Kuyt meiddur

Þetta er ástæðan fyrir því hve heitt og innilega ég elska landsleikjahlé.

Dirk Kuyt meiddist í Tottenham-leiknum um helgina og verður ekkert með hollenska landsliðinu í leikjum næstu viku. Í fréttinni kemur einnig fram að Liverpool vonist til að meiðsli hans séu ekki of alvarleg og að hann verði heill heilsu fyrir nágrannaslaginn þann 20. október n.k. Ég vona það líka, við þurfum á vinnusemi hans að halda á Goodison Park.

Og já, ég veit að hann meiddist ekki beint í landsleikjahléinu, en ég ætla bara samt að kenna því um … 🙂

33 Comments

  1. Eða þá að Rafa Benitez og hans geðveiki hefur fengið Kuyt til að ljúga því að hann sé meiddur.

    Ekki það að Rafa hafi gert það, en maður trúir því nánast upp á hann, þar sem hann hatar landsleikina svo mikið. Held t.d. að hann hafi átt alveg einhvern þátt í því að Carragher hætti í landsliðinu.

  2. Halldór: Hættu nú… viltu ekki kenna Rafa íka um innrásina í Írak? Bæði Kuyt og Carragher eru fullorðnir menn og ég er þess viss um að þeir séu fullfærir að taka sínar eigin ákvarðanir.

  3. Kenna Rafa um innrásina í Írak, hehehe. Góður punktur.

    Nei ég er allveg sammála að þetta eru fullorðnir menn sem eiga nú að geta staðið við sína eigin sannfæringu. Ef hann er eitthvað smávægilega meiddur, er það besta í stöðunni að hann haldi sig heima og vinni með sjúkraþjálfurum Liverpool næstu vikurnar.

    Það er nú vonandi að menn sleppi heilir úr þessu endalausa helvítis landsleikjafríi og mæti dýrvitlausir til leiks á móti Everton. Ef það er ekki leikurinn til þess að rífa sig upp úr þessari lægð, þá veit ég hver það ætti frekar að vera.
    Við skulum bara vona að þeir verði búnir að tjasla í Agger og Xabi og að þeir komi dýrvitlausir til baka.
    Come on you REDS!

  4. Meira hvað menn geta grenjað yfir því að leikmenn séu að spila með landsliðunum. Það þarf enginn að segja mér það að leikmaður eins og Gerrard hafi ekki orðið betri leikmaður á því að spilam með enska landsliðinu.

    í guðanabænum hættiði þessu væli endalaus. Frekar að vona að þeir drullist til að geta eitthvað með landsliðinu og skori eitthvað að mörkum þannig að þeir komi í stuði til baka !

  5. Gunni, bara að hafa það á hreinu þá eru stjórar ekki pirraðir yfir því að heilir leikmenn spili með landsliði sínu. Það er hins vegar þegar menn eru undir 90% heilir og tjaslað saman af landsliðslæknum og píndir áfram þegar mennirnir sem borga launin þeirra verða pirraðir, skiljanlega.

  6. Það er á svona stundum sem maður er guðs lifandi feginn því að Michael Owen sé ekki lengur liðsmaður Liverpool. Ég mundi ekki vilja vera í stöðu Newcastle manna og bíða eftir því hvaða nýju meiðsli hann kemur með heim núna.

    Annars hef ég nú bara gaman að þessum landsleikjahléum, það er ágætis tilbreyting, að því gefnu að liðin séu að spila alvöruleiki en ekki einhverja helv… vináttuleiki.

  7. Afhverju er það svona fráleytt að Rafa hafi haft einhver áhrif á ákvörðun Carragher? Það vita allir sem einhverntíman hafa æft íþróttir að þjálfarar tala við sína menn um utanaðkomandi áhrif líka. Mér finnst bara mjög líklegt að þeir hafi á einhverjum tímapunkti sest niður og rætt þetta. Ég er ekki að segja að Rafa hafi haft úrslitaáhrif, en mér finnst eðlilegt ef þeir hafa rætt þetta tveir. Þess vegna finnst mér komment númer tvö algjörlega út í bláinn og ekki í einum takti við eitt né neitt. Hver var “hugsunin” á bakvið það?

