Það er erfitt að ná sér niður og skrifa skýrslu eftir svona leik. Bæði liðin þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að halda voninni um áframhald í keppninni betur á lífi. Eins og þessi leikur spilaðist, þá fannst mér að af þessum fjórum liðum í riðlinum, þá voru þau tvö slakari að keppa í kvöld. En, byrjum á því að renna yfir byrjunarliðið:
Finnan – Carragher – Hyypia – Riise
Pennant – Gerrard – Mascherano – Babel
Voronin – Kuyt
Ég hefði haldið að þetta lið gæti sýnt baráttu og barist vel. “The time for mistakes is over” – sagði Riise í viðtali fyrir leikinn. Gerrard vildi derby-stemmningu í þennan leik … ég er búinn að vera í Liverpool-bolnum mínum í allan dag … mér fannst mórallinn vera Liverpool-megin. Og … þegar danski dómarinn, Claus Bo, flautaði leikinn á þá fannst mér flott jú að sjá sókn ljúka með skoti strax, þó svo að kapteinninn hafi ekki skotið vel. En svo kom smá hristingur og það var smá hikst í vörninni. Jafnræði var með liðunum þó svo að Liverpool hafi hægt og bítandi virkað sterkara. Svo á 13. mínútu kemur ótrúlegasta mark sem ég hef séð lengi! Engin hætta virðist vera í sókn Besiktas, stungusending jú en Carra er með þetta allan tímann fannst mér, nær að hreinsa en skýtur í Finnan og boltinn berst til Serdar Özkan sem skýtur í Hyypia og inn í markið – óverjandi fyrir Reina 1:0. Ég er ekki alveg sammála því að skrifa þetta sem sjálfsmark á Hyypia.
En okkar menn virtust ekki láta það á sig fá og héltu ágætri sókn áfram, þó bitið hefði mátt vera meira. Hins vegar fannst mér nokkur dofi yfir leiknum og sendingargeta okkar manna var alveg að gera mig gráhærðan, og ég er sköllóttur! Nokkur skipti líka í leiknum virtust benda til þess að samskipti leikmanna á milli væru ekki að virka. Hver á að fá boltann? Hvar? Ha? Átti ég að hlaupa þarna inn? Vinstri löppin var ekki að virka í sendingum hjá Kuyt og almennt voru sendingar fyrir mark ekki að skila sér til samherja. 1:0 í hálfleik og stemmningin í tyrknesku áhorfendunum mikil.
Síðari hálfleikur byrjaði ágætlega. Mér fannst andinn virka betri, en einhvern veginn var andleysið þarna líka. Þetta var ótrúlegt að horfa upp á. Nokkur færi litu dagsins ljós, Gerrard átti gott skot fram hjá, en aldrei myndaðist rosaleg stemmning og hætta. Benayoun, sem kom inn á 59. mínútu fyrir Pennant, skaut í mark en það var dæmt af vegna rangstöðu Voronins. Benayoun og Gerrard þríhyrninguðust svo í gegnum vörnina en markvörðurinn varði frá Gerrard.
Eftir 72 mínútur kom tölfræði á skjáinn: 6 skot hjá Besiktast, 18 hjá Liverpool. Mér leið ekkert betur. 10 mínútum síðar labbar Bobo í gegnum vörnina hjá okkar mönnum, chippar yfir Hyypia, er vel á undan Leiva, sem hafði leyst ósýnilegan Mascherano af velli, og klobbar Reina: 2:0 og 16 liða úrslitin að hverfa. Peter Crouch kemur inn á og Sami Hyypia fer út af. Það skilar sér í marki á 85. mínútu: Gerrard skallar í mark eftir að Crouch vann skallaeinvígi – flott mark, 2-1. Vonin lifir? Allt í einu er kominn smá kraftur í Liverpool og pressa að myndast, EN ALLT OF SEINT!!!
Niðurstaðan er því tap og neðsta sætið er okkar í þessum riðli. Hvað þarf að gerast til að við komumst upp úr riðlinum? Svo ótrúlega, ótrúlega margt. En hugarfarsbreyting fyrst og fremst. Það hefði hentað okkur betur ef Marseille hefði unnið Porto, en það gerðist ekki, og nú eru fjögur stig á milli Liverpool og sætis í 16 liða úrslitum. Við þurfum að vinna þá þrjá leiki sem eru eftir og treysta á að önnur úrslit séu hagstæð.
En að liðinu og frammistöðunni: Það er … vitiði hvað, ég er bara dolfallinn, ég á varla orð. En leyfi mér að segja þetta: Sendingargetan var í fríi í kvöld, Mascherano sást varla í leiknum, Pennant var ekki að virka, vörnin virkaði veik, miðjan var ekki sterk og sóknin algjörlega bitlaus. Carra var jú með baráttu, en hún einhvern veginn hverfur þegar maður skoðar leikinn í heild sinni. Reina hafði í sjálfu sér lítið að gera, Liverpool átti þrisvar sinnum fleiri skot en Besiktast, en það er ekki það sem telur: það eru mörkin, og þau skoruðu Besiktas fleiri.
Ég get ekki valið mann leiksins … jú, hápunkturinn var þegar amma hringdi í mig í hálfleik og við vorum að ræða aukaverkanir á lyfunum hennar, en … Carra sýndi smá baráttu og varðist vel – var óheppinn með hreinsunina, og Gerrard átti fjölmörg skot og færi, … ég skal tilnefna Carragher og Gerrard sem skástu mennina. Innkoma Benayoun, Leiva og Crouch virkaði ágætlega en ég hefði viljað sjá Crouch fyrr.
Nú er leikur á móti eldheitu liði Arsenal næstur í leikjaröðinni. Hvernig á Rafa eftir að rífa upp liðið til árangurs í þeim leik? Ég bara spyr.
jæja nú ætla ég að fullyrða að botninum sé náð, ef menn ná ekki að rífa sig upp á rassgatinu þegar Alonso og Agger koma til baka þá fer maður að halda að Rafa hafi bara ekki rétta hugarfarið til að gera Liverpool aftur að stærsta nafninu í fótboltaheiminum
Ja hérna.
Í alvöru … ja hérna hér! Hvar endar þetta eiginlega?
Ég bíð eftir skýrslu frá Dodda en hef nokkra punkta svona til að byrja umræðuna:
Andleysi, andleysi, andleysi. Stundum vilja menn kenna þjálfaranum um þegar heilt lið leikur illa, stundum vilja menn kenna sjálfstrausti og/eða liðsmóral um, stundum vilja menn kenna leikmönnum um, stundum vilja menn kenna óheppni um. Ég vil meina að þetta sé allt saman að hrjá Liverpool-liðið í dag; menn skortir sjálfstraust, mórallinn virðist ekki vera nógu góður, menn eru ekki að berja sig saman og harka þetta af sér og Rafa er greinilega ekki að gera neitt sem er að virka á leik liðsins.
Ég hef gagnrýnt Rafa áður fyrir að vera seinn að skipta inná en í kvöld var þetta óbærilegt. Það var AUGLJÓST strax í hálfleik að Pennant væri ekki að gera neitt af viti, auk þess sem Gerrard virtist staðráðinn í að setja allar sendingar útaf í innkasti eða markspyrnu. Ég hefði tekið Pennant út í hálfleik, fært Gerrard út á kant og sett Lucas Leiva STRAX inn! Ekki beðið þangað til á 62. mínútu með það og svo þangað til á 75. mínútu með að setja næsta mann inn. Og til hvers að setja Crouch í framlínuna þegar heilar fimm mínútur voru eftir og liðið komið 2-0 undir? Af hverju ekki fyrr? AF HVERJU?!?
Æi fokk. Ég hef örugglega fleiri punkta til að kvarta yfir en ég nenni ekki að pæla í því núna. Ég ætla að gera eitthvað annað en að hugsa um Liverpool í kvöld.
Ætli LFC aðdáendur séu ekki að fara að átta sig á hver besti miðjumaður liðsins sé???
Háðung á háðung ofan. Við vinnum ekki meðallið í Evrópu. Mér er nánast sama um CL en það að vera sér til skammar gegn miðlungsknasspyrnuliðum er algjör óþarfi. Ég skal reyndar sætta mig við þetta ef við förum að vinna leiki eftir leiki í deildinni.
Einnig hélt ég að Torres væri heill. Hví spilar hann ekki alla leiki? Menn voru á sínum tíma ekkert smá impressed af þeirri staðreynd að Torres hafi nánast undantekningarlaust leikið með Madrid, af hverju getur hann það ekki hjá okkur? Af hverju er hann ekki í liðinu? ALLTAF???
Hvað gerist gegn Arsenal? Sannast þá að Rafael sé kominn á endastöð?
Núna VERÐUM við að fara að rífa okkur upp, þetta er ekki gaman.
Vá hvað þetta er orðið sorglegt hjá okkar mönnum 🙁
Eina sem ég get gert í þessari stöðu er að hugsa ekki um Liverpool næst 24 klst….. ekki að það breyti einhverju… nema vera skyldi minni geðheilsu!
ANDSKOTANS!
Góða kvöldið ef það er hægt að segja eftir þessa hörmung í Tyrklandi. ég get bara ekki verið sáttur með þessa uppstillinu á liðinu, mep fullri virðingu fyrir Hyypia, john arne og pennant þessir einstaklingar eru bara ekki nógu góðir fyrir þestta liuð og lið á okkar kaliber á að geta haft sterkari einstaklinga en þessa. En því var Crouch ekki settur strax í byrjun seinnihálfleik fyrir Hyypia og jar út fyrir Lucas/Alons til að koma honum í gang fyrir næsta leik. Leikur okkar manna var svo hugmyndasnauður að ísl.landsliðið ætti möguleika á móti þeim. En þetta er ekki búið því nú þurfum við bara að vinna næstu 3 leiki og ekkert annað ef við eigum að ná einhverjum árangri í CL, mér er sama um hana því ég vil bara árangur í enskudeildinni og þa´bara sigur.
Kemur ´meira síðar þegar maður er búinn að jafna sig eftir þetta.
Úfff, þetta var hræðilegt. Það var einsog liðið hefði komið saman á töflufundi og lesið öll neikvæðustu kommentin á þessari síðu og ákveðið: “Hey, spilum akkúrat svona!”
Ég átti aldrei von á marki frá Liverpool. Það segir nánast allt sem þarf að segja um þessa hörmung.
Ef ég hefði verið nálægt varamannabekk Liverpool, þá hefði ég tekið í hnakkann á Benitez og hrist hann og spurt: “AF HVERJU ERTU EKKI BÚINN AÐ SETJA LUCAS/XABI OG CROUCH INNÁ?”
En í staðinn þá nöldraði ég bara í vin minn í 90 mínútúr. Afleitt afleitt afleitt. Eftir svona leiki þá þarf maður frí frá fótbolta.
Jæja, ég myndi segja já takk við 2 vikna landsleikjafríi eftir þetta rugl! Meika ekki að horfa á þessa hörmung lengur.
