Hinn fullkomni Alex

Championship side Coventry sprung a major surprise by sending a re-shuffled Manchester United crashing out of the Carling Cup at Old Trafford.

United boss Sir Alex Ferguson changed his entire team from Sunday’s win against Chelsea and paid the price.

Leikskýrsla BBC úr 2-0 sigri Coventry í kvöld.

Þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Rafa róterar of mikið, ólíkt Sir Alex Ferguson sem hefur tapað fleiri stigum í Úrvalsdeildinni en Liverpool í haust, unnið færri Meistaradeildartitla en Rafa síðustu þrjú ár og er nú dottinn út úr fyrstu bikarkeppni vetrarins. Alex er frábær, Rafa kann ‘ettekki.

63 Comments

  1. Mikið rosalega fer í taugarnar á mér þegar fólk fer að tala um tiltla sem menn vilja vinna og vilja ekki vinna. Auðvitað vill Ferguson vinna þennan titil eins og hvern annan ! hann hélt bara að hann gæti sloppið með sigur úr þessum leik með algjört varalið en það var ekki tilfellið, hann skeit á sig.

  2. Jamm, Ferguson sagði fyrir leikinn að hann teldi að hann væri með nógu gott lið til að vinna keppnina. Hann hafði ekki aaaalveg rétt fyrir sér.

    En auðvitað þegar að liðin fara að detta útúr keppninni, þá segja þau að keppnin skipti ekki máli og að enginn vilji bikarinn.

  3. Mér bara fannst þessi færsla vera ansi barnaleg. Held að ef allir eru hérna á spjallinu séu hreinskilnir að þá er það bara einn titill sem okkur poolara dreymir um. Er ekki alveg með það á hreinu hvað Utd er búið að vinna þennan titil oft á síðustu 20 árum en er alveg með það á tæru hvað Liverpool er búið að vinna hann oft. Væri alveg til í að skipta á 100 deildarbikurum fyrir 1 Englandsmeistaratitil.

  4. Það er nokkuð ljóst að Ferguson var alveg til í að vera áfram í þessari keppni ef þeir kæmust áfram með einhverju Mickey Mouse liði en hann var aldrei að fara að spandera lykilmönnum í svona none-event. Ólíkt Benítez sem ákveður að hvíla Torres fyrir Deildarbikainn.

  5. Það er ekki einsog að það að detta útúr þessari keppni auki líkurnar eitthvað verulega á því að við vinnum deildina. Ég á erfitt að sjá samhengi þar á milli. Chelsea vann til dæmis þessa tvo titla fyrir 3 árum. Liverpool datt út í 8 liða úrslitum í fyrra, en ég gat ekki séð að það hjálpaði okkur e-ð sérstaklega í deildinni.

    Annars held ég að ég gefist endanlega upp á því að skrifa á þessa síðu ef þetta Liverpool lið lendir í alvöru krísu. Neikvæðnin mun þá verða algjörlega óbærileg.

    Það að menn skuli geta verið svona fúlir yfir sigri í deildarbikarnum er hreint magnað. Ég er kannski svona skrýtinn að vilja sjá Liverpool vinna alla leiki.

  6. Og come on, Torres var augljóslega ekki “hvíldur” fyrir deildarbikarinn. Rafa taldi bara að Kuyt og Voronin pössuðu betur á móti Birmingham. Menn mega mótmæla því, en ekki koma með eitthvað kjaftæði um að hann hafi verið hvíldur fyrir Reading leikinn. Þú veist betur.

  7. Var ekki Rafa bara að koma með akveðna yfirlysingu með að nota Torres i þessum leik..Allar keppnir verða teknar alvarlega????

  8. Djíses hvað menn eru ákveðnir í að gagnrýna Benítez og/eða verja Ferguson. Staðreyndirnar eru þessar:

    1. Við gerðum markalaust jafntefli á heimavelli við Birmingham og allt varð vitlaust. United gerðu markalaust jafntefli á heimavelli við Reading í fyrstu umferðinni, sem og jafntefli á útivelli gegn Portsmouth (eins og við), og ekki sá ég neina United-menn panikka yfir þessu.

    2. Ef við hefðum stillt upp hálfgerðu varaliði á heimavelli gegn Coventry City og tapað 0-2 hefði allt orðið gjörsamlega stjörnuvitlaust hérna inni. En af því að United gerðu það, og Rafa dirfðist að stilla upp sterku liði sem náði að skora fjögur mörk á útivelli gegn Reading (sama lið og hélt hreinu á Old Trafford í deildinni) er Rafa að leggja vitlausar áherslur.

    Málið er þetta: bikar er bikar er bikar. Að vinna einn bikar eða eina keppni er frábært, en eins og José Mourinho sagði á síðasta ári (í þau fáu skipti sem hann talaði af viti) þá er það merki góðs liðs að vera með í öllum keppnum. Chelsea í fyrra unnu deildarbikarinn og FA bikarinn, komust í undanúrslit Meistaradeildarinnar og voru eins og einum tapleik frá því að vinna deildina þriðja árið í röð.

    Rafa hefur unnið Meistaradeildina og FA bikarinn með Liverpool, en eins og allir stjórar vill hann bæta sig. Hann vill Úrvalsdeildina, hann vill Meistaradeildina aftur og hann vill örugglega fara að vinna tvennur og/eða þrennur eins og Ferguson, Wenger og Mourinho hafa gert. En neeeeeei, af því að hann dirfðist að vinna leik sinn í Deildarbikarnum á meðan Ferguson klúðraði sínum leik hlýtur Rafa að vera að eltast við Mikka Mús-bikara á meðan Ferguson og Wenger (sem hefur unnið færri titla og endað fyrir neðan Rafa og Liverpool sl. tvö ár) eru með það á hreinu hvaða bikarar eru stórir.