    En að landsleikjahléum og leikmönnum sem ekki eru 100%, þá er það ekki spurning í mínum huga að menn eiga ekki að spila fyrir landslið, sem nb borgar ekki krónu í launum þessara manna og áhættan er öll hjá félagsliðinu, ef þeir eru eitthvað tæpir…flís í putta og maðurinn á að vera heima! Einnig finnst mér að knattspyrnusambönd landanna eigi að borga laun leikmanna á meðan þeir eru að starfa fyrir landsliðið. Ég hef ekkert þannig á móti landsliðum, en frekjan og yfirgangurinn er þvílíkur og félagsliðin meiga ekki láta ganga svona yfir sig.

    Maður spyr sig líka, afhverju fær Dirk Kuyt að draga sig út úr landsliðinu ef hann er tæpur en Gerrard, Owen og fleirri eru látnir spila, jafnvel þó þeir séu á hækjum?

  8. ,,The fear has re-emerged that the Spaniard’s detailed, mechanistic approach is fitted to set-piece occasions but does not allow the spontaneity that made United champions last season and that has installed Arsenal at the head of the table.”

    Þarna hætti ég að lesa. Eitthvað sem maður hefur vissulega oft heyrt áður. En hvaðan er þessi goðsaga eiginlega komin? Ef það er eitthvað sem einkennir sóknarleik United og Arsenal er það að sóknarleikur þessara liða gengur eins og vel smurðar vélar.

    Ef sóknarleikur United og Arsenal vs. sóknarleik Liverpool þessa dagana er munurinn sá að hjá fyrrgreindu liðunum veistu alltaf hvert næsta sending fer. Hjá Liverpool veistu það aldrei – (nema það að sendingin er yfirleitt ilal ígrunduð)

    Þetta virðast alveg ótrúlega margir túlka á þann hátt að sóknarleikur Liverpool sé of agaður! Það er sumt sem ég skil ekki.

  9. Ef sóknarleikur United og Arsenal vs. sóknarleik Liverpool þessa dagana er borinn saman er sá munurinn sá…

  10. Benni, er ekki breska pressan að hafa of mikil áhrif á val í landsliðið á meðan menn í Hollandi hugsa meira um leikmennina.

  11. Kevin McCarra er góður penni, alltaf gaman að lesa og hlusta á þann mann.

  12. Benni Jó.: Ég geri fastlega ráð fyrir því að Carragher hafi rætt sína ákvörðun við Rafa en ekkert frekar en Paul Scholes þá er ég viss um að hvorki Rafa né Alex hafi haft úrslitaákvörðun um þeirra ákvörðun (að hætta með enska landsliðinu). Carragher hætti einfaldlega vegna þess að hann nennti ekki að eyða sínum frítíma að vera varaskeifa fyrir Steve McClaren. Hann var ekki metinn af verðleikum og ákvað þess vegna að einbeita sér fullkomlega að Liverpool og sinni fjölskyldu.

    Rafa er nú sjálfur að ýta undir valið á Pennant í enska landsliðið þannig að hann sér greinilega eitthvað jákvætt einnig við að leikmenn spili með landsliðunum.

  13. Benni Jón, við skulum vera sammála um það að Carragher hefur örugglega rætt hugsanir sínar í vor við Benítez og að Benítez hefur örugglega sagt honum hvað sér fannst (sem nota bene við höfum ekki hugmynd um – studdi hann áætlanir Carra eða hvatti hann hann til að hugsa sig betur um og gefa McClaren annan séns?). En ef þú ætlar að bauna því á aðra að allir sem hafi æft knattspyrnu viti að þjálfarar og leikmenn tala saman get ég eins sagt við þig að allir sem eiga maka og fjölskyldu vita að þessar ákvarðanir eru aldrei teknar í einrúmi.

