Sunnudags-Pollýanna

PollýannaJæja jæja. Mikið ljómandi skemmtilegt var það að vakna í þynnkunni í morgun og horfa á box bardagann og svo Middlesboro vinna Arsenal.

Ég hef horft á síðustu þrjá leiki Arsenal og ég varð að segja að fyrir utan fyrri hálfleikinn gegn Aston Villa, þá hefur þetta Arsenal lið verið LANGT frá því að vera sannfærandi. Þeir voru heppnir með að vinna Aston Villa, þar sem að Villa menn áttu að ná jafntefli og þeir voru einnig heppnir að tapa ekki gegn Newcastle.

Í dag áttu þeir svo fyllilega skilið að tapa gegn Middlesboro. Allir þessir leikir hafa verið á útivelli.

Því er staðan nú sú að Arsenal hefur tapað fæstum stigum í deildinni, eða 11 (1 tap og 4 jafntefli). Hlutirnir líta því svona út (fjöldi tapaðra stiga)

Arsenal 11
Man Utd 12 (3 jafntefli, 2 töp)
Chelsea 14 (4 jafntefli, tvö töp)
Liverpool 15 (6 jafntefli, 1 tap)
Portsmouth 18 (6 jafntefli, 2 töp)

Semsagt, þrátt fyrir allt þá höfum við aðeins tapað 4 stigum meira en Arsenal og 1 stigi meira en Manchester United. Um næstu helgi spilum við við Man U á Anfield og Arsenal spilar á Emirates við Chelsea. Ef Liverpool vinnur þann leik og Arsenal og Chelsea gera jafntefli þá gæti það litið þannig út að Liverpool væri búnir að tapa næstfærstum stigum í deildinni (2 á eftir Arsenal).

Fyrir einhverjum vikum sagði ég að þetta Arsenal lið myndi ekki þola það að missa Robin van Persie og Cesc Fabregas. Ég virðist ekki hafa haft rétt fyrir mér varðandi van Persie, en það eru allavegana klár tengsl milli þess að Fabregas meiðist og Arsenal byrja að spila illa. Í þessum 2,5 leikjum hafa þeir virkað hugmyndasnauðir og alls ekki hættulegir. Það er ekki einsog Arsenal hafi tapað þessum stigum útaf óheppni. Þeir hafa tapað þessum stigum í vikunni einfaldlega með því að vera lélegra liðið á vellinum.

Ég er á því að lykilatriðið fram að jólum sé að láta Man United ALLS ekki komast langt framúr okkur. Ég hef miklu minni áhyggjur af Chelsea og Arsenal, einfaldlega vegna þess að þessi lið eiga eftir að missa marga leikmenn í Afríkukeppnina. Arsenal gæti verið að missa úr sínu byrjunarliði Eboue, Toure og Adebayour á meðan að Chelsea missa úr sínu byrjunarliði Essien og Drogba (þeirra tveir bestu leikmenn). Man U missa hins vegar engann og Liverpool missir eingöngu Momo Sissoko, sem margir munu ekki gráta (það leiðréttir mig einhver ef þetta er vitlaust hjá mér – nenni ekki að fletta upp hvaða lönd eru í Afríkukeppninni).

Það er því alveg ljóst að Arsenal og Chelsea munu verða verulega veik á meðan að Afríkeppninni stendur (hún er frá 20.jan-20.febrúar og mennirnir verða að vera komnir til landsliðanna 2 vikum fyrir keppnina). Ef við vinnum Manchester United um næstu helgi, þá komumst við framúr þeim miðað við fjölda tapaðra stiga og það er að mínu mati það mikilvægasta fyrir framhaldið. Vissulega var tapið gegn Reading í gær verulega leiðinlegt, en ég held að það megi að hluta til skrifa það á þá staðreynd að menn eru einsog við aðdáendurnir spenntir fyrir gríðarlega stóra viku. Ef að næstu tveir leikir vinnast, þá lítur þetta tímabil alveg einstaklega vel út.

48 Comments

  1. Heyr heyr! Flottur pistill Einar og frábær Pollýanna 🙂 Á þessum tímapunkti lítur þetta ekkert illa út hjá okkur, og eins og þú segir, EF næstu tveir leikir vinnast … þá erum við að tala um alveg hörkuflott tímabil!

