Liðið gegn Everton

Liðið gegn Everton er komið. Torres er ekki með í liðinu og ekki heldur Xabi Alonso.

Þetta er athyglisvert lið. Vörnin kemur ekki á óvart, en miðjan gerir það. Annaðhvort er Rafa að spila með 5 manna miðju með Gerrard, Momo og Masche á miðjunni og Voronin og Benayoun á köntunum, eða þá að hann stillir þessu upp svona:

Reina

Finnan – Carragher – Hyypia – Riise

Gerrard – Sissoko – Masche – Benayoun

Kuyt – Voronin

Á bekknum: Crouch, Pennant, Babel, Lucas og Itandje.

Semsagt, Steven Gerrard er mættur aftur á hægri kantinn. Bekkurinn er hreint magnaður, því þar eru bara sókndjarfir menn. Þannig að ef það gengur erfiðlega að skora gegn Everton (Howard hefur aldrei fengið á sig mark gegn Liverpool) þá er nóg af mönnum, sem geta komið inn af bekknum og breytt leiknum.

Þetta verður fróðlegt. Koma svo! Vona að okkar menn hætti þessari sjálfsvorkun og aumingjaskap og berji á þessum bláu aumingjum og sýni enn og aftur að það eru bara tvö góð lið í Liverpool borg: Liverpool FC og varalið Liverpool!

27 Comments

  1. Athugavert að sjá Gerrard á kantinum þarna. En líst vel á þetta, stend við spána mína, 0-1 fyrir Liverpool, Javier með markið.

  2. Þetta lítur rökrétt út og ég hugsa að líklegast sé að við séum að spila með 4-5-1/4-3-3 leikkerfi…

    Ég er spenntur… við tökum þetta.

  3. Já þetta verður fróðlegt svo ekki sé meira sagt… En maður verður að vera bjartsýnn, það þýðir víst lítið annað. Alltaf er maður samt jafn svekktur þegar Torres er ekki í liðinu, tala nú ekki um núna þar sem ég var að fá mér Torres búning! En jæja það verður að hafa það. Vona bara að menn séu klárir í þetta og að við komum nú að krafti inn í þetta, ekki seinna vænna. Spái þessu 0-1 og Gerrard bjargar þessu fyrir okkur.

  4. Mér finnst frábært að Gerrard sé kominn á kantinn svona til tilbreytingar þetta árið. Gaman að sjá hvort hann finni sig betur þar.

  5. Ég verð að segja að mér líst ekkert á þetta. Það eru nú ekki margir í liðinu í dag sem geta skapað eitthvað með góðum sendingum eða einstaklingsframtaki verð ég að segja. Set stórt spurningamerki við þetta lið en vonandi láta strákarnir mig líta illa út hérna á blogginu, áfram Liverpool!!!

  6. Ok. Ég semsagt er ekki með sama haus og Benitez!
    Sammála því að við erum að fara að sjá þriggja manna miðju held ég, og ég er bara alveg til í að hafa Gerrard á kantinum. Sissoko og Mascerano þurfa að slást í dag. Ekkert nema spenna. Spái enn sigri 2-1.

  7. Ég ætla að segja þetta fyrirfram svo ekki verði sagt “það er auðvellt að vera vitur eftir á”.

    Þessi uppstilling hjá Rafa er skandall og skömm við klúbbinn. T.d. það að setja Sissoko í liðið (fyrir utan útileik gegn Barcelona) er alltaf skemmdarverk. Skil ekki þetta djöfulsins kjaftæði og er ansi hræddur um að Everton taki öll þrjú stigin, alla vega fáum við ekki fleiri en eitt.

    Vonum innilega að ég þurfi að éta þessi orð ofan í mig.

  8. Ég er nú ekki alltof bjartsýnn á þetta. Ég get ekki séð að það komi mikil ógnun upp miðja miðjuna, en það er aldrei að vita því ég hef trú að því að Masche getur alveg spilað góðan sóknarbolta þó hann hafi ekki verið að sýna það í síðustu leikjum. En þetta verður mikill baráttuleikur og ég held að Benitez sé með það í huga þegar hann setur sissoko og Masche saman á miðjuna. Það fara ekki margir framhjá þeim. Síðan set ég stórt spurningamerki við að það sé engin varnarmaður á bekknum… hvað ef einhver meiðist snemma? Er Arbeloa meiddur?

    Við vinnum þetta 3-1

  9. Já Stb, þú ert búinn að tvítryggja þennann leik 1x þannig að ef við vinnum ekki þá getur þú líklega sagt, hvað sagði ég ?

  10. Hafliði, ég er bara þreyttur á “það er auðvelt að vera vitur eftir á” setningunni og ákvað því að setja þetta hér inn fyrir leikinn. Vona þó innilega að ég hafi rangt fyrir mér en ég sé það ekki gerast að við vinnum litla liðið í Liverpool í dag.