    Carra er að opna nýjan veitingastað í miðbæ Liverpool, auk þess sem hann er að nálgast þrítugsaldurinn og vill eflaust, eins og flestir uppteknir menn, gjarnan gefa börnum sínum og konu meiri tíma. Þar að auki vill hann einbeita sér að titlasókn Liverpool og hann hefur eflaust, giska ég á, litið á jákvæð fordæmi eins og hjá Alan Shearer og Paul Scholes sem drógu sig út úr landsliðinu á svipuðum aldri og entust langt fram yfir þrítugt á meðal liða sinna í fremstu röð fyrir vikið. Þannig að hann getur hafa hugsað með sér sem svo að þetta væri ekki aðeins gott fyrir Liverpool-liðið til skamms tíma, að hann sé óþreyttur eftir landsleikjahlé, heldur líka það að hann græði sjálfur á þessu mögulega lengri feril með Liverpool.

    Þá hefur hann rætt þetta vel við konuna sína og hún hefur sagt honum sitt álit, og já svo hefur hann eflaust rætt þetta við menn eins og Gerrard og Owen, landsliðsmenn sem standa honum nærri. Þannig að það að gefa það í skyn að þetta sé Benítez að kenna er að mínu mati jafn einfalt og hreinlega vitlaust og það að gefa það í skyn að Carra og Benítez tali aldrei saman.

    Bara mín skoðun.

  14. Auðvitað vill Rafa að Pennant fari í landsliðið, vegna þess að hann er langt frá því að vera bestur í sinni stöðu. Menn sem eru betri en hann á hægri kanti eru, svo ég nefni nokkra S.Wright-Phillips, Joe Cole (þótt hann væri á hægri kanti) og jafnvel David Beckham. Jermaine Pennant hefur álíka mikið erindi í landsliðið og David Bentley og James Milner. Er ekki að segja að Pennant sé lélegur, ekki frekar en Bentley/Milner, heldur þvert á móti ágætir leikmenn. En það eru bara mun betri leikmenn sem spila stöðurnar þeirra.

    Ef að við myndum skipta út Pennant fyrir Gerrard, þá kemur í ljós að Benitez vill frekar hvíla Gerrard, sbr. þegar hann sagði að Gerrard hefði ekki átt að spila með landsliðinu þótt hann hefði spilað fyrir Liverpool helgina áður ef ég man rétt. Það að menn geti spilað með félagsliði en ekki landsliði vikuna á eftir án þess að þeir hafi meiðst með félagsliði sínu er fáránlegt.

    Munurinn er sá að hvorki England né Liverpool er að fara að sakna Jermaine Pennant ef hann spilar ekki. Ég hugsaði t.d. aldrei að Jermaine Pennant hefði getað gert gæfumuninn á móti Marseille í vikunni. Af sömu ástæðum held ég að margir andófsmenn Momo Sissoko eigi ekki eftir að sakna hans þegar hann fer á Afríkumótið í janúar, á meðan Chelsea á vafalaust eftir að sakna Drogba. Ef ég væri stjóri Chelsea væri ég því t.d. algjörlega fylgjandi því að Drogba myndi draga sig úr landsliðinu. Sammy Lee er eflaust hoppandi hæð sína af gleði við það að El Hadji hafi hætt með landsliðinu svona stuttu fyrir Afríkumótið þar sem hann er algjör lykilmaður í Bolton, og má varla við því að missa hann í 4-6 vikur.

    Pointið mitt er, að eftir því sem leikmenn eru mikilvægari, þeim mun minni líkur eru á að stjóri viðkomandi leikmanns vill láta hann fara. Ferguson er t.d. örugglega slétt sama ef Dong Fangzhou meiðist í landsleik, en er eflaust ekki sama ef Wayne Rooney meiðist í landsleik 🙂

  15. Auðvitað vill Rafa að Pennant fari í landsliðið, vegna þess að hann er langt frá því að vera bestur í sinni stöðu

    Ha?

