur eftir að við vorum dæmdir í bann á sínum tíma,vonandi eru hin liðin að sjá það núna einnig miða við þessi ummæli hanns:)
Það er ekki spurning um hvort tæknin verður loksins nýtt í dómgæslu í atvinnu fótbolta….heldur hvenær. Ábyrgðin á þessum dómurum er bara orðin allt of mikil miðað við peningana sem eru komnir í spilið.
Ef fifa-prump samband og landsamtök í hverju landi fara ekki að sjá þetta… taka stóru liðin þetta í sínar hendur. Þetta er bara náttúrulega rugl að ekki sé nýtt myndtæknin við fótboltadómgæslu… bara helbert rugl.
Tæknin er þarna… NÝTA hana ..tvímælalaust.
Raddir um að það myndi eyðileggja leikinn er bara þvæla.. er einhver sem les þetta blogg sem myndi hætta að horfa á fótbolta ef dómurum yrði gert kleift að nýta sér myndtæknina??? Mér er spurn. Fjórði dómari á línunni gæti séð um að skoða myndskeiðin..þegar vafaatriði koma upp og láta svo aðaldómara vita. Eða whatever… hvernig þetta yrði útfært er aukaatriði í mínum huga. Bara koma þessu inn í dómgæsluna ..og hana nú!!!!
Að Crouch! Í mínum huga var þetta bara einelti sem hann lenti í á Heimsmeistarmótinu. Og mér finnst líka stundum vera allt of mikið dæmt á hann í Enska boltanum. Varnarmenn gera í því að hoppa “upp í hann” í von um að dæmt sé á Stóra manninn.
YNWA
Þetta var áberandi á HM og stundum koma nokkrir leikir í röð (í fyrra) þar sem hann virtist lagður í einelti. Crouch er stór og notar stundum hendur og líkama en það gera allir leikmenn á einhverjum tímapunkti.
Það sem er aðalatriðið er að það má ekki taka einhvern einstakan leikmann út og benda á að þetta eða hitt sé ólöglegt. Á endanum verður dæmt á allt sem þessi leikmaður gerir. FIFA og alþjóðadómarasambandið ætti að vita betur.
Ég tek þessu nú með fyrirvara eins og öllu sem breska pressan birtir. Ég efast ekki að dómurum var bent á Crouch en mér þykir hinsvegar afar líklegt að aðrir leikmenn í öðrum liðum hafi fengið sömu athugasemdir.
Dómarar eru alltaf í sviðsljósinu og aldrei meiri pressa á þeim en í HM. Þar koma dómarar hvaðanæva úr heiminum og ekki eru öll lönd með eins áherslur. Því finnst mér ekkert skrítið að dómarar skoði myndbönd af liðum og leikmönnum til að fá samræmi í dómgæsluna.
Sbr. Carvalhio og sífellt peysutog hans. Ef að dómurum sem dæma yfirleitt ekki leiki með honum er bent á þetta, þá aukast líkurnar að það verði dæmt á þetta réttilega. Fullkomnlega eðlilegt í mínum huga að vilja hafa samræmi í dómgæslunni á svo stóru móti eins og HM er.
Ég efast ekki um að Crouch hafi verið einn af þeim sem bent var á enda á hann það til að nota hendurnar fullmikið. Vissulega er oft dæmt á hann að ástæðulausu en það er einnig gert við marga aðra sóknarmenn.
En trúa menn því virkilega að FIFA hafi kallað á alla dómara HM til þess eins að skipuleggja samsæri gegn Crouch. Trúi því bara engan veginn og finnst líklegra að enska pressan sé að gera enska liðið að fórnarlambi.
Finnst einnig tímasetningin á þessu frá Graham Poll afar áhugaverð. Á sama tíma og hann er í markaðsherferð fyrir bókina sína sem kom út á dögunum. Tilviljun eða sölutrikk? Ja spyr sá sem ekki veit.