Jæja, liðið gegn Wigan er komið. Rafa hlustar á óskir mínar, því hann ætlar sko að spila 4-5-1 í kvöld. Hey, ef enginn framherji fyrir utan Torres getur neitt, hví þá að nota þá???
Og gleðifréttir því að Jermaine Pennant er kominn aftur inní liðið eftir löng meiðsli.
Ég veit að það flippa ansi margir “spekingar” þegar að lið stilla upp 4-5-1, en ég spái blússandi sóknarbolta með þessari uppstillingu.
Finnan – Arbeloa – Carragher – Aurelio
Pennant – Alonso – Gerrard – Mascherano – Kewell
Torres
Á bekknum: Itandje, Kuyt, Crouch, Yossi, Riise.
ég er að fýlaða 🙂
vonandi að pennant sýni tilþrif og ég er ánægður að sjá að fyrst hann notar gerrard og torres að gerrard fær free role með torres framarlega.
Frábær uppstilling, greinilegt að ekki á að slaka neitt á í deildinni…lýst vel á benitez. áhugavert að vera að spila með tvo ALVÖRU kantmenn sem leika upp að endamörkum og gefa fyrir, trúi ekki öðru en Torres fái einhverja þjónustu (Crouch hefði líka verið fínn þarna en hann kemur bara inn á í seinni hálfleik)
Sendingagetan í þessu liði er alveg frábær og maður trúir ekki öðru en við spilum þetta Wigan lið sundur og saman
Skv Sky er Riise á bekknum og Aurelio í vinstri bak, crouch, Kuyt, yossi, riise og Itjandje á bekknum..
Hljómar spennandi og ótrúlegt að pennant skuli byrja þar sem maður hefur ekkert heyrt um að hann sé að koma tilbaka.
Þetta er rétt hjá þér, Ingi – búinn að breyta þessu.
flott lið, líst mjög vel á þetta…
2-0
ætla að vera svo frumlegur að spá því að Torres skori bæði mörkin
Flott lið, nú sjáum við Gerrard á fullri ferð. Sama hvað leikkerfið heitir þá er Mascherano djúpur, Alonso þar fyrir framan og svo ofvirkur Gerrard! Komnir með alvöru kantmann aftur í Pennant og Kewell ætti að taka vel á Melchiot.
Vonandi almennilegur sigur!
Þetta er flott uppstilling. Eins og einhver benti á þá eigum við Luton um helgina og því engin ástæða til þess að vera að hvíla kanónurnar.
En 4-5-1 er einfaldlega besta uppstillingin fyrir núverandi hóp Liverpool.
Við eigum bara einn topp framherja sem er þá í liðinu. Gerrard er frábær fyrir aftan hann og Alonso og Mascherano þar fyrir aftan. Kantmenn geta þá róterast á milli benayoun, kewell, babel og Pennant. Allir held ég að séu betri í þessu kerfi en 4-4-2.
Það er engin ávísun á varnarsinnaðan bolta þó kerfið sé svona þar sem Gerrard er betri senter en klaufarnir þrír sem eru fyrir aftan Torres í goggunarröðinni.
Virkilega spennandi uppstilling og ekkert annað en stórsigur kemur til greina á nýju ári, verður gaman að sjá hvernig þetta kerfi kemur til að virka, og eina ég hefði viljað sjá Babel á bekknum en nýja árið byrjar vel Vonandi 😉
Nákvæmlega! Ég er búinn að skrifa það oft á þessari síðu að miðað við þenann mannskap (þrír heimsklassa miðjumenn, en bara einn heimsklassa sóknarmaður) þá er þetta besta uppstillingin að mínu mati.
Eins og ég hef bent á áður þá er eini leikurinn sem við höfum dóminerað gegn hinum stóru þremur, gegn Arsenal á Anfield í fyrra þar sem við spiluðum akkúrat 4-5-1.