Vilhelm: “Hyypia, john arne og pennant þessir einstaklingar eru bara ekki nógu góðir fyrir þestta liuð og lið á okkar kaliber”
á okkar kaliber, hvað er okkar kaliber? það er svona svipað kaliber og hjá snerti kópaskeri! riise, pennan og hyypia voru ekkert slökustu menn liverpool í kvöld, liðið var bara allt steingelt og ég held að jose reina hafi átt flestu sendingarnar innan liðsins í kvöld svei mér þá! menn spiluðu boltanum rosalega mikið aftur því hugmyndir og hreyfanleiki fram á við var enginn!
Mér fannst nú leikurinn vera fínn fyrir utan þetta skítamark sem Carragher átti nú mesta sök á.
Hefði samt viljað að Rafa hefði tekið Hyppia útaf þegar Mascherano fór útaf. Skrítið að skilja skridrekann eftir á vellinum þegar þeir sóttu bara hratt á tveim mönnum.
Annars hefðum við átt að vinna þetta auðveldlega ef menn hefðu klárað færin og þessar síðustu snertingar.
Ég efast nú samt um að Agger komi til að breyta miklu, helsta vandamálið er að við skorum ekki.
Rosaleg spilamenska eða hitt þó heldur.Liverpoolmenn þvælast fyrir hvor öðrum bæði í vörn og sókn ef þá skal kalla þettað sókn .þettað er skelfilegt, allir frekar slappir, góða nótt
Frábærlega tekið annað markið hjá þeim, verst að við getum ekki gert svona 🙁
bring Pako back!
nú finnst mér að Rafa eigi að kyngja öllu stolti og 1) fái Pako til baka (þreytt hugmynd ég veit) en hann hafði góð áhrif á leikmenn og móralinn 2) hann er búinn að sanna að rotation kerfið virkar en stöðugleiki líka sbr. Arsenal svo ef einhver skorar í leik þá á hann að byrja næsta leik líka! 3) setja Gerrard aftur á hægri kantinn þar sem hann hefur meira frjálsræði í sókninni og þarf ekki að sinna varnarvinnunni eins mikið
Það er dapurt þegar liðið manns lætur alla andstæðinga líta út eins og meistara. Miðlungs lið eins og Marseille virkaði eins og meistarastykki við hliðina á okkar mönnum á OKKAR velli. Fjórða besta lið Tyrklands átti ekki í neinum vandræðum með Liverpool í kvöld. Liverpool marði jafntefli gegn vonlausu Tottenham liði á dögunum, lið sem aðrir valta yfir. Hvað er að? Það er einfalt: stolt stjórans er honum mikilvægara en árangur liðsins. Sjáiði hann kyngja stoltinu og hætta þessu rugli með róteringar út og suður upp og niður þannig að allir eru ringlaðir og taugaveiklaðir? Það er blindur maður sem sér ekki að leikmenn Liverpool eru rúnir sjálfstrausti og leikgleði. Hverjum er það að kenna? Kannski sturtustjóranum?
Hvað á það að gera? Hversu marga meistaratitla unnum við með Paco???
Það hefðu allir gott af því að fara í einn tölfræðitíma þó það væri nú ekki nema til að læra eitt: Correlation does not imply causation.
Ef að lfc verður ekki mitt sitt sterkasta lið á vellinum á sunnudaginn verð ég brjálaður!!
ekkert hægt að segja um þennan leik í kvöld annað en að botninum hefur verið náð, liðið fer ekkert neðar en þetta. menn verða að rífa sig upp og reyna aftur á sunnudaginn að snúa blaðinu við. ég hélt að þetta væri að snúast við eftir sigurinn á everton en nei.
ég veit ekki hvað þarf að gera á móti arsenal, þeir munu örugglega vera miklu meira með boltann þannig að liverpool verður að beyta skyndisóknum og hafa torres í fantaformi frammi. alonso og gerrard á miðjuna takk og leyfa pennant að sprikla á kantinum, hann gerir oft vel á kantinum og ég vil hafa hann áfram í liðinu. gefa babel fl. sénsa þannig hann öðlist reynslu, þá verður þetta alvöru leikmaður.
Sælir félagar
Ég hefi aðeins eina spurningu sem segir meira en 1000 orð. Hverjir treysta sér til að horfa á leikinn á sunnudaginn????????????????
Ég traysti mér ekki til þess. Eeeeennnnnnnnnn líklega mun ég gera það og ganga svo í sjóinn og hengja mig og láta skjóta mig á færi.
Um leikinn við tyrkjana er ekkert að segja. Það hefur ekkert breyst frá því í síðasta leik og ekkert frá leiknum þaráður og þaráður ogþ aráður og………
Svo það er búið að segja allt og hananú.
Það er nú þannig.
Þá er sama sagan byrjuð á þessu helvítis spjalli. Mennirnir sem gátu ekki haldið vatni yfir Benite eru að drulla í brækurnar núna þegar við erum ekki búnir að tapa leik í ensku deildinni en reyndar ekki að standa okkur í CL.
Finnst það hafa einkennt suma einstaklinga hérna að það er ekki hægt að horfa á svona leiki út frá staðreyndum. Eins og þessi leikur kom mér fyrir sjónir þá er Hyypia orðinn of hægur, það vantar sárlega varnarmann til að leysa Agger og Carragher af. Riise gat gefið sendingar í leiknum sem hefur ekki verið hans aðalmerki. Hann átti alla veganna tvær eða þrjár góðar fyrirgjafir þar sem vantaði aðeins að klára hlutina. Finnan var ekki slæmur og ekki góður. Hann spilaði vel framávið en það var á kostnað varnarvinnu hans. Carragher var aðeins og seinn fyrir snögga sóknarmenn Besiktas en skilaði sínu eins vel og hann gat. Hans hlutur í fyrra markinu var ekki mikill. Hann átti góða tæklingu en náði ekki að hreinsa boltann.
Pennant var hættulegur upp kantinn. Það er ástæða fyrir því að það voru alltaf komnir tveir menn að dekka hann þegar hann var með boltann. Eina sem vantaði fannst mér var að hann kæmi meira á fjærstöng þegar fyrirgjöf kom af vinstri kanti.
Gerrard átti fínan leik. Hann spilaði góða vörn og á sama tíma var hann að stinga sér inn í holur á vörn Besiktas og skapa þar usla. Óheppinn að skora ekki 3 mörk en aðeins eitt. Hann var ekki andlaus, hann var mun betri en hann hefur verið í undanförnum leikjum. Hvort hann hefði gert sömu hluti á kantinum veit ég ekki.
Mascherano var ekki eins góður á miðjunni. Spilaði ekki sinn besta leik en gerðí ekki stórmistök. Vantaði aðeins á að hann næði að brjóta upp sóknir andstæðinganna en annars allt í lagi.
Babel er eins og vinur minn orðaði það, óslípaður demantur. Hann hefur góða tækni en ekki alltaf hausinn og leikreynsluna á stóra sviðinu sem þarfnast. Hefði viljað sjá betri ákvarðanir hjá honum, meðal annars að nota vinstra hornið meira varðandi fyrirgjafir, ekki fara alltaf inn að miðja þar sem Besiktas voru með haug af mönnum.
Kuyt var rosalega duglegur, reyndi að skapa færinn en gekk ekki. En magnað að sjá hreyfingarnar á honum. Honum sárlega vantaði sneggri mann með sér en Voronin. Voronin var ekki alslæmur þó. Hann reyndi en lítið gekk. Menn verða að átta sig á því að Besiktas eru með mjög skipulagt lið. Þeir unnu sína heimavinnu vel og vörðust vel. Liverpool héngu í sókn en náðu sjaldan að brjóta niður vörn þeirra alveg.
Auðvitað er það helsta vandamálið að við skorum ekki, við þurfum að skora til að vinna leiki. Ástæða seinna marksins er einfaldlega að við vorum að sækja til að vinna/jafna og þá gáfum við færi á skyndisókn sem Besiktas þáðu. En að kalla þetta botninn á tunnunni er ég ekki sammála. Við vorum heppnir gegn Everton en óheppnir núna. Hefðum átt að vinna leikinn 2-3.
Einn séns eftir handa kallinum, næsti sunnudagur, ef við töpum þeim leik erum við orðnir 9 stigum á eftir Arsenal eftir 10 leiki, mótið búið fyrir okkur í október eins og svo oft áður.!!
Hvaða væl er þetta!!! Mér fannst þetta núna vera skársti leikurinn okkar í meistaradeilidinni hingað til, mikil framför frá Porto og Marseille leikjunum að mínu mati. Þetta datt bara ekki okkar megin í þetta skipti.
Þetta er gríðarlega sterkur útvöllur sem við vorum að spila á og við vorum að mínum mati með fína baráttu svona miðað við undanfarna leiki. Hins vegar máttu sendingarnar oft vera betri en á köflum sáust nú fín tilþrif. Fyrst markið, sem var algjört frík, gerði þetta allt mjög erfitt. Ég er aðallega ósáttur með Finnan og Riise sem voru frekar slappir fram á við og svo gekk fátt upp sem Voronin og Kuyt reyndu. Þetta gengur nú bara betur næst hjá þeim.
En eru við ekki annars að einbeita okkur að PL? Torres hlýtur að hafa verið tæpur og þess vegna hvíldur til að skjóta Arsenal í kaf á sunnudaginn. Svona strákar herðið upp hugann, þetta er rétt að byrjar, spennandi toppbarátta í PL framundan, trust me! 🙂
Kv,
Bobby
Sælir félagar.
Heppnir á móti Everton en óheppnir núna. Þvílík steypa. Óheppnir á móti Tottenham, óheppnir í móti Wigan óheppnir í móti …? hvílikt bull. Þetta var bara sama baslið og verið hefur og ekkert breytist.
Það er nú þannig
Hér á undan er talað um að við séum ekki búnir að tapa leik í deildinni, so what ! ManCity er búið að tapa 2 leikjum en er samt fyrir ofan okkur í töflunni, þetta byggist upp á stigagjöfinni. Þeir nefnilega skora mörk og vinna sína leiki. Ég held að við þyrftum að skoða spjallsíðurnar frá í ágúst þegar MUFC var nánast fallið og það hlakkaði í okkur, þeir hafa þó sýnt framfarir á tímabilinu, hvað kallast það sem við höfum sýnt BAKfarir.!
kl hvað er leikurinn á móti Arsenal?
Jæja þá hlýtur starf að losna á Anfield á næstu dögum annars ætla Liverpoolmenn að hanga í bullinu og láta hlæja að sér um allann heim. Erum með ágætis leikmenn að stórum hluta en geldann stjóra. Undan geldingum kemur frekar lítið. Það er ekki það sama að vinna spænsku deildina og þá ensku. Spænska deildinni með 3-4 liðum sem geta hlaupið og spilað fótbolta. Held að leitin að hæfum manni eigi að hefjast kl. 10:00 í fyrramálið
Svona er fótboltinn Sigtryggur, þetta dettur ekki allltaf með manni en þá þýðir ekki að væla heldur, maður kemst ekkert áfram af því!