  2. Alltaf er smá ljós í myrkrinu má nú seigja akurat þessa stundina..Leiðinlegt bara að við hefðum ekki nýtt okkur þetta,en allavega þarf maður ekki að upplifa endalaus skot frá arsenal mönnum að þeir væru eina taplausa liðið í deildinni,var farinn að búa mig vel undir þær árásir frá hálfu arsenal manna og það var það versta sem mér fannst við þetta tap að þurfa að hlusta á þessa arsenal menn monta sig á því,
    það var alveg vitað mál að við myndum væntanlega tapa einhverntímann á tímabilinu og núna er það yfirstaðir og það án þess að þurfa að hlusta á arsenal mennina monta sig…
    Veit það allavega fyrir víst að leikmennirnir eru hundsvekktir eftir þetta ta p í gær og þeir hafa alla þá reynslu og getu til þess að rífa sig upp með stæl…….Og svo er bara svo stutt í næsta must win leik hjá okkur að maður hefur valla tíma til þess að svekkja sig á þessu tapi,maður veit að þetta var bara smá bakslag og frakkarnir munu þurfa að gjalda fyrir þetta bakslag hjá Liverpool á þriðjudaginn

  3. Ef ég man rétt þá komst Tógó ekki áfram í Afríkukeppninni og því mun Adebayor ekki vera fjarverandi.

  4. Menn gleyma því fljótt því að Hleb hefur líka verið fyrir utan liðið, sem er að mínu mati ekki síðri ástæða fyrir dapri spilamennsku. Þannig að fjarvist þeirra beggja boðar ekki gott fyrir Arsenal.

    Annars spilar Adebayor/Togo ekki í Afríkukeppninni (ef mig misminnir ekki) og Drogba líklega ekki heldur v/meiðsla hvort sem er.

    Það má heldur ekki gleymast að það er ekki allt með felldu hjá Liverpool F.C. Önnur lið með sínum slöku leikjum leysa einfaldlega ekki þessi vandamál Liverpool liðsins. En næsti sunnudagur verður “eitthvað”.

  5. smá leiðrétting bara, þú skrifar að liverpool hafi tapað 13 stigum, 6 jafntefli og 1 tap, er það ekki 15? 🙂 Samt skrifaru að Liverpool hafi tapað 4 stigum meira en Arsenal sem er rétt þannig þetta er líklegast bara prentvilla. Ætlaði bara leiðrétta.

  6. Ég er sammála þér með Arsenal liðið en ég held að það sé ekki eingöngu að það vanti Fabregas því Hleb er einnig meiddur og þeir tveir eru heilinn í sóknarleik liðsins.

  7. Persónulega vill ég ekki hugsa þannig að ef að önnur lið verði veikari þá eigum við séns…við stöndum og föllum á okkar spili og eina sem að við getum gert er að treista á okkar menn.

    Við sínum ekkert almennilega þegar að önnur lið missa menn, því þá hafa stuðningsmennirnir alltaf afsökun, um að það vantaði þennan, það vantaði þennan….vinna þetta með engri hjálp og þá erum við góðir (Y).

    En auðvitað er þetta ljós punktur að þessi helstu lið sem við erum í baráttu við missi sterka menn, en við skulum samt hafa í huga að hver og einn maður í hverju liði hafa alltaf einhvern til að koma í staðinn fyrir hann.’

    Þetta verður erfiður róður, en ég hef trúa á okkar Captain, Steven Gerrard að rífa okkur upp!! Gerrard er á skriði og vill ég sjá sömu baráttu og maður sá fyrir tveimur tímabilum, þar sem að hann var alstaðar á vellinum!!

    Liverpool í blíðu og stríðu!

  8. Aaaaaaa…. hvað ég elska sunnudags Pollýönnu….. 🙂
    (og að Arsenal skyldi tapa… 🙂 🙂 )
    Hafðu þakkir Krisján Atli.

  9. Rofl… (Rolling on the flour lauging) Fyrirgefðu Einar Örn..
    Þú átt pistilinn að ofan…. 🙂 Las bara og sá hendi KAR all over!!

    Svo…. Hafðu þakkir Einar Örn!

  10. Gaman að þú skyldir hafa náð að skanna inn fermingarmyndina hans KAR 🙂

  11. Sælir félagar.
    Nú er maður búinn að jafna sig nokkurnveginn eftir spælinguna í gær. Djúpur unaður að sjá Arsenal tapa í dag. WH vann Blackburn og sýndu þar að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.
    Veit einhver hvenær sá leikur verður leikinn. Takk fyrir pistilinn Einar hann er vel til þess fallinn að lyfta manni upp úr þunglyndi gærdagsins
    ásamt tapi Arsenal. Mér sýnist að MU verði það lið sem mun verða erfiðasti andstæðingur þeirra liða sem keppa að tiltlinum í ár. Vonandi verður maður á sigurleik á Anfield um næstu helgi. Mér finnst það mikilvægari leikur svona sálrænt séð en leikurinn við frakkana á þriðjudaginn þó við eigum að vinna þann leik nokkuð öruggt.
    Það er nú þannig.

    YNWA

  12. Jæja Sigtryggur, það væri það nú að við myndum nú loksins hittast í persónu eftir allt orðagjálfur okkar í gegnum tíðina 🙂

    Hvað segir þú um The Park fyrir leik?

  13. Sæll SSteinn.
    Ég reikna með að mæta á Parkinn fyrir leik og er búinn að mæla mér mót við fleiri þar. Já það verður auðvitað gaman að hittast í holdinu því ekki hefur alltaf verið logn hjá okkur í andanum. Það er nú þannig 🙂 Sjáumst.