Mér líst vel á þessa uppstillingu. Gerrard í frjálsu hlutverki á miðjunni og mun eflaust styðja vel við Torres og svo eru tveir alvöru kantmenn! Breyti fyrri spádómi úr 2-1 í 4-1 🙂
Hvað – komið korter og ekki skot á markið! Líst ekki á þetta!
er einhver að horfa á þetta á sopcast? Ef svo er var sér maður þetta?
fann það
http://www.myp2p.eu/broadcast.php?matchid=4131&part=sports
Erum að spila fyfirsjáanlega eins og er, ekki erfitt fyrir Wigan að verjast þessu. Virðist vera soldið langt á millii varnar og síðan Gerrard og Alonso sem manni finnst að eigi að koma upp með boltann. En Wigan hafa staðið sig betur í fyrri hálfleik
Sorglega dæmigert – hvar eru drápararnir frammi? Vilja menn ekki skora?
Ég heimta betri seinni hálfleik.
Iss piss, tökum þetta samt 2-0 : )
Glæsilegt! Allt annað að sjá þetta í seinni hálfleik þó ekki séu liðnar nema nokkrar mínútur, gott mark hjá Torres eftir frábært spil milli Gerrad, Finnan og Torres!
Ég ætlaði að fara að pirrast hérna, Torres skorar. Nú opnast flóðgáttirnar.
Jæja, það er að lifna yfir manni. Gott mál!
Hvað með þennan Scharner gaur, er hann ekki ágætur sem 3-4 hafsent fyrir Liverpool? Hann virðist hafa nokkuð góðan haus.
Sorglegt að sjá Kewel í kvöld, maður var svo að innilega að vona að hann væri að komast í gírinn. Annars finnst mér minna koma út úr Gerrard í þessari stöðu og kom það svolítið á óvart.
Jæja, hvað segja menn þá?
Hressandi frammistaða!
Og menn tala um að við keppum við Arsenal og Man. Utd um titilinn?
Menn geta gleymt því nema Crouch reddi hlutunum.
fakk.. á ég að trúa því að við þurfum að éta það ofan í okkur að Titus Bramble hafi jafnað fyrir Wigan!?!
Eitt skot á mark og MARK! Nokkuð gott hjá botnliði gegn toppliði! Annars er ég ORÐLAUS.
Helvíti er þessi Titus Bramble góður leikmaður. Búinn að vera útum all, bjargandi á marklínu og núna skorar hann glæsimark!
Ég vil fá þennan leikmann til Liverpool.
þetta er langt frá því að vera ásættanlegt! vá hvað ég er brjálaður! af hverju 5 manna miðja á heimavelli gegn Wigan?!?! Ég legg það nú ekki í vana minn að vera neikvæður í garð okkar manna en stundum er ekki annað hægt!
Ja hérna hér. Nú er þetta bless bless englandsmeistaratitill.
Að vinna ekki einu sinn Wigan á heimavelli er bara skandall.
Kerfi Benitez var ekkert að virka og enginn / lítill stuðningur við Torres.
Kirkland ver og ver og núna eru um 5 mínútur eftir ! kræst.
Eitt sem ég er samt helvíti sáttur með, Rafa hefur ALDREI sýnt jafn miklar tilfinningar á hliðarlínunni.
Sorglegt á alla vegu !
Ekki bara það að Titus hinn sorglegi að mati margra sé að eyðileggja leikinn fyrir okkur, þá er fyrrum vonarstjarna okkar hinn meiðslahrjáði Kirkland að sýna af hverju hann þótti vera landsliðsefni fyri nokkrum meislum síðan !
Nú fer heldur betur að hitna undir Rafa !
Þetta verður líka vonandi eitt af hans síðustu skiptum á hliðarlínunni, hann er bara ekki ná þeim árangri sem ætlast er til af honum!
AF HVERJU ER MENN EKKI AÐ SÆKJA !!!!!
Þessi 10-15 mín kafli í byrjn fyrri hálfleiks hefði mátt endast aðeins lengur, við ákváðum hinsvegar eins og oft áður að hleypa andstæðingnum inn í leikinn þar sem við vorum komnir yfir. Kann ekki góðri lukku að stýra. Það er eins og það vanti alla samheldni og killer-instinct í liðið. Kannski er það bara of mikið af jólasteikinni og rakettunum sem sitja eftir í mönnum. En þetta eru sorgleg úrslit fyrir Liverpool. Staðfesting á því að við erum í besta falli að fara að keppast um 4 sætið enn eitt tímabilið.