Jóninn á skilið verðlaun fyrir einhverja þá ótrúlegustu Pólýönnu sem ég hef á ævi minni séð:D …ég er ekki einu sinni sannfærður um að hann hafi verið að horfa á sama leik og ég!
En um leikinn sem slíkan vil ég bara segja: same shit, different day!!!
Djö er ég ánægður að sumir af þeim sem skrifa hérna ráða ekki hjá Liverpool FC. Þá værum við búnir að hafa alla veganna 5 stjóra á seinustu fimm árum.
Dumbo: Undan geldingum kemur frekar lítið.
hehehe alveg hreint magnað að lesa sum kommentin hérna, hrynja svoleiðis fróðleiksmolarnir af mönnum, hehe:)
Þótt furðulegt sé eftir kvöldið í kvöld er ég ekki ekki hræddur við leikinn gegn Arsenal. Hlakka frekar til. Ástæðan er þessi: Arsenal skoraði 7 í síðasta leik og skora því ekki í næsta (nema Hyppia verði í stuði og haldi áfram að raða þeim). Liverpool kemur með skelfilegt tap á bakinu (tapið eitt og sér er ekki málið heldur afleiðingarnar: þeir þurfa að horfa á Meistaradeildina það sem eftir er vetrar), gaman að því. Þess vegna mun Liverpool taka Arsenal á sunnudag. Annað er óeðlilegt. Ef það tekst ekki, þá legg ég til að amma gamla taki við liðinu. Hún þarf að vísu að læra ensku en maður getur víst verið þjálfari á Englandi án þess að kunna stakt orð í því máli.
hvaða væl er þetta við vinnum næst 3 leiki og komumst áfram!
þetta gamla góða Fjallabaksleið.
Ég held að nú sé staðan orðin sú að það er eiginlega ekki hægt að kenna neinu um.. menn eru búnir með afsakanirnar, ástæðan fyrir þessu tapi var léleg spilamennska liverpool og greinilegt að það er eitthvað meira að hjá þessu liði en val á mönnum í einstakar stöður.
Ég veit ekki með ykkur en þetta liverpool lið sem maður sá spila í dag er ekki liverpool liðið sem maður hefur verið að horfa á hvern einasta leik síðalstliðin ár. Það skortir á alla liðsheild, menn eru algjörlega hugmyndalausir um hvert eigi að skila boltanum í næstu sendingu, græðgina og sigurviljann virðist algjörlega vanta í þetta lið. Menn virðast algjörlega ómeðvitaðir um eigin hæfni og á þann standard sem lið eins og liverpool hefur. Ég veit ekki með ykkur en ef þegar maður eins og Gerrad kemur í viðtal fyrir meistardeildina og segir að “Liverpool þurfi baráttuna úr Everton leiknum til sigra Besiktas” finnst mér hálf einkennilegt comment.. mér fannst sú frammistaða ekki vera eitthvað sem við ættum að setja sem fyrirmynd í okkar spilamennsku þó vissulega gerði liðið vel að koma til baka eftir að hafa orðið 1-0 undir. En liverpool er bara lið í þeim klassa að það á að klára svona leiki og á að gera það með spilamennsku sem lið en ekki grísa á baráttusigur með einu marki þar sem allt gengur útá varnarleik. Slíka taktík má vel spila á útivöllum á móti sterkari liðum líkt og barcelona en á móti liði eins og Besikast þá eigum við einfaldlega bara pakka svona liði saman!!
En það er orðið alveg ljóst að eitthvað er að hjá liðinu í heild sinni, menn virðast ekki vera ná saman og leikgleðin virðist vera nánast engin. Við erum að gera okkur hlutina margfalt erfiðari en þeir eru í raun og veru. Leikur eins og þetta á að vera skyldusigur og ekkert annað á að koma til greina. Ég vona innilega að Rafa fari að hópa mönnum saman í hópferð í keilu til að fá menn aðeins til að tala saman og fá einhverja leikgleði í þetta lið!
Áfram liverpool.
Dumbo, hver er að hlæja að Liverpool? Ert það kannski þú? Lighten up man, það er bara október og við erum taplausir í PL og þú ert að fara af límingunu? Þetta Benitez komment þitt var líka low blow, keep it clean.
Benni Jón,
það má kannski kalla það Polýönnu að reyna að horfa á það sem var gott eins til jafns með að horfa á það sem má betur fara. Finnst það oft á tíðum vanta hérna.
Ég vona nú bara að við töpum næsta leik í meistaradeild og þá er þetta meistaradeildardæmi búið, deildin á að vera algjört aðalatriði og ég verð að segja að mér er svona nett sama hvort við komumst upp úr þessum riðli eða ekki. Það er samt alltaf jafn pirrandi að horfa á þá tapa á móti liði sem á bara að vera skildusigur og maður sér hvað þarf að bæta. Ég er ósammála þeim sem segja að Agger muni ekki koma til með að breyta miklu því það er greinilegt hvað vantar í miðja vörnina, hraða og það er það sem Agger hefur fram yfir hina hafsentana en ég sé ekkert sem Hyypia hefur fram yfir Agger fyrir utan reynsluna. Maður sér líka hversu mikilvægur Alonso er þegar maður sér Mascherano spila því maðurinn er svo steingeldur sóknarlega og það sást ekki til hans í dag, ég held líka að það sé smá klúður hjá Benítez að hafa svona varnarsinnaðann mann á miðjunni þegar við erum að spila á móti minni liðum eins og Besiktas, Marseille, Wigan eða Birmingham. Í þessum leikjum dugir ekki að nota varnarsinnaða menn eins og Sissoko eða Mascherano, það er um að gera að nýta sóknarhæfileika Lucas og Alonso í þessum leikjum. Svo saknar maður alltaf Torres, hann er einfaldlega okkar langbesti striker.
Í næsta leik á móti Arsenal vona ég að hann spili með Mascherano í liðinu, af augljósum ástæðum þar sem Arsenal menn eru iðnir við kolann og Masche er nú eiginlega bara 5 varnarmaður frekar en miðjumaður. Þá væri gaman að sjá Benayoun vinstra megin, Alonso á miðri miðjunni og Gerrard hægra megin. Ég vona líka innilega að Agger verði kominn aftur fyrir þann leik því Hyypia ræður engan veginn við sóknarmenn Arsenal. Svona að lokum verður að minnast á tilgangslausasta manninn í liðunu, Riise sem getur einfaldlega ekki varist og er heldur ekkert mjög sterkur sóknarlega. Ég held að það sé augljóst að við þurfum að kaupa inn í janúarglugganum menn sem geta varist, kannski einn hafsent og einn vinstri bakvörð, eða mann sem getur spilað báðar stöður. Ef við eigum að eiga séns á móti Arsenal í næsta leik vona ég að liðið verði einhvernveginn svona
Reina
Finnan – Carragher – Agger/Hobbs – Arbeloa
Gerrard Benayoun
Og já! það er rétt, ég vil sjá Hyypia burt sama hvort Agger spilar eða ekki, ef Agger verður frá væri fínt að sjá þennann bráðefnilega Hobbs spila því Hyypia ræður engan vegin við málin. Og ég veit reyndar ekkert um hvað er langt í Arbeloa þannig að ef einhver veit hversu langt er í hann má hann endilega segja mér það.
Það er ekkert meira þreytandi en að heyra þetta kjaftæði um að vera taplausir í deildinni. Lið getur farið í gegnum deildina taplaust en samt fallið ef það gerir jafntefli í hverjum einasta leik.
Þetta er mjög einfalt, jafntefli er sama og tap!
Ef Liverpool spilar ekki almennilega í næstu tveimur leikjum horfi ég ekki á fleiri leiki á þessu ári, þetta er bara of mikil þjáning.
Það er svo margt neikvætt og ljótt sem að manni langar að segja um liðið, spilamennskuna og stjórann eftir þennan leik og undanfarna leiki en í bræði minni ætla ég að sleppa allri neikvæðni.
Þess í stað ætla ég að vera yfirmáta bjartsýnn og spá því að við verðum meistarar í PL í ár ! Við erum búnir að vera lélegir í rúmann mánuð en það endar á sunnudag. Slæmi kaflinn okkar er búinn en hin liðin eiga hann eftir og Man Ure líka. Sjáið bara til, við eigum eftir að hampa dollunni eftirsóknarverðu á Anfield í vor ! Veit að þetta er óskhyggja en ég hef ennþá trú á mínum mönnum og nú reynir á úr hverju menn eru gerðir.
Maður hefði viljað sjá Rafa taka hárþurrkuna á leikmenn í hálfleik. Svipað og Ferguson er sagður hafa gert margoft með fínum árangri og varð að einhverri Pepsi auglýsingu. Rafa er bara einhernveginn ekki týpan sem tekur hárþurrkuna, en einhvernveginn finnst mér við hafa þurft á því að halda í síðustu leikjum. Og sérstaklega í kvöld.
uppstillingin koma eitthvað skringilega út..
Reina
Finnan Carragher Agger/Hobbs Arbeloa
Masche
Gerrard Alonso Benayoun
Torres Crouch/Kuyt
Vísun Einars Arnar í Correlation does not imply causation.
mætti svara með:
http://en.wikipedia.org/wiki/Post_hoc_ergo_propter_hoc 🙂
nýjan mann inn í liðið í janúar fyrir hyypia?
Linkurinn klikkaði eitthvað, vona að menn átti sig á að ég er að tala um Post hoc ergo propter hoc.
Annars er alltaf hægt að líta á björtu hliðarnar og segja, að ef við dettum úr meistaradeildinni, þá getum við loksins einbeitt okkur að deildinni almennilega.
“Spænska deildinni með 3-4 liðum sem geta hlaupið og spilað fótbolta.” (#25)
Hefur þú einhvern tímann horft á leik í spænsku deildinni? Levante sem er skítlélegt er sennilega með tæknilega betri leikmenn en liðin í efri hluta EPL og heilt yfir eru varnarmenn á Spáni ekki eins naïve og á Englandi.
Það er lítill metnaður í því að stefna að árangri í einni deild og láta hina(r) fjúka. Svoleiðis gerir ekki lið með metnað og leikmenn með 5-10 milljónir á viku. Hver vorkennir þessum mönnum að spila fótbolta? Það er sem ég segi, bómullinn og peningarnir hafa tekið völdin í stað leikgleðinnar sem menn gengu fyrir þegar eitthvað safnaðist af dollum. Dalglish myndi ekki kvarta og kveina yfir því að spila 50 leiki á tímabili. Rafa vill helst að þeir spili ekki fleiri en 25. Og þið sjáið árangurinn.