    YNWA

  14. Úff, yndislegt að sjá Boro af öllum liðum taka Arsenal. Snilld. Þetta Arsenal lið er sprungið held ég, a.m.k. meðan Hleb og Fabregas eru ekki með. Hleb finnst mér alveg stórkostlegur fótboltamaður.

    En við, hörðustu stuðningsmenn Liverpool FC, sigursælasta liðs Bretlandseyja, eigum ekki að hugsa þannig. Þó þetta sé vissulega gott að fjendurnir séu að veikjast og misstíga sig. Við erum sjálfum okkur verstir(Gott dæmi í gær) Þrjú stig í gær hefðu talið jafn mikið og þrjú á móti Utd, og svo þrjú þar aftur hefði verið frábært. Þrjú stig á sunnudaginn gilda þó mun meira sálfræðilega og andlega séð :).

    Áfram Liverpool – engan aumingjaskap, vinna þessa deild þó að hin liðin séu með alla sína menn og rúmlega það!

  15. “Áfram Liverpool – engan aumingjaskap, vinna þessa deild þó að hin liðin séu með alla sína menn og rúmlega það!”

    Andri Fannar. Kommon!

    Chelsea:
    Injured
    Ballack
    Malouda
    Drogba
    Cech
    Ferreira
    Carvalho

    Suspended
    Essien

    Bara svona létt dæmi. Fabregas, Van Persie, Diaby og Hleb og Flamini voru meiddir gegn Middlesboro. Það hefur heldur ekkert verið skortur á þessu hjá ManU heldur, man eftir einum leik í haust þar sem Teves var eini heili framherjinn. Meiðsli eru hluti af þessu.

  16. Maggi, ég skildi þetta hjá Andra einsog hann væri að meina að við ættum að vinna deildina óháð því hvort að hin liðin væru með alla mennina heila. Held að í þessu hafi ekki falist nein yfirlýsing yfir því að hin liðin hefðu sloppið við öll meiðsli.

  17. Maggi, ég meinti þetta þannig að við og leikmenn ættum ekki að hugsa að við “getum” ekki unnið hana nema hinum liðunum vanti mann. Það ætti ekki að skipta okkur máli hvort hin liðin væru tólf inni á eða vantaði sjö lykilmenn vegna meiðsla, við ættum að hugsa að við gætum unnið. Við erum Liverpool!

  18. Það sem Andri Fannar seigir er akurat málið,hætta þessu rugli um hvað arsenal eða united eða hvaða lið sem er,er að gera..Hugsa bara um okkar lið og taka bara 1 leik í einu og tala svo saman í Maí og þá geta menn kvartað eða fagnað að vild….Þessi eilífðar samanburður við united aðalega er gjörsamlega að gera menn vitlausa….Notum bara the Liverpool way allt annað er vitleysa

  19. Einar! Takk fyrir en ég sé ekki betur en þarna séu bara leikirnir samkvæmt áætlun. Amk. fann ég ekki út úr því samkvæmt töflunni. Það er nú þannig 🙂

  20. Já, það var pointið hjá mér Sigtryggur – það er ekki búið að setja leikinn á neina dagsetningu. Ef það væri búið, þá myndi það birtast á þessari síðu.

    Og Kristján Atli, mér finnst þessi mynd af þér bara fín. Annars hefði ég auðvitað ekk sett hana inn.

  21. Sæll Einar. Þetta mun vera það sem kallað er leiðsagnar/uppgötvunarnám og þykir góð pólitik í skólastarfi. Ég þakka upplýsingarnar og leisögnina. 😉 Það er nú þannig
    Kv. Sigtryggur

  22. “Hugsa bara um okkar lið og taka bara 1 leik í einu og tala svo saman í Maí og þá geta menn kvartað eða fagnað að vild”.
    Má ég þá ekki commenta hérna fyrr en í maí? 🙂

  23. Ertu ekki að tala um “Portsmouth-bikarinn” þarna í Afríku? Ég furða mig hreinlega á því hvernig Pompey nær liði þegar þessi illa tímasetta keppni hefst.

  24. Eikifr, þessi keppni er ekki illa tímasett. Hún er einfaldlega aðlöguð að afrískum veruleika, sem gerir það að verkum að ekki er hægt að spila að okkar sumartíma vegna veðuraðstæðna í flestum Afríkuríkjum.

    Heimurinn snýst ekki í kringum Evrópu. 🙂

  25. Með sigri á United þá verða okkar menn til alls líklegir og vonandi að menn séu ekki að missa dampinn og fara að klúðra þessu eitthvað niður.

    Vinnum Marseille á þriðjudag og tökum svo þetta United lið um helgina.