Drulla!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Menn geta grátið töpuð stig gegn Man Utd, Arsenal, Chelsea og Man City á útivelli en Steve Bruce er búinn að hirða fjögur stig af Liverpool í vetur með tveimur fokking skítaliðum – Og það eru stigin sem telja þegar allt er gert upp.
Lið sem spilar af jafn miklu áhugaleysi og Liverpool gerði í dag á að skammast sín. Það er ekki séns í helvíti að Liverpool verði í toppbaráttunni á vormánuðum. Fyrir veturinn var ég sáttur við Liverpool svo lengi sem liðið myndi hanga í toppliðunum. Í dag er ég ósáttur og ég á ekki von á að það breytist á næstu vikum.
Það segir nú bara allt um baráttuna í liðinu að þegar komið er í viðbótartíma þá er liðið bara að dútla með boltann á miðjunni !
Andskotans djöfull !
Ég dreg mig hér með í hlé frá þessum helvítis leiðindum.
Jæja Krsitján Atli hvernig var svo Titus Bramle í þessum leik 😉 óhætt að segja að hann átti bara stórleik gegn okkur :S en sorglegt að liverpool skuli eiga í ströggli með botnliðinn á heimavelli þessa daganna ;S
Æji, núna er maður ferlega frústreraður yfir þessu magnaða getuleysi.
Wiganarnir eiga fokkings eitt skot á markið og bamm og mark !
Fimm manna miðjan skilaði engu í dag finnst mér, Gerrard fékk lítið pláss vegna þess að meðspilarar hans voru fyrir honum. Rafa stillir upp 3 mönnum á miðjuna sem eru að koma úr meiðslum og tók svo Mach útaf en ekki Alonsó !
Í dag ætla ég að kenna Rafa um þennann ósigur. Það átti að vera með 4-4-2 kerfi og ekkert helvítis kjaftæði.
Það er náttúrulega ótrúlegt að tímabilið skuli snúast út í það að berjast um evrópusæti. Maður getur alveg reynt að vera eitthvað hyper-bjartsýnn, en staðreyndin er sú að það vantar allt bit í þetta lið. Þegar 15 mínútur eru eftir og jafnt er, þá á að þjappa svona liðum inn í vítateig og mölva þau. Það hefur maður séð stóru liðin gera, en Liverpool liðinu er gjörsamlega ómögulegt að gera þetta.
Ég hef alltaf verið Rafa maður en fyrst núna spyr ég mig; á maður von á einhverju betra frá Rafa. Það getur vel verið að hann sé með einhverja taktík og hjartslátt á hreinu, en að koma saman einhverri almennilegri spilamennsku og baráttumóð í deildarleikjum er honum alveg gjörsamlega ómögulegt.
Go POOL
Jæja, nú þarf virkilega á róttækum breytingum að halda í þessu blessaða liði. Þetta er alveg óþolandi!
Topplið? Liverpool – nei…..
Afhverju förum við alltaf í leikina til að tapa ekki í stað þess að fara í þá til að vinna?
Vantar allt leikskipulag.
Vörnin virkar taugaveikluð. Vantar Agger … fótboltinn minnti helst á 2 deildar lið. Hvað erum við að gera með pennant í liðinu. Alonso virkaði þreyttur.
Staðreyndin er sú að liverpool karakterinn er þannig að við getum unnið leiki sem skipta máli í einhveri bikarkeppni en þegar kemur að svona “auðveldum leikjum” getum við ekki tekið okkur saman og unnið.
Maður leiksins Kirkland.
Horfumst bara í augu við staðreyndir. Þjálfari Liverpool er ekki í sama klassa og Wenger og Alex; hann gerir fleiri mistök en þeir á sama tíma sem leikmannahópur Liverpool er heldur ekki eins sterkur og þarf til að tolla á toppnum. Heppnin fylgir þeim góðu.
Ég vil thakka stjórnendum thessarar sídu fyrir ad gera thad mikid grín og rakka nidur einn leikmann í PL thad mikid ad hann tredur thví uppí okkur med thví ad skora!!! Thetta kallast Hubris Nemisis daudans í minni bók!!!
Annars vill ég thakka öllum fyrir thetta PL tímabil sem var thó nokkru lengra en thau sídustu sem klárudust í nóvember ef mig minnir rétt. Vonandi verdur naesta PL tímabil ennthá lengra 🙂 ScheiSSe!!!