    Þessi færsla hjá mér er ekki barnaleg. Í raun langar mig til að þakka Ferguson og United fyrir frábæra tímasetningu; við erum hérna að reyna að ræða við suma ykkar sem virðast halda að Rafa sé hálfviti sem viti varla hvað snýr upp og hvað niður í fótboltamálum (Torres á bekknum um helgina og í byrjunarliðinu í gær = Rafa hatar Úrvalsdeildina en vill vinna Deildarbikarinn, ekki satt?) og þessi tapleikur United kom bara á besta tíma til að hjálpa okkur að styðja okkar mál.

    Bottom-lænið er þetta: Þetta eru fjórir stjórar sem hafa í gríð og erg verið bornir saman sl. þrjú ár. Af þeim er einn orðinn atvinnulaus vegna þess að liðið hans skorar ekki nóg og vinnur ekki Evrópu (ólíkt Benítez), og aðeins tveir hinna þriggja eru með í öllum keppnum (bæbæ Ferguson) … og við erum enn bara í september!

    Okkar menn voru í fallsætum um þetta leyti í fyrra. Í ár hafa þeir:

    • Tapað færri stigum en ÖLL LIÐ nema Arsenal í deildinni (þýðing: annað sæti ef við vinnum leikinn til góða, annars fjórða sæti en alveg við toppinn).

    • Unnið auðveldlega sigur á útivelli gegn Úrvalsdeildarliði í Deildarbikarnum.

    • Gert jafntefli gegn erfiðasta liði riðilsins í Meistaradeildinni, á útivelli.

    • Ekki tapað einum einasta af fyrstu tíu leikjum tímabilsins, sem aðeins eitt hinna þriggja stóru liðanna (né annarra liða í Úrvalsdeildinni, for that matter) getur státað af.

    • Og að lokum eru allir fjórir framherjarnir komnir á blað og hafa á milli sín skorað þrettán mörk í öllum keppnum í haust. Geri aðrir betur.

    Og samt stöndum við í ströngu hérna inni gagnvart prozac-dópuðum aðdáendum Liverpool sem vilja meina að allt sé í hers höndum. Þið fyrirgefið en ég hlýt að spyrja; hvað er að ykkur?

  9. Einar þú þarft ekki að gefa upp öndina, þú styður liverpool, þegar liðið lendir í alvöru vandamálum, þá standa allir saman, eru óhræddir við myrkrið og með von í hjarta.

    Þegar allt er í sæmilegum gír, mannskapur til reiðu, þá er tími til að bollaleggja og gera kröfu um árangur.

  10. Mæli með að “prozac-dópuðum aðdáendum Liverpool ” færslunni verði eytt út, hún er algjörlega óviðeigandi.

  11. Af hverju í ósköpunum er hún óviðeigandi? Liðið er að upplifa sína bestu byrjun í fimmtán ár og menn eru samt ekki ánægðir. Hvað á ég að kalla það?

  12. Þeir sem eru hvað mest svekktir eftir leikinn á laugardaginn eru leikmennirnir sjálfir. Hef trú á að við sjáum allt aðra frammistöðu hjá liðinu en síðustu tveimur deildarleikjum. Horfum á jákvæðu hlutina, liðið hefur spilað virkilega illa í síðustu þremur leikjum á undan Reading, en samt haldið hreinu og náð í þrjú stig, þar af tvö á erfiðum útileikjum. Eina sem hægt er að setja útá Benitez er að hafa Torres á bekknum. Það eru hins vegar leikmennirnir fyrst og fremst sem bera ábyrgð á frammistöðu liðsins og það voru þeir sem stóðu ekki undir væntingum. Eins og ástandið var í fyrra þá hefði liðið eflaust tapað öllum þessum leikjum. Það segir mér að liðið er að taka framförum og er á réttri leið.

    Hvað varðar tap Utd er mér nokkuð sama. Hvarflar ekki að mér að fara gagnrýna Ferguson eða setja útá hans störf. Recordið hans talar sínu máli. Benitez og Ferguson fara sínar eigin leiðir og maður verður bara að sætta sig við það. Vissulega er Ferguson sigursælli en ekki gleyma því að Benitez er 19 árum yngri og á eflaust eftir vinna marga titla. 52 ára vann Ferguson sinn fyrsta meistaratitil með United á sinni 6. leiktíð. Benitez er 47 ára, að hefja sína 4 leiktíð hjá Liverpool og hefur þegar skilað liðinu einn CL titill og einn bikarmeistaratitill.

    Annars vil ég hrósa stjórnendum fyrir þá vinnu sem þeir leggja í þessa síðu. Mikil vinna og mikill metnaður liggja hér að baki. Get vel skilið að þeir verða pirraðir á mörgum misgáfulegum commentum sem koma hér inn, en það sýnir bara hversu vinsæl þessi síða er orðin að þar sem flóran sem kemur hér inn á síðuna er orðin ansi fjölbreytt.

    Annars er ég bara farinn að hlakka bara til laugardagsins þar sem ég á von baráttuglöðu og hungruðu Liverpool liði.

  13. “Ef við hefðum stillt upp hálfgerðu varaliði á heimavelli gegn Coventry City og tapað 0-2 hefði allt orðið gjörsamlega stjörnuvitlaust hérna inni.”

    Ekki er ég nú viss um það. Ég er reyndar handviss um að langflestir Liverpool aðdáendur bjuggust einmitt við að stillt yrði upp hálfgerðu varaliði í gær og voru bara mjög sáttir þá tilhögun.

    Kannski eru sumir að fara offari með að gagnrýna rotation dæmið allt, en ég er líka sannfærður um að langflestir, amk ég, hugsaði það nákvæmlega sama og þú í leiknum á móti Birmingham:

    af hverju í fjandanum var Fernando Torres ekki í byrjunarliðinu? Jú, Voronin og Kuyt áttu alveg að vera nógu góðir til að geta skorað gegn Birmingham og ábyrgðin er þeirra, sem og hinna leikmanna byrjunarliðsins, en ábyrgðin getur alveg verið þeirra og Rafael Benítez. Ian Rush segir að þetta hafi verið taktísk ákvörðun hjá Rafa, en ég kaupi það ekki.

