Já, það er óhætt að segja að það sé mikið líf í tuskunum hérna á blogginu hjá okkur þessa dagana. Mikið um að tala og margt að gerast. Nei annars að það er hreinlega með ólíkindum hvað það leggst mikil fótboltadeyfð yfir mann á svona vikum. Það er mikilvægur derby slagur framundan og maður er í einhverri lognmollu þessa dagana þegar kemur að boltanum. Einu fréttirnar sem berast eru fréttir um það að nokkrir okkar manna eru að gera sér vonir um að ná sér af meiðslum fyrir leikinn.
Agger, Alonso, Kuyt, Torres og Kewell (já, set hann hérna að gamni, hafði bara svo gaman að því að geta loksins sett nafn hans aftur á blað í tengslum við einhverja hreyfingu á líkamspörtum hans). Þetta er sæmileg súpa af mönnum sem munu aldrei allir ná því að verða klárir fyrir leikinn. Ég myndi telja það góðan árangur ef tveir þeirra ná að taka þátt í honum að einhverju leiti.
Nú er það bara fingers crossed fyrir morgundaginn um að þessi blessaði meiðslalisti lengist ekki meira en nú er. Nóg er maður þunglyndur yfir þessu hléi, þó svo að það fari ekki að bæta á það með einhverju svoleiðis rugli. Allir heilir heim takk.
Hins vegar hafa flottu fregnirnar verið þær að Javier Mascherano er að vonast eftir langtímasamningi við Liverpool og hyggst ekkert fara ef hann fái á annað borð kost á því að halda áfram hjá okkar mönnum. Virkilega gleðileg tíðindi, sem koma mönnum reyndar ekkert á óvart þannig lagað.
Benda á Idrizaj sem var að skora með aðalliðinu á undirbúningstímabilinu er í austurríska U-21 árs liðinu gegn Íslandi í dag. Náttúrulega Everton maður hjá okkur, verðum að sætta okkur við það.
Er vituð nákvæm upphæð á kaupunum/sárabætunum á Macherano?
hann á að fá samning til 2012 ef ég yrði spurður. svo tökum við everton 2=4 og kewell með 1 og el nino 3 góðar stundir.
http://uk.youtube.com/watch?v=pYHggzKlAi4
Hvað er að þessa dagana hjá Gerrard? Þetta mynband er reyndar frekar hart en samt lýsandi fyrir hvernig hann er búinn að vera að spila.
hehe ég held að það væri nánast hægt að gera svona myndband með hveri stjörnu í heiminum. Hvort sme það er Messi, Ronaldinho, Gerrard eða C. Ronaldo. Allir gera misstök og missa boltan en það er þegar þeir eru að bera lið sín á herðunum og klára leiki þegar maður tekur eftir því hvers góðir þeir eru.
Í sambandi við þetta myndband þá var þetta ekki glæsilegt hjá honum en það vita samt allir hvað þessi strákur getur gert. Ég held að Gerrard mun komast fljótlega í gang og leiða bæða England og Liverpool á sigurbraut og við munum byrja á mótir Everton um helgina og viti menn ég held að Gerrard muni skora sigurmarkið með 25 metra skoti neðst niðri í fjær hornið.
Góðar fréttir að fyrsti HD leikurinn á Íslandi verður Everton Liverpool verður gaman að sjá hvernig Derby slagurinn kemur út í alvöru gæðum.
Sá auglýsingu á stöð 2 áðan um þetta.
nú skrítið að liverpool eigi hádegisleik!!!!!!!!!!!!!! er ekki mikið fyrir væl en nær alltaf eftir landsleiki þá eigum við leik kl 12, þetta er hætt að ná nokkri átt
mér finnst þetta um hádegisleikina voðalega ómerkilegt, að mennirnir ráði ekki við að spila klukkan 12 í staðin fyrir klukkan 3 eftir að hafa verið að spila leik miðvikudaginn áður, finnst mér afar lélegt. Þetta eru íþróttamenn í toppformi en ekki póstulínsdúkkur… mér finnst þetta bara vera afsökun til að réttlæta það að við drullum alltaf á okkur eftir landsleikjahlé, en það breytist um helgina sjáiði til! 😉
Ómerkilegt með hádegisleikina? Steven Gerrard er t.d. að spila í Rússlandi í kvöld. Væntanlega látinn sofa í Moskvu. Svo er það flug til London í fyrramálið, ca. 5 klukkustundir. Þaðan fer hann til Liverpool, væntanlega fljúgandi. Engin æfing.
Föstudagsæfing, taka þarf tillit til ferðalaganna og þess að leikur er innan 24ra stunda. Spái léttu skokki, teygjum og taktískum æfingum, s.s. horn og aukaspyrnur. Á Benitez að velja liðið út frá því hver er bestur í reitaboltanum eða teygir best á. Á hann ekkert að sjá hver er í besta standinu, eða á hann bara að velja nöfnin. Væri ekki til í að vera hjá svoleiðis þjálfara. Með því að hafa kick-off kl. 3 er t.d. meiri möguleiki á hvíld fyrir leikmenn, því við skulum ekki gleyma að þeir dveljast á hóteli fyrir leik, væntanlega vaktir kl. 7 í stað t.d. 9. Ef við skoðum síðustu byrjunarlið Everton og Liverpool og sjáum hve margir hafa verið úr þeim með landsliðum sínum? Everton – 3 (held ég) og Liverpool – 8 (Ekki Arbeloa, Carra og Pennant), auk nokkurra af bekknum. Auðvitað skiptir svona máli!