Er búið að ráða einhvern í staðinn fyrir Pako? Eitthvað skarð hlýtur hann að hafa skilið eftir sig hvort sem menn samþykkja það eða ekki. Rafa væri ekki að taka hann með sér í öll þessi ár bara til að láta hann segja sér brandara af og til. Spurning hvort að það vanti ekki einhvern til að hjálpa til í staðinn fyrir Pako?
Eitt jákvætt við þetta leik: liðið náði oft upp þokkalega flæðandi samspili á köflum, sérstaklega í upphafi fyrri hálfleiks. En mikið óskaplega er leikmönnum Liverpool eitthvað illa við vítateig andstæðinganna. Kuyt hélt sig mest á hægri kantinum, Babel sneri eiginlega alltaf við þegar hann sá að hann var um það bil að stíga yfir vítalínuna og Gerrard og Voronin voru oftast einhvers staðar annars staðar. Annað með Babel, hann fór eiginlega aldrei upp vinstri kantinn heldur spilaði alltaf inn að miðjunni, þangað til seint í síðari hálfleik fór hann upp kantinn og gaf fyrir og voilà: færi. Ég verð að viðurkenna að ég þori varla að horfa á leikinn á sunnudaginn.
Ja…
Ég get allavegana sagt að ég er alls ekki dolfallinn og langt frá því að vera orðlaus. Liðið hefur verið að spila nákvæmlega þennan hæga og hugmyndalausa sóknarleik og vandræðalega varnarleik síðan þeir unnu Derby…
…eru 10 leikir síðan ?
Mér finnst Uxahriggurinn góð leið
ó já vá .. burt með hann…..
” Ef við spilum næsta leik eins og í kvöld, þá vinnum við. Við vorum mun betri í kvöld og áttum að vinna. Við verðum bara að byrja hugsa um næsta leik sem er 6.nóvember. Við áttum fullt af færum og góðum skotum, en það gekk bara ekkert í dag. Við gerðum stór mistök í fyrri hálfleik og þá þurftum við að skora”.
Mér finnst alveg kostulegt að Benitez segir í viðtali eftir leikinn að liðið hafi spilað vel og er ánægður með leik liðsins. Fyrir utan úrslitin. Hann segir að við höfum stjórnað boltanum í leiknum og verið óheppnir. Gullit sagði eftir þetta viðtal á sky að ef Benitez heldur að þetta sé að ráða leik, þá er það vitlaust ! þetta heitir ekki “að stjórna leik”, liðið spilaði ílla og átti ekkert betra skilið að mínu mati.
Houllier notaði tölfræðina óspart þegar illa gekk. Nú segir RB:
“”When you have 28 attempts on goal as the away side and nearly 60% of possession, that should usually be enough to win the match.”
Málið er auðvitað að hafa leikmenn í liðinu sem geta skorað reglulega og nýtt þennan tölfræðilega glæsileika. Kuyt og Voronin? Nei. Riise og Pennant? Nei. Mascherano, Finnan, Carragher …? Að mínu mati erum við bara ekki með nógu marga hættulega og skapandi leikmenn. Vissulega eru slíkir menn fyrir utan liðið núna vegna meiðsla en við þurfum fleiri kappa.
Úff.
Benitez clings on to Euro dream
Nú spyr ég, var herra Benítez að horfa á annan leik en ég? Vorum við virkilega að spila vel að hans mati?! Þá getum við nú alveg eins bara dregið liðið úr keppni í deildinni og hvað þá CL.
Nokkrir punktar um hvað var að. Hyypia og Carragher voru að stjórna sókninni. Riise og Finnan voru ekki með í sókninni sama hvað hver segir. Pennant og Babel fóru nánast aldrei upp að endamörkum, Babel fór einu sinni á 80. mínútu. Babel hljóp bara alltaf með boltann í vandræði, inn í pakkann og miðjuna.
Mascherano er ekki hinn eini sanni Maschs sem við þekkjum, enda fær hann boltann aldrei frá miðvörðunum. Skil ekkert í Rafa að henda Xabi eða Lucas bara inn í hálfleik fyrir Hyypia og setja Gerrard í AMC-inn. Ótrúlegt, við erum með mest tilviljanakenndasta sóknarleikinn af liðum á Englandi liggur við. Náum 20 sendingum fyrir aftan miðju en svo fer boltinn yfir miðju og við missum hann.
Úff, hlakkar ekki til að sjá útreiðina gegn Arsenal ef menn geta ekki drullast til að sýna a.m.k. áhuga og baráttu og vilja og Liverpool hjarta!!
Fín leikskýrsla Doddi, léttari og öðruvísi.
Góður punktur hjá Andra #52 þegar hann segir “námum 20 sendingum fyrir aftan miðju og svo fer boltinn yfir miðju og við missum hann”. þetta er náttúrulega lýsandi fyrir okkar leik. Það vantar allt sjálfstraust og umfram allt að menn hlaupi í eyðurnar svo það myndist eitthvað flæði. það er bara pínlegt að horfa á það þegar við erum komnir á síðasta þriðjung vallarins og einhvernvegin endar boltinn hjá Hyypia og jafnvel Reina. þetta er ekki ásættanlegt.
Afsakið double post en … Gerrard refusing to give up
Við spiluðum ekki vel, við spiluðum hræðilega. Afleitlega. Við sköpuðum ekki nein teljandi marktækifæri, Besiktas fengu fleiri og betri færi.
Þetta er með algjörum ólíkindum. Ef menn rífa sig ekki upp gegn Arsenal þá gera þeir það aldrei.
YNWA.
Sammála mörgu hér, t.d.
* Einari að Benítez gerði of lítið of seint, skiptingar áttu að koma í byrjun fyrri hálfleiks.
* Jafntefli í deild er sama og tap.
* Mascherano á ekki að hanga í vörn þegar LFC er undir og þarf að skora – út af með manninn ef hann getur ekki bitið í sókn í svona leik.
Halldór ég held að þinn tengill sé undirtekt frekar en svar við tilvísun Einars í falska fylgni.
Þrátt fyrir allt styð ég enn Benítez og mun ég horfa á Arsenal leikinn tiltölulega bjartsýnn, verst að ég þarf að gera það í nágrenni Emirates og hljóta aðkast eða flýja eitthvert út fyrir heima hverfið mitt.
Er að fara á Anfield í fyrsta skiptið á sunnudag. Ekki viss hvernig mér á að líða með það eftir svona leik.
Ekki það að ég vilji svo sem vera að velja lélegasta manninn í þessum leik, en það var einn maður sem mér fannst pínlega slappur í þessum leik og það var Steve Finnan. Ég er búinn að taka eftir þessu á þessu tímabili að honum hefur að mínu mati farið gríðarlega aftur. (þetta rifjaðist upp þegar ég var að lesa þessa skýrslu.
Í þessum leik var þáttaka hans í sóknarleiknum pínleg. Hann virtist aldrei vita hvert hann ætti að fara þegar að Pennant var með boltann, hann virtist hægur og sendingarnar (nema sú sem leiddi að markinu) voru slakar. Ég sagði við vin minn að það virtist sem hann væri hreinlega í öðrum gír en aðrir leikmenn. Hann virtist alltaf þrem skrefum á eftir hinum mönnunum. Ég veit hreinlega ekki hver myndi vinna í sprett keppni á milli hans og Hyypia.
Ég held að Arbeloa sé orðinn fyrsti kostur í hægri bakvörðinn.
Það er alveg ljóst að það er eitthvað meira en lítið að. Legg til að Benitez setjist nú niður og horfi á nokkra leiki með Arsenal og fylgist með hvernig þeir spila sóknarbolta og skapa sér færi.
Þvílíkt andleysi og þvílíkt hugmyndaleysi að það er átakanlegt að horfa á 90 mín + 3 mín í uppbótartíma með þessu liði um þessar mundir.
Ljóst ef að leikurinn gegn Arsenal tapast að þá er þessi leiktíð farin að líta ansi illa út,,,,og það er ekki kominn Nóvember.
Lítið annað hægt en að krossleggja fingur og vera bjartsýnn…..segi enn og aftur líkt og ég sagði eftir Marseille nú er botninum náð…..eða hvað?
Hvernig haldið þið þá að Carrager líði með þessa tvo spretthlaupara sér við hlið í vörninni??? Hann ætti hreinlega að fá fálkaorðuna fyrir sitt framlag.
Við erum allir reiðir. Við erum allir fúlir og svekktir. En við höldum þó allir með sama liðinu og viljum það sama. Gott lið og árangur. Skemmtilegan bolta. Það kemur, strákar. Nú þurfum við að anda með nefinu eftir að hafa blásið úr sér reiðina og svekkelsið. Og bíða sunnudags. Þangað til, sýnum lífsmark og verum jákvæðir. Reynum að setja okkur í fótsport strákanna í liðinu. Þeim líður ekki vel. Ætli þeim líði ekki bölvanlega, með alla heimsbyggðina ofan í hálsmáli. Þeir verða svo brjálaðir á sunnudag að Wenger veit ekki hvers lenskur hann er. Mál að leggja sig.
Mér finnst bara ömurlegt að menn sjái ekki að þetta var alls ekki lélegur leikur. Við fengum fullt af færum og að segja hluti eins og “Fjórða besta lið Tyrklands átti ekki í neinum vandræðum með Liverpool” er bara rugl. Við áttum þennan leik frá A-Ö en hikstuðum á E-inu. Það er drullufúlt að hafa ekki unnið þetta og alltaf hægt að finna eitthvað að hinu og þessu. En á endanum var þetta bara óheppni, ég meina hverskonar mark var þetta fyrsta eiginlega ?
Reina – spilaði vel eins og venjulega.
Riise – átti fínan leik , og náði meira að segja nokkrum ágætum krossum.
Hyppia – er því miður ekki nógu góður í þetta lið en betri en Paletta.
Carra – átti fínan leik fyrir utan mistökin í fyrsta markinu.
Finnan – sóknin er hans akkilesarhæll.
Babel – átti fínan leik mjög ógnandi og var að brjóta þetta upp – má kanski reyna að spila meira – en þvílíkt efni.
Mascherano – ágætur.
Gerrard – átti fínan leik – vann vel og var með hausinn í þessu.
Pennant – átti fínan leik – var sí ógnandi.
Kuyt – fínn leikur.
Voronin – fínn leikur.
Benayoun – fín innkoma.
Crouch – fín innkoma.
Lucas – fin innkoma.
Það eina sem mér fannst Rafa klikka á var að skipta ekki útaf Hyppia og setja þá Mascherano sem djúpan og Lucas inná miðjuna með Gerrard.
Vorum með algera yfirburði allan leikinn og ég er bara svekktur. Hef trú á að menn mæti dýrvitlausir á Sunnudag og ég ætla að horfa á okkar menn taka þessa dútlara í Arsenal í gör****.
Maður spyr sig hvað er eiginlega í gangi.
Mér líður eftir kvöldið í kvöld eins og við séum komnir með íslenska landsliðseffectinn í okkar ástkæra Liverpool lið. Þeir geta ekki sent, maður fær óttatilfinningu yfir því að hitt liðið er í sókn, þeir geta ekki skorað nánast o.s.frv.