    Það er bara ekkert skrýtið við það að menn verði pirraðir þegar liðið getur ekki skorað mark og besti markaskorarinn situr sem fastast á bekknum. Það er bara mjög eðlilegt myndi ég telja. Það að hafa skoðun á ákveðnu atriði þýðir ekki að allir hérna inni séu brjálaðir út í Benitez og vilji hann feigan, eins og mér sýnist þú vera að guma að þegar þú ávarpar fjöldann: “Þið höfðuð rétt fyrir ykkur”.

  14. Menn eru nú ekkert að drepast úr neikvæðni. Svosem skiljanlegt að menn vilji sjá Torres spila þegar hann er heill enda yfirburðaframherji.
    Man ekki betur en að einn af stjórnendum bloggsins hafi verið ansi langt niðri eftir Birminghamslysið.
    Sammála Jakob varðandi færsluna. Menn eru ósáttir við Birmingham leikinn en á heildina litið eru örugglega flestir nokkuð vel stemmdir fyrir framhaldinu..

    Svo tel ég það mjög gott að hanga inní deildarbikarnum til að leyfa þessum ungu og efnilegu að spreyta sig í bland við reynsluboltana. Lið einsog Liverpool sem eru með stóran leikmannahóp hafa bara gott afessu til að spá, spekúlera og fagna:)

  15. ég held að rafa þurfi að fara að kaupa armbandsúr handa konuni jafnvel 2-3 stk

  16. Það getur stundum verið ágætt að vera hófsamur Evertonaðdáandi; þeir þurfa svo fjári lítið til að gera þeirra litla hjarta ánægt.

    Annars, í fullri alvöru.
    Ég held ég tali fyrir munn flestra púllara að Englandsmeistaratitillinn sé það sem skuli stefna að. Sigur í bikarkeppnunum þremur er jú alltaf ljúfur en þegar allt kemur til alls þá verður tjekkað í maí hvar liðið endaði í töflunni og árangur tímabilsins verður metinn eftir því. Ég skil það sjónarmið mjög vel, sérstaklega þar sem bikarsöfnunin hefur gengið með ágætum síðustu misseri. Það vantar bara þann stóra.

    Og þegar þann stóra vantar eftir 18 ára bið þá verða menn óþreyjufullir. Já það nálgast hálfpartinn þráhyggju. Hvort sem það er the black november, David James horrorinn, byrjunarskjálftinn eða whatever.

    Ég man eftir þrennunni hjá Owen gegn Newcastle í byrjun tímabils fyrir nokkrum árum. Gaupi steig þá fram í kvöldfréttum og sagði að Liverpool ætti góðan möguleika á þeim stóra. Kannski gera ekki sér allir grein fyrir þessu en gæti ekki verið að undirmeðvitundin hjá reynslumiklum aðdáendum hreinlega hrópi á heilann með orðunum: “núna er slæmi kaflinn að byrja” þegar liðið nær aðeins einu stigi gegn Birmingham á heimavelli? Alveg eins og þegar Liverpool byrjuðu tímabilið með því að rúlla hverju liðinu á fætur öðru þegar Owen skoraði þrennuna þá döluðu þeir þegar líða tók á tímabilið. Púllarar hafa séð allar útfærslur á hvernig skal glata tækifærinu á titlinum og það er þeim mun sárara þegar liðið er að taka aðra titla. Þráhyggjan og örvæntingin stigmagnast.

    Ég skil því þessa aðdáendur vel og neita því að það sé eitthvað óeðlilegt við þessi viðbrögð. Brennt barn forðast eldinn. Eins og áður sagði þá held ég að púllarar vilji ekkert frekar en að vinna deildina, sér í lagi þegar skoðuð er saga liðsins á síðustu árum. Þess vegna bregðast aðdáendur illa við þegar dýrasti og heitasti leikmaður liðsins er á bekknum í deildinni en spilar bæði í meistaradeildinni og deildarbikarnum, hvað þá þegar Rafa kemur með jafn undarlega skýringu og kom á laugardaginn.

    Það að einhverjir hafi ólíkt gildismat á því hvort þeir séu óánægðir eða ánægðir er bara hið besta mál. En að uppnefna þá ætti frekar að reyna skilja þá. Að reyna skilja einhvern hvers vegna hann heldur upp á Liverpool er svo allt önnur Elín. Allavega er ég feginn að vera hófsamur Evertonmaður sem getur gert gott úr heilu tímabili ef þeir bláu vinna svosum eins og einn leik gegn erkifjendunum 🙂

  17. Mótlæti herðir menn. Leikmenn sem aðra, t.d. okkur stuðningsmenn. Þessi umræða sýnir að menn eru tilfinninganæmir og er það vel. Við eigum að berjast fyrir skoðunum okkar, jafnvel rífast, án þess að fara á taugum. Hver má hafa síðan skoðun og vil ég sjá þær sem flestar. Það gefur þessari síðu aukið vægi. Auðvitað eru allir glaðir þegar leikur vinnst og fúlir þegar hann tapast. Við erum ýmist ofsaglaðir eða þunglyndir. Það fylgir því að vera fótboltafíkill. Og það er gott að eiga lið til að halda með. Höldum áfram, strákar, en höldum líka sönsum þótt við rífumst. Við erum eftir allt saman í sama liðinu.

  18. “Rafa taldi bara að Kuyt og Voronin pössuðu betur á móti Birmingham.”

