Jæja, góður maður sagði að best væri að skrifa sig frá sorg.
Eigum við ekki bara að reyna það öll svona fram að næsta leik sem er sem betur fer ekki deildarleikur með stigapressu, heldur möguleiki á að gleyma henni í smástund.
Ég er auðvitað enn svekktur með gærdaginn. Mér fannst liðið líta vel út fyrstu 30 mínúturnar, báðir bakverðir United komnir með gul spjöld og hætta skapaðist úr föstum leikatriðum. Ef við rennum yfir síðustu leiki þessara liða eru nú ansi hreint mörg mörk sem koma úr þeim og því fannst mér líklegt að þar kæmi allavega fyrsta markið. Mér fannst aðeins draga úr hraðanum síðustu 15 mínúturnar og liðin á leiðinni í hálfleik þegar Riise og Kewell voru bévítans klaufar og fengu á okkur horn.
Engin hætta þar vanalega. En Ferguson var greinilega búinn að leggja þetta upp, um leið og Giggs sá að varnarmenn lágu allt of langt frá Rooney kom á okkur markið.
En seinni hálfleikurinn fannst mér samfelld vonbrigði. Bara eitt jákvætt, innkoma Babel. Liðið hljóp ítrekað á varnarmúr United og eiginlega engu skipti hver það var. Kuyt, Torres og Gerrard jafnt og allir aðrir.
En svo í dag fer maður að velta fyrir sér á raunhæfari hátt. Markmaður og vörn lék vel, Riise karlinn átti fínan varnardag þótt hann hafi ekki verið sóknarbakvörður í allan vetur. Miðjan hélt vel. En vandamál liðsins finnst mér ennþá það sama. Að skapa opin færi í sóknarþriðjungnum.
Það er nefnilega eitt að stjórna leik og halda liðum niðri, annað að drepa þau. Hversu margar af 19 tilraunum gærdagsins komu úr dauðafærum?
Crouch, Voronin og Kuyt eru fínir leikmenn á ákveðnum sviðum, en frekar takmarkaðir á öðrum. Eru ekki leikmenn sem taka varnarmenn á og skilja þá eftir á sokkunum. En auðvitað er það ekki allt þeim að kenna. Í gær var lítið að koma af sendingum inn í teig, hvað þá frá köntunum. Því miður er Kewell ekki kominn í það form að spila tvo stórleiki með stuttu millibili og Benayoun er ekki kantmaður sem veður fram hjá bakverði til að senda inní. Þess vegna hef ég saknað Pennant mikið að undanförnu, þar finnst mér eiginlega okkar eini kantmaður sem getur stöðugt komið með krossa inn í boxið. Sebastian Leto var keyptur í aðalliðið en hefur enn ekki verið að virka þar, kannski hann fái séns að sýna sig á miðvikudag. Ekki má maður heldur gleyma því að besti sendingamaður liðsins, Alonso hefur ekki spilað að viti síðan í september. Mikið óskaplega vonast ég til að sjá hann á Stamford Bridge!
En auðvitað má maður ekki bara leggjast niður og deyja, eins og ég var að hugsa um í gær. Vonandi er nú allt orðið klárt í stjórnendateyminu á Anfield og hægt að byggja liðið áfram upp. Eftir heimaleiki gegn Arsenal, Chelsea og United finnst mér ljóst að við erum á fínum stað varnarlega en vantar aðeins upp á skapandi leikmenn. Miðað við það sem heyrist kjaftað að Sissoko og Riise séu til sölu í janúar er ég alveg handviss um að Benitez hefur eitthvað í pípunum til að kippa þessu í lag.
Þess vegna vaknaði ég í morgun með trú á því að við eigum enn líf, þó það sé á hreinu að við þurfum að eiga góða mánuði í desember og janúar!