  26. Það er alveg satt heimurinn snýst ekki um Evrópu hann snýst um þetta þrennt Liverpool, Ísland og MIG!! 😀

  27. Bara smá vangaveltur, ég hef verið að velta fyrir mér svona mýtum sem fara af stað eins og heilagur sannleikur en eru kannski skrýtnar við nánari skoðun:

    1) “Bring Pako back” – Liverpool gekk illa í nokkrum leikjum í haust og þá voru allir að biðja um aðstoðarþjálfara tilbaka sem hafði hjálpað liði til ósigurs í fjórða hverjum leik í fyrra. Hvað er það?

    2) “Það tók Sir Alex sex ár að byggja upp meistaralið” – Já, það er satt og gefur til kynna að meistaralið eru byggð upp á löngum tíma með mikilli seiglu. En hvað tók Arsene Wenger langan tíma að vinna tvennu með Arsenal? Eða Mourinho að vinna allt á smá tíma með Chelsea (og þar sem menn fara alltaf að tala um peningana sem hann hafði … eins og peningar stjórni fótboltaliði þá var hann ekki lengi að vinna allt með Porto) Og ef menn halda að ég sé að bauna á Benitez, þá var hann ekki lengi að vinna allt með Valencia. En er lykillinn að velgengni virkilega að gefa þjálfara sex ár…snýst þetta ekki um góða leikmenn og hæfa stjórnendur sem ná vel saman?

    3) “Sissoko er frábær stoppari” – OK, getur vel verið en er hann ekki að spila stöðuna sína kolvitlaust? Ég hef margoft bent á að hann ætti að spila eins og Makelele, aftarlega, vinna boltann og skila stutt en hann spilar eins og Johan Cruyff…framarlega, rétt aftan við strikerana og reynir fullt af erfiðum hlutum. Þannig að spurningin er, ef hann hefur svona mikla hæfileika í einum hlut, af hverju er hann ekki að nýta hann rétt og það sem meira er, af hverju er þjálfarinn ekki að nýta hann samkvæmt hæfileikum sínum.

    Veit að þetta átti kannski ekki við þráðinn en þetta er bara svona sunnudagshugvekja hérna í aðventunni þar sem mann dreymir um rauð jól.

  28. Daði, þetta eru góðar hugleiðingar hjá þér og ég tek undir þetta allt. Langar samt að útskýra aðeins afstöðu mína í þriðja liðnum.

    Málið er að Sissoko er frábær stoppari. Ef það er einhver jafn góður og hann í að elta boltann uppi á miðsvæðinu og vinna hann af andstæðingum veit ég ekki um þann leikmann. Hann er meira að segja betri en Mascherano í þessu.

    Á fyrsta tímabili sínu með Liverpool spilaði hann sem svona blóðhundur. Hann var oft við hlið Alonso, og svo með Gerrard nálægt sem innligjandi hægri kantmaður, og hann sá um að vinna boltann og láta svo Alonso og Gerrard hafa hann. Þetta gerði hann alltaf frábærlega, allt fram að augnmeiðslunum sem hann hlaut gegn Benfica. Eftir það átti hann smá erfitt með að koma til baka en barðist þó aftur til fullrar getu.

    Tímabilið í fyrra hófst á svipuðum nótum. Hann spilaði við hlið Zenden gegn Chelsea í Samfélagsskildinum og fór eins og frægt er orðið mjög, MJÖG illa með Michael Ballack í þeim leik. Framan af því tímabili var hann líka frábær, en fyrir svona ári síðan efaðist nánast enginn um að þessi strákur ætti sér bjarta framtíð hjá Liverpool.

    Svo á vormánuðum síðasta tímabils gerðist eiginlega þrennt sem bæði stuðlaði að hálfgerðu stjörnuhrapi hjá Sissoko sem okkar efnilegasta miðjumanns.

    Í fyrsta lagi, þá kom Mascherano inn í liðið og þótt hann væri í besta falli jafn góður og (jafnvel ögn lakari en) Sissoko í að vinna bolta úti á velli sáu menn fljótlega að Mascherano verndar vörnina betur í því að stíga inn í sendingar andstæðinganna auk þess sem Mascherano er með talsvert betri sendingargetu.

    Í öðru lagi, þá gerðist eitthvað hjá Momo sjálfum og hann lenti í sinni fyrstu spilakrísu. Við höfum séð alla leikmenn Liverpool lenda í spilakrísu, það var t.d. frægt hér um árið þegar Houllier setti Gerrard á bekkinn og gagnrýndi hann opinberlega. Góðir leikmenn ná sér af slíkum krísum, eins og Gerrard gerði sem var orðinn fyrirliði liðsins ári eftir að hann var settur á bekkinn og hefur verið nánast ómissandi síðan. Momo hefur hins vegar í raun ekki enn endurheimt það sjálfstraust sem hann missti í vor þegar hann átti hvern slaka leikinn á fætur öðrum. Nokkrir slæmir leikir í röð, eða slæmt leikjatímabil, gera menn ekki að vanhæfum leikmönnum í rauðu treyjuna en ef menn geta ekki hrist það af sér til lengri tíma fara stærri viðvörunarljós að blikka.