    Sko í alvöru talað… eins mikill snillingur og Rafa Benitez er, ég dreg það ekki í efa, þá veit nánast hvert einasta mannsbarn að Fernando Torres er betri en þessir tveir menn til samans. Besta framlína Liverpool, sama hver andstæðingurinn er, mun því vera

    Torres – framherji nr. 2. Framherji nr. 2 getur verið einhver sem er valinn út frá andstæðingnum, en Benitez er bara að láta Torres á bekkinn til að vera eitthvað töff, svona sýna að hann verði að vinna sér inn sætið í liðinu. Kannski er það sniðugt, kannski ekki þegar ofur-framherji er á ferð, en maðurinn á alltaf, alltaf að vera í byrjunarliðinu. Annað er fásinna.

    Ekki sá maður Roy Evans vera að hvíla Fowler mikið þegar hann var upp á sitt besta. Þó voru Liverpool með ágætis framlínu þá og úr nógu að velja.

  19. og vann roy evans marga titla? torres þarf tíma var ekki tveggja manna framherji á móti porto en hann er að verða það og þá verður hann hann alltaf inná, en afhverju sagði engin neitt um hann á móti porto?menn eiga misjafnlega góða daga, rafa vann titla með engar stjörnur í valensia nú er hann með eina ef ekki tvær svo spyrjun að leikslokum koma svo RAFA OG LIVERPOOL

  20. Sælir piltar,

    Ég er alveg sammála því að bikar er bikar. En mér finnst hinsvegar umræðan um hvenær það eigi að hvíla menn og hvenær ekki eigi rétt á sér. Árangur Liverpool það sem af er tímabilinu er meira en ásættanlegur. En hinsvegar verð ég að setja spurningarmerki afhverju Torresinn spilar ekki gegn Portsmouth á útivelli og Birmingham heima. Ég persónulega hefði viljað sjá hann spila þessa tvo leiki og ekki láta hann mæta til leiks gegn Reading, og er það bara mín skoðun. Réttilega er hann kannski ekki orðinn eins manns framherji hjá nýju liði í nýrri deild. En ég held að það sé enginn framkvæmdarstjóri sem myndi hvíla sinn besta framherja í 2 deildarleikjum en spila honum svo gegn tuddaliði á útivelli í vindrúðubikarnum. Veit að frábærir pennar þessarar frábæru síðu eru ekki sammála þessu en þetta er mitt mat og endurspeglar ekki mat þjóðarinnar og hvað þá stuðningsmanna Liverpool nær og fjær. Ég geng svo langt meira að segja og væri til í að skipta á sigri annaðhvort við B´ham eða P´mouth á Reading.

    En ég treysti Rafa fullkomlega fyrir að ná árangri með liðinu og held reyndar að hann viti alveg hvað hann er að gera með liðið. En maður verður að hafa skoðanir á hlutunum og velta fyrir sér ákvörðunum. Án þess væri nú lítið varið í boltann, en þessar umræður verða að vera á málefnalegum grundvelli.

  21. Man ekki betur en að einn af stjórnendum bloggsins hafi verið ansi langt niðri eftir Birminghamslysið.

    Já, ég var fúll einsog ALLIR, þar með talinn Kristján. En ég talaði ekki einsog allt væri dauðadæmt og ég hélt ekki áfram að kvarta yfir Torres eftir sigurleik, einsog margir gerðu eftir Reading leikinn. Það sem fór sérstaklega í taugarnar á mér (og greinilega KAR) var að í stað þess að njóta sigurs í bikarkeppni þá ákvað fullt af fólki að nýta þess í stað tækifærið til að gagnrýna Rafa aftur fyrir laugardaginn.

    Kannski gera ekki sér allir grein fyrir þessu en gæti ekki verið að undirmeðvitundin hjá reynslumiklum aðdáendum hreinlega hrópi á heilann með orðunum: “núna er slæmi kaflinn að byrja” þegar liðið nær aðeins einu stigi gegn Birmingham á heimavelli?

    Þetta er mjög satt.

  22. “Það sem fór sérstaklega í taugarnar á mér (og greinilega KAR) var að í stað þess að njóta sigurs í bikarkeppni þá ákvað fullt af fólki að nýta þess í stað tækifærið til að gagnrýna Rafa aftur fyrir laugardaginn.”

    Einar, þetta er alls ekkert flókið. Flestir eru orðnir það langeygir eftir deildartitlinum að þeim er sama um flest annað, tala nú ekki um Carling Cup. Þegar þjálfarinn svo hefur besta markaskorara liðsins á bekknum í tveimur leikjum þar sem liðið getur ekki skorað mörk en spilar honum í Carling Cup verða menn pirraðir. Það er alls ekkert óeðlilegt við það, og þýðir ekki þeir sem hugsa svona séu eitthvað minni (stuðnins)menn fyrir vikið. Þú hlýtur að hafa gengið gegnum svipaða hluti og ég þegar KR vann ekki deildina í 31 ár. Þegar ég sá liðið á móti Coventry leið mér eins og mér hefði líklega liðið ef þjálfari KR hefði haft besta markaskorara KR á bekknum í deildinni en spilað honum grimmt í Reykjavíkurmótinu. Carling Cup er fínn bikar til að leyfa unglingum að sprikla, en í guðanna bænum spilaðu bestu leikmönnunum í deildinni. Ég er ekki hissa að margir séu svekktir yfir þessu.

  23. þýðir ekki þeir sem hugsa svona séu eitthvað minni (stuðnins)menn fyrir vikið.

    Enda hélt ég því aldrei fram. Ég hélt því bara fram að þeir væru meiri tuðarar. 🙂

  24. Ég tel nokkuð ljóst að Benitez er ekki að hvíla Torres fyrir deildarbikarinn Kjartan #5, heldur er hann að nota rotation-kerfi og þá greinilega skiptir ekki máli hvaða leikur er næstur … kerfið er í gangi.

    Hvað sem mönnum finnst um það þá hefur hver og einn sína skoðun á því. Ég skal viðurkenna að stundum finnst mér þetta kerfi pirrandi því ég vill sjá Torres ALLTAF inná því hann hefur sýnt það undanfarið hvað hann kemur með að borðinu fyrir liðið eins og máltækið segir.