Ef að þetta er satt og þetta sé það sem Benitez ætlar að gera…….þá hleyp ég á vegg.
http://www.skysports.com/story/0,19528,11661_2986538,00.html
Helgi, hefurðu horft á leiki með Portsmouth? Muntari hefur verið frábær í þeim leikjum, sem ég hef séð.
Ég segi að málið er 4-5-1.
“could make a move for Muntari if he is priced out of a deal for Javier Mascherano. “
Já ég hef horft á leiki Portsmouth en get bara ekki hugsað mér að missa Mascherano – það er málið.
ps. Ég myndi vilja hann í stað Sissoko 🙂
Já, ok – ég sá ekki þessa línu þar sem ég gat ekki lesið Sky fréttina.
Ég hef enga trú á öðru en að við löndum Mascherano.
Ég er ósammála mjög mörgum í analæsingunni á þessum leik. Mér fannst fyrsta korterið við gera allt of mikið af því að senda bara háan bolta fram, og skammaðist við skjáinn í því að við værum ekki að spila boltanum nægilega vel,næðum ekki að halda honum innan liðsins og gerðum ekki nægilega vel í því að reyna að spila okkur í gegn. leikurinn breytist talsvert og þegar líða tók á, þá hættum við þessum kýlingum fram á við en þá fannst mér eins og oft áður, vanta að klára sóknirnar með skoti. Mér fannst Gerrard fá hlutverk í þessum leik sem ég er ekki hrifinn af að hann sinni…hann var alltof langt til baka að mínu mati, og hefði mátt fá frjálsara hlutverk fram á við. Mér fannst vanta þennan sprengikraft fram á við hjá honum, og það var augljóst að hann hafði fengið fyrirmæli um að hugsa um varnarleikinn. Við höfum Marcherano til þess að vera í því hlutverki og ég hefði viljað sjá Gerrard mikið framar. Mér fanst það einnig koma nokkuð oft fyrir í þessum leik að við geystumst fram með boltann en menn vissu ekkert hvað þeir ætluðu að gera við hann, því margir hverjir voru allt of langt til baka,og við bara að sækja á of fáum mönnum….gegn gríðarlega sterkum miðvörðum.
Æi ég veit það ekki…ég var bara ekki sáttur með þetta..mér finnast einstaklingarnir sem prýða þetta Untied lið ekkert betri en okkar einstaklingar, en þeir hafa alltaf eitthvað sem við höfum ekki…. Heppni er nú eitt af því ,en hversu lengi er hægt að tala um heppni eða þjófnað þegar þeim tekst að gera þetta trekk í trekk..ár eftir ár…
Carl Berg
Í fyrsta lagi, þá er þetta góður pistill hjá þér Maggi. Pirringurinn eftir tapið í gær var svo mikill að ég óttaðist að ég myndi keyra yfir um og móðga einhvern hér á síðunni. Eftir góðan nætursvefn er maður samt kominn með aðeins rólegri sýn á þetta og þótt það sé vissulega skelfilegt að vera tíu stigum frá toppnum (þrettán á sama tíma í fyrra) verðum við að muna að liðið á leik til góða og sæmilega dagskrá framundan. Ég hef alltaf sagt að Benítez verður veginn og metinn af frammistöðu sinni í deildinni en sá tími er einfaldlega ekki núna heldur í vor.
Í öðru lagi, þá er Muntari mjög góður leikmaður og ég hefði í raun ekkert á móti því að fá hann … ef hann væri ekki augljóslega hugsaður sem annar kostur, skyldi Mascherano reynast of dýr. Javier Mascherano er búinn að vera hérna í ár, sanna svo það fer ekki á milli mála að hann er í algjörum heimsklassa, og ef nýju eigendurnir ætla svo að reyna að segja okkur að það séu ekki til 17m punda til að eignast hann og því verði að fara enn og aftur í sama farið, að reyna við 5-10m punda leikmenn í stað þeirra allra, allra bestu, verð ég langt því frá sáttur.
Það er ekkert að Muntari. Hann er bara ekki Mascherano.
