Mér finnst nú hálf sárt að lesa það að, þeir ætli að breyta hönnuninni á leikvanginum frá því sem kynnt var. Mér fannst sú hönnun alveg frábær en það verður þó að segjast að sú hönnun leit virkilega dýr út og það sem maður vill síst, er að gera klúbbinn gjaldþrota. Þótt að kanarnir eigi fullt af peningum þá verður að reka klúbbinn svo að hann skili hagnaði. En núna er aftur búið að setja mann í sætið þar sem maður bíður eftir nýjum teikningum.
Fyrir mér er það mikilvægast að þetta sé stór völlur (70.000 +) áhorfendur þar sem áhersla er á að stemming myndist. Mér er nokkuð sama um það hvernig hann lítur út að utan aðallega vegna þess að það skiptir í raun ekki nokkru einasta máli og líka vegna þess að ég trúi nú ekki öðru en að þetta verði mjög flott mannvirki þó það verði ekki alveg eins og lagt var upp með í upphafi. Liverpool þarf að fara fá 70.000 manns á leik í stað 45.000 sem ALLRA FYRST.
En gott fyrir stuðningsmenn, Rafa og þá aðallega eigendurna að þeir sýni Rafa stuðning aftur, svona sirkus eins og er búinn að vera sl. mánuði er óþolandi.
Nema það að við fáum ekki flotta völlinn sem var búið að lofa.
Áttu þessir menn ekki að tryggja það að það yrði ekkert vesen með völlinn? Nú þarf að teikna nýjan völl eftir allt hype-ið sem var í kringum nýja völlinn með flottu Kop-stúkunni.
Parry sagði einhversstaðar að það verði byggt völl sem hefur Kop-stúku “form” þannig að sama hvernig lokaútkoman á vellinum verður þá verður alltaf Kop stúka með sama sniði og er á Anfield.
Jæja, kallinn búinn að tjá sig (þ.e.a.s. Gillett). Var að lenda í nótt eftir ævintýralega ferð og mun væntanlega koma með pistil inn á síðuna við tækifæri.
Gaman að segja frá því að ég var á sama hóteli og þeir Hicks og Gillett og átti gott samtal við þá báða, og fékk ýmislegt upp úr þeim 🙂
Báðir voru þeir virkilega viðkunnanlegir og það er gríðarlegur passion í George, en meira um það síðar.
Ég bíð mjög spenntur eftir þessum pistli, SSteinn. 🙂
Glæsilegt val á hóteli SSteinn!
Hlakka til að heyra pistilinn….
Bíð spenntur.
Djöfull er öflugt að hafa mann eins og SStein herna meðal okkar.. 🙂
Er Steini ekki örugglega með upphitun fyrir leikinn gegn Chelsea?
Blabla, búnir að mæta þeim 800 sinnum og þetta verður enn ein baráttan, blabla, erfitt að spá í liðið.
Ég segi að þú látir þrjár línur um leikinn duga og komir með ferðasögu 🙂
Kristján er nú sérfræðingur í Chelsea upphitunum, en Aggi á þessa upphitun víst.
Það tilkynnist hér með að ég er búinn að fá nóg af Chelsea. Mun koma mér undan umfjöllun um leiki við það lið einhver næstu misseri. Ekkert flóknara en það.
http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/NG158092071217-1135.htm
Frábær pistill frá Tomkins
Frábært að geta andað léttar úúúúúúúúúúfffffffffffffffffffffffff
Ég var nú samt alrei í vafa um Rafa heheheh 😀
Hann er langflottastur, sér í lagi með kleinuhringinn hohohohoh
AVANTI LIVERPOOL – RAFA – http://WWW.KOP.IS
Mér finnst nú hálf sárt að lesa það að, þeir ætli að breyta hönnuninni á leikvanginum frá því sem kynnt var. Mér fannst sú hönnun alveg frábær en það verður þó að segjast að sú hönnun leit virkilega dýr út og það sem maður vill síst, er að gera klúbbinn gjaldþrota. Þótt að kanarnir eigi fullt af peningum þá verður að reka klúbbinn svo að hann skili hagnaði. En núna er aftur búið að setja mann í sætið þar sem maður bíður eftir nýjum teikningum.
Fyrir mér er það mikilvægast að þetta sé stór völlur (70.000 +) áhorfendur þar sem áhersla er á að stemming myndist. Mér er nokkuð sama um það hvernig hann lítur út að utan aðallega vegna þess að það skiptir í raun ekki nokkru einasta máli og líka vegna þess að ég trúi nú ekki öðru en að þetta verði mjög flott mannvirki þó það verði ekki alveg eins og lagt var upp með í upphafi. Liverpool þarf að fara fá 70.000 manns á leik í stað 45.000 sem ALLRA FYRST.
En gott fyrir stuðningsmenn, Rafa og þá aðallega eigendurna að þeir sýni Rafa stuðning aftur, svona sirkus eins og er búinn að vera sl. mánuði er óþolandi.
Nema það að við fáum ekki flotta völlinn sem var búið að lofa.
Áttu þessir menn ekki að tryggja það að það yrði ekkert vesen með völlinn? Nú þarf að teikna nýjan völl eftir allt hype-ið sem var í kringum nýja völlinn með flottu Kop-stúkunni.
Parry sagði einhversstaðar að það verði byggt völl sem hefur Kop-stúku “form” þannig að sama hvernig lokaútkoman á vellinum verður þá verður alltaf Kop stúka með sama sniði og er á Anfield.
Jæja, kallinn búinn að tjá sig (þ.e.a.s. Gillett). Var að lenda í nótt eftir ævintýralega ferð og mun væntanlega koma með pistil inn á síðuna við tækifæri.
Gaman að segja frá því að ég var á sama hóteli og þeir Hicks og Gillett og átti gott samtal við þá báða, og fékk ýmislegt upp úr þeim 🙂
Báðir voru þeir virkilega viðkunnanlegir og það er gríðarlegur passion í George, en meira um það síðar.
Ég bíð mjög spenntur eftir þessum pistli, SSteinn. 🙂
Glæsilegt val á hóteli SSteinn!
Hlakka til að heyra pistilinn….
Bíð spenntur.
Djöfull er öflugt að hafa mann eins og SStein herna meðal okkar.. 🙂
Er Steini ekki örugglega með upphitun fyrir leikinn gegn Chelsea?
Blabla, búnir að mæta þeim 800 sinnum og þetta verður enn ein baráttan, blabla, erfitt að spá í liðið.
Ég segi að þú látir þrjár línur um leikinn duga og komir með ferðasögu 🙂
Kristján er nú sérfræðingur í Chelsea upphitunum, en Aggi á þessa upphitun víst.
Það tilkynnist hér með að ég er búinn að fá nóg af Chelsea. Mun koma mér undan umfjöllun um leiki við það lið einhver næstu misseri. Ekkert flóknara en það.