    Ok við fengum ekki þau úrslit úr síðustu 3 leikjum á undan sem við vildum en þrátt fyrir það erum við í góðu formi og eigum nóg inni. Sjáum hvað setur.

  25. Ég er samála Liverpool búa í commenti númer 14.
    Þegar hann talar um hvernig Kristján talar niður til manns.
    Þetta skrifar hann Kristján á forsíðu.
    “Þið höfðuð rétt fyrir ykkur. Rafa róterar of mikið, ólíkt Sir Alex Ferguson sem hefur tapað fleiri stigum í Úrvalsdeildinni en Liverpool í haust, unnið færri Meistaradeildartitla en Rafa síðustu þrjú ár og er nú dottinn út úr fyrstu bikarkeppni vetrarins. Alex er frábær, Rafa kann ‘ettekki.

    Finnst þetta bara nú hálf asnalegt og barnalegt hjá þér Kristján, svo ég tali nú ekki um hrokafullt. Mín skoðun.
    áfram Liverpool

  26. “9 Kristján Atli
    Bottom-lænið er þetta: Þetta eru fjórir stjórar sem hafa í gríð og erg verið bornir saman sl. þrjú ár. Af þeim er einn orðinn atvinnulaus vegna þess að liðið hans skorar ekki nóg og vinnur ekki Evrópu (ólíkt Benítez), og aðeins tveir hinna þriggja eru með í öllum keppnum (bæbæ Ferguson) … og við erum enn bara í september!

    Okkar menn voru í fallsætum um þetta leyti í fyrra. Í ár hafa þeir:

    Tapað færri stigum en ÖLL LIÐ nema Arsenal í deildinni (þýðing: annað sæti ef við vinnum leikinn til góða, annars fjórða sæti en alveg við toppinn).

    Unnið auðveldlega sigur á útivelli gegn Úrvalsdeildarliði í Deildarbikarnum.

    Gert jafntefli gegn erfiðasta liði riðilsins í Meistaradeildinni, á útivelli.

    Ekki tapað einum einasta af fyrstu tíu leikjum tímabilsins, sem aðeins eitt hinna þriggja stóru liðanna (né annarra liða í Úrvalsdeildinni, for that matter) getur státað af.

    Og að lokum eru allir fjórir framherjarnir komnir á blað og hafa á milli sín skorað þrettán mörk í öllum keppnum í haust. Geri aðrir betur.

    Og samt stöndum við í ströngu hérna inni gagnvart prozac-dópuðum aðdáendum Liverpool sem vilja meina að allt sé í hers höndum. Þið fyrirgefið en ég hlýt að spyrja; hvað er að ykkur?”

    — virkilega sammála KAR í þessu máli, vel rökstutt, annað en ýmsar plammeringar sem menn hafa látið falla hér um liverpool, úrslit og liðsuppstillingu. YNWA

  27. Vil bara taka undir orð umsjónarmanna þessarar síðu. Sammála þeirra kommentum.

    Bendi líka Liverpoolbúa á að það er rétt að flestir – vonandi allir! – séu langeygir eftir deildartitlinum … en þeim er alls ekki sama um allt annað!!!

    Sem ákafur Liverpool-stuðningsmaður og gráðugur í þokkabót … þá vil ég sigur í öllu!

    Egill #26 : þessi færsla hjá KAR átti fullkomlega rétt á sér. Lestu líka kommentin hans undir færslunni. Ég hef ekki orðið var við hroka frá umsjónarmönnum síðunnar. Þetta var frábært og sanngjarnt skot á þá sem nögguðu sem mest, og þó svo að ég hafi ekki kommentað, þá tek ég það til mín að smáu leyti.

  28. ég styð rotation (flest stórlið notast við það í e-m mæli) en þó með þeim formerkjum að ákveðnir fastir póstar séu ALLTAF í liðinu þegar þeir eru heilir heilsu, Mourinho hafið t.d. nánast alltaf Cech, Terry, Lampard og Drogba í byrjunarliðinu (minnir að Makelele hafi líka tilheyrt þessum hópi ef frá er talið árið í fyrra) … af sama skapi vildi ég hafa Reina, Carragher, Gerrard og Torres nánast alltaf í liðinu (þ.e. deild, Meistaradeild og FA)

    Carling Cup ætti frekar að vera vettvangur til þess að gefa “fringe players” tækifæri líkt og var gert gegn Reading þó með undantekningum (svo sem allt í lagi að hafa 1-2 lykilmenn í liðinu og gefa öðrum sem spila mikið hvíld)

    Ég er ekki að segja að tímabilið sé ónýtt eftir jafnteflið við Birmingham, en það gæti talið þegar upp verður staðið í vor að hafa ekki spilað með öflugasta framlínu manninn í þessum leik. Það má vel vera að leikurinn hefði samt endað 0-0 enda var andleysið algjört í liðinu en þá hefði ekki verið hægt að benda á liðsvalið hjá Benitez.

  29. Doddi 26:
    “Bendi líka Liverpoolbúa á að það er rétt að flestir – vonandi allir! – séu langeygir eftir deildartitlinum … en þeim er alls ekki sama um allt annað!!!”

    Doddi, þetta eru hártoganir. Mig grunar að þú vitir mætavel hvað ég á við – að áherslan hjá flestum Liverpool aðdáendum á að vinna deildina sé svo mikil að flest annað falli alveg í skuggann, og þá sér í lagi Carling Cup. Þannig líður amk öllum púllurum sem ég þekki, og þekki ég þá marga.