Úrslitin í gær sanna tvennt fyrir mér. Fyrst að Man Utd er stærri klúbbur en Liverpool þessi árin. Það sem gerðist fyrir 30-40 árum skiptir ekki öllu. Alex gamli er snjall og kann öll trikkin, því þetta snýst ekki síst um sálfræði. Liverpool er enn á leiðinni þangað sem Man Utd er búið að vera síðustu tíu árin. Því miður, þar sem Liverpool er mitt lið. Við þurfum bara að horfast í augu við staðreyndir. Það er ekki nóg að vera á heimavelli. Það er ekki nóg að stjórna leiknum. Til að vinna þarf að skora. Stundum finnst mér Liverpool menn gleyma þessu atriði. Þar á meðan Rafa. Hvað er hann að hugsa? Kuyt? Fínn í 60 metra hlaupi en ekki 90 mínútna fótboltaleik. Hvers vegna að spara menn eins og Babel og Crouch, sem ógna virkilega? Til að vinna leik þarf að skora, bara svo að það gleymist ekki. Vill einhver velviljaður koma þessum skilaboðum til Rafa.
Hitt atriðið er að þegar lið hefur skorað fjögur mörk í leik (eins og í Meistaradeildinni í síðustu viku) þá gerist það ótrúlega oft að lið nær ekki að skora í næsta leik. Hljómar ábyggilega sérkennilega í eyrum einhverra en því miður gerist þetta. Og gerðist með Liverpool í gær. Það er eins og hungrið eftir mörkum hverfi eða lukkan verði ekki með. Of stórir sigrar eru því ekki alltaf gleðiefni í mínum huga. Sérstaklega þegar stutt er á milli leikja. Ég hugga mig reyndar við það að við tökum Chelsea á miðvikudag!
Nákvæmlega. Plús það að hann leikur (að því er ég hélt allavegana) mun framar á vellinum en Mascherano. Er það ekki þannig hjá Ghana að Essien er aftarlega á miðjunni og Muntari fyrir framan? Hann skoraði allavegana eitthvað á HM.
En líka þá er verðið sem er kvóterað 7 milljónir PLÚS Peter Crouch. Ég skil þá ekki alveg hvernig hann ætti að vera einhver bargain kaup miðað við Masche.
Hárrétt hjá þér Helgi, að við eigum oft erfitt með að skora eftir að hafa “klárað” úr byssunum í leiknum á undan. Það hefur þó verið að skána í vetur.
Góður pistill Maggi, en þar sem kommentin eru farin á aðrar slóðir þá vil ég bæta við að þessi orðrómur um Muntari gera leikinn um næstu helgi bara skemmtilegri þar sem maður mun horfa meira til þessa leikmanns en annars.
Ég vil líka bæta við að ég verð að játa að ég er hræddari við leikinn næstu helgi heldur en ég var fyrir leikinn á móti Man Utd, ég var nefnilega alveg viss um að við myndum vinna Man utd.
Ef mér skjátlast ekki þá eru Portsmouth með 100% record á útivelli í deildinni á meðan við höfum verið of sjéikí á Anfield.
Eigum við ekki bara að segja að fyrst ég var svona viss um sigur á móti Man Utd og hafði rangt fyrir mér þá snúist dæmið við með Portsmouth : )
En fyrst eru það Chelsea í bikarnum !
P.s.
Mascherano fer ekkert !
Við Púllarar verðum að vera raunsæir. Benitez stillti upp sigurliði úr síðasta leik. Við vorum óheppnir þrátt fyrir góðan leik okkar manna. En okkar tími mun koma aftur. LIVERPOOL er og verður stórveldi. Gefum karlinum í brúnni tækifæri á að vinna sína vinnu út þetta keppnistímabil.