  11. Fyrri hálfleikur:
    Fyrstu 15 mínúturnar litu vel út. Svo byrjuðu háu boltarnir hjá Everton og pressa sem skilaði þeim fullt af innköstum og hornum, sem er eina leið þeirra til að skora mark í 0-0 stöðu. Því miður þoldum við það ekki til lengdar og Skandinavarnir Riise og Hyypia litu illa út í þessu marki Everton. Nú munu þeir bláu leggjast til baka og beita skyndisóknum það sem eftir er. Ekki gott.
    Varðandi uppstilinguna finnst mér Gerrard sjást meira í þessum leik, fyrstu 45 en síðustu 3 leiki samanlagt á undan. Voronin fellur vel til baka en leið Everton er auðvitað að fara upp í holuna sem skapast þegar Gerrard fer upp. Vonbrigði fyrri hálfleiks finnst mér vera skelfilegur leikur Riise og ég persónulega vill fá Kuyt útaf. Hann þjónar engum tilgangi í þessum leik. Fá bara Pennant inn á kantinn og Kuyt út, Gerrard fyrir framan miðjumennina 2. Held enn í 1-2.

  12. Já ég veit hvað þú átt við Stb, en ég var bara að benda á að það er líka auðvelt að vera vitur fyrirfram þegar þú tvítryggir leikinn : )

  13. GUÐ MINN ALMÁTTUGUR hyypia getur ekki rassgat, djöfull þurfum við nýjann hafsent í janúarglugganum

  14. Strákar, hvað er eiginlega í gangi?!
    Riise og Sissoko, það er náttúrulega bara grín að þessir tveir menn séu í liðinu, hvað þá í Liverpool. Þetta er alveg ótrúlegt.

    Sissoko getur bara ekki komið boltanum sómasamlega frá sér, þó menn segja að hann sé ekki að klikka eins mikið af sendingum þá sendir hann annaðhvort á vitlausan fót, eða fyrir aftan mennina og eyðileggur sóknina. Svo auðvitað stafar engin hætta af honum né Maschs.

    Riise er svo bara ótrúlegur, getur ekki einu sinni farið fram hjá þessum Tony Hibbert! Hvað er að frétta af Insua og þessum köllum.

    Ég vil sjá Lucas inn fyrir Sissoko í hálfleik.

  15. Það er harður dómur að vera undir í þessu í hálfleik. Okkar menn voru kannski ekki blússandi fram á við í fyrri hálfleik, en það voru Everton-menn ekki heldur og þeir eru heppnir að vera yfir. Hvað Hyypiä varðar get ég ekki áfellst hann fyrir markið. Það er afar óheppilegt og klaufalegt jafnvel, en boltinn kemur til hans með sama og engum fyrir vara og oft setja menn löppina fram bara vegna viðbragðanna einna saman og þá getur svona farið. Þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er, og Hyypiä er búinn að vera okkar besti varnarmaður í þessum leik fyrir utan þetta slysamark.

    Mér fannst þetta vera að virka ágætlega framan af; Gerrard, Mascherano og Sissoko áttu miðjuna skuldlaust og Voronin og Benayoun voru að komast í boltana á vængjunum, en eftir því sem á leið fannst mér Everton-liðið ná að loka betur á okkur svo að nú virkar Kuyt hálf einangraður frammi og Gerrard lokaður af á miðsvæðinu. Það er spurning hvort Rafa fórni annað hvort Sissoko eða Mascherano (sem eru báðir að spila aðeins betur en í undanförnum leikjum, en ekki mjög) fyrir t.d. Pennant á hægri kantinn til að reyna að opna einhver svæði.

    Seinni hálfleikur eftir. Þetta er barátta en ég hef trú á því að okkar menn geti allavega jafnað þetta. KOMA SVO!

  16. Tek undir með Magga, spái enn 1:2 sigri okkar manna en tek aftur sem ég spáði í gær með Torres og mörkin. Þau yfirfarast á Kuyt og Gerrard.

    Áfram Liverpool!

  17. Markaskoraraspár ykkar líta betur út núna, Kuyt búinn að setja hann eftir að það hafi verið brotið á Gerrard 😉

  18. JJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  19. Sigur er sigur og við fengum 3 stig. Verst að ég hefði vilja sjá Lucas setja´ann.

  20. Var ekki einhver sem vildi fá Kuyt útaf í hálfleik ? Flott innkoma hjá Lucas og skandall að Neville rændi markinu frá honum en góður sigur þótt hann hafi verið hrikalega tæpur en var þetta ekki víti á okkar menn þarna í lokin ?

  21. þessi frammistaða var ekkert spes, sérstaklega m.v. að vera manni fleiri í 35 mínútur… fannst LFC byrja vel [fyrsta korterið] en síðan komust þeir bláu hægt og rólega inn í leikinn… en þetta eru þrjú stig í hús og maður vonar að niðursveiflan sé búin

    ég var virkilega ánægður með innkomu Lucas Leiva, hefði þó viljað fá hann inn fyrir Sissoko en ekki Gerrard en ég skil svo sem að Rafa vildi gefa Gerrard hvíld fyrir Crucial leik gegn Besiktas…. annars fannst mér enginn leikmaður skara fram úr hjá LFC í þessum leik

  22. Stórfenglegt, sigur er allt sem skiptir máli. Núna verður liðið að halda áfram og fara að vinna fleiri leiki í þessari deild.

Upphitun – baráttan um borgina.

Everton 1 – Liverpool 2