  16. Halldór: Ég er sammála þér að Pennant er í dag ekki betri en Joe Cole eða SWP, hann er á svipuðu reiki og Bentley, Lennon og Milner. Möguleikarnir eru tilstaðar og hann getur orðið mikið mun betri og vantar meiri stöðugleika.

    EN Rafa vill fá Pennant í landsliðið því hann á það einfaldlega skilið!

    Hvað varðar Drogba og Sissoko þá hugsa ég að Rafa sé ekki ánægður með að missa hann í Afríkukeppnina en hann gerir ráð fyrir því og þess vegna ekki hægt að væla yfir því (líkt og José gerði árlega).

  17. Kristján Atli Kristján Atli, guð minn góður. Hvað ertu að draga eiginkonur í þetta og ég veit ekki hvað fleirra? Nú veit ég ekkert hvort þú hafir einhverntíman æft íþróttir en það er MJÖG algengt að þjálfarar setjist niður með sínum mönnum og ræði hlutina. Það var nákvæmlega þessi punktur sem ég benti á. Ég er handviss um að Rafa hefur ekki ráðið einu né neinu, en ég er nokkuð viss um að hann hefur sagt Carra sína skoðun og Carragher tekið mark á henni, þó það hafi kannski ekki verið það sem gerði útslagið. Halldór talaði um að kannski hafi Rafa haft einhvern þátt í að Carra hætti með landsliðinu og ég er bara hand viss um að það sé rétt hjá honum. Hann skipaði honum ekki að hætta, en þegar Carra bar þetta undir hann er ég nokkið viss um að hann reyndi ekki að fá hann til að skipta um skoðun.

    Vil biðja þig að útskýra þessa setningu hjá þér betur og hvað þú meintir nákvæmlega með henni: “En ef þú ætlar að bauna því á aðra að allir sem hafi æft knattspyrnu viti að þjálfarar og leikmenn tala saman”

    …bauna því á…ha??? hvað ertu að bulla?

  18. Ég skal útskýra hana. Þú sagðir:

    “Afhverju er það svona fráleytt að Rafa hafi haft einhver áhrif á ákvörðun Carragher? Það vita allir sem einhverntíman hafa æft íþróttir að þjálfarar tala við sína menn um utanaðkomandi áhrif líka. [..] Þess vegna finnst mér komment númer tvö algjörlega út í bláinn og ekki í einum takti við eitt né neitt. Hver var “hugsunin” á bakvið það?”

    Ekkert illa meint, en þetta kalla ég að bauna á fólk. 🙂

  19. Sælir félagar
    Það er gott að rífast um bara eitthvað frekar en að rífast ekki neitt. Ég veit ekki alveg hvað Benna Jóni gengur til annað slagið í skrifum sínum en stundum finnst mér hann fyrst og fremst vera að pirra menn og/eða jafnvel niðurlægja. Það er frekar leiðinlegt.
    En að öðru. Ég held að Pennant verði aldrei meira en frekar góður leikmaður þ.e. eins og hann er í dag. Hann mun aldrei ná þeim hæðum sem maður í hans stöðu í þessu liði (LFC) þarf að ná. Það er þess vegna sem ég vil frekar Benyoun og Babel á kantana en Pennant.
    Ég skal skýra af hverju.
    Pennant skortir stöðugleika í leik sínum. Hann mun aldrei öðlast þennan stöðugleika vegna þeirra skapgerðarbresta sem hann hefur ekki leynt á vellinum. Mér sýnist líka að hann hafi ekki þá greind sem leikmaður þarf að hafa til að geta þóast og þroskast til hæstu hæða. Menn verða nefnilega að geta spilað með höfðinu líka en ekki bara hæfum líkama og líkamsburðum. Þetta sá maður til dæmis hjá Zidane, sem er einhver albesti knattspyrnumaður sögunnar. Þó hafði hann aldrei nema brot af þeim hraða sem Pennant hefur en auðvitað yfirburða knatttækni og afburða leikskilning. Þann skilning á leiknum og hlutverki sínu mun margumræddur Pennant aldrei öðlast, því miður. Hinir sem ég nefndi hafa þá möguleika að mínu viti þó þeir nái ef til vill aldrei þeim himinhæðum sem Zidane náði. En þeir geta náð ansi miklum hæðum þrátt fyrir það. Það er nú þannig drengir góðir (að ég segi ekki “mínir”).