YOU NEVER WALK A LONE. ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!
jæja félagar, það þýðir ekkert að ætla sér að skrifa eitthvað um svona leiki samdægurs. Ég legg til að ekki sé mikið hlustað á þá sem vilja Rafa burt eftir svona leik en það er einfaldlega ljóst að Ferguson er manna klókastur í svona leikjum. Það er alls engin tilviljun að Scum utd. séu að vinna okkur trekk í trekk á klaufalegum mistökum – oftar en ekki eftir föst leikatriði. Hann rýnir einfaldlega rækilega í varnarleik okkar manna og sér þar tækifæri og nýtir þau út í hið ítrasta, eitthvað sem aðrir – ekki eins klókir stjórar – ná ekki að nýta sér. Við erum ekki komnir með algjörlega fullkominn varnarleik enn sem komið er, ekki frekar en önnur lið en hins vegar eru fá lið sem ná að nýta sér þá fáu galla sem eru á varnarleik okkar. Varðandi það að stjórna leik í 90 mínútur þá er það einfaldlega þannig í fótbolta að lið sem er ekki með boltann getur samt sem áður verið að stjórna leiknum. Hvernig spila Ítalir og hafa gert í áratugi? Leyfa andstæðingnum að hafa boltann, sóknirnar hrynja yfirleitt á vel skipulögðum og sterkum varnarleik, og mörkin koma eftir skyndisóknir. Þetta er einföld fótboltafílósófía sem virkar yfirleitt alltaf. Og það sem meira er, liðið sem hefur boltann allan leikinn heldur að það sé að stjórna leiknum og stuðningsmenn þess líka. Þess vegna kalla margir svona sigra heppni en ég segi að þetta séu bara klókindi og reynsla.
Ívar Örn þú ert bara næsti stjóri!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Þó það standi að þessi Muntari sé hugsaður í staðin fyrir að kaupa Mascherano þá held ég nú að hann myndi frekar koma fyrir Sissoko, enda höfum við afar lítið við þá handbremsu sóknarleiksins að gera. (Borga svona 200.000 pund með Sissoko til Portsmouth. og svo einhvern slatta fyrir Muntari = sanngjörn skipti. 🙂
En ég tók fyrir nokkru þá stefnu að taka ekkert mark á slúðri fyrr en það kæmi í Echo eða bara á offical síðunni.
14 ívar
Ferguson er búinn að slípa saman mjög gott lið á undanförnum árum og hefur í því góða blöndu af reynslu og “kjúklingum” og eins og Tomkins benti á 6-7 (man ekki fjöldann) leikmenn sem kostuðu yfir 15 milljónir, Ronaldo og Tevez eru ekki einu sinni inni í þeim hópi.
Þeir geta því stillt upp gríðarlega sterku sóknarliði sem getur jarðað andstæðinga sína og eins geta þeir stillt um sterku varnarliði sem treystir á skyndisóknir, og þeir eru stórhættulegir í skyndisónknum.
Það breytir því ekki að þeir fengu bara eitt færi í fyrri hálfleik og skoruðu úr því, ódýr hornspyrna sem skorað var úr sökum afar slæmra varnarmistaka, Rooney var ekki einu sinni að senda á Tevez heldur skjóta.
Þetta er heppni sama hvað Ferguson er snjall stjóri, mitt mat á síðustu viðureignum er ennþá að Rafa er að nálgast Ferguson og hann vinnur hann á endanum, (gerði það reyndar í bikarnum). Reyndar held ég að Rafa sé bara ekkert verri stjóri en Ferguson, held að hann sýni það ef hann fær úr jafn miklum pening að ráða og Fergie hefur fengið.
Venjulega þegar United eru komnir í þessa stöðu (0-1 yfir snemma) þá eru þeir mjög hættulegir og klára allajafna andstæðinga sína sem þurfa að fara sækja á þá. Þeir fengu engu að síður bara eitt færi sem hægt er að tala um og það kom í lokin þegar Liverpool var farið að taka mikla áhættu í sóknarleiknum. Þannig að það er að mínu mati ekki hægt að tala um einhvern gríðarlega stóran taktískan ósigur hjá Rafa, meira svona (GRÍÐARLEGA) svekkjandi tap gegn mjög góðu liði í leik sem svo sannalega hefði getað farið á hinn vegin.