    Í þriðja lagi, og það sem ég skil eiginlega ekkert í, gerðist það þegar leið á síðasta tímabil að Rafa fór að nota Sissoko framar á vellinum. Ég man eftir að við Liverpool-bloggararnir – ég, Einar Örn og Hjalti – stóðum á Anfield í marsbyrjun og horfðum á Sissoko spila sem fremsta miðjumann gegn Man Utd í deildarleik, fyrir framan bæði Alonso og Gerrard á vellinum, og gefa hverja sendinguna á fætur annarri beint á United-menn. Við vorum svo gáttaðir á því hvers vegna í ósköpunum Rafa virtist skipa honum að spila fremst – ef hann hefði verið þarna í leyfisleysi hefði Rafa skipt honum útaf, nota bene. En þetta fór að sjást æ oftar og við sáum þetta enn einu sinni á laugardag gegn Reading. Þar spilaði Momo upp við teig andstæðinganna, eins og leikstjórnandi, á meðan Gerrard flökti meðfram hliðarlínunum í kringum hann og Mascherano hélt sig við miðlínuna.

    Það er í raun tvennt sem þarf að gerast í náinni framtíð ef Momo Sissoko á að eiga sér framtíð hjá Liverpool.

    Í fyrsta lagi, þá þarf Rafa að gera upp við sig til hvers hann ætlast eiginlega af Momo. Ef hann ætlar Momo að vera okkar Lampard eða Scholes, týpan sem liggur fremst á demanta-miðju, rétt fyrir utan teig andstæðinganna, og sópar allt laust upp á því svæði og annað hvort ógnar með skotum eða spilar samherja sína uppi, þá getur hann alveg eins selt Sissoko strax því hann verður aldrei sá leikmaður. Hann hefur ekki sendingargetuna í það.

    Í öðru lagi, þá þarf Momo að hrista þetta óöryggi af sér og fara að minna okkur á það hvað hann getur gert. Við munum öll eftir manninum sem grætti alla bestu sendingarmenn Evrópu á Nou Camp í Meistaradeildinni í febrúar síðastliðnum, manninum sem afhjúpaði kerlingarskapinn í Michael Ballack, manninum sem var valinn maður leiksins á þessari bloggsíðu í svona tíu af fyrstu fimmtán leikjum tímabilsins 2005/06. En sá maður hefur verið allt of lengi fjarverandi og þarf að koma aftur sem fyrst ef ekki á illa að fara fyrir Sissko.

    Að mínu mati mun Momo þó aldrei geta hrist almennilega af sér slenið fyrr en Rafa sér að sér og hættir að biðja hann um hluti sem eru honum einfaldlega um megn. Það er að mínu mati ósanngjarnt að garga á Momo fyrir að geta ekki sent boltann eins og Alonso eða Lucas, rétt eins og ég gæti vart reiðst Jamie Carragher fyrir að vera hálf stirðbusalegur sem vinstri kantmaður, eða pirrast út í Jermaine Pennant fyrir að kunna ekki að spila sem miðvörður. Rafa þarf að hætta að ýta Momo framar á völlinn en Alonso/Lucas og Gerrard spila og fara þess í stað að láta hann deila varnarálagi miðjunnar með Mascherano. Þangað til það gerist þurfum við hins vegar að þola frammistöður eins og í gær hjá Momo, þar sem annar hver bolti sem hann vann af andstæðingunum endaði beint aftur hjá Reading-liðinu.

    Momo lék illa í gær að mínu mati. Mjög illa. Það var ekki vegna skorts á dugnaði eða áreynslu, og í raun var það varla honum að kenna, þar sem hann var einfaldlega beðinn um að gera hluti sem hann bara getur ekki gert af þeirri getu sem Liverpool FC þarfnast.

    Með öðrum orðum, þá er Momo ekki að spila sína stöðu vitlaust eins og þú segir Daði. Rafa er að stilla honum vitlaust upp. Ef Rafa væri að biðja hann um að vera varnartengiliður og hann væri svo leik eftir leik alltaf fremsti miðjumaður myndi Rafa einfaldlega hætta að velja hann í liðið og selja hann vegna þess að hann kann ekki að fylgja fyrirmælum. Það er hins vegar ekki raunin; Rafa velur Momo áfram í liðið, og Momo er alltaf fremsti miðjumaður. Þess vegna er þetta ekki vegna þess að Momo spilar vitlaust, heldur af því að Rafa notar hann vitlaust.

  29. Sammála þér með Sissoko Kristján Atli…. Didi Hamann hefði verið betri en Momo sem fremsti/fremri miðjumaður en samt var hann í því sem hann er langbestur í ….varnartengiliður.