    YNWA

  20. Ég leyfi mér að efast um að Bennijón hafi æft fótbolta á því leveli að hann viti eitthvað meira um samtöl þjálfara og leikmanna um landsliðsmál en flestir aðrir hérna inni.

  21. Ég hef aldrei almennilega skilið þetta einlæga hatur manna á landsleikjahléum. Jú jú auðvitað fúlt að liðið sé ekki að spila á meðan en hvað vilja menn annars ? Að landsleikir verði lagðir af ? Ekkert HM og EM ? Menn meiðast jú í landsleikjum eins og öðrum leikjum og menn meiðast meira að segja á æfingum. Persónulega hef ég ekkert á móti landsleikjum og skil ekki alveg hvað er málið.

    Og ef Rafa hefði stjórnað innrásinni í Írak þá væru menn ekki svona þreyttir og slappir þar því hann hefði passað að rótera mönnum reglulega og ekki vera alltaf með sömu mennina í bardögunum 😉

  22. Og ef Rafa hefði stjórnað innrásinni í Írak þá væru menn ekki svona þreyttir og slappir þar því hann hefði passað að rótera mönnum reglulega og ekki vera alltaf með sömu mennina í bardögunum 😉

    Takk, Kristinn. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem ég hlæ upphátt við lestur á þessari síðu. 🙂

  23. Vá hvað var gaman Liverpool vs Tott Hitti marta jól var á sama hóteli

  24. Ég veit ekki alveg hvað sigtryggi karlssyni gengur til hérna öðru hvoru, hann skrifar stundum eins og vanþakklátur smákrakki um Rafa, leikmennina og liðið að mér finnst…

    Og Jóhann, nei ég hef ekki æft fótbolta á hæsta plani. Ég aftur á móti hef umgengist mikið af fótboltamönnum/íþróttamönnum á efsta stigi hér á landi sem og að ég bjó sjálfur í Englandi við íþróttaæfingar þar sem ég æfði meðal annars með heimsmeistara…en það er annað mál. Mörg ár og kíló síðan það var 🙂 Málið er að á þessum tíma kynntist maður því vel hve mikið batterí þjálfun er. Hversu mikilvægt það er fyrir félagið að vera í góðu sambandi við leikmennina sína og hversu mikil áhersla er lögð á það. Ef eitthvað er að hjá einhverjum, þá leggur félagið mikla áherslu á að ræða hlutina og laga þá. Fyrst þetta var svona hjá mér þar sem engir peningar voru í spilunum get ég rétt ýmindað mér hvað lið eins og Liverpool leggur mikið uppúr þessu, því þegar öllu er á botnin hvolft þá eru gríðarlegir fjármunir í húfi og félagið vill hafa alla sína leikmenn í topp formi og með topp einbeitingu.

    Bottom lænið er nú að mér sýnist ég ekki vera að segja neitt annað en allir hérna eru sammála um. Rafa hefur mjög líklega talað við Carragher um málið og sagt sína skoðun. Carragher hefur mjög líklega hlustað á hann án þess að það hafi verði það sem réði úrslitum. Ég skil ekki þetta mikla fuzz í kringum þetta hjá mér.