Liverpool er stjörnum prýtt lið og við höfum einn besta þjálfara í heimi en af hverju í andskotanum getur liðið okkar ekki spilað einn almennilegan fótbotlaleik eiginlega?
Er Eyjó orðinn aðstoðarþjálfari eða hvað og við vitum ekki af því?
Það er eitthvað mikið að allavegna og það þarf að fara og kanna það til hýtar. Þetta er búið að vera of langt run af leikjum þar liðið er að mínu mati að spila langt undir getu.
Ég ætla ekki að horfa á leikinn á móti Arsenal, það er klárt. Þeir verða kjöldregnir, flóknara er það ekki.
Jáhef reyndar horft á þá nokkra frá Spáni en nenni ekki að eyða of miklum tíma í þessadeild þetta er göngu og dútl bolti að upplagi sem minnir á innanhúsfótbolta. Stuðningsmenn annara liða hlæja að okkur í hópum enda árangurinn hlægilegur miðað við væntingarnar sem voru gerðar í haust í kjölfar mikilla fjárfestinga. Svo að segja að loks geti liðið einbeitt sér að pl er barnalegt rugl. Erum búnir að einbeita okkur að henni á hverju ári. Verðum að teljast heppnir ef liðið nær 6 sæti í vor. Það sem liðið þarf til þess að ná topp árangri er topp stjóri. Slikann mann hafa of mörg lið í deildinni umfram okkur. Get ekki séð að Benitezcommentð mitt sé eitthvað low blow maðurinn er steingeldur með þetta lið það er bara staðreynd. Er ekkert að fara úr límingunum það er bara pínlegt að sjá liðið sem maður hefur fylgst með síðan 1967 í tómu rugli enn eitt árið og menn eru bara sáttir af því að það er bara október og við enn bara 6 stigum frá toppnum.
bitlausasta sókn sem ég hef séð lék í kvöld, voronin og kuyt hættu sér varla inní vítateig besiktas, djöfull er ég orðinn pirraður á þessarri ömurlegu spilamennsku og hyypia í vörninni, við státum okkur af breidd en síðan þurfum við að hafa hann inná eftir ein meiðsli þetta er til skammar, ég set lélega spilamennsku síðustu leikja á benitez, hann er alltof seinn að skipta þegar ekkert gengur, og þessar kýlingar fram eru brandari
61 – Arnar Ó.
Þú segir að þetta hafi verið góður leikur og við skapað færi, við fengum voðalega lítið af færum eftir flott spil og hreyfingu án bolta, fengum kannski 2-3 þegar boltinn fór í Besiktas mann og datt til okkar, ekki mikið meira en það.
Sóknarleikurinn er óhemju bitlaus, hugmyndasnauður og staður. Alltaf horft bara á boltamanninn, ömurlegt. Núna er það bara harkan sex og þrjú fokkin’ stig á sunnudag. Kominn tími á “big performance” eins og Stevie G kallar það, ekki var hún í kvöld frekar en gegn Everton.
Ég bara verð að segja að það er eins gott að liðið rífi sig upp og vinni leikinn gegn Arsenal þar sem ég er að fara á minn fyrsta Liverpool leik og get ekki sagt að ég sé neitt voðalega bjartsýnn, þó maður voni innilega að þetta verði betra.
“Jáhef reyndar horft á þá nokkra frá Spáni en nenni ekki að eyða of miklum tíma í þessadeild þetta er göngu og dútl bolti að upplagi sem minnir á innanhúsfótbolta.” (#63)
Úff, ég held einmitt að Liverpool og Íslendingar sérstaklega mættu alveg taka sér þennan “göngu og dútl bolta” til fyrirmyndar og þá myndum við kannski framleiða eins og einn kreatívan miðjumann eða bakvörð á næstu 100 árum og þá getum við kannski loksins yfirspilað lið eins og Lichtenstein. En á meðan knattspyrnuáhugamenn þessa lands eru enn með hausinn á sér upp í rassgatinu á leikmönnum eins og Terry, Viera, Carragher, Roy Keane og jafnvel Gerrard þá er ekki skrítið að við framleiðum á færibandi steingelda leikmenn á við Brynjar Björn og co.
Sæll
Það vantar Zenden, eigum við að ræða þetta eitthvað frekar??
Óttalega finnst mér menn orðnir miklir væljukjóar. Liverpool voru ekki hræðilegir í þessum leik miðað við marga aðra leiki. Ég var t.d. ánægður með Babel í þessum leik, Gerrard er að skána og mér finnst sem ég sjái batamerki á liðinu. Það er enginn að hrósa því að vera bara 6 stigum frá toppnum en það eru framför frá þeim 12-15 stigum sem við höfum verið á þessum tímapunkti síðustu ár. Í þessum leik á einum erfiðasta útivelli sem nokkurt lið getur farið á eru Liverpool óheppnir að fá á sig fyrsta markið sem má kenna á dómgreindarleysi eins af okkar bestu mönnum. Þegar svo er komið í fyrri hálfleik er erfitt að klára úrslit á svona velli. En Liverpool átti færi til að skora mörk og klára leikinn en því miður hafðist það ekki. Ef við vinnum Arsenal á sunnudaginn þá erum við þremur stigum á eftir þeim og enn með leik til góða á önnur lið fyrir ofan okkur. Að blása tímabilið af er fáránlegt þar sem Liverpool hefur sýnt síðustu ár að þeir eru það lið sem nær yfirleitt betri úrslitum eftir því sem líður á mótið.
Ég ætla því að leyfa mér að vera eins og einhverjir orða það pollýanna enda er ennþá nóg eftir af tímabilinu og við erum ennþá að gera flotta hluti í deildinni. Ég nenni allavega ekki að vera vælandi í hverri viku eins og margir sem fá útrás fyrir innbyrgða reiði á þessu spjallborði hvort sem er eftir tapleiki eða sigurleiki.
Það er fátt jafnskemmtilegt og skoða þessa síðu eftir tapleiki Liverpool.
Xabi Alono
14
Reddaressu
OK. Ég hef ekki skrifað lengi á þessa síðu. Enn . . . . . ég vona að hún verði áfram mekka okkar alvöru Liverpool aðdáenda….. síða.
Í augnablikinu ætla ég ekki að kommenta á liðið en djö… helv… er þetta lélegt. Jæja kl. er 2 am. Heyri í ykkur seinna.
Jæja, morguninn eftir og manni er aðeins runnin reiðin. Mér finnst hreinlega ótrúlegt að lesa ummæli Benítez og Gerrard eftir leik, sem vísað er í hér að ofan. Voru þeir að horfa á/spila sama leik og ég horfði á? Ég skal gefa liðinu það að þetta var skárra en á móti Porto á útivelli, og hvergi nærri jafn slappt og á móti Marseille heima, en þetta var langt því frá að vera ásættanlegt engu að síður.
Við skulum bara fara yfir leikmennina hérna því mér finnst ósanngjarnt að flokka þá alla undir “ömurlegir” í þessum leik:
Reina: Enn og aftur voru mörkin ekki honum að kenna, og hann hélt okkur á lífi framan af seinni hálfleik ef eitthvað er með nokkrum góðum markvörslum. Hugsanlega eini leikmaður okkar sem hefur leikið skv. getu í októbermánuði.
Vörnin: Ég skil ekki hvernig sumir ykkar hér að ofan metið leikmenn. Ef við horfum yfir síðustu svona fimm leiki liðsins hafa bæði Hyypiä og Carragher verið að gera aulamistök og gefa andstæðingunum mörk. Þið takið mistök Hyypiä sem órjúfanlega sönnun þess að hann er búinn að vera, á meðan þið hálf hundsið mistök Carra af því að gvuð forði því að heimalingurinn fái gagnrýni. Ef ég væri þjálfari væri ég ekkert reiðari við annan þeirra en hinn. Ég myndi skamma þá báða og segja þeim að þeir vita að þeir geta mikið betur. Báðir voru mistækir í gær, óöruggir í það hæsta og gáfu sitt hvort markið. Mistök Carra í fyrra markinu voru verri ef eitthvað er, en neinei hann er hetja og Hyypiä er búinn á því. Þetta er ekki svona einfalt. Þetta eru einfaldlega tveir gæða miðverðir sem eru að spila hörmulega þessa dagana og þurfa að rífa sig upp á rassgatinu.
Finnan, eins og Einar Örn sagði, virtist vera á öðrum hraða en allir aðrir í leiknum. Því minna sagt um frammistöðu hans, því betra. Johnny Riise var okkar besti varnarmaður í gær, sem er mikið sagt, en hann sleppur vel undan gagnrýni ekki af því að hann átti einhvern stjörnuleik heldur af því að hinir þrír varnarmennirnir voru svo lélegir. Sóknarlega var hann allt í lagi, á tímabili eini maðurinn sem skilaði fyrirgjöfum inn í teiginn og var að reyna eitthvað á vængnum en eins og með fleiri í gær fékk hann nánast enga þjónustu frá Gerrard (meira um það síðar).
Kantarnir: Jermain Pennant var ekki með í þessum leik. Ef ykkur fannst hann spila vel hafið þið verið með augun lokuð og hugsandi um einhvern leik frá því í vor. Hann sólaði engan, hann skilaði varla nema stöku bolta á samherja, hann skilaði varla nema einni slappri fyrirgjöf fyrir markið og trekk í trekk í fyrri hálfleik þegar maður sá Kuyt, Riise eða Babel komast upp sín megin og reyna fyrirgjöf var Voronin einn inní teig. Þegar ég var lítill var eitt það fyrsta sem ég lærði í taktík að þegar boltinn kemur upp vinstri kantinn á hægri kantmaðurinn að mæta inní teig, og svo öfugt. Það er ekki að furða að JP skori lítið sem ekkert fyrir félagið ef hann hangir alltaf á hliðarlínunni og horfir á átökin inní teig. Berið hann saman við markhættu Babel í gær og reynið að segja mér að JP hafi verið hættulegur.
Babel hins vegar var góður. Hann reyndi allan tímann, gekk illa til að byrja með en óx ásmegin þegar á leið. Síðustu tuttugu mínútur leiksins var hann svo að mínu mati yfirburðamaður á vellinum. Af hverju skyldi það hafa verið? Jú, af því að síðustu tuttugu mínúturnar fékk hann afbragðs þjónustu frá Lucas Leiva. Í fyrri hálfleik gerðist það nefnilega átakanlega oft að Babel var í góðu plássi á vinstri kantinu, við hliðarlínuna, en Gerrard negldi erfiðum boltum upp í stúku eða jafnvel aftur fyrir endamörk í stað þess að gefa einfalt á hann. Eftir að Lucas Leiva kom inná fór Babel að fá þjónustu og þá blómstraði hann.
Benayoun var góður eftir að hann kom inná og ásamt Babel okkar mest ógnandi maður undir lokin. Ef Pennant heldur honum út úr liðinu á sunnudaginn veit ég ekki hvað ég geri.