    Af hverju Rafa sér það ekki….. er óskiljanlegt. Af hverju í ósköpunum er ekki Rafa að búa til besta varnartengilið í heimi??? Kenna stráknum að vera þessi sópari milli miðju og varnar .. og nota bene skila boltanum stutt frá sér eftir að hafa hirt hann af andstæðing.

    Momo Sissoko verður aldrei næsti Patrick Viera… bara ekki. En ég held að Rafa sé ennþá með þá flugu í höfðinu að hann geti orðið það.

    Ég held að ef Sissoko fengi dagskipun um að vera aftarlega og láta öðrum eftir sóknaruppbygginguna (playmaking/playmaker) þá myndi sjálftraustið fara að skína af strák og hann gæti orðið þessi miðjutýpa sem getur unnið leiki og snúið leikjum við þegar illa gengur að halda aftur af andstæðingunum.

    Ég held því til dæmis fram, að innkoma Didi Hamanns í úrslitaleiknum í Istanpul hafi verið einn stærsti vendipunkturinn. Þegar hann kom inn á gátu Gerrard og Alonso slakað meir á. Það var kominn maður sem hægt var að treysta fyrir varnarhlutverkinu á miðjunni.

    Kannski hefur Rafa rétt fyrir sér??!! Það hefur nú gerst áður. Kannski sér hann eitthvað á æfingum sem við sjáum ekki. Kannski smellur þetta allt í einu hjá strák og hann verður þessi hugmyndamaskína og sendingartæknitröll á miðjunni sem við öll vonum svo innilega að hann geti orðið!! Kannski… Kannski. En ég er eiginlega ekki til í að tapa mörgum stigum í viðbót til að komast að því. Í það minnsta ekki þessa leiktíð!!!

    YNWA

  30. Kristján Atli, er Rafa að nota hann vitlaust?
    Gefum okkur það að Rafa hafi úr tveimur miðjumönnum að spila. Báðir eru fínir stopparar, annar kemur boltanum alltaf frá sér vandræðalaust en hinn ekki. Myndi hann þá ekki setja þann sem er verri í að senda boltann fyrir framan, og láta hann pressa hátt uppi, en betri sendingamanninn fyrir aftan til þess að dreifa boltanum, þ.e.a.s láta hann vera varnartengilið. Ég myndi halda að það væri betra að tapa boltanum á vallarhelmingi andstæðingana heldur en fyrir framan vítateiginn á eiginn vallarhelmingi. Og ég myndi ekki vilja hafa mann í stöðu varnartengiliðs sem getur ekki sent boltann nema stöku sinnum. En svo ég verji Sissoko aðeins þá held ég að það sé mun erfiðara að koma boltanum frá sér þegar þú ert að vinna boltann á vallarhelmingi andstæðingana heldur en sem varnartengiliður. Því sem slíkur að þá færðu oft meiri frið til að láta boltann ganga, þ.e. sem varnartengiliður. Og því er það spurning hvort að sendingagetann hjá Sissoko myndi skána ef hann myndi spila aftarlega á vellinum sem hann er klárlega ekki að gera. En það er rétt Kristján að hann er ekki að spila þessa stöðu af þeirri getu eins og liverpool þarf. Gerrard getur það og ég er handviss um að Lucas getur það en því miður að þá virðist rafa ætla að nota Lucas sem varnartengilið. Pælinginn hjá Rafa á móti Reading hefur sennilega verið sú að pressa hátt og láta Sissoko djöflast framarlega því hann er sterkur og reading spilar fast. Það bara gekk ekki upp. En Og eitt að lokum, fyrst ég er farin að þenja mig, þá finnst mér fyndið hvað menn plammera á sömu leikmennina eins og af gömlum vana og láta “hetjurnar” alveg í friði . Í leiknum á móti Reading að þá átti Carra, að mínum mati, tvö af þessum þremur mörkum, reyndar hjálpaði dómarinn við annað þeirra, en engu að síður þá var brotið klaufalegt. Og flestir vilja meina að hann hafi bara átt ágætan leik. En ráðast síðan á Rise sem hleypti ekki einum manni fram hjá sér allan leikinn. Jú hann átti tvær þrjár sendingar sem komust ekki fyrir markið, en hann er líka bakvörður og sem slíkur hefði ég haldið að atriði númer eitt, tvö og þrjú væri að sjá um varnarleikinn númer fjögur væri svo sókninn. Gerrard, Carra, Reina og allar hinar hetjurnar eru ekki yfir gagnrýni hafðar og mér finnst þessar árásir á Sissoko og Rise oft á tíðum ósangjarnar.