  30. Góði..góði ..Guð. Gerðu það….láttu Liverpool vinna á Laugardaginn!!!!

  31. Ég held að munurinn á rotation-systeminu hjá Rafa og Ferguson/Morinho sé sá að þeir spila alltaf með þessa 3-4 lykilmenn þegar þeir eru heilir en rótera í kringum þá. Spila ekki alltaf Ferdinand-Vidic-Ronaldo-Rooney þegar þeir eru heilir?
    Og að sama skapi Terry-Lampard-Drogba?
    Á meðan er Rafa að hvíla Gerrard og Torres sem ættu að vera þeir leikmenn sem ætti að byggja liðið út frá?
    Ég myndi vilja sjá Rafa stilla alltaf upp Reina-Carra-Gerrard-Torres þegar það er hægt en síðan má rótera eins mikið innan þessa 20 manna hóps eins og menn vilja. Ég held að liðið sé alltaf mjög sterkt með þessa 4 menn í liðinu og síðan þá leikmenn sem henta hverjum leik. Hvort sem við ætlum að sækja eða verjast.

  32. Ég veit ekki um ykkur en þetta tímabilið væri ég tilbúinn til að fórna öllum keppnum ef það yrði til þess að Liverpool verði krýndir Englandsmeistarar í vor. Þá er ég að meina tap í fyrsta leik í League Cup, FA Cup og neðsta sæti í riðli Meistaradeildar. Deildin skiptir það miklu máli!

    En, eins og bent hefur verið á, þá má Rafa ekki vinna eftir þessari hugmynd hlutina þar sem hún eykur sennilega ekki líkurnar á að vinna deildina. En, eftir sem áður, er þetta spurning um áherslur. Var Fernando Torres keyptur til að auka líkurnar á Englandsmeistaratitli eða til að landa sigri í League Cup? Hann var náttúrulega keyptur til að bæta sigurlíkur Liverpool í öllum keppnum. Ég hef verið ósáttur við bekkjarsetu Torres í síðustu tveimur deildarleikjum en tveir leikir eru samt sem áður full lítið úrtak til að ætla að fella einhvern stóra dóm um fyrirætlanir Rafa í deildinni.

    En ég vona að Torres nýti þennan League Cup leik á jákvæðan máta og haldi áfram að skora, og þá helst í deildinni. Persónulega væri mér létt ef hann myndi aldrei spila aftur leik í League Cup!

  33. Það er líka eitt sem skiptir máli þegar “síðri” óreyndari leikmenn eru notaðir í þessum síðri leikjum. Lucas – Leto og hvað þeir heita þessir kallar fá miklu meira útúr því að spila fringle leiki með góðum leikmönnum en að taka þátt í leikjum með eintómum varaliðsleikmönnum. Með að láta þessa leikmenn sem eru líklegir til þess að spila eitthvað hlutverk í vetur fá tækifæri innan um góða leikmenn þá fá þeir miklu meiri reynslu. Ergo þeir munu vera betur í stakk búnir til þess að takast á við deildarleiki þegar þeir koma.
    Hvað varðar Reading leikinn og þann ágæta sigur þá er langt í næsta leik og því upplagt tækifæri til þess að spila Torres og fleiri mönnum í gang með sannfærandi sigri. Liverpool liðið getur nú tekið þessi úrslit og nýtt sér þau í næsta leik um helgina. Gott að fá markaskorun aftur í gang og efla aðeins sjáfstraustið. Einnig veit stjórinn núna hvernig hann má búast vð því að Arbeloa spili í miðverðinum á móti úrvalsdeildarliði og hvernig Lucas og Leto geta spilað í erfiðum leik á móti mótiveruðum andstæðinigi sem vill sigra leikinn.

  34. Vill kannski taka það fram eftir ummæli mín áðan #26
    Að ég hef ekkert á móti Rafa og hans róteringum og er mjög
    ánægður með byrjunina á tímabilinu…

    Finnst bara leiðinlegt þegar aðrir þykjast vita betur en hinir og
    segja það á barnslegan hátt að mér finnst.

  35. Thad er otharfi ad bendla menn sem gagnryna hluti sem er allt i lagi ad gagnryna vid thad ad finnast Benitez alveg omogulegur og Ferguson alveg fullkominn. Ad finnast thad skrytid ad Torres hafi spilad i otharfa Carling Cup en ekki i tveimur leikjum i deildinni sem skiptir svo miklu mali er skodun sem a alveg rett a ad heyrast.
    Rafa er heldur ekki fullkominn og thad ma gagnryna hann. Alveg eins og matti gagnryna ad Luis Garcia vaeri mistaekur, Gerrard stundum full a moti og ad Hyypia se stundum seinn a ser.
    Annars sammala Joni H. Eirikssyni i kommenti 31 🙂

  36. Góði..góði ..Guð. Gerðu það….láttu Liverpool vinna á Laugardaginn!!!!

    Þetta er besta komment vikunnar. 🙂

  37. Finnst mönnum hér Torres strax vera orðinn svona mikilvægur. Ég meina menn eru að setja hann í hóp með Gerrard og Carra. Torres er mjög góður og besti framherji okkar en ég vill ekki setjan hann strax í hóp með þeim.

    Ef við horfum yfir tímabilið í heild finnst ykkur þá óeðlilegt á Torres sé hvíldur í heimaleik ( við höfum fengið staðfestingu á því að ekkert að toppliðunum spilla sömu leikmönnunum í hverjum leik) á móti liði sem kom upp um deild.
    Ef það þarf að hvíla hann einhvern tíman afhverju þá ekki þá. Og þar sem Rafa hefur núna 2 nýja framherja til að máta við liðið þarf hann ekki að prófa sem flestar uppstillingar sem fyrst til að vita hverjir passa saman og ekki. Rafa prófaði svo hina tvo í leiknum á móti Reading

    Eru menn alveg fullvissir að ef Torres hefði spilað á móti Birmingham að þá hefðum við unnið. Allt liðið spilaði illa í þessum leik ekki bara framherjarnir. Ok ég veit að Torres getur skorað uppúr engu. Á móti Reading spilaði liðið hins vegar ágætlega (skilst mér sá ekki leikinn) og Torres fékk 3 stoðsendingar.