Miðjan: Í gærkvöldi gerðist eitt stórskrýtið. Momo Sissoko var á bekknum … og liðinu gekk SAMT hörmulega að halda boltanum sín á milli. Bíddu, þýðir það þá að þetta er ekki ALLT saman Momo að kenna?!?
Já. Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur: Momo er að spila illa en það eru fleiri og Javier Mascherano sýndi enn og aftur í gær að hann er skugginn af sjálfum sér þessa dagana. Hann var nánast áhorfandi að þessum leik og það var pínlegt að horfa á hraðar sóknarlotur miðlungsmanna Besiktas fara framhjá honum eins og hann væri bara í ‘slow motion’ á miðjunni. Við þurfum Xabi Alonso inn strax í næsta leik. STRAX!
Gerrard, Gerrard, Gerrard. Dæs. Þeir sem voru brjálaðir yfir því að Gerrard væri tekinn útaf gegn Everton fengu útskýringar í gær. Þetta var eins og að spyrja hvers vegna himininn sé blár og fá 90 mínútna fyrirlestur með glærum og myndskýringum sem svar. Rafa endurtók leikinn í gær með því að setja Lucas inná fyrir Mascherano og færa Gerrard framar, og hvað gerðist? Um leið og Gerrard var ekki lengur sá maður sem fékk boltann fyrstur frá varnarmönnum okkar fór liðið að spila almennilega. Gerrard er stórkostlegur leikmaður sem þarf að vera í hringiðu leiksins hjá liðinu en hann er EKKI sá maður sem á að vera að dreifa boltanum hjá okkur.
Hvað setti hann marga langa bolta útaf í gær þegar það hefði verið auðveldara að gefa stutta bolta í fæturnar á mönnum? Ég horfði á þennan leik og allan þann kraft sem fyrirliðinn okkar setti í að reyna að sigra og mig sveið í augun því það eina sem ég gat hugsað með mér var að ef Lucas eða Alonso hefðu byrjað þennan leik frá byrjun hefðum við slátrað þessu Besiktas-liði, einfaldlega af því að þá hefði boltinn komist út á Babel og Riise oftar (sleppi því að tala um hinn kantinn).
Gerrard spilaði samt ekkert svo illa í gær. Hann skoraði frábært mark og var enn og aftur drifkrafturinn í sókn liðsins undir lok leiksins, en það er kominn tími til að menn átti sig á því að það sem hentar Steven Gerrard best hentar ekki endilega Liverpool FC best. Við þurfum að fá Alonso inná miðjuna sem fyrst, eða Lucas Leiva að öðrum kosti, og ef Gerrard þarf að víkja út á kantinn til að svo geti orðið þá verður bara að fokking hafa það.
Framherjar: Kuyt og Voronin voru að allan leikinn, ógnuðu við hvert tækifæri og reyndu allt hvað þeir gátu. Þeir fengu hins vegar enga þjónustu í þessum leik. Ef þið haldið að allt eigi eftir að lagast um helgina við það eitt að Torres komi inn í liðið skjátlast ykkur, því jafnvel hann mun ekkert geta ef hann fær ekki betri þjónustu en Voronin og Kuyt fengu í gær.
Crouch var góður eftir að hann kom inná og eins og ég sagði í gær hefði ég viljað sjá hann miklu fyrr í þessum leik.
Þannig er það nú. Ef við lítum til framtíðar, með hliðsjón af spilamennsku liðsins í síðustu tveimur leikjum, tel ég ljóst að Rafa bara verður að gera nokkrar breytingar á liðinu sem mætir Arsenal. Ég myndi nánast skipa honum að byrja með þetta lið:
Reina
Finnan – Carra – Hyypiä – Riise
Gerrard – Alonso/Lucas – Mascherano – Benayoun
Torres – Babel
Vörnin er sjálfvalin, nema Agger og Arbeloa verði leikfærir, og því ekki hægt að breyta henni þrátt fyrir að hún sé veikasti hlekkurinn um þessar mundir. Annars á Benayoun skilið að byrja eftir að hafa verið okkar mest skapandi leikmaður í október, um leið og Gerrard bara veeeeeerður að fara á kantinn svo að við getum fengið alvöru sendingamann inná miðjuna. Ef Alonso er ekki heill á sunnudag vil ég frekar sjá Lucas þarna inni en að hafa Gerrard áfram á miðjunni. Mascherano vel ég frekar en Sissoko af því að af tveimur held ég að hann eigi meiri séns á að stöðva Fabregas, sem verður verðugt verkefni.
Framlínan er að mínu mati opin en ég vel Babel þarna með Torres af því að hann var ógnandi í gær, virkilega ógnandi, auk þess sem Kuyt og Voronin, þrátt fyrir alla sína vinnusemi og elju í gær og gegn Everton, virðast ekki vera á skotskónum um þessar mundir. En þó græt ég það ekkert ef einhver annar byrjar frammi, eins lengi og Torres er í liðinu.
Menn sem þurfa að sitja sem fastast á bekknum: Pennant, Sissoko, Finnan (ef Arbeloa er heill) og Hyypiä (ef Agger er heill). Ég sver það samt, ef við ættum annan góðan miðvörð til að koma inn með Agger myndi ég mæla með því að Carragher fengi sér sæti á bekknum líka. Líkurnar á því að hann gefi Arsenal mark, rétt eins og hann gaf Marseille, Tottenham og nú Besiktas mörk, eru yfirgnæfandi.
Læt þetta nægja í bili. Varð bara að létta á mér eftir að hafa sofið úr mér mestu gremjuna. 🙂
Fínt hjá þér Kristján,en mér fannst Babel gera of mikið af trixum þegar að hann fékk boltan og var of seinn að gefann(lék stundum á sjálfan sig).Fyrsta markið er Finnan að kenna ,Carr tók boltan snyrtilega af sóknarmanni og datt náði samt að hreinsa en Finnan stóð þarna fyrir og boltinn í hann og þið vitið framhaldið .Hvað var Finnan að þvælast þarna hann var allavegana ekki að hjálpa neitt .Annars var Liv,liðið allt arfa lélegt ,og fyrst að þeir geta ekki girt sig í brók þá ættu þeir að fara úr þessari brók og fara í NÝJA BRÓK .En þettað kemur ég gefst ekki upp á LIVERPOOL ALDREI
Það er bara eitthvað mikið að þegar stórgóðir leikmenn spila illa leik eftir leik. Auðvitað verða þeir að taka á sig ákveðna ábyrgð, en stæsta ábyrgðin hlítur að liggja hjá Rafa. Hann virðist ekki getað skipulagt liðið og gírað menn upp. Rafa fékk stórann mínus eftir þennan leik og voru þeir nú komnir nokkrir fyrir eftir framistöðurnar undanfarið.
Mér er alveg sama hvernig liðið verður á sunnudaginn. Ég vil bara sjá menn spila af eðlilegri getu og þá vinnum við þetta Arsenal lið. Ef menn spila eitthvað í líkingu við þá ca 10 leiki undanfarið þá töpum við…og því miður þá sér maður ekkert í spilunum að Rafa hafi það í sér að koma liðinu á rétta braut. Fyrst hann hefur ekki náð því alla þessa leiki að undanförnu, afhverju ætti hann að getað það núna?
Sælir félagar
Nú er ég búinn að lesa öll kommentin hérna og ætla að segja að því loknu að öllum er ljóst að eitthvað mikið er að.
Liðið hefur mannskap til að vera í fremstu röð bæði í Evrópuboltanum og ensku deildinni. Hvað er það þá sem hamlar. Því nær þessi mannskapur ekki árangri. Af hverju virðist sem hver maður sé að spila undir getu. Af hverju virkar ekki breiddin sem á að vera í liðinu. Af hverju erum við alltaf að væla yfir því að það vanti menn úr meiðslum eftir hvern drulluleikinn eftir annan.
Við erum með mikla breidd í sókninni 4 til 5 menn.
Miðjan er feikilega vel mönnuð 6 til 8 menn.
Vörnin er líklega sá hluti liðsins sem er veikastur hvað mönnun varðar og þolir verst meiðsli – samt. Ætti að vera í lagi með þeim mannskap sem tiltækur er.
Hvar eru þá veikeikar liðsins ef mannskapur er fyrir hendi í allar stöður í hvaða leikskipulagi sem er? Það er ljóst að það verður að raða þessum mannskap rétt saman.
HVER Á AÐ GERA ÞAÐ?
Skiptingar þurfa að koma á réttum tíma og bæta upp þá veikleika sem myndast hafa í leiknum og/eða byggja upp nýja möguleika og koma á réttum tíma.
HVER Á AÐ STJÓRNA ÞVÍ?
Niðurstaða: Stjórnun og motivering liðsins er ekki í lagi. Þ.e. Rafael Beitez virðist ekki hafa það á valdi sínu að berja í brestina, lemja liðið saman, peppa mannskapinn upp, motivera sigurvegara.
Hin ágæta yfirferð Kristjáns hér fyrir ofan gerir manni þetta algjörlega ljóst þegar það er lesið. Hann sleppir bara að draga fram niðurstöðuna sem er svo augljós. Benitez er að missa tökin. Hann ræður ekki við þetta ástand af hverju svo sem það er. Því miður.
Ég hefi að vísu alltaf haft efasemdir um herra Benitez. En undir niðri hefi ég vonað að ég hefði rangt fyrir mér. Og ég hefi fengið harðar átölur fyrir það hér á þessu spjalli. Ég hefi látið undan og sagt að hann eigi að fá þessa leiktíð ( alavega og jafnvel aðra til) til að sanna sig. En því miður virðist mér að það sé vitleysa. Liðið er þi þvílíkum öldudal að það virðist ekki ætla að ná sér upp heldur er eins og það sé beinlínis að sökkva. Ef eina leiðin til að ná dallinum upp er að henda kallinum fyrir borð þá verður að gera það. Frekar en að fórna skipinu með allri áhöfn.
Semsagt trú mín á Rafael Benitez (sem reyndar var ekki mikil) er horfin. Sá séns sem ég var til í að gefa honum er brunninn til kaldtra kola. Ég ætla að reka hann!!!!!
Ó ó ég get það ekki. Æ æ ég ræð engu um veru hans hjá liðinu mínu sem ég er búinn að halda með í yfir 40 ár. Það er gott, segja margir, að ég ræð engu en margir eru, held ég, sammála mér. Eðlilega.
Það er nú þannig
110% sammála Kristjáni hér að ofan.
Ekki sammála að lausnin væri að láta Benitez fara eins og Sigtryggur bendir á hér að ofan. Er einhver hæfari stjóri laus á markaðnum í dag? Bara einn stjóri sem ég myndi vilja í stað Benitez og það er Wenger en það er augljóslega ekki inní myndinni.
Þetta eru engin endalok. Nú er bara að vinna rest og enda nr. 2 í riðlinum til að bjarga andlitinu í CL.
