Fabio Aurelio orðinn heill

Samkvæmt Liverpool Echo í dag er Fabio Aurelio farinn að æfa aftur á fullu og mun spila í æfingaleik í kvöld, ef allt gengur samkvæmt áætlun. Hann hefur ekki spilað síðan hann meiddist í leik gegn PSV í Hollandi í Meistaradeildinni í apríl síðastliðnum, og miðað við hvernig hann var að spila fyrir meiðslin er þetta kærkomin viðbót við annars sterkan hóp okkar í byrjun tímabils.

Í sömu frétt vísar Rafa Benítez einnig til föðurhúsanna þeim sögusögnum að Pepe Reina sé á leiðinni til Atletico Madrid á næstunni. Pepe er ánægður hjá Liverpool og að spila þrusuvel, segir Rafa, auk þess sem hann er nýbúinn að framlengja samning sinn. Málið dautt.

10 Comments

  1. Æðislegt. Með hann á fullu ætti Arbeloa að geta farið að einbeita sér að veita Finnan samkeppni um hægri bakvörðinn. Vonandi að Aurelio nái aftur sama formi og hann var í þegar hann meiddist.

  2. Góðar fréttir og vonandi að meiðsla vandræði Aurelio sé nú lokið. Raunhæft ætti hann að vera kominn á fullt eftir mánuð.

    Hvað varðar Pepe og Atletico þá skil ég vel að þeir hafi áhuga en það eru engar líkur á því að hann sé að fara í bili.

  3. magnað að fá Fabio aftur, en ég lýsi hér með eftir Kewell, eða fréttum af honum! 😛

  4. hræiðleg frétt um tevez og mascherano. trúi ekki að þeir þurfi að dúsa inni í 5 ár!

  5. Slökum aðeins á með þá bræður Tevez og Masche.

    Er Daily Mail ekki eitt af þessum götublöðum??

  6. Gaman að því að Alonso spilaði þennan leik í dag sem miðvörður.

Landsleikirnir um helgina og Carra klár gegn Porstmouth.

Biðin senn á enda