  31. Sissoko er akkurat það sem sagt er hér að ofan, frábær stoppari…

    Það er þegar ábyrgð hans fyrir utan það , eins og að bera upp boltann, verður meiri sem gallar hans koma svona greinilega í ljós. Hann er engin og ég held að ég geti fullyrt um það að hann verður aldrei neinn playmaker. Hann kemur einfaldlega langbest út þegar hann spilar sem djúpur miðjumaður, ekki í Alonso , Gerrard …. eða já Lucas hlutverkinu. Og hefði ég viljað sjá Lucas með Mascherano eða Sissoko á miðjunni á laugardaginn var

  32. Baldvin #38 ég held að það sé ekki verið að leggja Riise og Sissoko endilega í einelti vegna þess að menn hati þá persónulega, það er vegna þess að þeir eru svo andskoti lélegir.

    Það þarf ekki að segja mikið meira um Sissoko, það er algjört krabbamein að hafa hann á miðjunni enda stoppar hann jafnmargar sóknir Liverpool eins og andstæðingana, jafnvel fleiri hjá okkur. Ég er á því að við höfum ekkert við hann að gera, hann er og líklega verður alveg bless framávið og við eigum betri leikmenn sem geta spilað aftarlega, þar sem ég held að Sissoko eigi að spila. En ég verð stundum svo pirraður þegar hann er inná að ég vil frekar hafa 10 inná heldur en 11 með honum. Megi Malí vegna sem allra best í Afríkukeoppninni, ég mun klárlega halda með þeim í ár. Síðan væri fínt í lok janúar ef við myndum biðja Everton afsökunar á því að hafa stolið honum frá þeim og leyfa þeim að fá hann á sama pening og þeir ætluðu upphaflega að kaupa hann á 😉

    Varðandio Riise þá er ég nú alls ekki eins neikvæður gagnvart honum, hann hefur skilað sínu í gegnum árin en virðist hafa staðnað mikið sem leikmaður.

    • En ráðast síðan á Rise sem hleypti ekki einum manni fram hjá sér allan leikinn. Jú hann átti tvær þrjár sendingar sem komust ekki fyrir markið, en hann er líka bakvörður og sem slíkur hefði ég haldið að atriði númer eitt, tvö og þrjú væri að sjá um varnarleikinn númer fjögur væri svo sókninn.

    Riise leit nú hreint alls ekki vel út í síðasta (minnir mig) marki Reading þar sem maður með bolta stingur hann gjörsamlega af. Eins má bakvörður alveg geta sótt og varist, Riise er sæmilegur í báðum tilvikum (sókn og vörn) en góður í hvorugu.

    • Sleppi því að fjasa um Kuyt sem er partur af þrenningunni sem fer í taugarnar á mér að sjá í byrjunarliði Liverpool.
  33. 36 Kristján Atli –

    Þetta gæti ekki verið betur orðað hjá þér, hann hefur einfaldlega ekki sendingargetuna, tæknina, skotin né hugsunina í að spila svona framarlega. Hann er hins vegar frábær stoppari.

    38 Baldvin –

    Ef hann er að nota hann rétt þarna, þá á hann ekki að hafa Mascherano og Sissoko báða inn á. Þeir eru nánast copy/paste af leikmanni. Það verður að vera jafnvægi í þessu, Lucas hefði klárlega átt að spila með öðrum hvorum þeirra.

    Þú talar um að þessar hetjur séu ekki yfir gagnrýni hafðar og t.d. Riise, tvö I 😉 , fái alltaf skellinn, það er einfaldlega vegna þess að þessar hetjur spila ekki heilt tímabil svona dapurlega. Hetjurnar rífa sig upp og sýna karakter, það er Riise ekki búinn að gera.

  34. Þó að Carragher hafi ekki spilað vel á móti Reading þá er maður auðvitað ekkert að taka hann af lífi þar sem að hann spilar í flestum tilfellum vel. Það gera Sissoko og Riise ekki, amk ekki í vetur. Það má gagnrýna Carra fyrir slakan leik og mistök en það eru bara hluti af því að spila á þessu leveli sem Liverpool á að spila á. Að spila illa leik eftir leik er alls ekki hluti af því að spila á þessu sama leveli. Það er mín skoðun að minnsta kosti. Það hvort að aðrir eigi ekki líka skilið gagnrýni eins og t.d. Rafa, Carra eða Gerrard er bara allt annað mál.

    Ég held að við séum bara búnir að ná því út úr Riise sem við getum, hann hefur staðið sig vel undanfarin ár en ég tel þetta komið gott. Sjáið bara hvernig flæðið breytist þegar Aurelio eða Arbeloa spila þarna.

    Er það tilviljun að Sissoko stendur sig best í þeim leikjum sem við erum ekki endilega favorites? Chelsea-leikurinn, Barca í fyrra og fleira. Það eru ekki mörg lið sem við teljumst sem underdogs gegn og því sé ég ekki mikil not fyrir grey Momo. Ég vil sækja, sækja og sækja gegn 90% af þeim liðum sem við spilum gegn og þá nýtist hann ekki. Ég tel því að Sissoko eigi ekki erindi í byrjunarlið Liverpool.