Getur verið að Rafa hafi ákveðið að nota Torres ekki á móti Besiktas til að hafa hann 150% á móti Arsenik?
Sælir aftur
Nei ef til vill er enginn skárri á lausu og því ekkert lag til að láta Rafa fara. Þetta er samt afar krítiskt ástand og við verðum því að vona að eyjólfur hressist undir stjórn Rafa. Við erum búin að bíða ansi lengi eftir því og málið er að ef árangur á að nást í deildinni þá þolum við ekki lengri bið svo nokkru nemi. Mikið mun Rafa fyrirgefast ef við vinnum Wenger og dátana hans. En eins og gengið hefur verið undanfarið þá er sá leikur kvíðvænlegur. Því miður.
Það er nú þannig
Torres var meiddur. Menn eru brjálaðir yfir því að hann skuli vera hvíldur í deildinni og núna eru menn fúlir yfir því að Torres hafi ekki spilað með í Meistaradeildinni.
Mér finnst það afskaplega ólíklet að Benitez hafi skilið Torres eftir fyrir þennan mikilvægasta Evrópuleik ársins ef hann ætti einhvern möguleika á að spila.
Það verður ekkert mál að fá topp stjóra til þess að taka við liðinu
Benitez búinn að fá hið vafasama ‘vote of confidence’ frá besta vini Bush. Athyglisvert að Hicks og Benitez sjá leikinn mjög ólíkt, svo vægt sé til orða tekið.
einsi kaldi, þegar Babel var kominn upp kantinn og ætlaði að gera eitthvað við boltann var eins og leikmenn væru í feluleik og vildu ekki boltann, þess vegna þurfti Babel að fara að þvæla boltanum um og kom færri boltum í leikinn aftur.
Linkur Dóri?
OK, fann hann.
Rafa vantar bara góða kantara sem getur sent boltan fyrir
Rosalega eru menn jákvæðir og skemmtilegir. Af hverju er það vafasamt að stjórni lýsi yfir stuðningi? Og af hverju þar að titla eigendur sem “besta vin Bush”, þegar það er augljóslega ekki rétt?
Viljum við frekar fá eigendur, sem koma inní klefa og stjórna liðinu, eða eigendur sem standa að baki stjóranum þegar að það gengur í fyrsta skipti illa í Meistaradeildinni?
Dóri, mér sýnist þeir sjá leikinn með sömu augum. Hicks segir: “We had a disappointing loss because we got outplayed by the Turks.”
Einsi Kaldi, ég veit ekki hvort þú sért að grínast en ætla samt að svara þessu. Ef Finnan hefði ekki verið fyrir hefði Carra verið að hreinsa örstutt út í teig, líklega beint í skotfæri fyrir Tyrkina. Svo var Babel ekki að gera of mikið af trixum, hann fór framhjá mönnum með einföldum og góðum hreyfingum, eini maðurinn sem var að gera eitthvað af viti þarna þangað til Benayoun kom inná.
Hannes :
Benitez sagði að Liverpool hefði stjórnað leiknum, Hicks segir þá hafa verið yfirspilaða. Er ekki smá munur þar á?
Hannes Bjartmar boltinn frá Carr var það fastur að hann hrökk vel af Finnan þannig að Finnan náði honum ekki, eflaust var þettað ólukka.Babel er eins og einhver sagði óslípaður demantur.Elías Már menn voru ekki í feluleik ,það á að koma boltanum fyrir, það er betra, en að sóla á sjálfan sig eða gefa boltan aftur .Svo voru leikmenn of oft að fara tveir í sama boltann og stundum héldu menn að einhver annar tæk´ann og ruku svo báðir af stað já mér fanst taugaveiklun í liðinu. En ekki er öll von úti ,já eitt enn menn voru ekki að skjóta við fyrstu snertingu ,heldur aðra eða þriðju, en þá var sá maður umkringdur af varnarmönnum.Semsagt SKJÓTTU koma svo LIVERPOL
hehe, sorry Dóri, mér yfirsást þetta “got”. Alveg rétt hjá þér, þetta er athyglisvert.
“það er nú spurning hver er með hausinn í rassgatinu á hverjum, þessir skapandi Spánverjar hafa unnið jafn marga titla og trukkarnir frá Íslandi. Það er sama vandamálið hjá Liverpool og Íslandi, ónýt stjórnun” (#75)
Reyndar er það rangt því spænska landsliðið hefur unnið Evrópukeppnina en það var ekki mitt point. Bara að benda á þá staðreynd að kúltúrinn á Íslandi er þannig að við upphefjum tæknilega mjög takmarkaða deild og bolta eins og þann enska og helst leikmenn sem eru ekkert nema “blood and thunder” eins og sagt er á sama tíma og við vantreystum og jafnvel fyrirlítum leikmenn sem spila boltanum og/eða eru tæknilega góðir. Þess vegna er ekki skrítið að allir leikmenn, sérstaklega miðjumenn, eru tæknilega takmarkaðri en gömul kona að reyna að gera við plasmasjónvarp. En þetta er way off topic.
Aldrei þessu vant er ég sammála nánast öllu hjá KAR enda búinn að hamra á mörgum þessum punktum hér síðustu daga. Sérstaklega sammála með Carragher. Eins mikið og ég elska Carra og allt sem hann hefur gert þá held ég að það sé staðreynd að Liverpool-liðið vantar betur spilandi miðvörð til að koma með boltann út úr vörninni. Það er oft á tíðum pínlegt að horfa á bolta- og sendingatækni hans. Veit að þetta eru alger helgispjöll en ég kemst ekki hjá því að álykta þetta.
Þetta átti að vera “allir leikmenn, sérstaklega miðjumenn, sem við ölum upp hérna á Íslandi…” 🙂
Ef að LFC vinnur ekki Arsenal krefst ég þess að fá The Special One
einsi kaldi, það er ekkert mál að gefa fyrir en það þurfa að vera leikmenn sem vilja boltann í teignum. Kuyt og Voronin voru sjaldan báðir í boxinu og Pennant er greinilega sjóndapur því hann fór aldrei lengra en 2-3 metra frá hliðarlínunni og var því augljóslega aldrei kominn á fjærstönguna þegar Babel kom upp kantinn. Einnig á annaðhvort Gerrard eða Mascherano að koma sem aukamaður í teiginn þegar krossinn kemur en ekki sást það mikið.
Elías þettað er rétt með sóknarmennina og Gerrard og fl, en þeir voru aldrei langt frá og þegar bolti kemur í boxið og varnamenn skalla frá eða markvörður slær´ann ,þá er kanski Gerrard ,Riise eða einhver annar tilbúnir að þrusa og þá er hætta á ferð.Eg vil sjá boltann koma í boxið, og þó að þar sé enginn Liv maður þá geta þeir kanski drullast til að hlaupa þangað.
Djöf……. er maður orðinn þreyttur á þessari meðalmennsku liðsins. Benitez verður að koma einhverri stemningu í liðið. Það eru þarna 4-5 miðlungsleikmenn sem kæmust kannski í Val, en ekki meir. Ef þetta heldur áfram á sunnudaginn gegn Arsenal, þá verður mín upphrópun:
BURT MRÐ BENNA!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Aðeins að öðru, eða öllu heldur hugsanlega skýringu á slökum leik hjá Gerrard upp á síðkastið. Félagi minn var að koma frá Englandi þar sem hann sá leik Liverpool og Everton. Hann sagði að stuðningsmenn Everton hefðu oft kallað á meðan á leik stóð “This baby is not yours” og eru þá að vísa til þess að konan hans Gerrards hafi haldið fram hjá honum. Ef að þetta er rétt þá finnst mér svo sem ekki skrítið þó að spilamennska hans hafi verið döpur upp á síðkastið. Ég tek það fram að ég hef ekkert fyrir mér í þessari sögu nema það sem þessi vinur minn sagði mér (hann er reyndar Everton maður). Hafa menn eitthvað frétt af þessu, breska slúðurpressan hlýtur að velta sér upp úr þessu.
Vil aðeins benda á eitt(ljótt að benda)að liv,hefur ekki verið að tapa stórt eða að sé verið að valta yfir þá,svo að kanski eru þeir ekki eins lélegir og við erum að segja
Mér finnst nú ólíklegt annað en að þetta hafi verið sagt aðeins til að reyna að koma höggi á Gerrard og trufla hann.
Það er augljóslega eitthvað verulega mikið að með liðsheild og leikgleðina hjá Liverpool núna. Menn eru bara ekki að ná saman.
a) Jú okkur vantar miðvörð sem getur spilað boltanum útúr vörninni og sent hann skammlaust á miðjuna í stað þess að dúndra löngum boltum fram.
b) Jú okkur vantar framherja sem er alltaf inní teig og er markagráðugur öfugt við t.d. Dirk Kuyt sem heldur stundum að mörkin séu á hliðarlínunni.
c) Jú hægri vængurinn er algerlega lamaður hjá okkur (Finnan skugginn af sjálfum sér og Pennant….. er bara Pennant því miður.
d) Jú okkur vantar kantmenn sem geta sent almennilega krossa og miðjumenn sem geta stjórnað leikjum frá miðjunni a la Jan Mölby. Það hefur sýnt sig að Gerrard hefur hvorki sendingargetu né yfirvegun í sér til að stjórna sóknarleik Liverpool. Einnig vantar menn sem geta skapað eitthvað uppúr engu eins og t.d. úr langskotum. Hversu oft skorar Liverpool leikmaður með glæsiskoti af 30-35m færi?
e) Jú okkur vantar meiri hraða í sóknarspilið, menn eru stundum hangandi of mikið á boltanum á miðjunni og ekki nógu mikið um overlap eða 1 snertingar bolta.
f) Okkur vantar öruggari varnarleik. Liðið skortir jafnvægi milli varnar og miðju og erum oft of hægir eða með vitlausar varnarfærslur. Öfugt við Gerrard þá hefur Carragher það í sér að stjórna sínu svæði frá a-ö en Hyppia og Finnan hafa verið að bregðast honum illa og það komið niður á leik hans sjálfs.
g) Liverpool vantar núna meiri leikgleði og baráttu, tæklingar og djöfulgang finnst mér. Í stað þess að forðast að gera mistök vantar að fara alla leið í tæklingum og taka áhættur. Liðið er of varkárt og hrætt.
h) Okkur vantar þjálfara sem sér í hvað stefnir og tekur réttar ákvarðanir. Benitez sýndi snilld sýna með skiptingunni á Gerrard gegn Everton en klúðraði sinni plikt í gærkvöldi finnst mér. Af hverju í fjáranum var t.d. Crouch ekki fyrir lifandis löngu kominn inná? Crouch er leynivopnið okkar, risi sem evrópskir varnarmenn kunna ekki að spila gegn. Af hverju ekki að dæla boltum á hann í stað Voronin? Af hverju var Mascherano ekki tekinn útaf fyrr? Af hverju að taka ekki bara Finnan útaf og fara í all-out attack? Sagði Benitez ekki einmitt fyrir leikinn að þetta væri alger “must-win” leikur?
