Umsóknarfrestur að renna út (Uppfært)

Ég vildi bara minna menn á að við erum enn að leita að nýjum Liverpool-bloggurum.

Eins og kom áður fram þá rennur frestur til umsókna út á miðnætti í kvöld. Við höfum fengið góð viðbrögð við leit okkar og þó nokkrar umsóknir borist inn, en ef einhver á eftir að senda inn umsókn fer hver að verða síðastur!


Uppfært 23:59 (Kristján Atli): Nú hefur verið lokað fyrir umsóknir. Við þökkum þeim sem sóttu um. Haft verður samband við alla umsækjendur á næstu dögum og svo verða nýir bloggarar kynntir á síðunni fyrir næstu helgi.

4 Comments

  1. Las einhver viðtalið við Rafa Benitez á soccernet? Frekar fyndið. Hann endar þriðju hverju setningu á “no?” sem er örugglega mistök soccernet. Átti örugglega að vera “you know?”

    Veit að þetta tengist ekki þessari færslu. Afsaka það.

  2. Það er líklega alveg rétt að kallinn segi no í enda setninga. Ítalir og spænskumælandi gera þetta gjarnan; með ,,no” meina þeir ,,ekki satt”, þetta er svoldið öfugsnúið og í raun rangt. Rafa má enn bæta sig í ensku, hann er þó allavega engra kominn en Torres sem talar ekki bofs.

  3. For sure, possibilities, confidence, no?

    Alltaf gaman að hlusta á Rafa tala 🙂
    Hef heyrt aðra spánverja tala enskuna mjög líkt honum, líklega eitthvað með uppröðun orða og ýmsar venjur í spænsku sem kemur svo svona út í enskunni.

  4. Mourinho talar líka mjög skemmtilega enda portúgalska ábyggilega ekkert það ólík spænsku, án þess að ég viti eitthvað um það.

    We play, we want to win a game, we win a game, we happy. Now we don’t blame referee, we play football.

    Liggur við að viðtal við Mourinho sé svona.

Babel

Torres: ég ætla að spila gegn Everton