    Ef eitt mark hefði læðst inn á móti Birmingham og Torres bara set eitt á móti Reading þá hefði þessi umræða um að Rafa vildi ekki vinna deildina og aðrar álika gáfaðar ásakanir aldrei komið upp. En það er bara ef

  38. Er ég kominn á svartan lista hér :-), skráði inn ummæli kl. 15.56 sem eru enn ekki birt held ég og bíða samþykkis (Ummæli þín hafa verið skráð og bíða samþykkis.), en ummæli Dóra frá 15.58 eru strax komin inn.

  39. Finnst mönnum hér Torres strax vera orðinn svona mikilvægur

    Þetta er góður punktur. Það er ekki einsog Rafa hafi róterað 10 mönnu, heldur var hann með einn lykilmann á bekknum. Allir hinir: Gerrard, Carra, Masche, Reina, etc voru inná. Málið er bara að sumir eru ákveðnir í að kenna róteringum Rafa um allt slæmt, sem gerist í kringum Liverpool.

  40. Takk fyrir að þýða greinina eftir Tomkins….var að lesa hana. Þessi grein og innsetning hennar hérna á Liverpool-blogginu …”summar” upp ástæðuna fyrir því af hverju ég held lang mest upp Liverpool-bloggið.

    Strákar hafið þökk fyrir. Paul Tomkins er búinn að þagga niður í öllum gagnrýnisröddum um “róteringar”. Punktur. Málið dautt.

    Koma svo Liverpool á Laugardaginn….. :-))

    YNWA

  41. Þetta grunaði mig ekki og var satt að segja oft að pirra mig á því hvað Benitez róteraði miklu meira en aðrir. Svona lætur maður blekkjast af kjaftæði og rógi andstæðinganna og tekur hann upp hugsunarlaust.
    Nú er ekkert annað en læra af þessu og lesa það sem sannara reynist. Þetta minnir mann á það þegar á sínum tíma allar fréttir, blöð og fréttamenn voru uppfull af aðdáun á Cole og York sem bsta og marksæknasta framherjaparinu á Englandi. Staðreyndin var aftur á móti sú að á þeim tíma voru Owen og Fowler markahæsta “par” deildarinnar og héldu því þar til Owen meiddist.
    Svona bull tilheyrir íþróttinni en við verðum auðvitað að passa okkur á því.
    YNWA

  42. Ferguson er klár þjálfari. Hann áttar sig bara á því að hann er ekki með nógu breiðan hóp og lætur þessa keppni mæta afgangi. Minnir að hann hafi einhvern tíma sagt að ein bikarkeppni væri alveg nóg í Englandi. Grunar að honum sé einfaldlega slétt sama, þó að hann segi annað. Hann veit að það skiptir höfuðmáli að meginkjarninn sé ferskur þegar líða tekur á Premier League og Meistaradeildina.

  43. Grunar að honum sé einfaldlega slétt sama, þó að hann segi annað

    Heldurðu að Ferguson hafi ekki fagnað gríðarlega þegar að deildarbikarinn var eini bikarinn, sem að Man U unnu fyrir tveim árum?

  44. Að lokum, þá held ég að rafa sé að láta all menn sem spila í úrvalsdeildini, að kynnast hvor öðrum þannig að ef einhver meiðist eða getur ekki spilað, að hann geti valið mann sem getur komið inn í liðið og fyllt hans skarð ef þú situr á bekknum í langan tíma þá ertu ekki fær um að fylla skarðið TAKK

  45. Ég held Einar og co að menn séu ekki endilega að blammera róteringakerfið sem slíkt. Ekki heldur þá staðreynd að Rafa hafi hvílt Torres gegn Birmingham heima því andskotinn hafi það ef við getum ekki unnið Birmingham heima þá er eitthvað að. Málið er einfaldlega að Rafa hefur talað mikið um það fyrir tímabilið að nú sé stefnan sett á deildina. Síðan spilum við fjóra leiki, deildarleik, meistaradeildarleik, aftur deildarleik og svo deildabikarleik. Okkar langbesti framherji spilar “síður mikilvægu” leikina en er ekki inná í deildarleikjunum(þessum mikilvægu). Við erum í skíta riðli í meistaradeildinni, afhverju ekki að hvíla Torres þar og gegn Reading í deildarbikarnum og spila honum í þeirri keppni sem talað var um að setja allt púður í? …eða hvíla hann bara í deildarbikarnum?
    Þetta finnst mér stórfurðulegt og gagnrýni Rafa fyrir…en af sama skapi er ég hlynntur rótation-kerfi ef það er RÉTT notað. Það er stórmunur á þessu tvennu.

  46. Verður Liverpool leikurinn ekki í beinni um helgina? Veit það einhver hér?

  47. hvernig er það eru ekki allir jafnir hér á síðuni ,eru bara sumir sem geta rökrætt hér , NO 1 ég spurði ?hvað hanga gulu spjöldin lengi á mönnum í meistaradeildini? ekkert svar NO 2 hvað fanst ykkur um torres á móti porto? ekkert svar NO 3 hvað vann roy evans marga titla? ekkert svar ,kanski get ég flétt því upp en ég hélt að ég fengi svör, mér fynnst gaman að taka þátt í umræðu og pælingum á þessari síðu, en mér finst sumir ekki vera með og þeim aldrei svarað ég veit ekki allt og það væri gott að fá svör ef maður spyr

  48. Dóri, af hverju ekki að nefna Torres með Gerrard og Carra þegar hann er besti framherji Liverpool eins og þú segir? Er hann ekki í sama liði? Og besti framherjinn? Þá hlýtur hann að vera nokkuð mikilvægur.

    Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt að finna staðgengil fyrir hann, en það sem ég myndi vilja sjá er að nota okkar besta varnarmann, besta miðjumann og besta sóknarmann þegar það er hægt.