O.s.frv.
Eru menn 100% vissir að ef Agger og Alonso koma inní liðið með sína sendingargetu og Torres komi inn frammi þá spilum við sama frábæra fótboltann og í byrjun leiktíðar???
Ég er ekki viss. Mér sýnist nokkur óánægja vera að myndast í hópnum með skiptikerfi Rafa Benitez. Crouch o.fl. fleiri eru ekki ánægðir með hvað þeir fá að spila lítið. Slíkt skemmir útfrá sér móralskt séð.
Torres spilaði þónokkuð áður en samt var sóknarleikurinn tilviljunarkenndur. Við höfum nóg af möguleikum á miðjunni og ýmislegt taktískt verið reynt en samt aldrei komist almennilegt lag á miðjuspilið. Liverpool er stærri klúbbur og með betri leikmenn en svo að fjarvera Xabi Alonso skipti öllu máli.
Squad-rotation kerfið gerir ráð fyrir að allir leikmenn séu 100% ferskir í hvert sinn sem þeir spila, tilbúnir að sanna sig og deyja fyrir Liverpool FC.
Á það hefur vantað. Þónokkrir leikmenn Liverpool ganga núna um völlinn eins og zombies og virðast lítinn áhuga hafa á því sem er að gerast inná vellinum. Ömuleg staðreynd í ljósi þess að flestir sem skrifa hér myndu vísast gefa aleiguna til að geta í 1 skipti labbað stolltur inná Anfield sem fullgildur leikmaður Liverpool.
Orð Sissoko um að hann óskar sér þess núna að hafa farið til Juve í sumar sýna að ekki sé allt í lagi í herbúðum liðsins. Við erum taplausir í deildinni, enn inni í öllum bikarkeppnum en samt gefast menn bara upp við smá mótlæti. 🙁 Einhverjir slæmir víbrar hljóta að vera í gangi innan liðsins og samkenndin lítil.
Ég held við ættum því að hætta benda á einstaka leikmenn sem einhverja algera bjargvætti eða sökudólga. Fótbolti er liðsíþrótt en ekki einhver CM-leikur. Skiptir engu hversu góða leikmenn þú ert með ef þeir geta ekki unnið saman sem ein heild.
Í stað þess að gagnrýna endalaust er best fyrir okkur að gefa stjórn Liverpool og leikmönnum frið til að leysa úr þessum innanbúðardeilum. Þetta eru atvinnumenn og fullorðnir einstaklingar sem þurfa finna stuðning núna frá aðdéndum liðsins.
Síðan þegar liðið er komið á fullt skrið vinnandi leik eftir leik getum við farið að hrauna yfir menn sem eru ekki að standa sig.
p.s. Ef einhverjir fleiri snillingar ætla að stinga uppá því eins og Stb af fá Jose Mourinho “the special one” til að þjálfa Liverpool látið mig þá vita. Þá mun ég elta ykkur uppí, hýða ykkur alla og sofa hjá mæðrum ykkar. Aðra eins ömurlega þvælu hef ég aldrei heyrt á ævi minni.
Jæja.. þannig fór um sjóferð þá. Ég var svo brjálaður í gær að ég lagði ekki í að kommenta… 🙂
Það sem stendur upp úr hjá mér að okkar menn er hrylllllllilegaaaa leeeeengi að koma sér í sókn. Eins og einhver skrifaði, 20 sendingar vitlausu megin við miðju. og svo loksins þegar lagt er í sóknina tapast botlinn. Það er engu líkara en að allt sjálftraust vanti í menn. Ætli menn séu hræddir við að gera mistök??
Leikurinn á Sunnudaginn er stóra prófið. Sex stiga leikur sem verður að vinnast eða skila sér í jafntefli í versta falli!!!! Annars er þessi leiktíð farin í hundana leyfi ég mér að fullyrða í það minnsta hvað varðar Englandsmeistartitil.
Hvernig væri að setja Gerrard sem framherja?? Og Kuyt á kantinn?
Bara hugmynd. Eitthvað í þessu liði er ekki að ganga upp.
Svo finnst mér pínlegt að hlusta á vin minn Benites eftir tapleiki eins og gegn Besiktas. Það er ekki nóg að stjórna leiknum ef það kemur ekki rassgat út úr því. Og ég kalla það ekki að stjórna leik að hanga á boltanum á eigin vallarhelmingi. Það er ekki að stjórna leik. það er að vera ráðvilltur, hræddur og vita ekki baun í bala hvernig á að vinna saman!!!! En ég held að þetta sé dálítil taktík hjá Meistara vorum. Hann vill síður drulla yfir sína eigin menn (og sjálfan sig) fyrir framan milljónir manns í sjónvarpi. Mjög skiljanlegt. Hinu vil ég eiginlega ekki bara trúa að hann haldi virkilega að Liverpool hafi verið að spila vel!!??????? Ef svo er …hmmmm -þá erum við virkilega í djúpum skít.
Hvað sem gerist á næstu vikum mun ég vera límdur fyrir framan skjáinn og elska og hata liðið mitt til skiptis eins og ég hef gert í áratugi. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir það!!!!!!!!
Koma svo Liverpool á Sunnudaginn…. Vinna Arsenal. Stoppa hraðlestina og fylla stuðningsmenn von að nýju!!!
YNWA
Sælt veri fólkið.
Leikskýrsla gærdagsins? Að mínu mati…..
Augljósir punktar:
Hyypia þarf að fá pásu, Benitez gerði mistök að treysta á kaup Heinze sem klikkuðu. Í dag erum við með ónýta vinstri bakverði í Riise og Aurelio, spurning með Insúa, en nýjan mann vantar okkur þar. Við verðum að fá minnst einn hafsent, spilandi og þá meina ég að við förum að nýta Hobbs. Þrátt fyrir allt rifrildið um Sissoko hlýtur næsta rifrildi að vera um Mascherano, hann sparkar ekki eins oft í innkast eða á andstæðinginn og Sissoko, en hann vinnur líka 75% minna af varnartæklingum en Malímaðurinn og ég allavega vill sjá Sissoko á sunnudaginn til að reyna að beisla Fabregas, það mun Argentínumaðurinn knái ekki gora. Alls ekki vondur leikmaður, en heldur ekki alveg nógu góður. Gerrard er alltaf að sýna mér það meir og meir að til að nýta hans krafta fullkomlega þarf hann að hafa 2 leikmenn að baki sér. Hvort það þýðir að hann fer útá kant, eða að liðið verður fært til í leikkerfi veit ég ekki en síðustu 30 mínúturnar var hann að spila vel. Minni enn á að besta tímabil Gerrard var fyrir 2 árum þegar við spiluðum 4231 lengst af með Hamann og Alonso á miðri miðjunni. T.d. munum við breytinguna í hálfleik þar, þegar Didi kom inn og AC týndi sér í 20 mínútur. Pennant var að reyna og ég er enn viss um að hann nýtist okkur. Babel lítur vel út, en ég vill fara að fá hann í senter. Þá er komið að framherjunum. Voronin og Kuyt eru duglegir drengir vissulega. Hvorugur þeirra er góður að klára. Kuyt virðist því miður vera meiri Kezman en Nistelroy og ég allavega tel kominn tíma á að skoða það hvort hann fær marga meiri sénsa. Voronin er betri linkup leikmaður, en verður aldrei stórskorari. Frekar en Crouch. Ég tel því að við eigum að kveðja Kuyt og Crouch fljótlega og fara að reyna alvarlega við Owen og/eða David Villa.
Ég hins vegar stend enn við það að Evrópubömmer er minni bömmer en deildarbömmer. Meistaradeildin er í síðasta sæti hjá mér í vetur og ég vill deildina nr. 1. Þess vegna verður þessi vika ekki ónýt ef við vinnum á sunnudaginn. Auðvitað er maður ekki búin að telja þau stig í hús, en alls ekki útiloka þau heldur. Ég vona bara að ef að Torres verður ekki með hafi Rafa kjark til að spila 4231 með Gerrard á kantinum öðru megin, Benayoun hinu megin og Babel undir Crouch. Þá verðum við í ágætis málum. Hvað þá ef Torres kemur inn. Hins vegar verður hausverkurinn áfram vinstri bak sem ég vona að Arbeloa spili í og hvað þá hafsentarnir okkar, sem hafa verið slakir að undanförnu. You’ll never walk alone. Munum það.
Tomkins nær nú oft að rífa mig upp úr svona þunglyndislægð. Ég er allavega ekki eins niðurlútur eftir að hafa lesið þetta. Hvort sem þetta er bull eða ekki.
Erum við semsagt líka byrjaðir að afgreiða Mascherano sem slappan leikmann af því að hann spilar illa nokkra leiki í röð?
“…there’s a scorching hot betting market on who’ll be the next Premier League boss to get the chop. Spurs boss Martin Jol remains the 4-6 favourite, but he’s spent two months dodging more friendly fire than a British patrolman in Iraq. So who else is there? Chris Hutchings at Wigan? Bernard Cribbins at Bongo FC? And is it too much of a flight of fancy to throw the sombrero of Rafa ‘three wins in nine’ Benitez into the ring?
Certainly the nation’s ever-generous bookies don’t think so; they’ve cut Benitez’s odds from 33-1 to 14-1 in some places. But while Liverpool fans are starting to doubt their manager’s credentials after their team were humbled by Besiktas in Turkey last night, Reds co-owner George Hicks insists that Benitez is – much like his team this season – going nowhere.”
Þetta er efnilegt.
Þetta er ekki flókið, við sjúgum feitan sköndul þessa dagana og guð má vita hvers vegna. Finnst þetta Paco-tal frekar skrýtið, fæstir hér vissu hver þetta var um daginn, núna er hann heilinn á bakvið allt. Mér finnst annars fyndið eins og einhver skrifar að ofan að Man.Utd og Arsenal eigi bara sínu slæmu kafla eftir á tímabilinu. Þessi kenning með slæmu kaflana er ótrúlegt kjaftæði. Man.Utd í fyrra átti til dæmis engan slikan, og ef þessi lið fara að hiksta eitthvað í vetur, ætli við tökum þá ekki bara annan “slæman kafla” með þeim 🙂
Hins vegar: enn erum við við topp deildarinnar og getum alveg unnið þessi drullulið í meistaradeildinni og komist áfram, en það verður samt eitthvað að breytast sem fyrst.
Í GUÐS BÆNUM KOMIÐ MEÐ NÝJAN ÞRÁÐ. Maður fer að leggjast í þunglyndi ef það á að halda áfram með þetta helv… djö… bölsýniskjaftæði. Þó ég sé svakalega bölsýnn á allt og ekki síst næsta leik þurfa ekki allir að vera það. Elsku bestu reynið að vera bjartsýn og peppa mann upp!!!!!!!!!!!!!!!!!
YNWA