Varðandi liðið þá fannst mér rosalega vanta Alonso í þessum leik (eða Lucas) á miðjuna við hliðina á Mascherano og gefa í kjölfarið Gerrard meira frelsi og láta hann spila nær Torres. Það er mikið vænlegri kostur svona fyrst Kuyt spilar hvort eð er sem duglegur miðjumaður sem getur ekki neitt á móti svona sterkri vörn.
Eins hlakkar mig til leiksins sem Babel og Torres byrja saman frammi.
p.s. Einar er ekki spurning um að fara bjóða upp á einn Mashcerano á Serrano? 🙂
Held að Babel og Torres sé eimmitt málið. Væri gaman að sjá þá saman frammi í nokkrum leikjum. Finnst vannta einhvern heimsklassa með Torres og einhvern sem getur gert þetta óvænta. Babel hefur alla burði í að verða heimsklassa sóknarmaður að mínu mati
Babu: það er mjög margt til í þessu hjá þér, hins vegar kannast þú örugglega við skot-sendingu er það ekki? Þegar maður neglir boltanum inn í pakkann og vonar það besta. Það sem ég á við með klókindum Ferguson – og þetta sýndi sig líka á Anfield í fyrra – að veikleikarnir eru til staðar í svæðisvörninni í hornum. Ef ég væri að stjórna (takk fyrir kommentið MAÓ) þá myndi ég einfaldlega setja mannskap á nærstöng – því það myndi koma svæðisvörninni í uppnám – og setja svo boltann á Reina og þjösnast með mannskapinn að honum. En pointið bara þetta – veikleikarnir eru til staðar og klárir stjórar sjá þá. Það sem gerðist í þessum leik var ekki það að þetta öfluga sóknarlið næði að rústa vörn okkar manna, heldur var líka back-up plan-til að nýta sér horn, aukaspyrnur oþh. Þetta er eitthvað sem Liverpool vantaði í þessum leik, t.d. varðandi mistök Van der Saar, að nýta mistökin. Líka að spila inn á veikleika, t.d. er Evra ekkert frábær varnarmaður og hægt væri að spila Babel gegn Wes Brown eða honum. Ferguson náði líka að loka á svæðið milli miðju og varnar hjá sér með Hargreaves sem þýddi að Torres og Gerrard fengu ekki það pláss sem þeir þurftu. Þannig að það er margt í mörgu. Svoleiðis er nú það.
Svosem ekkert rangt hjá þér í þessu Ívar og við erum sammála í meginatriðum, en þó að reynt sé að básúna snilli Massey Ferguson í þessu horni þá er þetta ennþá ekki neitt annað en heppni, þeir auðvitað skapa sér sína heppni.
Liverpool spilaði í yfir hálft ár án þess að fá á sig mark úr föstu leikatriði og markið sem við fengum á okkur var eftir mjög óvanaleg varnarmistök (liðið virkar allajafna eins og klukka í vörninni) og skot-sendingu (whatever). Auðvitað er þessi svæðisvörn ekki fullkomin, en hún er gríðarlega traust engu að síður, raunar svo sterk að það er nánast orðið hending að andstæðingar okkar nái að grísa inn marki úr opnum leik (open play).
Það er líklegega best orðið í Echo:
Rafa – In the end, in my opinion, it came down to luck.
Rio – They are a very good side. Wazza’s shot deflecting to Carlos – it was a bit fortunate but we’ll take that.
En ég get röflað um óheppni í allan dg, við töpuðum alltaf jafn mikið 0-1, vil bara ekki gera óþarflega lítið úr leik Liverpool og alls alls ekki gera of mikið úr leik United 🙂