    Þetta er þó aðeins pæling þar sem mér sýnist þetta hafi yfirleitt verið upp á teningnum hjá manutd og chelsea og það eru liðin sem eru búin að vera sterkust síðustu ár. Þó eigum auðvitað að rústa liði eins og Birmingham á Anfield með hverjum sem er í aðalliðinu. Og ég ætla ekki að kenna róteringum um hvernig leikurinn fór heldur algjöru baráttu- og andleysi.

  49. hví unnum við ekki M.U á anfild á sýðustu leiktíð þegar M,U voru nánast með alla sína menn í vörn og stálu sigrinum á síðustu mínótu með aukaspyrni sem drullaðist í markið og sem dómarinn gaf ?af hverju gaf dómarinn chelsia víti í síðasta leik, komonn þettað er leikur Oddur getur þú svarað ummælum no 53

  50. Einsi kaldi, ég man ekki eftir að hafa séð þessar spurningar frá þér en ég fullvissa þig um að við förum ekki í manngreiningarálit þegar kemur að því að ræða hlutina. Því miður þá virðast þessar spurningar hafa farið framhjá okkur á sínum tíma en við getum svarað þeim núna ef þú vilt:

    Fyrst, eftir því sem ég best veit fylgja gulu spjöldin úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar mönnum ekki inn í útsláttarkeppnina eftir áramót. Það gæti þó verið rangt hjá mér.

    Torres, eins og meira og minna allir hinir leikmenn Liverpool, var hræðilegur á móti Porto. Það er bara þannig og ég held að það hafi komið nokkuð vel fram í leikskýrslunni fyrir þann leik.

    Og í þriðja lagi þá vann Roy Evans bara Deildarbikarinn vorið 1995 með Liverpool í leik þar sem Steve McManaman kenndi Guðna Bergssyni að leika knattspyrnu. Evans komst í úrslit FA bikarsins ári síðar en tapaði á Wembley fyrir Man Utd Eric Cantona. Að öðru leyti var hann ekki mikið í titlunum.

  51. Takk Kristján Atli ég var farinn að halda að ég sægi bara mín ummæli sjálfur og engin annar en no 20 þar er spurning sem sem þú hefur svarað nú og þegar,gott að vita, bíð spentur eftir leiknum á laugardag ,og eftir ykkar spá un liðið ,lifðu heill áframm LIVERPOOL OG RAFA

  52. svona til gamans , smá brandari, maður nokkur sat á ráðhústorginu á siglufirði, eflaust búinn að skemta sér kvöldinu áður, með bjór í hönd og með rauð sprungin augu,þegar að kona með hund gekk fram hjá, sá góðglaði sagði ,er verið að viðra svínið, konan sagði þettað er ekki svín þettað er hundur , sá góðglaði,,, ég var ekki að tala við þig

  53. einsi kaldi finnst mér koma með ferska vinda hingað inn. Flestir hér að þvaðra sömu hlutina aftur og aftur og aftur. 50 komment sem væri hægt að rúma í þremur. Höfum gaman að þessu, syngjum, tröllum og umfram allt, verum vinir.

  54. ég vil taka það fram að ég er ekki að biðja þá kristján og einar að svara mér þótt eg varpi fram spurningum, heldur koma fram spurningar í umræðunni sem aðrir svara ekki, eins hafa margir rætt um það af hverju torres reddaði ekki málum á móti B ham ,ég spurði í staðin af hverju var ekki umræða hjá mönnum ,af hverju torres reddaði ekki málum á móti porto vona ég að ég hafi ekki verið misskilinn af forráðamönnum sem sjá um þessa FR’ABÆRU síðu takk takk

  55. Svarar maður ekki því sem manni langar að svara eða hefur svarið við?

    55 – Þetta er alveg jafn mikill leikur hjá mér eins og vonandi öðrum hérna. Ég get ekki séð óheppnis-factorinn fyrir en hann er víst til í mörgum leikjum. Stundum fellur það með manni (á móti chelsea í undanúrslitum meistaradeildarinnar) og stundum ekki (eins og móti united á síðustu leiktíð). En hvernig leikirnir á móti Birmingham og Porto fóru var bara engin óheppni.

    59 – Er þetta ekki síða þar rökræðurnar fara fram? Þó að sumum finnist það þvaður í 50 kommentum að þá eru aðrir sem lesa hvert einasta komment og finnst gaman að sjá mismunandi skoðanir.

    Ég hef ekki sagt að Torres ætti að redda málunum í hverjum leik. Ég veit ekki með ykkur en hann er fyrsti framherji Liverpool í langan tíma þar sem maður fær kítl í magann í hvert einasta skipti sem hann fær boltann eða tekur hlaupið. Og þess vegna vonast ég alltaf til að sjá hann í byrjunarliðinu.

    Mér fannst bara skrítið að segja að hann sé ekki svo mikilvægur þegar maður segir að hann sé besti framherji Liverpool í sömu málsgrein. Mér finnst hann mjög mikilvægur og langar að skilja af hverju öðrum gæti ekki fundist hann eins mikilvægur. Þá getum við vonandi komist að niðurstöðu eða bara verið sammála um að vera ósammála.

  56. sammala Oddi… thessi sida er skemmtileg utaf thvi ad menn eru med mismunandi skodanir.

    4-0 um helgina… afram med smjorid … eg aetla hinsvegar ad fara a Celtic Park og horfa a Celtic-Dundee… og tekka a thvi hvort their kunni ad syngja YNWA almennilega 🙂

  57. Oddur (54) vegna þess að Torres er ekki búinn að sanna sig jafn sem jafn áræðanlegur leikmaður og þeir tveir. Gerrard er búinn að sanna sig 100 sinnum sem bjargvættur þegar illa engur og Carra líka varnarlega. En Torres hefur alla burði til að ná þeim stalli með tímanum. Fyrst þarf hann að skora nokkur úrslitarmörk upp á sitt eins dæmi.

Tomkins um róteringu Rafa

Wigan á morgun!