Grein í Guardian

Hérna er [góð grein í The Guardian](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2008/01/03/time_is_running_out_for_liverp.html) um ástandið hjá Liverpool og stöðu Rafa Benitez: [Time is running out for Liverpool – and Benítez too](http://blogs.guardian.co.uk/sport/2008/01/03/time_is_running_out_for_liverp.html). Það er sérstaklega pínlegt að lesa þetta:

>This is Benítez’s fourth season in charge, and Liverpool’s attack is still the complete shambles it was under Houllier. As Michael Owen was to Ged, so Torres is to Rafa – and if he doesn’t score, it’s up to Steven Gerrard to chip in from midfield.

Þetta á reyndar ekki við um allt tímabilið, en síðustu vikur hefur þetta verið alltof augljóst. Ég veit ekki alveg hvað breyttist því liðið spilaði í byrjun tímabils ágætlega án Gerrard og Torres.

En jæja, ég er aðeins minna þunglyndur í gær, en ég verð samt að viðurkenna að fáir leikir hafa farið jafn illa í skapið á mér og þessi hörmung í gærkvöldi.

3 Comments

  1. Þarna er margt sem ég er mjög sammála.
    Helst það að deildarárangur þarf að verða algert aðalmál fram á vor. Líka það að vinur okkar Benitez á afar erfitt með að breyta plani í miðjum leik, eða á leiktímabili.
    Líka því að hann hefur fengið minni pening en hin stóru liðin og þegar hann hefur fengið almennilegan pening hefur hann keypt vel.
    Þess vegna held ég að staðan sé slæm á Anfield að mörgu leyti. Benitez vill fá almennilegan pening til að kaupa alvöru menn og þá nái hann árangri. Eigendurnir virðast ekki eiga , eða vilja ekki eyða miklum peningum fyrr en þeir sjá árangur af kaupum á leikmönnum frá sumrinu.
    Vond staða, en þar sem eigendurnir eiga félagið held ég að Benitez verði að kreysta út árangur hjá liðinu, líkt og var í gangi í nóvember, og þá fái hann pening.
    Til að ganga frá Mascherano og kaupa klassamenn.

  2. Já þetta er fínn pistill og er ég sammála flestu sem þarna stendur nema, að þarna er látið í veðri vaka að það hafi verið klúður að láta Luis Garcia fara ?
    Hann var ekkert látin fara, hann varð að fara vegna fjölskyldu mála.
    Um það varð ekkert ráðið.

  3. Já ég er alveg sammála þunglyndinu sem fylgdi þessum leik enda til háborinnar skammar. Þetta er búin að vera veisla fyrir gagnrýnendur Rafa og Liverpool og hún virðist ætla að halda áfram.
    Í mínum huga snýst þetta um að ég held að þrátt fyrir að Pako hafi bara verið fitness þjálfari, eins og skólastjórinn segir, þá hafi hann líka getað komið með nýja vinkla á stöðuna og auðvitað hefur Rafa hlutstað á það og e.t.v. reagerað á hlutina. Betur sjá jú augu en auga.
    Ég held að bæði Rafa, staffið hans og leikmenn geri sér grein fyrir alvarleika stöðunnar sem klúbburinn er kominn í núna og þeir verða að ná að vinna úr þessu. Ég er alls óviss um að það sé klúbbnum til framdráttar að skipta Rafa út og ég held að það myndi laga stöðuna ef við fengjum einn gamlan hund í sóknina sem gæti tekið á því að breyta málum í miðjum leik og alls ekki að fara í einhver panik kaup.
    Á stundum getur þetta lið spilað glimmrandi fótbolta og menn dáðust að okkur í haust, hve helvíti gott liðið væri en takið eftir þá voru bæði Agger og Alonso í topp gír og góðu formi. Kannski þurfum við bara þessa tvo leikmenn í gott form og málið er dautt. Pennant var þá líka í formi.
    Allavega, leikurinn í gær var skandall.
    Desember mánuður og það sem ef er janúar, vill ég meina að við höfum tapað 7 dýrmætum stigum, 3 á móti Reading, 2 á móti City og 2 á móti Wigan. Ef þetta hefði unnist væri á Rafa hetja?

Liverpool – Wigan= 1-1

Liverpoolleikmenn á láni