  35. Var að heyra á stöð 2 í hádeginu að standi til að reka Benitez ef Liverpool dettur úr CL og ráða Jurgen Klinsmann en hann á víst að eiga í góðu sambandi við stjórnarformennina enda búsettur í USA.
    Gúrkutíð dauðans þarna úti 😀

  36. Vá maður fær alveg sprengidrullu bar við að heira þessar HELV´….. GÚRKU FRÉTTI

    AVANTI LIVERPOOL OG RAFA

  37. Alveg frá því Sissoko kom fyrst til Liverpool hefur verið sagt um hann að þetta sé frábær leikmaður..en mætti bara laga sendingarnar aðeins, þvílíkur tæklari..en mætti bara laga sendingarnar aðeins, eitt mesta efni sem sést hefur lengi..en mætti bara laga sendingarnar aðeins. Alltaf þetta “en”.

    Hann var hinsvegar frábær í þessu stoppara-hlutverki til að byrja með svo að ég held að flestir hafi verið tilbúnir að gefa honum smá tíma til að læra að senda auðvelda bolta á næsta mann.

    Nú eru komin tvö ár og hann er ekki enn búinn að læra að senda boltann. Hann er ekki lengur 19 ára, hann er að verða 23ja ára í janúar. Bróðir minn er tíu árum yngri en hann og sendir 10 sinnum betri sendingar. Þetta er eitthvað sem maður lærir áður en maður verður 13 ára, ekki 23ja ára.

    Byrjunarlið Liverpool FC er ekki staðurinn þar sem menn eiga að læra að senda boltann. Klúbburinn hefur ekki tíma eða efni á því.

    Svo er oft sagt að bestu leikmennirnir séu þeir sem láti meðspilara sína líta enn betur út. En það er nefnilega þannig að verstu leikmennirnir eru þeir sem láta meðspilarana líta verr út. Það tekst Sissoko.

    Ég hefði viljað að hann næði að læra að senda boltann á þessum 2 árum en það hefur bara alls ekki gerst. Því miður. Nú má hann fara.

  38. “Riise leit nú hreint alls ekki vel út í síðasta (minnir mig) marki Reading þar sem maður með bolta stingur hann gjörsamlega af.”

    Þú tókst eftir því en fór það framhjá þér að það var carra sem sýndi arfaslaka vörn sem varð þess valdandi að maðurinn komst einn inn fyrir og Riise varð að taka þennan sorglega “sprett”.
    Það er bara staðreynd að Riise hefur ekki meiri hraða en þetta og það er ekki hægt, að mínu mati, að gagnrýna hann fyrir það. Það er aftur á móti í lagi að gagnrýna það þegar hann er að missa menn framhjá sér, sem hann hefur ekki gert mikið af í vetur að mínu mati. Hitt er svo annað mál að framistaðan hjá honum fram á við er lala, en þá kemur að staðreynd tvö og hún er sú að hann er einfættur bakvörður, ekki kantmaður sem er jafnvígur á báðar fætur. Mér finnst að þegar menn er að gagnrýna hann þá þurfi þeir að taka þetta inn. Það er ekki hægt að ætlast til að geta farið í jeppaferð á Yaris. Og að því sögðu þá get ég alveg verið sammála þessu.

    “Ég held að við séum bara búnir að ná því út úr Riise sem við getum, hann hefur staðið sig vel undanfarin ár”.

    “Ef hann er að nota hann rétt þarna, þá á hann ekki að hafa Mascherano og Sissoko báða inn á. Þeir eru nánast copy/paste af leikmanni. Það verður að vera jafnvægi í þessu, Lucas hefði klárlega átt að spila með öðrum hvorum þeirra.”
    Ég er alveg sammála því að Lucas hefði átt að vera þarna. Það sem ég var einfaldlega að benda á er að fyrst það er verið að nota Sissoko þá á ekki að nota hann sem varnartengilið/leikstjórnanda því hann hefur takmarkaða sendingargetu.

    • Það er ekki hægt að ætlast til að geta farið í jeppaferð á Yaris

    Fyrir það fyrsta þá held ég að á vissan hátt þá gæti það verið ansi fróðlegt að fara í jeppaferð á Yaris 😉
    En annars þá er það líklega málið, ég vil ekki hafa Yaris í bakverðinum hjá Liverpool, hann er einfættur MJÖG, ekkert sérstaklega hraður sem háir honum því bæði í sókn og vörn og sendingargeta hans er slík að maður gæti trúað að hann sé frá Noregi. Alls ekki alslæmur en alls ekki nógu góður heldur.

    Þó menn eins og Carra geri auðvitað líka sín mistök þá eru þau alls ekki eins algeng og því er maður ekki að einblína of mikið á þau.

  39. Ein hugmynd: Á leikdögum (sérstaklega eins og þessum) þá á You’ll Never Walk Alone að vera undir, með þeim möguleika á að ýta á pause fyrir þá sem eru þegar að spila lagið í græjunum.

Reading – Liverpool 3-1

Marseille á morgun