  25. …og btw, tek undir með Einari Erni hér að ofan, ég hló líka þegar ég las íraks kommentið hans Kristinns 🙂

  26. Góðan dag púllarar. Ég held að ef við værum beðnir um að keppa fyrir landið okkar,í sama hverju það væri ,þá segðu allir JÁ.Leikmenn hafa bara gott af því að spila með öðrum og hafa annan þjálfara svona annars slagið. Eg held að ef Liverpool væri í firsta sæti og að leikirnir að undanförnu hefðu farið betur ,ja, þá væru skrifin hér allt önnur. Lifið heilir OG ÁFRAM LIVERPOOOOOL

  27. Ég verð að viðurkenna að það er örlítið farið að fara í taugarnar á mér hjá Rafa að vera alltaf að væla útaf þessum landsleikjahléum. Í síðasta landsleikjahléi þá vorum við á svo góðu rönni að það mátti ekki skemma það. Nú erum við á slæmu rönni og þá fáum við ekki tíma til þess að laga það. Arsenal og utd eru núna á góðu rönni og þetta ætti því að eyðileggja nákvæmlega jafn mikið fyrir þeim og okkur. Rafa ætti að einbeita sér að því tala liðið upp og ekki búa til afsakanir fyrir slæmu gengi fyrirfram. Allt þetta tal hans og hæpið hjá breskum fjölmiðlum um það sem hann segir leggst bara á sálina á leikmönnum og aðdáendum.

    Ég vil líka taka það fram að ég er dyggur stuðningsmaður Rafa og er enn frekar algjörlega á móti því að reka þjálfara þó hann hafi ekki orðið Englandsmeistari með liði sínu á fyrstu þremur árunum. Nærtækasta dæmið er að horfa til Tottenham sem er alltaf að skipta um þjálfara og þarf því alltaf að byrja uppbyggingu uppá nýtt á tveggja ára fresti. Ef við viljum horfa okkur nær þá er “stórliðið” Fram mjög skýrt dæmi. Það er ekki lykill að árangri að skipta út þjálfurðum í gríð og erg. Ef menn eru að falla með liðið gæti það verið lausn en ef menn eru að ná árangri og eru að stíga skref í rétta átt þá eiga menn að fá að halda áfram að byggja upp sín lið.

  28. Jóhann, það er eitt að kvarta yfir landsleikjahléum og annað að ræða það að þau hafi áhrif á undirbúning og samheldni liðsins. Fjölmiðlar eru að leita að efni og því eru allir smápunktar, sem Rafa kemur með, blásnir upp í fjölmiðlum.

  29. Ég er hjartanlega sammála þér og tók það fram í svarinu mínu að “hæpið”(e.Hype) hjá fjölmiðlum gerir þetta að miklu meira máli en það er. En eftir stendur að landsleikjahlé hafa jöfn áhrif á Chelsea, Arsenal, utd og Liverpool. Þau eru líka staðreynd og verður ekki haggað. Það sem fer í taugarnar á mér er að Rafa er að mata fjölmiðla á neikvæðum fréttum um hvernig þetta muni hafa áhrif á samheldni og undirbúning liðsins í ljósi þess að þetta kemur jafnt niður á öllum liðum og þá sér í lagi stærstu liðunum. Fyrir síðasta landsleikjahlé voru allir að tala um að það kæmi á svo slæmum tíma þar sem spilamennska liðsins væri svo góð og núna á móti segir Rafa að þetta komi á slæmum tíma þar sem honum gefst ekki tími til þess að rífa liðið upp. Hann reyndar tekur fram í ummælum sínum að núna ættum við að tala á jákvæðum nótum og rífa okkur upp fyrir næsta leik.

    Að draga leikmenn svo burt í landsleikjahlé þegar um tilgangslausa æfingaleiki er að ræða er svo allt önnur umræða og eitthvað sem flestir þjálfarar eru sammála um að sé oftar en ekki óþarfi.

  30. Sælir félagar.
    Við getum þakkað fyrir amk. eitt sem lesum þessar síður; Liverpoolbloggið.
    Það eru hin þroskuðu, grandvöru og prúðmannlegu ummæli Benna Jóns um menn og málefni.
    Ef ég tryði á Guð mundi ég segja: Þakka þér Guð fyrir að hann er betri, skynsamar, jákvæðari og yndislegri maður en við hinir. Þakka þér guð!!!!
    Takk.

    YNWA

Bloggarar óskast!

(Alfonso) Alves orðaður við Liverpool